Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
Felix-keppnin:
Börn náttúrunn-
ar í undanúrslit
BÖRN náttúrunnar, kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar, er
komin í undanúrslit evrópsku
Felix-kvikmyndakeppninnar.
Oddsskarð:
Vegurinn seig
hálfan metra
VEGURINN að Oddskarði er nú
mikið skemmdur en hann hefur
að undanförnu sigið um hálfan
metra á 20 metra kafla skammt
frá göngunum Eskifjarðarmeg-
in. Einar Þorvarðarson, um-
dæmisverkfræðingur Vega-
gerðarinnar á Austurlandi, seg-
ir að viðgerð á veginum hefjist
mjög fljótlega og hann verði
kominn í lag fyrir veturinn.
Að sögn Einars var klæðning
sett á veginn í síðasta mánuði og
skömmu síðar kom brot í hann
þannig að hann seig um 30 sm.
Fyllt var upp í það sig en þá seig
vegurinn aftur svipað á þessum
kafla. Áætlað er að viðgerðin kosti
um hálfa milljón króna.
Myndin verður ein af fimm evr-
ópskum biómyndum sem keppa
um titilinn „Ung evrópsk mynd
ársins“. Hún er að auki í hópi
fimmtán mynda sem keppa um
aðrar útnefningar.
Tilkynnt var í gær hvaða kvik-
myndir komast áfram í undanúr-
slit keppninnar um hin þekktu
Felix-verðlaun. Þau verða afhent
í Berlín 1. desember og verður
athöfninni sjónvarpað beint á veg-
um Eurovision-stöðvarinnar.
Kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Böm náttúrunnar, sem
frumsýnd var síðsumars keppir við
fjórar aðrar evrópskar myndir um
titilinn The Young European Film
of the Year. Myndin er einnig ein
fimmtán kvikmynda sem keppa
um aðrar viðurkenningar, til dæm-
is besti leikari og leikkona, besta
kvikmyndataka og hljóð, besta
tónlist og fleira.
Um 20 þúsund manns hafa þeg-
ar séð Böm náttúrunnar. Myndin
hefur verið sýnd í Stjörnubíói frá
byijun ágúst og er einnig á tjöldum
kvikmyndahúsá úti um land. Með
aðalhlutverk í myndinni fara Sig-
ríður Hagalín og Gisli Halldórsson.
Verkefnaleysi hjá
eigendum vinnuvéla
STJÓRN Félags vinnuvélaeigenda hefur skorað á ríkisstofnanir,
sveitarfélög og einstaklinga að draga ekki á langinn jarðvinnu og
vegaframkvæmdir þar sem taxtar séu í algjöru lágmarki um þess-
ar mundir vegna verkefnaskorts. Steingrímur Jónasson formaður
Félags vinnuvélaeigenda segir að atvinnuleysi blasi við vinnuvéla-
eigendum við óbreytt ástand.
í ályktun stjómarinnar segir að
komi til byggingar álvers og virkj-
anaframkvæmda muni þessar að-
stæður breytast og taxtar hækka
verulega. „Það er samdráttur núna
á markaðnum og fýrirsjáanlegt að
það stefni í meiri samdrátt en oft-
ast áður. Sum sveitarfélög hafa
skynjað þetta og em einmitt núna
að bjóða út verk og þau fá mjög
hagstæð tilboð um þessar mundir,"
sagði Steingrímur.
Hann sagði að það stefndi í verk-
efnaleysi hjá eigendum vinnuvéla
og hefðu sumir verkefni fram í
október en aðrir fram í nóvember.
Ástandið virtist áberandi verra nú
en áður. „Það sem við emm að
benda á er að við viljum að jöfnuð-
ur komist á í framkvæmdum.
Sveitarfélögin haldi að sér höndum
ef virkjanaframkvæmdir og bygg-
ing álvers hefjast. Við viljum að
borg og sveitarfélög stýri fram-
kvæmdunum, aðrir ráða ekki við
það,“ sagði Steingrímur.
Nýlega vom opnuð tilboð vegna
lagningar 2 km vegar við Gullfoss
hjá Vegagerð ríkisins. Kostnaðar-
áætlun hljóðaði upp á 7.881 þús-
und kr. Lægsta tilboðið barst frá
Vélgröfunni hf. sem hljóðaði upp
á 5.276.500 kr., eða 67% af kostn-
aðaráætlun.
SVR:
5 tilboð í akstur
um gamla bæinn
FIMM tilboð bárust Strætisvögnum Reykjavíkur í akstur um aust-
urhluta gamla miðbæjarins. Lægsta boð átti Kári Grant, rúmar
1.907.200 krónur og næstir voru Allrahanda hf. sem bauð
1.975.680 krónur. Boðið miðast við að einn vagn sé í ferðum og
að hann taki 21 farþega. Að sögn Sveins Björnssonar forsljóra
er hér um tilraunaakstur að ræða og er gert ráð fyrir að hann
hefjist í byrjun október næstkomandi og standi til 1. apríl á
næsta ári.
Þrír þeirra sem buðu binda boð
sitt gjaldskrá sérleyfis- og hóp-
ferðaleyfishafa. Lægst þeirra til-
boða var frá vom Bjarna og Braga
Bjömssonum sem buðu 2.240.000
krónur, næstur var Jón T. Ágústs-
son sem bauð 2.320.640 krónur
og loks Snæland Grímsson hf. sem
bauð 2.880.000 krónur.
Sveinn sagði að gripið hafí ver-
ið til þessa úrræðis, þar sem vagn-
ar SVR ættu orðið í erfiðleikum
með akstur í gamla bæjarhlutan-
um. Af þeim sökum hefði dregið
úr þjónustu við íbúa hverfisins og
kæmi slíkt verst við eldra fólk sem
þar býr að miklum meirihluta.
Ekið verður upp Hverfísgötu
um Klapparstíg, Njálsgötu að
Barónsstíg, niður Egilsgötu, Þor-
fínnsgötu, Eiríksgötu að Njarðar-
götu og þaðan niður á Bergstaða-
stræti og um Skólavörðustíg, nið-
ur Bankastræti, Lækjargötu og
að endastöð neðst við Hverfis-
götu. Akstur hefst klukkan 10 að
morgni og stendur fram til klukk-
an 17, frá mánudegi til föstu-
- Morgunblaðið/Bjami
Islenska landsliðið í brids, sem keppir á heimsmeistaramótinu í Japan næstu tvær vikur. Frá vinstri
standa Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Amarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson og Aðal-
steinn Jörgensen. Björn Eysteinsson fyrirliði Iiðsins og Guðlaugur R. Jóhannsson sitja fyrir framan.
Islenskt bridspar fær boð
um þátttöku í „ofurmóti“
Heimsmeistaramótið að hefjast í Japan
Aðalsteini Jörgensen og Jóni Baldurssyni hefur verið boðin
þátttaka á einu sterkasta bridsmóti sem haldið er í heiminum.
Sextán völdum pörum er árlega boðið til mótsins, en þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskt par fær slikt boð.
Mótið er haldið í Haag í Hol-
landi í janúar, með sama sniði og
mót sem haldið er í Bretlandi og
kennt við Sunday Times. Mótinu
í Haag, sem kennt er við fýrirtæk-
ið Pandata, var hleypt af stokkun-
um fyrir fjórum árum en Sunday
Times-mótið hefur verið haldið í
30 ár með nokkrum hléum og
tóku íslensk pör þátt í því fyrr á
árum.
Boðið til Jóns og Aðalsteins
kemur í kjölfar þess að íslenska
landsliðið í brids vann sér rétt til
að taka þátt í heimsmeistaramót-
inu, sem hefst í Japan á mánu-
dag. Landsliðið fór til Japans á
miðvikudagsmorgun til að hafa
tíma til að jafna sig á 9 klukku-
tíma mismun hér og í Japan.
Landsliðsmennimir undirbjuggu
sig undir tímamismuninn hér
heima, með því að snúa sólar-
hringnum smátt og smátt við síð-
ustu dagana áður en þeir héldu
af stað.
Kaupin á Meitlinum í Þorlákshöfn:
Útgerðarfélagið er
enn inni í myndinni
- segir Valdimar Bragason útgerðarstjóri á Dalvík
Útgerðarfélag Dalvíkinga mun
enn vera inni í myndinni hvað
varðar kaupin á Meitlinum í Þor-
lákshöfn. Það er a.m.k. skilningur
útgerðarstjórans, Valdimars
Bragasonar, eftir viðræður hans
við hluthafa og forsljóra Byggða-
dags, og miðast gjald fyrir ferðir
við gjaldskrá SVR.
„Við eigum eftir að sjá hvernig
íbúarnir taka þessari 6 mánaða
tilraun," sagði Sveinn. „Við verð-
stofnunar. í þeim viðræðum varð
samkomulag um að halda öllum
Ieiðum í málinu opnum enn um
sinn.
„Staðan í þessu máli er nokkuð
óljós en við höfum kynnt okkar áform
fyrir eigendum Meitilsins, þar á með-
um opnir fyrir hugsanlegum
breytingum á akstrinum og erum
til viðræðu um breytingar á fyrir-
komulaginu."
al Byggðastqfnun," segir Valdimar
Bragason. „1 stórum dráttum er þar
um að ræða uppstokkun á þeim
rekstri sem nú er í Meitlinum og
kæmu þar hugsanlega inn bátar í
staðinn fyrir togarann Jón Vídalín.
Hinum togaranum, Þorláki, mun víst
ákveðið að leggja hvemig sem málin
þróast. Við höfum áhuga á sam-
starfí við heimamenn og ætlum okk-
ur að skilja hluta af veiðiheimildum
eftir í plássinu."
Valdimar segir einnig að í núver-
andi mynd geti rekstur Meitilsins
ekki gengið mikið lengur. Þeirra
áform hinsvegar gera ráð fyrir
rekstri í framtíðinni þótt hann yrði
vissulega nokkuð minni en^nú er.
„Þessar hugmyndir okkar eru ítakt
við þá umræðu sem verið hefur í
þjóðfélaginu um hagræðingu í sjáv-
arútvegi. Rekstur Meitilsins myndi
ekki stöðvast og við losa fyrirtækið
við skuldir. Á móti gætum við sam-
einað veiðiheimildir og ráðstafað bet-
ur afla okkar, bæði hér innanlands
og erlendis auk þess að við höfum
áhuga á sjófrystingu," segir Valdi-
mar.
í máli hans kemur fram að for-
ráðamenn Útgerðarfélagsins hafí
skilning á áhyggjum heimamanna í
Þorlákshöfn og telji eðlilegt að þeir
vilji halda fast í sinn hlut. Hinsvegar
verði að skoða málin í víðara sam-
hengi og þá einkum því hvemig
megi sem best tryggja áframhald-
andi rekstur Meitilsins. Hann hafí
ekki trú á að hugmyndir Ölfushrepps
um kaup á hlutafé Hlutafjársjóðs
geti gengið eftir þar sem nafnverð
hlutafjár þessa sé 120 millj. kr. en
árstekjur hreppsins séu 130 millj. kr.