Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hugsjónir örva þig til átaka og glæstra sigra. Sköpunar- gáfan leikur lausum hala í dag. Tekjur ættu að fara að aukast. Taktu þátt í félags- starfi í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert vorkunnsamur í dag og vilt gera allt sem þú getur fyrir aðra. Framandi ferðalag kann að vera í vændum. Ræddu við yfirboðara í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 1» Hugsanlega sinnir þú mann- úðarmálum á næstunni. Há- leitar hugsanir sækja á þig um þessar mundir en þú átt samt auðvelt með að halda þig á jörðunni og vera raunsær. Krabbi (21. júní - 22. júli) HÍS0 Astarmálin ganga vel. Þú færð boð um að mæta á óvenju- legri samkundu. Pör eru afar samstíga. Skarpskyggni þín launar sig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ræddu náið við ástvin. Þér reynist auðvelt að semja um þessar mundir og gengur frá samningum. Starf og leikur blandast ánægjulega saman. Þú nærð settu marki. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) $£ Þú tekst ferðalag á hendur og verður það rómantískt í aðra röndina. Kærustupör ættu að fara út saman. Þú er mjög skilvirkur og taka yfirmenn eftir hæfileikum þínum. (23. sept. - 22. október) Þú hefur uppi áform um að bjóða til veislu. Taktu til heima fyrir. Þú nærð góðu sambandi við barn. Sköpunargáfan er í uppsveiflu. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú tekur mikilvægar ákvarð- anir viðvíkjandi heimilinu. Samstarf við aðra gengur vel. I kvöld viltu helst sitja við kertaljós og hlusta á ómþýða tónlist. Bogmaöur (22. nóv. — 21. desember) m Nú er dagurinn til að ljúka mikilvægum símtölum og gera mönnum skoðanir þínar Ijósar. Afköst þín eru yfir meðallagi enda færðu góðan innblástur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Það er heppilegt að kaupa og selja um þessar mundir. Þú nærð öðrum á þitt band. Farðu út að borða í kvöld eða sæktu skemmtanir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú gleðst yfir því að geta gert fjölskyldulim greiða. Sölu- hæfileikar þínir koma að góð- um notum í dag. Flíkaðu skoð- unum þínum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þó þú njótir heimsókna um þessar mundir kýst þú fremur einveru í dag til þess að geta lesið góða bók eða sinnt ein- hveiju sköpunarverki þínu. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. Tniwiiv/ii nn ifmmi FERDINAND SMÁFÓLK Svo þú veist bara hvað ég er að Ég geri ráð fyrir að þú lesir hugsan- Ekki ennþá ... ég bíð heldur þangað hugsa, ha? ir mínar ... til þær koma út í pappírskilju! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnreglan um fjórða litinn sem kröfu —„forth-suit-forcing” — þykir svo sjálfsögð nú til dags, að menn skilja ekki hvernig hægt var að spila eðlilegt kerfí án hennar. Hvað þá að menn muni eftir þeim sem fyrstur kynnti þessa reglu á prenti — Bretanum Norman Squire, sem lést síðastliðið vor. Squire skrif- aði mikið í Bridge Magazine á sínum tíma og eftir hann liggja einnig nokkrar bækur. Hér er skemtilegt spil, sem hann setti saman fyrir mörgum áratugum: Vestur ♦ 764 VG1098 ♦ 976 ♦ 1053 Norður ♦ K5 VD76 ♦ KG853 ♦ KG9 Austur ♦DG1098 VK43 ♦ 4 ♦ D876 Suður ♦ Á32 V Á52 ♦ ÁD102 ♦ Á42 Sagna er ekki getið, en niður- staðan varð 6 grönd í suður. Útspilið er hjartagosi. Vill les- andinn reyna á opnu borði? Lausnin er svohljóðandi: Sagnhafí lætur lítið úr borðinu í fyrsta slag og drepur á ásinn heima. Tekur svo fímm slagi á tígul. Austur hendir einu laufí og þremur spöðum í trausti þess að makker hans eigi spaðasjö- una þriðju. Þar með kemst vest- ur ekki hjá því að kasta frá lauf- tíunni. Þá má svæla út laufslag með því að spila á kónginn og gosanum úr borðinu. Staðan er þá þessi: Norður - ♦ K5 VD7 ♦ - ♦ 9 Vestur ♦ 764 V 109 ♦ ♦ - Austur ♦ DG VK4 ♦ - ♦ 8 Suður ♦ Á32 ♦ 5 ♦ - ♦ 4 Laufníunni er spilað og vestur hendir hjarta. Hjaitadrottningin neglir þá aðra tíu vesturs og sjöan í hjarta verður 12. slagur- inn. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Forli á Ítalíu í september kom þessi staða upp í viðureign belgíska alþjóðameist- arans Marc Dutreeuw (2.410) og sovézka stórmeistarans Vlad- imir Malanjuk (2.510), sem hafði svart og átti leik. 19. - Hxg3+», 20. hxg3 - Hg8! og hvítur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Líklega hefur hann aðeins reiknað með 20. — Dxg3+, 21. Khl. Malanjuk sigraði á mót- inu, hlaut 7 v. af 9 mögulegum, en næstur kom hinn kunni stór- meistari Tony Miles og aðeins 16 ára gamall Dani, Steffan Peder- sen, með 6 % v. I 4.-6. sæti urðu ítalski alþjóðameistarinn Godena, sovézki stórmeistarinn Novikov og landi hans Maljutin með 6 v. Fjórir stórmeistarar tóku þátt í mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.