Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 234. tbl. 79. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991___________ Prentsmiðja Morgunblaðsins Lýðræðis- fylkingin sigraði Lýðræðisfylkingin í Búlg- ariu bar sigur úr býtum í þingkosningunum á sunnudag og þar með virðist lokið valdatíma kommúnista og arftaka þeirra, Sósíalistaflokks- ins. Endanleg úrslit verða þó ekki kunn fyrr en í næstu viku en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fékk Lýðræðisfylkingin 36% atkvæða en sósíalist- ar 32%. Enginn einn flokkur hefur meirihluta en búist er við samstjórn andstöðuflokka sósíal- ista. Stuðningsmenn Lýðræðisfylkingarinnar fögnuðu úrslitunum ákaflega og hér er leið- togi hennar, Fílíp Dím- ítrov, borinn í gullstóli í miðborg Sofíu, höfuð- borgar Búlgaríu. Sagði hann, að í fyrsta sinn í 45 ár væri búlgarska þingið ekki í höndum kommúriista. Kosning- arnar þóttu fara vel fram og kjörsókn var um 80% Reuter Vopnahléið milli Serba og Króata hangir á bláþræði EB býður forsetum júgóslavnesku lýðveldanna til sameiginlegs fundar í Haag Vinkovci, Haag, Moskvu. Reuter. TILRAUNIR til að koma vistum og lyfjum til króatísku borgarinn- ar Vukovar, sem Serbar og júgó- slavncski sambandsherinn sitja um, báru engan árangur í gær og er óttast, að ótryggt vopnahlé milli Serba og Króata sé að fara út um þúfur. Evrópubandalagið hefur boðið forsetum júgóslav- nesku lýðveldanna og forseta sam- bandsríkisins til fundar í Haag á föstudag en í dag munu forsetar Króatíu og Serbíu ræða við Míkha- íl Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, í Moskvu. Eftirlitsmenn frá Evrópubanda- laginu, EB, fóru fyrir vistalestinni en urðu að snúa við í útjaðri Vuko- vars vegna þess, að hvorki sam- bandshermenn né króatískir þjóð- varðliðar vildu ábyrgjast öryggi hennar. Saka hvorir aðra um vopna- hlésbrot en fuiltrúar þeirra komu sama í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í gær til að reyna að koma í veg fyrir, að áttunda vopnahiéið á 16 vikum fari út um þúfur. Þrátt fyrir vopnahléið geisuðu bar- dagar í króatísku bæjunum Nova, Stara Gradiska, Pakrac, Okucani og Lipik og Andrija Raseta, hershöfð- ingi í sambandshernum, sagði, að fleiri sambandshermenn hefðu fallið síðustu þijá daga en í langan tíma áður. Evrópubandalagið hefur boðið for- setum júgóslavnesku týðveldanna og Stip’e Mesic, forseta sambandsríkis- ins, til fundar í Haag á föstudag. Kvaðst Carrington lávarður, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem hefur reynt að miðla málum í Júgó- slavíu fyrir hönd EB, binda miklar vonir við fundinn. í dag ætla þeir Franjo Tudjman, forseti Króatíu, og Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, að ræða við Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, í Moskvu en hann bauð þeim til sín í síðustu viku. Háttsettur embættismaður í breska utanríkisráðuneytinu, Dou- glas Hogg, sagði á þingi í gær, að Júgóslavíu yrði ekki haldið saman með valdi og hin gamla Júgóslavía væri liðin undir lok. „Lýðveldin, sem krefjast sjálfstæðis, munu hljóta það,” sagði hann en bætti við, að bíða yrði með viðurkenningu á sjálf- stæði þeirra þar til gengið hefði ver- ið tryggilega frá samningum um rétt- indi minnihlutahópa innan þeirra. Friðarráðstefna í Miðausturlöndum: Segja PLO hafa fallist á þátttöku Ániman. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær yfirlýsingar um að ráð- stefnan um frið í Miðaustur- löndum yrði haldin í þessu mánuði þótt enn væri ekki ljóst hverjir yrðu fulltrúar Palestínu- manna. Róttæk samtök innan PLO, Frelsissamtaka Palestínu- manna, sögðu í gær, að forysta PLO væri búin að samþykkja að taka þátt í ráðstefnunni. Baker átti í gær fund með Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Kairó en fór þaðan til Amman í Jórdaníu til viðræðna við Hussein konung. í dag fer hann til Dam- askus í Sýrlandi og lýkur sinni áttundu ferð sinni um Miðaustur- lönd í Jerúsalem á morgun. Kvaðst Baker enn vera að velta fyrir sér þátttökuríkjunum á ráðstefnunni en óútkljáð er hveijir verði fulltrú- ar Palestínumanna í sameiginlegri sendinefnd þeirra og Jórdaníu. ísraelar kreíjast þess, að menn úr PLO verði útilokaðir frá þátt- töku og einnig Palestínumenn í Austur-Jerúsalem, sem ísraelar hafa innlimað. Af þessum sökum var talið, að PLO myndi hunsa ráðstefnuna en í gær var haft eft- ir róttækum hópi innan PLO, að framkvæmdaráð samtakanna hefði samþykkt sl. laugardag að taka þátt í henni. Fordæmdi tals- maður hópsins samþykktina en sagði, að miðstjórn PLO myndi fjalla um hana á morgun. Háttsettur embættismaður PLO neitaði þessari fregn í gær en á sama tíma var frá því skýrt, að nefnd frá PLO væri komin til Jórd- aníu til að ræða um hugsanlega aðild Palestínumanna að jórd- önsku sendinefndinni. Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðiaun Nóbels: Merkisberi í baráttunni gegn kúgun og ofbeldi Ósló, Bangkok. Reuter. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, iilaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1991. Var frá því skýrt í Osló í gær en Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi í tvö ár vegna einarðr- ar baráttu sinnar gegn herforingjastjórninni í Búrma. Hefur verð- launaveitingin mælst vel fyrir og í gær hvöttu útlægir samherjar hennar landa sína til að herða róðurinn gegn einræðisöflunum. Francis Sejersted, formaður norsku nóbelnefndarinnar, sagði, að Suu Kyi væri í hugum margra merkisberinn í baráttunni gegn kúgun og ofbeldi enda legði hún áherslu á friðsamleg mótmæli gegn „herforingjastjórn, sem al- kunn væri fyrir grimmd og mis- kunnarleysi”. Árið 1988 reis almenningur í Búrma upp og krafðist lýðræðis í landinu en herforingjarnir svöruðu með því að drepa þúsundir manna. Var Suu Kyi sett í stofufangelsi skömmu síðar en á síðasta ári var efnt til kosninga, sem flokkur hennar, Lýðræðisfylkingin, vann með yfirburðum. Hlaut hann 392 þingsæti af 485 en herforingjar virtu úrslitin að vettugi. Sendimenn Búrmastjórnar í Tælandi sögðu í gær, að Suu Kyi væri vandræðamanneskja, sem ekki ætti verðlaunin skilin, en út- lægir frammáménn í Lýðræðis- fylkingunni sögðu, að verðlauna- veitingin væri orðsending frá um- heiminum um að herforingjastjórn- in skyldi fara frá. Mannréttinda- samtökin Amnesty International fögnuðu niðurstöðunni og í sama streng tók Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, og talsmenn ríkisstjórna víða Aung San Suu Kyi um heim. Sejersted, formaður norsku nób- elnefndarinnar, sagði, að ekki hefði reynst unnt að skýra Suu Kyi sjálfri frá friðarverðlaununum en hann kvaðst vona, að hún gæti sjálf veitt þeim viðtöku í Ósló 10. desember hæstkomandi. Aung San Suu Kyi er áttunda konan, sem fær friðarverðlaun Nóbels frá því þau voru fyrst veitt árið 1901. Sjá einnig frétt og grein á miðopnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.