Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 41 Kvikmyndahátíð Listahátíðar: Úr mynd Sturlu Gunnarssonar, Friðhelgi. Friðhelgi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Friðhelgi („Diploniatic Immun- ity”). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Sturla Gunnarsson. Handrit: Steve Lucas. Aðal- hlutverk: Wendel Meldrum, Ofelia Medina, Michael Hogan, Michael Riley, Pedro Armind- arez. Kanada. 1991. 94 mín. Enskt tal. Myndin Friðhelgi eftir Sturlu Gunnarsson er lítil dæmisaga úr borgarastyijöldinni í E1 Salvador sem segir frá sjónarspili í kring- um misheppnaða aðstoð Kanada- stjórnar við þá sem minnst mega sin og útsendara stjórnarinnar sem kemst að því um síðir að ólíkt henni, njóta innfæddir ekki friðhelgi gagnvart allsráðandi hernum. Reyndar er E1 Salvador ein- hvern veginn dottið útúr umræð- unni nú þegar myndin loks kemur en sagt er að Sturla og félagi hans Steve Lucas hafi unnið í heilan áratug við gerð hennar. Hún lýsir vel og er hvöss ádeila á sýndarmennskuna að baki að- stoðar við óbrotið bændafólk sem hrakið hefur verið af jörðum sín- um til að búa í fátækrahverfum undir járnhæl hersins. Það vill snúa heim aftur en ekki lifa í bústöðum sem byggðir hafa verið af Kanadastjórn og herinn hefur lagt undir sig. Aðalpersónan, Kim Dades (ágætlega leikin af Wendel Mel- draum), er útsendari stjórnarinn- ar sem á að undirbúa jarðveginn fyrir komu ráðherra síns til E1 Salvador að skoða góðverkin. Áður en ráðherrann getur komið verður að reka hermennina úr húsunum og koma með einhveij- um ráðum bændafólkinu inní þau og það einsetur Dades, ákveðinn og vinnusamur starfskraftur, sér að gera. En hún mætir andstöðu hvar- vetna, frá hernum, aðstoðar- manni sínum, sem er talsvert raunsærri en hún (þú hjálpar fólk- inu- best með því að láta það vera, er hans mottó) og ekki síst fólk- inu sjálfu. Það, sem hún á svo bágt með að skilja, er að hjálpin sem hún vill' þröngva uppá inn- fædda er ekki hjálpin sem þeir- þurfa. Leikstjórinn, Sturla Gunnars- son, flutti frá íslandi til Kanada sex ára gamall en þetta er fyrsta bíómynd hans í fullri lengd. Hann ■ hefur gert heimildarmyndir og eins og hann áður sýndi með stuttu sjónvarpsþáttunum úr miðju Hitchcocks og Ray Brad- burys, sem rötuðu hingað í sjón- varp, einkennist Friðhelgin af fagmennsku, vönduðum vinnu- brögðum og góðum tökum hans á miðlinum. Friðhelgi er tekin í Cuernacaca í Mexíkó (þeir félagar hættu við að filma í E1 Salvador) og hún er átakanleg lýsing á vafasamri afskiptasemi fólks sem vill vel en skilur ekki hvað við er að eiga. Eftirlitshlutverk það sem Bandaríkjamenn gegna er sýnt í heldur skoplegu ljósi og Sturla og handritshöfundurinn Lucas koma vel til skila því upp- lausnarástandi sem ríkir, ofur- valdi hersins, vegatálmum, smölunum og ótta fólksins. Einn- ig hugrekki þess þegar það legg- ur undir sig kirkju eina til að fá fullnægt kröfum um heimflutning og blákalda grimmdina sem ríkir og fram kemur m.a. í lokaatrið- inu. Friðhelgin er athyglisverð fyrsta mynd Sturlu, sem fróðlegt verður að fylgjast með í framíð- inni. Henry: Nærmynd af fjölda- morðingja Henry: Nærmynd af fjölda- morðingja („Henry: Portrait of a Serial Killer”). Sýnd í Regn- boganuin. Leikstjóri: Joiin McNaughton. Handrit: McNaughton og Ricliard Fire. Aðalhlutverk: Michael Rooker, Tow Towles, Tracy Arnold. Bandaríkin. 1986/1990. 74 mín. Islenskur texti. Hrollvekjan um fjöldamorð- ingjann Henry er að sönnu dæma- laust hrottaleg, ógnarleg og ljót en að sama skapi verulega ásæk- in og áhrifarík lýsing á viðbjóðs- legum ofbeldisverkum og hrylli- lega brengluðu hugarfari banda- rísks fjöldamorðingja, byggð að einhveiju leyti á frásögnum raun- verulegs morðingja. Hún er sann- arlega ekki fyrir viðkvæmt fólk. Það vakir ekki fyrir kvik- myndagerðarmönnunum með leikstjórann John McNaughton í fararþroddi að velta sér uppúf soranum eða misnota hræðilegan efniviðinn í þágu peningaplokks- ins eins og ódýrar drápsmyndir gjarna gera. Það er erfitt að hrinda myndinni frá sér sem hverri annarri ofbeldismynd því hún reynir að varpa ljósi á líf, verknaði og geðsjúkt hugarfar hi'yllilegustu gerðar af morðingja, þess sem myrðir án sýnilegrar ástæðu, tilviljanakennt, oft og stöðugt án þess að skilja eftir sig slóð. Fjöldamorðinginn er skrýmsli sem orðið hefur áber- andi upp á síðkastið í gegnum fréttir, myndir og bækur en erfitt er að ímynda sér öllu nákvæm- ari, raunverulegri eða hryllilegri lýsingu á honum en í Henry: Nærmynd af fjöldamorðingja. Hvernig verða menn eins og Henry til og hvað rekur þá áfram? Myndin svarar því aldrei að fullu. Gefið er í skyn að kvenhatur hans og morðhvöt, öll fórnarlömb Henrys eru konur, séu sprottin af sambandi hans og móður hans, sem, eftir lýsingu hans sjálfs að dæma, var ekki eðlilegt á neinn hátt. Fórnarlömb sín velur hann af algeru handahófi, eltir ein- hveija heim frá vörumarkaði t.d. og er útsmoginn í því að villa um fyrir lögreglunni, er á stöðugri ferð, heldur sig ekki lengi í hverri borg og beitir mismunandi að- ferðum. Allir sem nálægt Henry koma geta orðið og reynast reyndar fórnarlömb. Hann býr með fyrr- um samfanga sínum og systur hans. Hann tekur félaga sinn með sér í drápsleiðangra en sá er heimskari og ógætnari og skapar hættu á að upp um þá komist. Systirin nær að mynda eins konar samband við Henry en morðing- inn, einkar vel leikinn af Michael Rooker, virðist ófær um að ráða við tilfinningasamband. Það eina sem drífur hann áfram er hvötin til að myrða. Myndin er gerð fyrir lítinn pen- ing og það sést á framleiðslunni. Hið hráa yfirbragð hæfir vel efn- inu. Efnistökin einkennast af bláköldu, yfirþyrmandi raunsæi sem minnir á stíl heimildarmynda og maður situr dofinn í sætinu. Áhrifin eru ógnvekjandi. Þess má geta að myndin hefur fært McNaughton frægð og frama. Næsta mynd hans er framleidd af Martin Scorsese og er með Robert De Niro og Bill Murray í aðalhlutverkum. Nærmyndin af Ijöldamorðingj- anum var nógu hryllileg en það sem þó kannski var mest ógnvekj- andi voru viðbrögð bíógesta í troðfullum salnum, ungs fólks á aldrinum um og yfir tvítugt. Því þótti myndin lengst af fyndin ef marka má hláturrokurnar. Það virðist algerlega hætt að gera nokkurn greinarmun á færi- bandaofbeldi hasarmyndanna, þar sem framið er eitt gei’vimorð á mínútu, og þeim blákalda raun- veruleika sem myndin um Ilenry lýsir og þá brenglun sem býr að baki. Það er stríðalið á skemmti- efni þar sem dráparar og morð eru oft fyndin og skemmtilega útfærð af brellumeisturum af- þreyingariðnaðarins. í Henry er hvert morð eins og framið fyrir framan nefið á þér. Myndin er næstum óbærileg í útlistun sinni á morðæði en salurinn þetta kvöld tók hana eins og enn eina Mar- tröð á Álmstræti. Brenglunin var eitthvað sem allt í lagi var að hlægja að. Það vakti óhug. Myndir sýnd- ar í dag Vegur vonar, Homo Faber, Frið- helgi, 1,2,3,4,5 Dimmalimm, Lög- mál lostans, Taxablús, Glugga- gægirinn, Freisting vampýrunnar, Erkiengill. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 V rv -j ?- Stutt námskeið -J 5 í nóvember í K K í nóvember EndurunninN pappír og kortagerð 14. nóv. - 5. des. Fimmtud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,- Körfugerð fyrir jólln 12. nóv. - 3. des. Þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,- Jólanámskeið í silkimálun og tauþrykki 18. nóv. - 9. des. Mánud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,- Útskurður 11. nóv. - 2. des. Mánud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,- Spjaldvefnaður 13. nóv. - 4. des. Miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kr. 5.000,- Skrifstofa skólans verður opin alla virka daga kl. 16-18. Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800. 'i í í I |.|r 11« | Blaóió sem þú vaknar vió! Sterk, létt og þægileg húsgögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.