Morgunblaðið - 15.10.1991, Page 42

Morgunblaðið - 15.10.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 Kökur í örbylgjuofni /' Eg sagði í þættinum „Daglegt líf“ 2. ág- úst sl. að ég hefði eldað nær allan minn mat úti á gasgrilli í sumar. Þetta var rétt þegar það var skrifað, en svo þegar veðrið versnaði í ágúst og regnið og rok- ið ætlaði allt um koll að keyra, var enginn möguleiki á að nota gasgrillið. í húsinu sem ég hefi verið að byggja í sumar er rafmagn, en þar er enn ekki komin eldavél, en aftur á móti er þar góður, lítill örbylgjuofn og hann kom núna að góðum notum. Mér hafði verið sagt, að ekki þýddi að elda hrísgrjón í örbylgjuofni og erfitt væri að baka kökur. Þetta er regin- della. Uppáhaldsmatur bónda míns er hrísgrjónagrautur, og hann eldaði ég aldrei á gasgrillinu. En núna dugði ekki að kvelja hann lengur og nú er eldaður hrísgrjó- nagrautur minnst einu sinni í viku í örbylgjuofni og sá grautur gæti sómt sér á ráðherraborði. Og eftir að krækiberin voru fullsprottin var búinn til hrísmjöls- grautur í örbylgjuofninum. Og kökurnar, ekki eru þær af lakara taginu, krydd- kaka, súkkulaðikaka, eplakaka, apríkósukaka, appelsínukaka og jólakaka með rúsínum ofan á. Rúsínurnar falla nefnilega allar á botninn og snúa upp, þegar forminu er hvolft. Það tekur aðeins 10 mínutur að hræra og baka hverja köku. Alls konar fisk-, kjöt-, pasta- og grænmetisrétti, eggjakökur og ýmsar bökur er hægt að búa til í ofninum, enda er örbylgjuofn hið mesta þarfaþing, einkum þar sem fáir eru í heimili eða þar sem fólk er lasburða og sjónskert. Miklu minni hætta er á maður brenni sig við notkun hans en við hefðbundna mat- reiðslu. Þetta ættu aldraðir að athuga. / / Örbylgjuofnar eru mismunandi, bæði að stærð og hitastillingar, þeir eru ýmist með snúningsdiski eða án hans, en það skiptir ekki höfuðmáli. En það skiptir máli hvers konar ílát maður notar. Ekki er gott að nota ílát sem hitna í ofninum (nema af matnum, þeg- ar hann hitnar). Ég hefí komið mér upp nokkrum góðum plastíl- átum með loki. Þau fást víða t.d. í ýmsum stórmörkuðum. í næstu þáttum birtast upp- skriftir sem ég hefí búið til núna í haust og eru ætlaðar í örbylgju- ofn. Bakið kökur í plastskál með loki sem þolir örbylgjuofn. Hæfí- leg stærð er 18—20 sm í þvermál og 7—10 sm á hæð. Nota verður lok eða filmu á skálina. Grunnuppskrift fyrir allar kökurnar 50 g brætt smjörlíki 3 egg 3 dl sykur 3 dl hveiti tæpl. 1 tsk. lyftiduft 1. Bræðið smjörlíkið við minnsta straum í skálinni, sem þið ætl- ið að baka í. Þá þarf ekki að smyija hana. 2. Hrærið' saman egg og sykur. 3. Setjið hveiti, lyftiduft og smjörlíki út í. Síðan er bætt öðru í eftir því sem við á. Sjá hér á eftir. Bökun-. artími er frá 7—10 mínútur á mesta straum. Tími er örlítið mis- munandi eftir ofnum og gerð skála. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Kryddkaka 1 tsk. negull 1 tsk. kanill 1 tsk. engifer 3 tsk. kakó " Súkkulaðikaka 3 msk. kakó 'h tsk. vanilludropar Krem inn í krydd- og súkkulaðiköku 50 g smjör eða jurtasmjörlíki 2 dl flórsykur 'A tsk. vanilludropar 1 eggjarauða Jólakaka ‘/2—1 tsk. sítrónudropar 1 dl rúsínur Appelsínukaka Rifínn börkur af 'h appelsínu Glassúr utan um appelsínukökuna Vh dl flórsykur 2 msk. appelsínusafi í næsta þætti birtast uppskrift- ir af apríkósuköku og eplaköku. Franskt popp á Islandi ÞRJÁR franskar hljómsveitir, „Manu Dibango & Soul Makossa Gang”, „Les Satellites” og „Baby- lon Fighters”, haida á næstunni tónleika á Hótel íslandi. Þcssir tónleikar _eru hluti menningars- amskipta ísland og Frakklands á sviði popptónlistar og nefnast þeir „ALA BADDARI FRANSl- FRANSKT POPP Á ISLANDI”. Fyrri tónleikamir -afrískt popp frá Kamerún- verða haldnir miðviku- dagskvöldið 16. októberogþá kemur hljómsveitin „Manu Dibango & Soul Makossa” fram og einnig Kvartett Sigurðar Flosasonar og íslenski rímnasmiðurinn Sveinbjörn Bein- teinsson, Alsheijargoði. í fréttatil- kynningu um tónleikana segir m.a. að Mano Dibango hafíð slegið í gegn í Bandaríkjunum árið 1973 með lag- inu „Soul Makossa” og síðan þá hafí hann verið einn af þekktustu fulltrú- um afrískrar tónlistar, en hann er fæddur í Kamerún. Seinni tónleikarnir -franskt - ís- lenskt gleðipopp- verða svo haldnir fimmtudaginn 17. október. Þá koma hljótnsveitirnar „Les Satellites”, „Ba- bylon Fighters” og íslenska hljóm- sveitin risaeðlan fram. í fréttatil- kynningunni segir um „Les Satellit- es” að hún sé í forsvari fyrir hina „nýju línu” í frönsku rokki í dag. ★ Pitney Bowes Frlmerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavfk Slmar 624631/624699 Umsjon: Agusta Björnsdóttir Þáttur nr. 225 Nú þegar haustar og gróður fer að búa sig undir veturinn dettur fæstum í hug að óþrif heiji á trén. Sitkalús og furulús eru þó á ferli allt árið og valda oft tjóni um þetta leyti. Þessar lýs hafa ekkert dvalar- stig til að fleyta sér yfír veturinn og þær þurfa því að ganga úti um veturinn. Þó að þessar skordýr séu kuldaþolin, heggur vetrarkuldinn st5r skörð í stofn þeirra og heldur Qölda þeirra í skefjum. Síðastliðinn vetur var óvenju mildur og í kjölfar- ið kom einstaklega hlýtt og sólríkt sumar. Líkur eru því á að nú sé meira af þessum lúsum á tijánum en oft áður og því nieiri hætta á skemmdum. Sitkalús Sitkalús (Elatobium abietinum Walker) er smávaxin blaðlús, 1,5-1,8 mm löng. Lúsin er græn, með rauð augu. Ef barmálar eru skoðaðar má greina lýsnar þar sem þær sjúga í sig næringu úr æðum nálanna. Hér á landi hefur sitkalús fundist á sitkagreni, sitkabastarði, rauðgreni, blágreni og hvítgreni. Utbreiðsla lúsarinnar virðist bund- in við Suður- og Austurland. Auk þess að sjúga næringu frá trénu skilur lúsin eftir sig efnasambönd sem koma í ýeg fyrir að sárið eftir lúsina loki sér. Þannig gulna nál- arnar, verða brúnar og falla af trénu af völdum lúsarinnar. Mest hætta á varanlegum skemmdum af völdum sitkalúsar er ef hún nær að skemma nýja sprota. Á sumrin er lúsin eingöngu á eldri sprotum en sækir í þá nýju á haustin. Ef lúsin nær að skemma þessa sprota fara þeir oft mjög illa. Þess vegna þarf að fylgjast mjög vel með nýj- um sprotum tijánna þegar hætta er á lúsafaraldri og veija trén ef mikið er af lúsinni. Sitkalús þrífst best í skugga. Meiri líkur eru á að finna lúsina við stofn tijánna heldur en á grein- um. Þétt plöntun tijánna og lítil eða engin grisjun skapar góð skil- yrði fyrir lúsina og þá er meiri hætta á skemmdum. Furulús Furulús, (Pineus pini Macquart) er blaðlús. Hún er mjög smávaxin, 1,0-1,2 mm og nær ósýnileg berum augum. Lýsnar halda hópinn tug- um eða hundruðum saman í hvítum hnoðrum á berki tijánna og þessir hnoðrar eru vel sýnilegir. Hér á landi sækir lúsin á tveggja nála furur, þ.e.a.s. skógarfuru, stafa- furu, fjallafuru og bergfuru. Lúsin er útbreidd um allt land þar sem furutré er að fínna. Furulýs sjúga safa úr æðum trésins og draga þannig úr vexti þeirra. Furulús hefur valdið skógrækt- arfólki hér á landi miklu tjóni. Lúsin eyddi hér nær alveg skógar- furu sem plantað var í miklum mæli á tímabili. Þessi uppákoma dró nokkuð úr tiltrú manna á skóg- rækt yfirleitt þannig að tjónið af völdum lúsarinnar varð bæði beint og óbeint. Aðrar furutegundir sem nú eru ræktaðar hér á landi virð- ast geta lifað með furulúsinni þó að hún dragi úr vexti þeirra ef mikið er af henni. Varnir gegn sitkalús og furulús Ráðlegt er að fylgjast vel með tijánum eftir milda vetur. Ef mikið er af lús á haustin er ráðlegt að úða trén með skordýraeitri. Efnin Permasect og Permethrin eru mik- ið notuð við garðaúðun og vinna þau ágætlega á þessum skaðvöld- um. Þau eru tiltölulega skaðlítil öðru lífríki. Úðið í stilltu, þurrú veðri, eins hlýju og kostur er. Bent er á að lítið þarf að nota af þessum efnum þannig að líklegt er að til sé afgangur frá því í vor eða sum- ar sem hægt er að nýta. Til nánari fróðleiks er bent á greinar Jóns Gunnars Ottóssonar um furulús og sitkalús í Ársriti Skógræktarfél. ísl. 1988 og 1985. Helgi Jóhannesson Lúsug fura. Ljósm. JGO. Ljósm. JGO. Furulúsin er falin í hvítum hnoðrum á berki árssprotans. Sitkalús - furulús, skaðvald- ar á greni- og’ furutrjám Blóm vikunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.