Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 13
_______MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
Söngur úr sefi
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Dimmur söngur úr sefi nefnist
kver með 27 ljóðaþýðingum eftir
Geir Kristjánsson. Það kom út
nú á dögúnum en um svipað leyti
féll ljóðaþýðandinn frá. Útgef-
andi er útgáfufyrirtækið Hring-
skuggar.
Geir Kristjánsson var einkum
kunnur fyrir ljóðaþýðingar sínar en
auk þeirra samdi hann smásagna-
safnið Stofnunina (1956), sem skip-
aði Geir í mínum huga á bekk með
brautryðjendum módernískrar smá-
sagnagerðar hér á landi. Einnig
þýddi hann nokkur leikrit. Ljóða-
þýðingarnar voru þó meginverkefni
hans á ritvellinum. Eftir hann liggja
fimm ljóðasöfn, Tilraun til sjálfs-
ævisögu og ljóð eftir Boris Pastern-
ak (1961), Ský í buxum og fleiri
kvæði eftir Vladímír Majakovskí
(1965), Hin græna eik, safn ljóða
eftir marga höfunda (1971) og
Undir hælum dansara, ljóðaþýðing-
ar úr rússnesku (1988) auk hinnar
nýútkomnu bókar.
Geir var einn þeirra ljóðaþýðenda
sem vinna markvisst að því að veita
okkur innsýn inn í nýja heima. En
jafnframt er það einkenni á þýðing-
arstarfi hans hversu heildstætt
æviverk hans var. Geir kom nokkuð
víða við í þýðingum sínum. Þess
gætir t.a.m. í nýjustu bók hans. Þar
eru ljóðaperlur eftir Federico Garcia
Lorca, Rafael Alberti, Paul Eluard,
Marie Luise Kaschnitz og Ezra
Pound. En umfram allt beindist
athygli hans að rússneskum ljóðum.
Það vill svo til að fyrsta meiri
háttar þýðingarverk Geirs, ævi-
sögubrot Pasternaks, er eins og
formáli að seinni þýðingum hans.
Þar kynnumst við mörgum skáldum
sem seinna meir verða viðfangsefni
þýðandans, Vladímar Majakovskí,
Sergej Ésérjín, Marína Tsvétajeva
auk Pasternaks svo að einhver séu
nefnd. Þannig eiga þessi skáld einn-
ig ljóð í nýjustu bók Geirs. Þetta
eru skáld byltingaróróans í kringum
1917 sem túlka óvissu tímanna og
áraun. Sum þeirra rísa hæst á bylt-
ingarárunum en bresta eða bogna
undan óbærilegum þunga tilverunn-
ar, menn á borð við Ésénín og
Majakovskí, önnur þola þrotlausar
ofsóknir, farast í þeim líkt og
Tsvétajeva ellegar standast hvetja
raun, jafnvel blóðugustu hreinsanir,
og komast af kalin á hjarta eins
og Anna Ahkmatova. Þau túlka í
kvæðum sínum þjáningar rússn-
eskrar alþýðu og andlega kúgun
menntamanna á þessari þrautar-
göngu.
I Dimmum söng úr sefi er einnig
að finna ljóð eftir síðari kynslóðir
rússneskra höfunda. Þeirra á meðal
eru Évgéní Évtúsjenko og Andrej
Voznésénskí en ljóð hins síðar-
nefnda eru minna kunn hér á landi.
Rúbljov-hraðbrautin heitir ljóð eftir
hann með athyglisverðri myndsmíð.
Andrej Rúbljov sem hraðbrautin
heitir eftir var helgimyndamálari
og Voznésénskí samsamar fólk á
mótorhjólum, elskhuga með fylgd-
arm'eyjar sínar, englunum á mynd-
um hans: „í skjannahvítu,/ beint
útúr „Boðun Maríu”,/ glampa kon-
urnar fyrir aftan þá/ einsog vængir
á baki þeirra.”
Ljóðaþýðingar Geirs einkennast
raunar oftar en ekki af myndbygg-
ingu í módernískum anda. Form-
skipunin er ákvörðuð af myndrænni
tjáningu en ekki bundnu formi.
Gott dæmi þessa er hið torræðna
kvæði Canto XLIX sem Geir endur-
þýðir hér, raunar aðeins með fáein-
um breytingum frá fyrri þýðingu
sinni. Myndrænn símskeytastíll
Pounds kemst vel til skila í þýðing-
unni. En þessa gætir ekki síður í
öðrum kvæðum. Fagurt finnst mér
til dæmis myndmálið í ljóði eftir
Sergej Ésénín, Skriftarmál dóna.
Það birtir okkur á litríkan og áhrifa-
mikinn hátt andstæðurnar í fari
Éséníns, þessa skálds náttúrunnar
sem Pasternak nefndi svo, hið
hijúfa yfirbragð og hinn ljóðræna
streng:
Blátt ljós, ljós sem er svo blátti
I svona bláma er jafnvel dauðinn léttbær.
Svo hvað um það, þótt öðrum sýnist ég ruddi
sem fest hafi ljóstýru á rump sinn!
Gamii, góði, útslitni Pegasus,
þarf ég þá lengur þinn þýða gang?
Ég kom hér sem svipþungur lærimeistari
til að vegsama og lofsyngja rottu.
Kollurinn á mér, einsog ágúst,
flóir af víni villtra lokka.
Mig langar að vera gult segl
í landinu þangað sem við höldum.
Ljóðmyndir og tákn fléttast víða
saman enda er táknsæi ríkulegur
þáttur í rússneskri ljóðahefð. Það
er sjálfsagt engin tilviljun að þijú
ljóð í Dimmum söng úr sefi fjalla
um symbólistann mikla Alexander
Blok. Kvæði Marínu Tsvétajevu
finnst mér þar standa upp úr, ein-
falt, táknrænt og myndrænt: „Nafn
þitt er fugl í hendi/ nafn þitt er
ísmoli á tungu.” Og síðar: „Steinn,
kastað í kyrra tjörn,/ snöktir einsog
hrópað sé á þig.”
Táknmál og myndmál fléttast
einnig saman í allsóskyldu kvæði,
Englinum, eftir Rafael Alberti þar
sem segir frá því hvernig framan-
leiki og firring nútímans leika
sendiboðann frá himnum og hann
reikar dauður og áttlaus um borg-
ina: „Án augna, án raddar, án
skugga.”
Sennilega hefur Geir tekist einna
best upp við þýðingar sínar á ljóðum
Majakovskís. Alþýðlegt götumál
skáldsins og útleitinn myndríkur
stíll hans kemst vel til skila í þýðing-
unum. I Dimmum söng úr sefi er
aðeins eitt ljóð eftir Majakovskí.
En „braggaskáldin” svonefndu Igor
Holín og Genrikh Sabgír yrkja út-
leitin ljóð á gráglettnu götumáli sem
ekki eru eðlisóskyld kvæðum Maj-
akovskís þótt inntakið í þeim, sem
oftar en ekki er gagnrýni á tækni-
Geir Kristjánsson
hyggju nútímans, sé ljarri tækniást
fútúristans. Gott dæmi um ljóðlist
þeirra er kvæðið Vélvæðing eftir
Holín þar sem hann gengur svo
langt að vélvæða vændi: „Hjá barn-
um/ „Gleymmérei”/ ekur/ sjálfsala-
mella/ fram og aftur/ og blikkar
ljósum sínum/ til vegfarenda.”
Geir Kristjánsson var vandvirkur
þýðandi. Hann gerði nánast kröfu
um fullkomnun. í hinu nýja kveri
o r
13
eru þannig endurbirt nokkur kvæði
eftir þá Boris Pasternak og Ezra
Pound með nokkrum breytingum
sem þjóna einkum þeim tilgangi að
færa málið á þeim nær hversdags-
máli.
Vandvirkni Geirs setur einnig
svip sinn á bókina í heild. Hann
lætur þýðingarnar einar ekki nægja
heldur fylgja þeim aftast í bókinni
upplýsingar um höfundana. Þrátt
fyrir að kvæðin séu ólík innbyrðis
virkar bókin heildstæð. Þau eru
valin af smekkvísi og natni.
Nafn bókarinnar er öðrum þræð-
inum vísun í Canto XLIX eftir Ezra
Pound sem í lýsingu á votu og köldu
haustkvöldi talar um kaldan söng
í sefi. Það segir í senn dálítið um
vinnubrögð Geirs og grunntóninn í
þessum ljóðaþýðingum hans að
hann skuli nefna bókina Dimman
söng úr sefi. Vera má að þann
dimma söng kyiji sú hin sama söng-
gyðja og Anna Akhmatova yrkir
um í kævðinu Sönggyðjan: „Ég
segi: „Varst það þú sem last Dante
fyrir/ blaðsíður Vítis?” Og hún svar-
ar: „Já!”” En söngurinn er einnig
söngur vindsins sem finnur „sorg-
um sínum orð/ í vöggusöng handa
þér.” En svo yrkir Pasternak í
kvæðinu Vindurinn.
Dimmur söngur úr sefi er hinsta
bók Geirs Kristjánssonar. Hún er
sannarlega verðugur minnisvarði
um vandvirkan og mikilhæfan þýð-
anda.
Píanótónleikar í Stykkishólmi
GUÐRÍÐUR St. Sigurðardóttir
píanóleikari mun halda einleik-
aratónleika í Stykkishólmskirkju
og hefjast þeir kl. 20 fimmtudag-
inn 17. október nk.
Á efnisskránni verða verk eftir
C. Ph. E. Baeh, Haydn, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Pál ísólfsson,
Scijabin og Debyssy.
Guðríður lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík vor-
ið 1978. Hún stundaði framhalds-
nám við University of Michigan í
Ann Arbor í Bandaríkjunum árin
1978-1980 og lauk meistaraprófi í
píanóleik frá þeim skóla 1980.
Skólaárið‘1984-1985 stundaði hún
framhaldsnám í Köln í Þýskalandi.
Guðríður hefur komið fram sem
einleikari með Sinfóníuhljómsveit
Islands og hefur leikið mikið kamm-
armúsík og spilað með einsöngvur-
um. Hún hefur haldið tónleika í
Bandaríkjunum og í Noregi og er
nú á förum til tónleikahalds í Þýska-
landi. Hún starfar sem píanókenn-
ari við Tónskóla Sigursveins og
Tónlistarskólann í Reykjavík.
HAPPDRÆTTIHJARTAVERNDAR
ÁRATUGA
RANNSÓKNIR
OG FORVARNIR
ÍÞÍNAÞÁGU
VIÐ TREYSTUM
Á STUÐNING
ÞINN
DREGIÐ
VERÐUR
18. OKTOBER
NK.
MIÐAVERÐ
AÐEINS
KR600
15 SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI KR. 9 MILLJÓNIR
MITSUBISHILANCER
stallbakur
VOLKSWAGEN GOLF