Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIFTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
35
Ráðstefna
Samkeppnisstaða íslands
góð á alþjóðamörkuðum
Island á góða niöguleika á að keppa á alþjóðamörkuðum. Staðsetning
landsins býður upp á mörg tækifæri t.d. í flutningaþjónustu og alþjóð-
leg ráðstefnu- og sýningahaldi. I.ágt orkuverð og vel menntað starfs-
fólk eru aðrir styrkleikar sem Island getur nýtt sér í samkeppninni.
Góður árangur íslendinga á alþjóðamörkuðum er á hinn bóginn háður
því að frjálsræði verði komið á bæði hvað varðar fjárfestingu íslend-
inga erlendis og erlendra aðila hérlendis.
IÐNAÐUR — Á myndinni eru þeir Guðmundur Auðunsson,
sölustjóri og Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar af eigend-
um Efnavals.
Fyrirtæki
Efnaval haslar sér völl í
matvæla- ogefnaiðnaði
Fyrirtækið hefur nú hafið framleiðslu og pökk-
un á um 40 tegundum mat- og hreinlætisvara
FYRIRTÆKIÐ Efnaval hf. í Hafn-
arfirði hóf fyrir skömmu fram-
leiðslu og pökkun á ýmsum efna-
vörum fyrir matvælaiðnað og stór-
verslanir. Fyrirtækið var stofnað
í nóvember á sl. ári af tveimur
fyrrum starfsmönnum sápugerð-
arinnar Frigg hf. og Smjörlíkis
Sólar hf. þeim Helga Sigurjóns-
syni, matvæla- og efnaverkfræð-
ingi og Georg Gunnarssyni, efna-
verkfræðingi. Hefur tíminn til
þessa verið notaður til vöruþróun-
ar og undirbúnings framleiðslunn-
ar. Þegar er hafin framleiðsla á
sérstöku mjólkurþykkni fyrir sæl-
gætisiðnaðinn, ídýfum fyrir Iðn-
mark hf., ýmum sósum, sírópi o.fl.
fyrir stórmarkaði svo dæmi séu
tekin.
Þeir Georg og Helgi hafa unnið
að vöruþróun { íslenskum iðnaði og
þróað fjölmargar vörur sem eru á
markaði hér á landi’ og erlendis.
Aðrir helstu starfsmenn eru þeir
Friðjón Alfreðsson, verkstjóri í fram-
leiðslu, Guðmundur Auðunsson sölu-
stjóri og Sævar Þór Guðmundssson,
sölustjóri. Stofnfé fyrirtækisins er
10 milljónir króna og er reiknað með
því starfsmenn verði 12 talsins til
að byija með.
Auk matvælaframleiðslu hefur
Efnaval hafið framleiðslu á hreinsi-
efnum fyrir matvælaiðnað. Þannig
hafa verið þróuð ný umhverfisvæn
hreinsiefni fyrir fiskiðnaðinn. Þau
eru sérstaklega miðuð við íslenskar
aðstæður en ýmis innflutt efni eru
mun lengur að brotna niður í ís-
lensku umhverfi vegna hins kalda
loftslags, að því er segir í frétt frá
fyrirtækinu. Þessi nýju efni standast
nýjar kröfur Evrópubandalagsins og
hafa verið í prófunum víða um land
á undanförnum mánuðum. Þau hafa
þegar hlotið viðurkenningu opinberra
áðila til notkunar í fiskiðnaði.
Efnaval framleiðir nú alls um 40
mismunandi vörur sem verið er að
setja á markað. Þá er ennfremur
ráðgert að fyrirtækið kaupi rekstur
tæknideildar Gunnars Eggertssonar
hf. sem hefur umboð fyrir ýmsar
vélar og hráefni fyrir matvælaiðnað.
Þar er m.a. um að ræða vélar til
mjólkurvinnslu svo og sælgætisgerð-
arvélar.
Þetta kom fram á ráðstefnu sem
Íslensk-ameríska verslunarráðið,
Amerísk-íslenska verslunarráðið og
Verslunarráð íslands stóðu fyrir 3.
og 4. október sl. þar sem fjallað var
um hugsanlegan áhuga erlendra að-
ila á fjárfestingu hér. Á ráðstefnunni
var einkum fjallað um tækifæri ís-
lands í samkeppninni um erlenda
fjárfestingu og nauðsyn á lagabreyt-
ingum til að gera hana mögulega.
I erindi Jóns Sigurðssonar, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, kom
fram að með þátttöku íslendinga í
evrópsku efnahagssvæði yrði nauð-
synlegt að breyta reglum um fjár-
festingu útlendinga hérlendis í átt
til aukins ftjálsræðis. Þar kom einnig
fram að það væri stefna stjórnvalda
að draga enn meira úr þeim hömlum
sem nú eru á beinni erlendri fjárfest-
ingu.
Tryggvi Pálsson, bankastjóri ís-
landsbanka, rakti í stuttu máli þau
áhrif sem afnám hafta hafa haft á
íslenska fjármálamarkaðinn, og
ræddi síðan um möguleika hans í
framtíðinni. í máli hans kom fram
að helstu styrkleikar innlenda fjár-
málamarkaðarins væru menntað og
virkt starfsfólk og nútímalegar
starfsaðferðir. Hann taldi helstu
veikleika markaðarins vera ójafna
samkeppnisaðstöðu innlendra fjár-
málastofnanna innbyrðis, og inn-
lendra og erlendra stofnanna, sem
stafaði af ósamræmdum reglum.
Hann er sannfærður um að aukin
samkeppni sé besta leiðin til að þróa
innlenda fjármálamarkaðinn, það sé
engin leið að hverfa frá áuknu fijáls-
ræði og hættan á einangrun sé ávalt
til staðar.
Sigurður Einarsson, framkvæmd-
astjóri Hraðfrystistöðvar Vest-
mannaeyja, sagði að reynsla íslend-
inga af fjárfestingu erlendis væri
góð, þegar á heildina er litið, og að
þeim færi fjölgandi sem teldu að ís-
lendingum ætti að vera fijálst að
fjárfesta erlendis. í ljósi þess vakn-
aði sú spurning hvort erlendir aðilar
ættu ekki að hafa sama rétt á ís-
landi. Sigurður telur að frelsi eigi
að ríkja hvað varðar erlenda íjárfest-
ingu hérlendis og ástæðulaust að
setja sérstakar reglur um fjárfest-
ingu í fiskiðnaði, slíkt myndi aðeins
ýta undir að einstök fyrirtæki reyndu
að fara í kringum lögin.
í lok ráðstefnunnar dró Sigurður
B. Stefánsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfamarkaðar íslandsbanka
hf., saman það helsta sem fram kom
í máli fyrirlesaranna og annarra þátt-
takenda. Hann sagði að hlutfallslegir
yfirburðir íslendinga fælust í fiskiðn-
aði, orkuframleiðslu og ferðamanna-
og flutningaþjónustu, en að öll þessi
svið væru takmörkunum háð. Hann
telur að Islendingar þurfi að breyta
viðhorfum sínum til erlendra fjárfest-T
inga og að ráðstefna sem þessi sé
líkleg til að breyta þróuninni í átt’
til frelsis í fjárfestingu á íslandi.
Hlutabréf
PS/2, litli ferðafélaginn
Ávallt vid hendina
VÍB keypti
óseld bréf í
útboði HB
HLUTABRÉFAÚTBOÐI Harald-
ar Böðvarssonar hf.(HB) á Akra-
nesi lauk þann 2. október sl. með
því að Verðbréfamarkaður Is-
landsbanka (VÍB) keypti þau bréf
sem þá höfðu ekki selst í almenna
hluta útboðsins.
Hlutafjárútboðið var að nafnvirði
60 milljónir og er sölugengi bréfanna
3,10 þannig að söluverð þeirra var
alls 186 milljónir. Þar af voru bréf
að verðmæti 155 milljónir króna boð-
in á almennum markaði. Ekki feng-
ust upplýsingar um hversu mikið VIB
keypti þegar útboðinu lauk.
Nú kynnum við í fyrsta sinn á íslandi litlu
ferðavélina, PS/2 Note, sem hefurfarið
sigurförum heiminn.
Vélin er einstaklega vel hönnuð, skjárinn
góður, lyklaborðið ótrúlega gott og síðast
en ekki síst þá vegur hún aðeins 2,5 kg
og því auðvelt að ferðast með hana í
skjalatöskunni.
IBM - valkostur fyrír vandláta
Ódýr og góð lausn
i
PS/2 Note er öflug tölva, 386SX vél með
2 MB vinnsluminni, stækkanlegt, og
40 MB hraðvirkum seguldiski.
Eiginleikum vélarinnar er einfaldlega best
lýst með orðunum...
komið, sjáið, sannfærist
Einstakt verð
kr. 139.800, ■ m/vsk.
Brautarholti 8, Pósthólf 5193,125 Reykjavík
SAMEIND
Sími 615833, fax 621531.