Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
AKUREYRI
Lögreglan:
Átök og
áform
um innbrot
MAÐUR á reiðhjóli var fluttur á
slysadeild eftir árekstur tveggja
bíla á Þingvallastræti við Sund-
laug Akureyrar á laugardag. Við
áreksturinn kastaðist önnur bif-
reiðin upp á gangstétt og lenti á
manninum. Meiðsl hans voru tal-
in óveruleg.
Tveir menn voru teknir við útibú
Kaupfélags Eyfirðinga við Byggða-
veg um kl. 2.30 aðfaranótt sunnu-
dags, grunaðir um að hafa ætlað
sér að bijótast inn í verslunina.
Þeir neituðu að hafa haft uppi
áform um innbrot, en í fórum þeirra
fundust tól og tæki sem hentug
þykja til innbrota.
Þá var tilkynnt um átök á
skemmtistaðnum 1929 aðfaranótt
sunnudags og skarst dyravörður,
sem skakka ætlaði leikinn á hendi
og var fluttur á slysadeild.
Tilkynnt var um bílstuld til lög-
reglunnar aðfaranótt laugardags,
en sá er bílinn tók kom af fúsum
vilja og viðurkenndi brot sitt á lög-
reglustöðinni. Bifreiðin fannst
frammi í Eyjafjarðarsveít.
Alþýðubandalagið
Norðurlandi eystra:
vRíkisstjórnin
ómenguð aft-
urhaldsstjórn
Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins á Norðurlandi
eystra var haldinn á Akureyri 5.
október. I ályktun fundarins er
góðri útkomu flokksins í kjör-
dæminu í síðustu kosningum fagn-
að og jafnframt er harmað að
Alþýðuflokksmenn hafi kosið að
mynda stjórn með Sjálfstæðis-
, flokknum. Slík stjórn sé ekkert
annað en ómenguð afturhalds-
stjórn sem sé eins fjarri raunveru-
-*legri félagshyggju og jafnaðar-
stefnu og hugsast getur.
I ályktuninni er lýst yfir þungum
áhyggjum yfir alvarlegri stöðu at-
vinnumála landsmanna, sérstaklega
á landsbyggðinni. Vinnubrögðum
heilbrigðisráðherra við setningu
lyfjareglugerðar í sumar er harðlega
mótmælt og skorað er á landsmenn
að slá skjaldborg um það velferðar-
kerfi sem byggt hefur verið upp
undanfarna áratugi. Fundurinn
ítrekar stefnu Alþýðubandalagsins,
jafnaðarstefnuna.
Aðalfundurinn minnir á kröfu Al-
þýðubandalagsins um herlaust og
hlutlaust land og ítrekar að aðild að
Evrópubandálaginu eða annars kon-
-v ar fullveldisafsal, komi ekki til
greina.
Morgunblqiðið/Svavar B. Magnússon
Ólafsfjörður:
Mikið 1jón
í eldsvoða í
heimahúsi
Ólafsfirði.
MIKIÐ tjón varð síðastliðið laug-
ardagskvöld á Ólafsfirði, þegar
eldur varð laus í einbýlishúsinu
númer 13 við Ólafsveg. í húsinu
búa hjónin Rósamunda Þórðar-
dóttir /)g Jóhannes Borgarsson
með þremur börnum sínu. Húsið
er mikið skemmt af eldi, reyk
og vatni og allt innbú er ónýtt.
Eldsins varð vart skömmu fyrir
miðnætti en hann kom upp í
þvottahúsi. Börnin voru ein
heima, piltur og stúlka á unglings-
aldri og éllefu ára drengur. Svo
fljótt magnaðist eldurinn að vart
mátti tæpara standa að þau kæ-
must út og brátt stóðu miklir eld-
stólpar út um aðaldyr og glugga
á þvottahúsi.
Húsið fylltist á augabragði af
reyk og kæfandi þykkur kolsvart- -
ur mökkurinn byltist út um öll op
á húsinu og lagðist yfir umhverf-
ið. Slökkvilið kom mjög fljótt á
staðinn. Þak var rofið og á tveim-
ur stundum náðist fyrir eldinn.
Ljóst er að eignatjón er mikið.
Húsið er mikið skemmt af eldi,
reyk og vatni og í þeim hlutum
hússins sem eldur náði ekki til
hefur myndast mikill hiti svo að
t.d. útvarpsviðtæki og sjónvarps-
tæki beinlínis bráðnuðu. Innbú er
allt ónýtt og í brunanum fórst
heimiliskötturinn. Hús og innbú
var vátryggt.
SB
Systkinin Anika, Sigurður Júlíus og Borgar í rústunum, en hcimili þeirra er tæplega fokhelt eftir
mikinn eldsvoða á laugardagskvöld.
Fann ekki númerið og
hljóp út á sokkunum
— segir Anika Pálsdóttir sem slapp
naumlega út úr brennandi húsinu
„ÉG VAR að taka mig til áður en ég færi á diskótek og ætlað að
fá mér eitthvað snarl áður, en þegar ég kem fram í eldhús finn
ég brunalykt og opnaði fram í þvottahús og fékk bara reykinn á
móti mér. Ég hljóp strax inn og sagði strákunum að það væri að
kvikna í húsinu,” sagði Anika Pálsdóttir, en hún og bræður hennar
Sigurður Júlíus og Borgar sluppu naumlega út úr logandi húsinu.
Anika sagði að fyrstu viðbrögðin sagði Anika.
hefðu verið að grípa símann til að
hringja á slökkvilið, en hún ekki
fundið númerið í fljótu bragði. „Ég
ætlaði þá að hringja í lögregluna,
en hætti við það og sagði strákun-
um að hlaupa út. Við hlupum út á
sokkunum og stoppuðum bíl sem
kom að og síðan kom annar sem
fór strax upp að brunaboðanum
og kallaði slökkviliðið út þannig,”
Jóhannes Borgarsson og Rósa-
munda Þórðardóttir eigendur húss-
ins eru umboðsmenn Morgunblaðs-
ins í Ólafsfirði og höfðu þau ekið
til Dalvíkur seint um kvöldið til að
ná í blöðin. Þau sáu hús sitt standa
í ljósum logum er þau komu til
baka til Ólafsfjarðar.
„Manni brá óneitanlega mikið,
við ókum í snarhasti heim og það
get ég sagt að mér létti mikið _er
ég sá börnin fyrir utan húsið. Ég
sá þann yngsta fyrst og síðan hin
og róaðist mikið. Þetta var ekki
þægileg tilfinning,” sagði Jóhann-
es.
Húsið er tæplega fokhelt eftir
brunann, en Jóhannes kvaðst von-
ast til að hægt yrði að byggja upp
nú í vikunni. Búið er að hreinsa
út úr húsinu og þá verður tekið til
við að þrífa. „Þeir sem taka að sér
verkið, gefa mér góðar vonir um
að við getum flutt inn aftur fyrir
jól,” sagði Jóharines, en þau leita
nú að íbúð í Ólafsfirði fram að
þeim tíma. „Það eru margir búnir
að hjálpa okkur, fólk er boðið og
búið að veifa okkur aðstoð og hef-
ur verið einstaklega hjálplegt og
fyrir það viljum við þakka.”
M Október sl. var dregið í happ-
drætti Norðurlandsdeildar SAA.
Eftirfarandi númer hlutu vinning. 1.
Vinningur 300.000 kr. húsbúnaður frá
Vörubæ kom á miða nr. 702. 2.-4.
100.000 kr. heimilistækjavinningar
frá Kaupfélagi Eyfirðinga komu á
miða nr. 3557 - 3T46 - 4959. 5.-8.
50.000 kr. heimilistækjavinningar frá
Kaupfélagi Eyfirðinga komu á miða
nr. 31 - 6333 - 6531 - 7020. 9.-18.
10.000 kr. matarkörfur frá Kaupfélagi
'Eyfirðinga komu á miða nr. 697 —
899 - 1197 - 2438 - 2923 - 3239
- 3789 - 4518 - 4712 - 7021.
19.-38. 5.000 kr. matarkörfur frá
Kaupfélagi Eyfirðinga komu á miða
nr. 454 - 733 - 773 - 1052 - 2930
- 3790 - 4369 - 4705 - 471 -
5205 - 5709 - 5718 - 5800 - 6189
- 6532 - 6997 - 7005 - 7006 -
' 7228. Vinninga má vitja á skrifstofu
SÁÁ, Glerárgötu 28.
(Yinningrsnúnufr liirf ;in ábyrgúarjt
Samningur undirritaður um sölu raðsmíðaskipsins:
Skipið selt á 310 milljónir,en
Bylgja VE var tekin upp í á 60
Töldum rétt í stöðunni, að selja skipið á þessu verði, segir forsljóri Slippstöðvarinnar
SAMNINGUR um sölu raðsmíðaskips Slippstöðvarinnar, B-70, hefur
verið undirritaður með fyrirvara um samþykki Fiskveiðasjóðs og
sjávarútvegsráðuneytis vegna flutnings veiðiheimilda. Matthías Ósk-
arsson útgerðarmaður Bylgju VE-75 frá Vestmannaeyjum er kaup-
andi að skipinu. Kaupverðið er 310 milljónir króna, en Slippstöðin
tekur Bylgjuua upp í kaupin og er hún metin á 60 milljónir króna.
Slippstöðvarmenn hafa trú á að af kaupunum geti orðið nú, en Fisk-
veiðasjóður hefur tvívegis hafnáð samniiigum sem gerðir hafa verið
um sölu skipsins.
Sigurður G. Ringsted forstjóri
Slippstöðvarinnar sagði að um fjög-
urra mánaða vinna væri eftir þar
til skipið yrði fullbúið, en m.a. er
öll vinna í stýrishúsi eftir og
vinnslusalur þess er tómur. Þá á
eftir að setja frystibúnað í skipið
auk annars búnaðar og tækja.
Reiknað er incð nð skip.ið verðj af-
hent fjórum mánuðum eftir gildis-
töku samningsins, þ.e. þegar fyrir
liggja svör Fiskveiðasjóðs og sjávar-
útvegsráðuneytisins.
Slippstöðin tekur Bylgju VE-75
upp i kaupin og er hún metin á 60
milljónir króna. Skipið skemmdist
mikið í eldi í Skipalyftunni í Vest-
mannaeyium í byijun septembei
Bylgja VE er 174 tonna stálskip,
smíðuð í Garðabæ árið 1976.
Raðsmíðaskipið er 240 brúttó-
rúmléstir að stærð og heildarkaup-
verð þess er 310 milljónir króna.
Forsvarsmenn Meleyrar hf. á
Hvammstanga höfðu áður gert
samning um kaup á skipinu og var
kaupverð þá 360 milljónir króna.
„Við töldum rétt í stöðunni, að selja
skipið á þessum kjörum,” sagði Sig-
urður. „Það er gott að þessu máli
er væntanlega lokið, við eigum að
sjálfsögðu eftir að gera upp dæmið,
sjá hvernig okkur reiðir af eftir að
hafa smíðað þetta skip. Það kemur
í ljós fljót.lega.”.
VerkefnastaðaiSlíppfltöðvárinna'r
e’r þokkaleg um þessar mundir og
mun skárri en oft á þessum tíma.
Um eitt til tvö skip eru að jafnaði
tekin í slipp á viku, stálviðgerðir á
tveimur skipa Ríkisskipa verða
gerðar hjá stöðinni, en Esja kemur
væntanlega í dag, þriðjudag, og
Askja einhvern tíma í nóvember.
Þá er í gangi fjöldi annarra verk-
efna.
Enn hefur ekki verið skrifað und-
ir samning um smíði tveggja skipa
fyrir Malavímenn Sigurður sagði
að verið væri að fara yfir hann ytra.
Það mætti hins vegar ekki dragast
mikið á langinn, þar sem ætlunin
var að smíða skipin í vetur og af-
hehda þau næsta vor.