Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIFTI AIVINNULÍF MlÐJÚtMGtíR 15. OKTÓBER 1991
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
* Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina?
■k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám-
ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni?
* Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ■
* Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst
fimmtudaginn 17. okt. Skráning í síma 641091.
Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög
.styrkja félaga.sína til þátttöku á námskeiðunum.
HRAÐLESTRARSKOLINN
nn io ára —-
Bankar
Nordbanken taparrúm
lega 66 milljörðum kr.
Aðalástæðan sögð hrunið á sænska fasteigna-
markaðinum
S krifstofutækni
Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
V erslunarreikningur
Vérðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
Nordbanken, einn af þremur stærstu bönkum í Svíþjóð, tapaði rúm-
lega 66 milljörðum ísl. kr. á fyrstu átta mánuðum þessa árs og er
búist við, að það verði það sama fyrir allt árið. Hefur sænskur við-
skiptabanki aldrei tapað jafn miklu fé.
Talsmenn Nordbankens, sem er það reyndist miklu meira en nokk-
að 71% í eigu ríkisins, kenna hrun-
inu á sænska fasteignamarkaðinum
um útkomuna en fasteigna- og fjár-
festingafyrirtæki hafa verið stórir
viðskiptavinir bankans. Hans Dal-
borg, aðalframkvæmdastjóri bank-
ans, segir, að fleira komi þó til,
meðal annars miklar lánveitingar
fyrrum stjórnenda, sem vonuðust
eftir skjótum gróða.
„Fyrri stjórnendur létu uppgang-
inn á síðasta áratug villa um fyrir
sér og stjórnuðust af löngun til að
standa jafnfætis tveimur stærstu
bönkunum, Skandinaviska Enskilda
Banken og Svenska Handelsbank-
en,” sagði Dalborg og bætti því
við, að tapið stafaði af því, að spá-
kaupmennskublaðran, sem blásin
hefði verið upp í Hrunadansinum
1987-89, hefði sprungið.
Búist hafði verið við verulegu
tapi hjá Nordbanken eftir að ljóst
var, að fjármálaveldi Svíans Eriks
Pensers var hrunið til grunna en
w
Nj ótum
v í ð t æ k
pr entfr elsis
ar a
Það er full ástæða til að fagna
nýjasta prentaranum PS410 QMS
PðStScrÍpl geislaprentara
sem gefur þér aukið svigrúm
a ýmsa vegu.
„mÐLiKir
▼
★
SKIPHOLT! 17 • 105 REYKJAVÍK SÍMI: 91-627333 • FAX: 91-628622
‘aco--------------------
Adlagar sig sjálfvirkt að
PC eða Apple Mac tölvum,
Centronics, RS 232
og Apple Talk.
45 leturmöguleikar
í öllum stærðum.
Aðlagar sig sjálfkrafa að
PostScrípt og HP skrám.
2 Ml> niiimi.
16.67 MHZ klukkutíðni
sem þýðir 33% meiri
hraða cn sambærilegir
PostScrÍpt prentarar hafa.
68020 örgjafi.
Ótrúlega nettur og fer vel
á horðinu þfnu.
urn óraði fyrir. Penser var einn
helsti skuldunautur Nordbankens
og í kjölfar gjaldþrotsins keypti
bankinn flaggskipið hans, Nobel-
samsteypuna. Það eru þó ekki að-
eins lán til Pensers, sem eru töpuð,
því að lán til 20 annarra fyrirtækja
eða einstaklinga svara til þriggja
fjórðu tapsins.
Dalborg sagði, að þrátt fyrir
þetta áfall stæði Nordbanken
traustum fótum og búist er við, að
um 50 milljarða hlutaijárútboð á
hans vegum muni auka eiginfjár-
hlutfallið úr 5,8% í 8,5%. Það sýnir
þó vel erfiðleikana, að nýju hluta-
bréfin verða boðin með 45% af-
slætti frá núverandi markaðsverði.
Eins og fyrr segir er það hrunið
á sænska fasteignamarkaðinum,
sem olli miklu um tapið hjá Nord-
banken. Segja má, að markaðurinn
sé lamaður og vegna þess, að búist
er við enn frekari lækkun halda
kaupendur alveg að sér höndum.
Segir Hans Dalborg, að fasteigna-
verð í Stokkhólmi hafi lækkað um
allt að 35%. Fyrirtæki, sem hafa
verið umsvifamikil á þessum mark-
aði, hafa orðið gjaldþrota hópum
saman en þau skulda jafnan mikið
og verða að geta selt fasteignir til
að standa í skilum.
Fleiri áföllínorsk-
um bankaheimi
BANKAKREPPAN í Noregi versnar enn og nú hafa tveir stórir
sparisjóðir á landsbyggðinni farið fram á 10 milljarða ísl. kr. hjálp.
Er um að ræða Sparebanken Rogaland í Stafangri og Sparebanken
Midt-Norge í Niðarósi.
Fyrir aðeins fáum vikum mátti
ríkið leggja fram 30 milljarða ísl.
kr. til að koma í veg fyrir gjaldþrot
tveggja stórra banka, Christiania
eða Kreditkassen og Fokus Bank,
og sparisjóðirnir fyrrnefndu eru
einnig stórir' á sínu svæði. Á síð-
asta ári tapaði Sparisjóður Roga-
lands meira en þremur milljörðum
kr. og Midt-Norge um 1,7 milljörð-
um.
Skipt hefur verið um yfirstjórn í
báðum sparisjóðunum og fyrirhug-
að er að segja upp fólki og leggja
niður útibú í sparnaðarskyni. Eru
þessar ráðstafanir skilyrði fyrir op-
inberri hjálp.
Tryggingarsjóður sparisjóðanna,
sem á að hjálpa þeim, sem illa eru
staddir, er svo gott sem tómur og
því ekki í önnur hús að venda en
leita til tryggingarsjóðs ríkisins,
sem stofnaður var fyrr á árinu.
Hafði hann upphaflega yfir að ráða
rúmlega 50 milljörðum ísl. kr. en
eftir björgunaraðgerðirnar í sumar
eru þær að verða uppurnar.
Bönkum fækkar í
Bandarikjunum
Financial Times.
Viðskiptabönkum í Bandaríkjunum mun fækka um fjórðung fram
að aldamótum og störfum í greininni kann að fækka um sem nemur
allri íslensku þjóðinni.
Þetta kemur fram í nýrri alda-
mótaskýrslu ráðgjafarfyrirtækisins
Andersen Consulting. Til grundvall-
ar lágu svör frá 250 bankamönnum
og bankaeftirlitsmönnum.,
Framundan er mikið samruna-
skeið þar sem áhersla verður lögð
á lækkun vinnslukostnaðar og sér-
hæfðari þjónustu við neytendur.
Samkeppnin mun standa um verð
og gæði þjónustunnar. Vandamál
flestra banka er að þeir hafa enga
sérstöðu í hugum neytenda. Ein-
ungis stærstu bankarnir munu hafa
efni á að veita alhliða bankaþjón-
ustu.
Af 9.500 starfandi bönkum munu
einungis 7.300 halda út fram að
aldamótum. Útibú verða þó áfram
í kringum 60.000. Stórbönkum með
100 milljarða dala (6.000 milljarða
ÍSK) eignir mun íjölga úr fjórum í
tíu. Sparisjóðum mun fækka úr
2.900 niður í 1.000 á tíu árum og
útibú þeirra verða 15.000 í stað
25.000.
Hönnunarvernd
Samtök um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar -
SVESI, boða til hádegisverðarfundar í Kornhlöðunni -
Lækjarbrekku, föstudaginn 18. október nk. kl. 12.00.
Gestur fundarins, Dr. Anette Kur, lögfræðingur við Max
Planck-stofnunina um hlutverk löggjafar einstakra landa
innan og utan EB í því sambandi. Fundurinn er opinn
öllum, en þátttaka tilkynnist hjá Félagi íslenskra iðnrek-
enda í síma 27577.
Stjórnin.