Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 Utgáfa fréttabréfa, eyðublaðagerð, auglýsingar og uppsetning skjala. Námskeið fyrir alla þá sem vinna að útgáfu og textagerð. Höfum kennt á PageMaker frá árinu 1987. Tölvu- og verkfræðiþjónustan - ^ Verkfræðistota Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (£) é> Sitt lítið af hveiju um EES-umræðuna Leiðréttingar á villum Bjöms Bjamasonar Dagur Ijóssins 1991 Vinnulýsing á heimilum Ráðgjöf um lýsingu, sjónstarf og umgengni við rafmagn verður í dag kl. 16-18 í eftirtöldum versl- unum: Rafbúð, Bíldshöfða 16, Ljós og orka, Skeifunni 19, Rafkaup, Ármúla 24, Rafbúð, Domus Medica. Verið velkomin! Ljóstæknifélag íslands Félag raftækjasala Obreytt verð í þrjú ár ! Síðustu myndatökumar á gamla verðinu, verða seldar í dag, á morgun og á fimmtudag. Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði sími 5-42-07 Bama og fjölskylduljósmyndir Ármúla 38 sími 6-77-6-44 Ljósmyndatofa Kópavogs sími 4-30-20 eftirHannes Jónsson Sem einn af þeim, er Björn Bjarnason nefnir „hræðslutríóið” í grein sinni hér í blaðinu 28. sept- ember, vildi ég til skilningsauka ræða lítið eitt þijú villandi atriði greinar hans. Fyrst þarf að leiðrétta þann mis- skilning, að stjórnskipun goðaveldis þjóðríkisins sé hliðstæða við stjórn- skipun Evrópubandalagsins. Greina þarf ennfremur á rökræn- an hátt þá villu Björns, að setja jöf- numerki á milii Evrópusamstarfs almennt og EES eða EB. Þriðja atriðið er hneykslun hans á því, að ég hafi vitnað til sjálfstæð- isstefnunnar og forustuhlutverks Ólafs Thors og Bjarna Benediktsson- ar við lýðveldisstofnunina til eft- irbreytni við mótun afstöðu til samn- inganna um EES. Gjörólík stjórnskipulög Árið 930 var hér á landi stofnað fullvalda þjóðríki og komið á stjórn- skipulagi höfðingjaveldis, fyrst 36 goða, síðar 39 og loks 48. Enginn einn einstaklingur var þjóðhöfðingi heldur fór Alþingi sjálft með fullveld- ið, löggjafarvald og dómsvald, þ.e. Iögrétta með löggjafarvaldið en dómar skipaðir af goðunum á Al- þingi úr hópi þingmanna fór með dómsvaldið. Fullveldishugtakið er bundið við ríkið, ekki einstaklinga. Þess vegna er sú fullyrðing Björns röng, að goðarnir hafi verið fullvalda. fjóð- ríkið var fullvalda og fullveldinu gátu goðarnir allir, samankomnir á Alþíngi, beitt en ekki hver einstakur þeiiTa St af fyrir sig. Þeir, eins og landsmenn allir, voru undirorpnir lögunum, sem Alþingi setti sam- kvæmt lagasetningavaldi lögréttu. Þar sem að litið var á goðorðin sem einkaeign, þau gátu gengið í erfðir, þau mátti gefa, kaupa eða selja, þá söfnuðust þau smátt og smátt á fárra manna hendur. Með tímanum eða um 1220 leiddi þetta til þess, að stjórnarfar höfðingjaveld- is þróaðist niður í klíkuveldi. Afleið- ingin varð sú, að Noregskonungur komst smátt og smátt yfir stóran hluta goðorðanna, sem hann ráðstaf- aði til hirðmanna sinna á íslandi. Það, með öðru, leiddi til þess, að Alþingi samþykkti Gamla sáttmála árið 1262, batt enda á fullvalda þjóð- ríki, afhenti Noregskonungi og örf- um hans fullveldi og sjálfstæði ís- lands. Það fengum við ekki aftur fyrr en eftir nærri sjö alda erlend yfirráð, árið 1944. Nánar um þetta getur Björn lesið í fyrstu félagsfræð- ilegu rannsókninni á stjórnskipun þjóðríkisins í bók minni „íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál” (bls 30-85). Ég held, að enginn maður láti sér detta í hug, að við ættum í dag að taka upp stjórnskipun þjóðríkisins. Björn gælir hins vegar við þá hug- mynd, að hliðstæða sé á milli þess og stjómskipunar EB. Þetta er al- rangt. HANDHNYTT TEPPI NÝJAR SENDINGAR MIKIÐ ÚRVALi Faxafeni 11 sími 686999 SERVERSLUN MEÐ STÖK TEPPI OG MOTTUR Samkvæmt Rómarsáttmála, eins konar stjórnarskrá EB, eru aðal- stofnanir þess fjórar. Valdamest er ráðherraráðið, skip- að einum ráðherra frá hveiju aðild- arríki, þ.e. 12, sem fara með sam- tals 76 misþung atkvæði. Vægi at- kvæða tekur mið af fólksfjölda aðild- arríkja. Ráðherrarnir fara hver um sig með frá 2 upp í-10 atkvæði. Þeir eru ekki kjörnir í lýðræðislegri kosningu heldur skipaðir af viðkom- andi ríkisstjórnum. Ráðherraráðið fer með löggjafarvald EB, kýs fram- kvæmdastjórnina, velur dómara í EB-dómstólinn, er æðsti ákvörð- unaraðili bandalagsins. Reiknað hefur verið út, að ef EFTA-ríkin gengju í EB mundu gild- andi reglur breyta heildaratkvæða- magni ráðherraráðsins úr 76 í 96 og mundi ísland- að öllum líkindum fá þar eitt atkvæði. Vægi okkar við ákvarðanatöku í EB yrði því 1/96. Framkvæmdastjórn skipuð 17 mönnum sér um daglegan rekstur EB, hefur frumkvæði um lagasetn- ingu og tillögur um reglur til ráð- herraráðsins, fer með gerð og fram- kvæmd milliríkjasamninga og sam- skipti við önnur ríki og fjölþjóðasam- tök. Framkvæmdastjórnin er ekki kosin í almennum lýðræðislegum kosningum heldur af 12 manna ráð- herraráðinu. Evrópudómstóllinn, skipaður 13 dómurum kjörnum af ráðherraráð-' inu til 6 ára, hefur yfirþjóðlegt vald og hefur margoft úrskurðað, að dómsaga hans ríki en dómsaga og lög aðildarríkjanna víki í öllum sam- eiginlegum málum sem Evrópurétt- urinn nær til. Evrópuþingið er í eðli sínu valda- laust ráðgjafaþing og umsagnaraðili en ekki löggjafarþing. Fyrst voru þingmenn kjörnir af loggjafarþing- um aðildarríkjanna, en síðan 1979 hafa 519 þingmenn þess verið kjörn- ir í almennum kosningum hvers að- ildarríkis. Auk þessara stofnana EB hefur Leiðtogaráð EB starfað formlega síðan einingarlögin tóku gildi 1987, en óformlega hóf það störf 1975. Vald þess og starfssvið er ekki skil- greint í Rómarsáttmála. Aðalverk- efni þess hefur verið að ræða og leita lausna á stjórnmálalegum vandamálum bandalagsins, gefa ráðherraráðinu ábendingar og gera tillögur til þess að lausnir vanda- mála, en ráðherraráðið er ákvörð- unaraðilinn, ekki leiðtogaráðið sam- kvæmt EB-rétti. Af þessu stutta yfirliti má ljóst vera hversu gjörólíkt stjórnskipulag þjóðríkisins og gildandi skipulag EB eru. Þar er enga hliðstæðu að finna. Evrópusamstarfið og EB Út af fyrir sig er athyglisvert, hversu losaralega lögfræðimennt- aður maður eins og Björn fer með hugtak eins og Evrópusamstarfið. Það er eins og hann haldi, að EB og samningarnir um EES sé sam- nefnari fyrir allt Evrópusamstarf. Þetta er mikill misskilningur. Einnig sú skoðun hans, að eðlilegt sé „að þeir, sem eru andvígir ftjálsræði í viðskiptum séu á móti þátttöku ís- lendinga í þessu samstarfi.” Fyrir það fyrsta er EB ekki frí- verslunarbandalag heldur öðrum þræði haftabandalag, sem múrar sig inni í ytri tollmúr og rekur auk þess hafta-, styrkja- og kvótapólitík í landbúnaði og sjávarútvegi. En í öðru lagi er Evrópusamstarf- ið langtum víðtækara en EB. Síðan 1970 erum við aðilar að Evrópsku fríverslunarbandalagi, EFTA sem er raunverulegt fríverslunarbandalag. Auk þess erum við aðilar að fjöl- mörgum evrópskum fjölþjóðasam- tökum. Ég nefni aðeins örfá dæmi: Norðurlandaráð síðan 1952, OECD 1947, sem varð Efnahags-, sam- vinnu- og þróunarstofnunin, OECD Hannes Jónsson „Fyrir það fyrsta er EB ekki fríverslunarband- alag heldur öðrum þræði haftabandalag, sem múrar sig inni í ytri tollmúr og rekur auk þess hafta-, styrkja- og kvótapólitík í landbúnaði og sjávar- útvegi.” , 1961, Evrópuráðið síðan 1949, NATO síðan 1949. Auk þess erum við í samstarfi við Evrópuríki í langt- um víðara samhéngi eins og t.d. í SÞ síðan 1946ogþarmeð Efnahags- nefnd SÞ fyrir Evrópu, GATT síðan 1968 og fleiri mætti telja. Það er því alveg út í hött að tala um endalok Evrópusamstarfs eða einangrun frá Evrópu þótt við ger- umst hvorki aðilar að EES eða EB. Jafn barnalegt er að halda því fram, að við eigum ekki kost á fríverslun- arsamstarfi nema í tengslum við EB. Vitanlega höldum við áfram marg- þættu Evrópusamstarfi og viðskipt- um við Evrópuríki hvað sem um samninga um EES verður. Sjálfstæðisstefnan og íslandssagan Ekki veit ég hvort Björn er að gefa í skyn, að hann og fáir útvald- ir eigi einkarétt á að fjalla um sjálf- stæðisstefnuna sem um 40% þjóðar- innar aðhylltist og sögulegt hlutverk forustumanna Sj álfstæðisflokksins við lýðveldisstofnunina 1944, þegar hann segir að það kasti „tólfunum”, þegar Hannes Jónsson tekur sér fyrir hendur að tala fyrir hönd Iát- inna forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og hampa stofnskrá flokksins”. En fór ég ekki einmitt með rétt mál um þessi atriði í grein minni hér í blaðinu 19. september? Vitanlega gerði ég það, enda reyn- ir Björn ekki að hrekja orð mín. Þau standa öll óhögguð. Það er nefnilega söguieg stað- reynd, hluti af íslandssögunni, sem enginn á einkarétt á, að tveir for- menn Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, voru fremstir í flokki þeirra manna sem hvað ötullegast unnu á árunum 1941-1944 að stofnun lýðveldisins, en Alþýðuflokksforystan þvældist fyrir eins lengi og hún þorði. Hef ég fjallað ítarlega um þennan þátt sjálfstæðisbaráttunnar í „íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál” (bls. 168-207). Þar er þeim Ólafi og Bjarna og forustuhlutverki þeirra á lokastigi sjálfstæðisbaráttunnar gerð verðug skil, en ýmsir höfundar hafa haft tilhneigingu til að draga úr vægi þess. Varla trúi ég, að Björn fylli flokk þeirra? Hvað Sjálfstæðisstefnuna snertir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.