Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 ÞJÓÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fara þúsundir starfa í súginn? 3-3,5% samdráttur þjóðartekna 1992 EFTIR uppsveiflu í íslenzkum þjóðarbúskap, sem náði hámarki árið 1987, höfum við sífellt sigið neðar og neðar í efnahagslægð- ina. I bakslagi, sem hófst 1988 og stóð til ársins 1991, hafa þjóðar- tekjur á mann lækkað að raungildi um 7%. Spár, sem frumvarp til fjárlaga 1992 er byggt á, gera ráð fyir því að þjóðartekjur á mann verði 10,5% lægri á komandi ári en 1987. Vinnuveitendasamband Islands telur efnahagshorfur fyrir kom- andi ár enn dekkri en Þjóðhagsstofnun. Það gerir ráð fyrir að útflutningstekjur dragizt saman um tíu milljarða króna á næsta ári í stað sjö milljarða, sem þjóðhagsspá gerði ráð fyrir. Trúlegt er að tekjutap vegna aflasamdráttar 1992 verði einhvers staðar á þessu bili, sjö til tíu milljarðar króna. VSÍ telur umtalsverða hættu á alvarlegum atvinnubresti í næstu framtíð, vegna erfið- leika í atvinnulífi landsmanna, jafnvel að allt að 5.000 störf fari í súginn á næstu misserum. Þessi tafla er fengin úr greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1992. Hún sýnir, hvern veg við höfum dregizt aftur úr öðrum OECD-þjóðum í hagvexti allar götur síðan 1988. Fyrirséður aflasam- dráttur dregur enn úr hagvexti hér á landi. Nýtt álver á Keilis- nesi myndi á hinn bóginn styrkja stöðu okkár í þessum efnum. Við ríkjandi efnahagsaðstæður er mikilvægt að draga úr ríkis- útgjöldum og varðveita stöðugleika í launum og verðlagi. I - Svartar þjóðhagsspár Þjóðhagsspá, sem lögð var til grundvallar við fjárlagagerð fyrir árið í ár, gerði ráð fyrir því að samdráttarskeiði næstu þriggja ára þar á undan væri að ljúka og að hagvöxtur gæti glæðst á ný. Þetta gengur ekki eftir, því mið- ur. Þvert á móti hafa efnahags- horfur færzt til verri vegar, m.a. vegna fyrirséðs samdráttar í fiskafla, en líkur standa til að aflaverðmæti 1991 verði a.m.k. 20% minna en árið 1987. Talsmenn VSÍ telja þjóðhags- horfur enn verri en þær spár, sem frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992 eru byggðar á. Þeir telja að útflutningstekjur dragizt saman um rúma tíu milljarða á næsta ári, sem fyrr segir, með tilheyr- andi áhrifum á rekstrarstöðu sjáv- arútvegsfyrirtækja og atvinnu- og tekjuhorfur fólks í veiðum og vinnslu. Þeir spá þriggja milljarða minni útflutningi áls og kísilgúrs á næsta ári. Líkur standa og til þess að þjóð- artekjur muni dragast meira sam- an en landsframleiðslan á næsta ári, eða um 3% -3,5%, vegna versnandi viðskiptakjara, að því er fram kemur í greinargerð fjár- lagafrumvarps. Lakari viðskipta- kjör koma einkum fram í hækkun á innflutningsverði. Hins vegar er ekki reiknað með lægra afurða- verði erlendis [útflutningsverði] í fjárlagagrunninum, en í þeim efn- um er heldur ekki á vísan að róa. II - Spáð er auknu atvinnuleysi Samdráttarskeiðið, sem gengið hefur yfir íslenzkt efnahagslíf, hefur m.a. komið fram í auknu atvinnuleysi, vegna erfiðleika í ýmsúm atvinnugreinum og minnkandi umsvifa í þjóðarbú- skapnum. Meðalfjöldi atvinnu- lausra var um ogyfir 2.000 manns í hverjum mánuði árin 1989 og 1990 en milli 700 og 800 manns árin þar á undan. Atvinnuleysi hefur á hinn bóg- inn minnkað nokkuð á líðandi ári, m.a. vegna aukinnar þenslu og skuldsetningar. Fjárlagaspár gera hins vegar ráð fyrir að það muni aukast á ný á næsta ári, fyrst og fremst í sjávarútvegi vegna minnkandi afla, en jafnframt í verzlunar- og þjónustugreinum vegna minnkandi kaupmáttar og minnkandi umsvifa í atvinnulífinu almennt. Aukinn sparnaður í opin- berum rekstri hefur og áhrif til þessarar áttar. Eini ljósi punktur- inn, sem við blasir á þessum vett- vangi á næstu misserum, er vonin um byggingu nýs álvers á Keilis- nesi, þar sem orku fallvatna yrði breytt í störf, verðmæti og betri lífskjör, með tilheyrandi marg- feldisáhrifum, þ.e. aukningu starfa í þjónustugreinum, og nýj- um virkjunarframkvæmdum. í þjóðhagsáætlun er spáð að atvinnuleysi, sem mældist 1,7% af fólki á vinnualdri 1991, fari í rúmlega 2% 1992. Sem fyrr segir eru spár VSÍ enn dekkri. Þar eru því gerðir skórnir að erfið staða útflutnings- og samkeppnisgreina geti leitt til þess að allt að 5.000 störf kunni að glatast á næstu misserum. Það væri dapurleg nið- urstaða, ef sú spáin gengi eftir. III - Upp úr efnahagslæðginni Það fer ekkert á milli mála að það ræðst í ríkisbúskapnum og í samningum á vinnumarkaði næstu mánuði og misseri, hvort við dýpkum efnahagslægðina, sem við er að kljást, eða siglum upp úr henni áður en langt um líður. Við ráðum að vísu litlu um utanaðkomandi áhrif, sem þungt vega, svo sem framvinduna í lífrí- ki sjávar, eða efnahagsáhrif frá umheiminum, en þar er erfitt að ráða í framtíðina. Við höfum hins vegar veruleg áhrif á eigin fram- tíð með ákvörðunum og vinnulagi í efnahagsmálum, sem fyrr segir, ekki sízt í ríkisfjármálum og samningagerð á vinnumarkaði, bæði aimennum og opinberum. Nýleg skoðanakönnum Gallups fyrir VSÍ leiðir í ljós að 70% þeirra sem afstöðu tóku eru fylgjandi þjóðarsáttarsamningum á svipuð- um nótum og gerðir vóru síðast þegar samið var. Þeir samningar réðu máski úrslitum um það, að hér tókst að hemja verðbólgu og skapa nokkurn stöðugleika í efna- hagslífi. Við ríkjandi aðstæður er mikil- vægt að draga úr opinberum út- gjöldum og varðveita stöðugleika í launum og verðlagi. Það er for- senda þess að hægt sé að byggja upp rekstaröryggi atvinnuveg- anna og atvinnuöryggi fólks til frambúðar. Það er forsenda þess að hægt sé að auka hagvöxt og verðmætasköpun í landinu, í nán- ustu framtíð, stækka skiptahlut- inn á þjóðarskútunni, og treysta kostnaðarlega undirstöðu varan- legrar velferðar í landinu. Velferð byggð á erlendri skuldasöfnun, sem er komin að hættumörkum, endar í sjálfheldu. Verðmætasköpunin í þjóðarbú- skapnum og viðskiptakjörin við umheiminn sníða okkur lífskjara- ramma, sem við verðum að búa við, hér eftir sem hingað til. Það er ekki sízt á þeim vettvangi sem örlög íslenzkrar velferðar ráðast. Er strandferðaþjónusta lúxus? eftirÞórhall Ottesen í framhaldi af þeirri umræðu sem nú er í gangi um Skipaútgérð ríkis- ins langar mig til að drepa aðeins á fáein atriði. Er þá fyrst að nefna dagskipun- arbréf Halldórs Blöndals, samgöngu- ráðherra til Skipaútgerðar ríkisins dagsett 24. september 1991. Sam- kvæmt því skal í fyrsta lagi segja upp samningnum við Samskip hf. um sjóflutninga til Færeyja. Þetta er afar athyglisvert, ekki síst í Ijósi þess að það hefur komið skýrt fram í viðtölum við forstjóra Skipaútgerð- ar ríkisins að þessi samningur skilar um 1 milljón króna í hagnað á hverj- um mánuði. Það er ekki að undra Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veijið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa /// Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. að samgönguráðherra telji það for- gangsverkefni númer eitt að loka þessari tekjulind. Næsta vers hljóðar upp á að selja skuli eitt af skipum útgerðarinnar á Söluskrá hið bráðasta. Bágt á ég með að trúa því að samgönguráð- herra haldi í alvöru að besta ráðið til að halda uppi þjónustunni við landsbyggðina sé að fækka skipun- um sem notuð eru til að þjónusta afskekkt byggðarlög. Varðandi flóabátana sem rætt er um í dagskipunarbréfinu þá er það nú svo einkennilegt að þegar ákveðn- ar hafa verið smíðar eða kaup á þeim bátum hefur aldrei verið hugsað fyrir þeim möguleika að þær fleytur hafi getu eða búnað til að flytja vör- ur í gámum, sem er jú reyndar nú- tíma sjóflutningamáti. Enda hefur það sýnt sig að þessir bátar hafa komið vægast sagt að harla litlum notum við gámaflutninga úti á lands- byggðinni þar sem skortur á dekk- plássi fyrir vörugáma og búnaði til hífinga á þyngri hlutum virðist vera sameiginlegt einkenni flóabátanna. (Hér skal ekki minnst einu orði á há flutningsgjöld í þessu sambandi.) „Þegar samgönguráð- herra og aðrir ráða- menn ræða um þessi fló- abátamál er engu líkara en þeim hafi láðst að kynna sér þau fyrst.” Þar að auki hefur mönnum láðst að taka með í reikninginn að flóabátar af þessu tagi þurfa hafnaraðstöðu sem ekki hefur verið fyrir hendi og myndi kosta hundruð milljóna að koma upp ef vel ætti að vera. Ef meiningin er að breyta sjóflutningum kringum landið í einhvers konar flóa- bátaútgerð er víst að fjárframlög rík- issjóðs til hafnaraðstöðu yrðu síst lægri en árlegt framlag á fjárlögum til Skipaútgerðar ríkisins. Þegar samgönguráðherra og aðrir ráðamenn ræða um þessi flóabáta- mál er engu líkara en þeim hafi láðst að kynna sér þau fyrst. Það verður engu bjargað með því að kaupa og styrkja fleiri flóabáta. Hér er við hæfí að upplýsa sam- gönguráðherra um örfá atriði úr sögu Þórhallur Ottesen strandferðaþjónustu við íslendinga. vÁrið 1913 heimilaði Alþingi lands- sjóði að kaupa hlut í Hf. Eimskipafé- lagi íslands gegn því að félagið tæki að sér að halda uppi strandferðum. Nýr rekstr- araðili Bardó RAGNHEIÐUR Guðjohnsen hefur fært sig um set og tekið við rekstri hárgreiðslustofu Bardó, Ármúla 17. Hárgreiðslustofan býður upp á almenna hársnyrtingu en lögð er áhersla á það sem nýjast er hveiju sinni. Umfram allt að veita góða þjónustu og mæta óskum við- skiptavina með úrvali af hársnyrti- vörum. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 8.30-18.00 og laugar- daga frá kl. 8.^0-16.00. Starfsmenn hárgreiðslustofunnar Bardó, f.v. Ragnheiður Guðjohn- sen, Guðrún Björk Þrastardóttir og Jónína Ingvarsdóttir. 4UJÍ Er félagið missti Goðafoss treysti það sér ekki til að halda strandferðunum áfram og keypti þá landssjóður þrjú skip og fól Hf. Eimskipafélagi Is- lands að gera þau út. í september 1929 var síðan strandferðasamningnum við Hf. Eimskipafélag Íslands sagt upp og tók landssjóður sjálfur við rekstri sinna skipa. Meðal ástæðna fyrir uppsögn samningsins var mikill halli á rekstri Esju (I.). Herra samgöngu- ráðherra, þá var Skipaútgerð ríkjsins stofnuð í árslok 1929 í þeim tilgangi að tiyggja landsmönnum (öllum) eðlilegar samgöngur á sjó burtséð frá stærð byggðarlaga og möguleg- um atkvæðafjölda á stöðunum. Það þykir skjóta skökku við að landsbyggðarþingmaðurinn og sam- gönguráðherrann Halldór Blöndal skuli nú að nýafstöðnu 60 ára af- mæli Skipaútgerðar ríkisins færa landsbyggðarfólki þau ótíðindi að þjónusta við það verði skorin niður og jafnvel einkafyrirtækjum gefinn kostur á að fleyta ijómann af sjó- flutningum og þurrka út af kortinu þá staði sein ekki borgi sig fjárhags- lega að þjónusta. Ég skelfist þá til- hugsun ef heilbrigðisráðherrann tæki upp sömu aðferðir og samgönguráð- herrann við að skilja sauðina frá höfrunum og kallar hann nú ekki allt ömmu sína. Það má ætla að það sé í reynd þjóðhagslega hagkvæmt að halda landinu öllu í byggð enda þótt einhveijir staðir skili ekki nein- um stórgróða til þjónustufyrirtækj- anna. Ibúar þeirra staða hafa a.m.k. ekki verið neinir eftirbátar Reykvík- inga í skattgreiðslum til samneysl- unnar (í Reykjavík). Ég vil að lokum leggja að sam- gönguráðherrandum að kynna sér stöðu samgöngumála á sjó af eigin raun svo ekki sé hætta á að misvitr- ir menn notfæri sér sakleysi hans til að koma öllum samgöngumálum þjóðarinnar á eina hendi eins og virð- ist unnið að Ijóst og leynt í lofti, á láði og legi. Það yrði aldrei hag- kvæmt fyrir þjóðina þrátt fyrir fag- urgala ákveðinna aðila þar um. Höfundur er stýrimaður lijá Skipaútgerð ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.