Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUkBLAÐIÐ ÞRÍÐJUdAGUR 15. ÖKTÓBER 1991 33 Umræðu um Sements- verksmiðjuna frestað Frumvarp um að gera Sementsverksmiðju ríkisins að hluta- félagi hefur verið lagt fram á Alþingi í þriðja sinn. Umræðu um þetta mál var frestað í gær vegna þess að stjórnarandstæðingar töldu eðlilegt að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra væri viðstaddur. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra mælti fyrir frumvarpinu í fjaiveru iðnaðarráðherra. Það kom fram í ræðu Eiðs að þingmenn sumir hveijir ættu að vera málinu kunnugir þar sem það hefði tvíveg- is áður verið lagt fram í sömu eða lítt breyttri mynd. Eiður rakti nokkur efnisatriði frumvarpsins, m.a. er gert ráð fyrir að ríkið leggi til sjálfa verksmiðjuna ásamt öllu fylgifé til hins nýja hlutafélags. Skipa skal þriggja manna nefnd til að meta eigur Sementsverk- smiðju ríkisins til viðmiðunar við ákvörðun um upphæð hlutafjár hins nýja félags. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður geti ekki selt hluta- bréf í félaginu nema að fengnu samþykki Alþingis. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir sam- starfsnefnd verksmiðjustjórnar og starfsmanna. Ennfremur skulu samstarfsfundir haldnir með full- trúum Akraneskaupstaðar. Eiður benti á að þessi breyting Kosið í útvarpsráð Á fundi Alþingis í gær voru kjörnir 2 nýir ráðsmenn og varamenn í stað þeirra fulltrúa sjálfstæðismanna sem látið hafa af störfum vegna ágreinings við menntamálaráðherra. Þessari kosningu var frestað í síðustu viku að ósk Alþýðubandalags og Framsóknarflokks en það varð að samkomulagi að kosningin færi fram en málefni Ríkisútvarpsins verði rædd utan dagskrár fljótlega. kosning færi fram. Aðeins einn listi var lagður fram sem þingflokkur sjálfstæðismanna stóð að. Aðalmenn í ráðið eru: Hall- Kosningu í útvarpsráð var á dag- skrá síðastliðinn miðvikudag en var þá frestað vegna óska frá þing- flokkum Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, þar sem þeir óskuðu eftir því að Olafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra væri viðstaddur til að svara því hvort pólitískur trúnaður ríkti milli hans og væntanlegra ráðsmanna. Mennt- amálaráðherra var enn fjarstaddur í gær en það varð að samkomulagi að kosningin færi fram, en þegar menntamálaráðherra komi heim verði utandagskrárumræða um málefni Ríkisútvarpsins. Páll Pét- ursson formaður þingflokks fram- sóknarmanna sagði að þar sem stjórnarandstæðingar hefðu verið fullvissaðir um að það ágæta fólk sem sjálfstæðismenn biðu fram myndi ekki koma í bakið á mennta- málaráðherranum sæju þeir ekki ástæðu til að standa á móti því að dóra Rafnar framkvæmdastjóri og sr. Hjálmar Jónsson prófastur, varamaður er Guðmundur H. Garð- arsson fyrrverandi alþingismaður. Við kjör þessara manna varð vant tveggja varamanna og voru borin fram og samþykkt nöfn Daggar Pálsdóttur skrifstofustjóra og Pét- urs Rafnssonar framkvæmdastjóra. í hlutafélag hefði í för með sér að skattgreiðslur fyrirtækisins breyttust. Sementsverksmiðjan greiddi nú landsútsvar og fengi Akraneskaupstaður fjórðung af því auk hlutdeildar í tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. En í framtíðinni myndi félagið borga skatt eftir sömu reglum og hvert annað hlutafélag. Framsögumað- ur taldi að reikna mætti með því áð tekjur Akraneskaupstaðar af aðstöðugjaldi myndu verða nokkuð hærri eftir en áður. Jöfnunarsjóður myndi tapa nokkrum tekjum sem þó skiptu sjóðinn tiltölulega litlu máli. Um tuttugu starfsmenn eru í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og benti framsögumaður á að í greinargerð væri gert ráð fyrir að réttindi þeirra myndu ekki breyt- ast. Eiður gerði í ræðulok tillögu um að málinu yrði vísað til annarr- ar umræðu og iðnaðarnefndar. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) saknaði Jóns Sigurðssonar iðnað- arráðherra. Vildi m.a. spyija hann nánar um hvaða áform ríkisstjórn- in hefði um sölu hlutabréfa í fyrir- tækinu. Einnig taldi þingmaðurinn að fara yrði varlega í að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Svavar Gestsson (Ab-Rv) tók undir að óheppilegt væri að ræða þetta mál að iðnaðarráðherra íjarstöddum og fór formlega fram á frestun. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) tók undir þessar óskir fyrir hönd Kvennalistans. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis varð við þessum óskum og frestaði málinu. Boðaðar breytingar á skipan gjaldeyris- o g viðskiptamála Viðskiptaráðlierra hefur lagt frain tvö frumvörp sem miða að skip- ulagsbreytingum á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála. Stefnt er að því að rýmka reglur um skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til að unnt sé að þróa gjaldeyrismarkað. Líka er stefnt að því að styrkja stjórntæki Seðlabankans í peningamálum og afla lagaheimilda til að gengi krón- unnar geti ráðist af framboði og eftirspurn á inarkaði. í greinargerðum beggja frum- varpa segir m.a. að einn af hornstein- um í efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar og meginatriðið í stefnu henn- ar í gengismálum sé stöðugt gengi. Tenging íslensku krónunnar við evr- ópsku mynteininguna ECU sé hins vegar ekki talin tímabær að sinni. Til að skapa nauðsynlegar forsendur fyrir því á fjármagns- og gjaldeyris- markaði þurfi að koma til veigamikl- ar skipulagsbreytingar. Frumvarp til laga um breyting á lögum um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála, nr. 63, 31. maí 1979, gerir ráð fyrir að um sölu- og skila- Fastanefndir: Sömu formenn og varaformenn Fastanefndir þingsins héldu sína fyrstu fundi í síðustu viku. Svo er mælt fyrir í þingsköpum Leiðrétting: Rannveig og Kristinn í félagsmálanefnd Nöfn Rannveigar Guðmunds- dóttur (A-Rn) og Kristins H. Gunnarssonar (Ab-Vf) féllu niður þegar greint var frá skipan manna í félagsinálanefnd þings- ins í frétt á þingsíðu 9. október síðastliðinn. Eru þingmennirnir og lesendur beðir forláts á þess- ari yfirsjón. Þess má geta að Kristinn H. Gunnarsson starfar í allsheijar- nefnd auk félagsmálanefndar. En brottfallið á nafni Rannveigar er jafnvel enn meinlegra í ljósi þess að hún er í hópi þeirra þingmanna sem hvað mestar annir verða að þola vegna nefndarstarfa.Rannveig Guðmundsdóttir var á fyrsta fundi félagsmálanefndarinnar kjörin for- maður. Þess utan er hún varaform- aður í þeim þrem öðrum nefndum sem hún situr í, efnahags- og við- skiptanefnd, menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Samkvæmt venjulegri skilgrein- ingu telst Ranaveig Guðmundsdótt- ir því bera þann titil sem í óform- legu spjalli heitir „nefndakóngur”, eða eins og nú er raunin „nefnda- drottning”. Ef hins vegar forsætis- nefnd Alþingis væri meðtalin gætu Björn Bjarnason (S-Rv) og Gunn- laugur Stefánsson (A-Al) gert nokkurt tilkall til titilsins. En þeir að nefndir kjósi formann og var- aformann á fyrsta fundi. Engar breytingar urðu á mannavali frá þvi sem var á síðasta þingi. ( Að frátalinni forsætisnefnd sem forsetar þingsins sitja í, eru fasta- nefndir Álþingis sem eru kosnar í upphafi hvers þings ellefu. Kjör- bréfanefnd er valin í upphafi kjör- tímabils og hún situr allt kjörtíma- bilið. Stjórnarflokkarnir skiptu með sér formanns- og varaformanns- sætum. Er sætunum þannig deilt að formaður og varaformaður nefndar eru ávallt hvor úr sínum flokknum. í hlut Sjálfstæðisflokks féllu sjö formannssæti og fjögur sæti varaformanna. Hlutur Alþýðu- flokks er fjögur formannssæti og sjö sæti varaformanna. Formaður fjárlaganefndar var valinn Karl Steinar Guðnason (A-Rn) og varaformaður Pálmi Jónsson (S-Nv). Á fundi utanríkis- málanefndar var Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) kjörinn formaður og varformaður Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn). í allsher- jarnefnd er formaður Sólveig Pét- ursdóttir (S-Rv) og varaformaður er Össur Skarphéðinsson (A-Rv). Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne) er for- maður heilbrigðis- og trygginga- nefndar en varaformaður er Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv). Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) er formaður félagsmálanefndar og Guðjón Guðmundsson (S-Vl) varaformaður. í efnahags- og við- skiptanefnd er Matthías Bjarnason (S-Vf) formaður og Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) varaform- aður. í landbúnaðarnefnd er Egill Jónsson (S-Al) formaður, Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne) varaformaður. Formaður iðnaðarnefndar er Öss- ur Skarphéðinsson (A-Rv) og vara- formaður er Pálmi Jónsson (S-Nv). í samgöngunefnd er Árni M. Mat- hiesen (S-Rv) formaður og Sigbjöm Gunnarsson (A-Ne) varaformaður. Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn) er formaður menntamálanefndar en varaformaður er Össur Skarphéð- insson (A-Rv). í umhverfisnefnd er Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) formaður en Tómas Ingi Olrich (S-Ne) varaformaður. skyldu erlends gjaldeyris sem inn- lendir aðilar eiga eða eignast fyrir seldar vörur, þjónustu eða á annan hátt, skuli fara eftir reglum sem ráðuneytið setur. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að til að unnt sé að þróa gjaldeyrismarkað sé nauð- synlegt að aflétta sölu- og skila- skyldu á erlendum gjaldeyri enn frek- ar en þegar hefur verið gert. Hvatt er til þess að komið verði á fót milli- bankamarkaði sem gæti síðan þróast og náð til fleiri aðila en banka og fjármálastofnana. í ljósi þessa megi teljast eðlilegt að lagaákvæði um sölu- og skilaskyldu erlends gjaldeyr- is séu þannig úr garði gerð að auð- velt sé að rýmka þau eftir því sem markaðurinn þróist. Einnig hefur verið lagt fram frum- varp um breyting á lögum um Seðla- banka íslands nr. 35, 5 maí 1986. Frumvarpið miðar annars vegar að því að breyta núgildandi fyrirkomu- íagi á gengisskráningu krónunnar þannig að gengi hennar ráðist í aukn- um mæli af framboði og eftirspurn. Hins vegar miðar frumvarpið að því að aðlaga lögin um Seðlabanka ís- lands að lögum um fjárfestingu er-~ lendra aðila nr. 34, 25 mars 1991. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að 18. gr. Seðlabankalaganna kveði á um að Seðlabankinn ákveði, að fengnu samþykki ríkisstjómarinnar, hvernig verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum skuli ákveðið. Heimilt verði að ákveða að gengi krónunnar miðist við einn erlendan gjaldmiðil, samsett- an gjaldmiðil, eins og evrópsku myn- teininguna ECU, eða SDR (sérstök dráttarréttindi), eða meðaltal gjaldmiðla, ýmist með eða án fráviks- marka. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að útibú erlendra hluta- félagsbanká teljist til innlánsstofn- ana sem lögin um Seðlabanka ís- .*• lands varði. Er það til að aðlaga lög- in nýsettum lögum um fjárfestingu erlendra aðila á íslandi og í samræmi við það meginsjónarmið að aðstaða hinna erlendu útibúa skuli í hvívetna vera hin sama og innlendra hluta- félagsbanka. Rannveig Guðmundsdóttir sitja í þremur fastanefndum auk þess að eiga sæti í forsætisnefnd- inni. Forsætisnefndin hefur þó sér- stöðu sökum þess að í þeirri nefnd sitja einungis forseti og varaforset- ar þingsins. Ekki er venja að taka kjörbréfa- nefnd inn í þennan útreikning, því um hana gilda sérstakar reglur. Sú nefnd er kjörin í upphafi kjörtíma- bils og situr út kjörtímabilið. C A R RY $ENPIBÍI.t SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI Til afgreiðslu strax: Tilboðsverð m/vsk. 796.000. án/vsk. 639.000. ^SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.