Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 GRIMMDIN BLÍÐ OG HATRIÐ LJÚFA Morgunblaðið/Einar Falur Anna Kristín Arngrímsdóttir sem Jelena og Baltasar Kormákur sem Valodja _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið KÆRA JELENA Höfundur: Ljúdmíla Razúm- ovskaja Þýðandi: Ingibjörg Haralds- dóttir Leiksljóri: Þórhallur Sigurðs- son Leikmynd og búningar: Mess- íana Tómasdóttir Lýsing: Asmundur Karlsson Hin „kæra” Jelena Sergejevna er tæplega miðaldra kennslu- kona. Hún er ein í lítilli íbúð sinni, þar sem hún annars þýr með móður sinni. Það er afmælisdag- urinn hennar og hún situr ein og hlustar á óperu af hljómplötu. Þá er barið að dyrum og inn koma fjórir af nemendum henn- ar', færandi blóm og afmælisgjöf og með hamingjuóskir á vörum. Jelena, sem er greinilega ekki vinamörg og á því ekki að venj- ast að fólk muni eftir henni, verð- ur ákaflega glöð og hrærð, tekur vel á móti krökkunum, ber í þau veitingar og vill tala við þau um hugðarefni sín; klassíkina. Hún er fagurkeri, hugsjónamanneskja í hjarta sínu, trúir að fyrr eða síðar komi háleit markmið, fegurð og sannleikur til með að sigra í járnbentu sovésku þjóð- félagi, þar sem allir hlutir hafa snúist upp í andstæðu sína. Hún trúir á æskuna sem hún er að kenna. Hún trúir að unglingarnir komi einn daginn til með að breyta þessu samfélagi og að hún hafi þá átt sinn þátt í að innræta þeim það gildismat sem breytir Sovétríkjunum. Þetta vita nemendur hennar. Þess vegna heimsækja þeir hana. Afmælisdagurinn er yfirskin, því krakkarnir fjórir, stúlkan Ljalja, og piltarnir Pasha, Vitja og Va- lodja, eru þarna í eiginhagsmuna- skyni. Þegar þau hafa matast, svipta þau blekkingarhulunni af heim- sókn sinni, Jelenu til mikillar skelfingar. Vegna hagsmuna sinna svívirða krakkarnir allt sem henni er heilagt, gera lítið úr hugsjónum hennar og hlæja að vonum hennar og draumum. Leikurinn magnast þar til þau missa stjórn á honum. Jelena og krakkarnir takast á um siðferði/siðleysi, trá/trúleysi, fortíð/framtíð, ást/hatur, mann- kærleika/ofbeldi, allt sem var andspænis því sem einkennir þjóðfélag, þar sem ráðamenn halda að þeir séu að vinna að jafnrétti en eru í raun að vinna að kúgun hugsjónanna og upp- hafningu meðalmennskunnar, á kostnað einstaklingsvitundar þegnanna, frumkvæðis þeirra og athafnasemi. Þetta er þjóðfélag sem einkennist af lygum lýðskr- umara, þar sem lög og reglugerð- ir eru fyrst og fremst til að veija hagsmuni og stöðu þeirra sem völdin hafa. Sjálf mennskan verð- ur fremur pínleg skrýtla. Með hlutverk Jelenu fer Anna Kristín Arngrímsdóttir. Jelena er dyggðug og hreinlynd. Hún er af þeirri kynslóð, sem eitt sinn átti sér trú á hugsjón, en hefur séð þá hugsjón limlesta og kosið að leiða lífið hjá sér. Hún hefur einangrað sig, að því er virðist til að varðveita eigið heilbrigt gildismat: Hún heiðrar móður sína og lykillinn að Jelenu er þegar hún segist einu sinni hafa átt unnusta en hann hafi valið aðra, þess vegna hafi hún aldrei gifst. Jelena er trú sínu eigin hjarta. Það svíkur hún aldrei, hvað sem öðrum kann að finnast um það og hvaða afleiðingar sem það hefur. Þar eru allar hennar ástríður, kyrfilega faldar undir líkama sem lætur iítið fyrir sér fara og fötum sem eru í hálfgerð- um felulitum. Hún lætur eins og hún sé ekki til. Anna Kristín skilaði hlutverkinu óaðfinnan- lega. Hún lék sér að tilfinninga- skaia Jelenu, frá einlægri gleði, hamingju og hlýju, til undrunar, reiði, árásarhneigðar og grimmd- ar, yfir í óhugnað og botnlaust myrkur örvæntingarinnar. Hún fylgdi öllum tilfinningum eftir með nákvæmum ' hreyfingum, svipbrigðum og raddbeitingu. Maður efaðist aldrei um að það væri Jelena á sviðinu, heldur gekkst inn á blekkingu leikhúss- ins án þess að hika. í hlutverkum nemenda Jelenu voru fjórir leikarar af yngstu kynslóðinni, makalaust efnilegir, sem tóku ögruninni sem felst í því að leika á móti reyndum og öruggum leikara sem kann að draga að sér athyglina. Átökin um sviðið urðu til að styrkja allar persónur verksins og gera átök verksins mögnuð. Halldóra Björnsdóttir þreytti hér frumraun sína á sviði í Þjóð- leikhúsinu í hlutverki Ljalju, gull- fallegrar alþýðustúlku, sem sér sér enga aðra leið færa, í þessu þjóðfélagi siðleysis og grimmdar, en að selja sig dýrt; hæstbjóð- anda. Hún færir köld rök fyrir þessari ákvörðun sinni, virðist tilfinningalaus og gefa algeran skít í hvetjum hún þjónar. Smám saman verður henni það þó ljóst að málið er ekki svo einfalt — hún er kona. Hún skilur það, þegar Valodja segir henni að hér ráði karlmennirnir og þeir eru tilbúnir til að fórna hvaða kven- mannsbelg sem er, til að ná markmiðum sínum. Halldóra út- skrifaðist úr Leiklistarskóla ís- lands síðastliðið vor. Frammi- staða hennar og hæfni í Nemend- aleikhúsi vakti athygli manns^ sérstaklega í „Leiksoppum”. I „Kæru Jelenu” kemur hún fylli- lega til móts við þær væntingar sem maður gerði sér til hennar og uppfyllir þá kröfu að útskrif- aður leikari kunni sitt fag. Hall- dóra hefur allt til að bera til að eiga glæsta framtíð sem leikari; sterka nærveru, hljómmikla rödd sem hún kann að fara með, er ftjáls í hreyfingum og tjáningu og það er sannarlega tilefni til að óska henni til hamingju með „debutið”. Með hlutverk Pasha, unnusta Ljalju „þar til eitthvað betra býðst”, fer Hilmar Jónsson. Pas- ha er feiminn og frekar innhverf- ur piltur. Hann er ekki mikill gerandi í tilverunni, heldur kem- ur úr hópi þeirra sem hlýða skipunum. Hann ætlar sér merki- legan hlut í tilverunni á grunni gáfna sinna og áhuga á bók- .menntum, en hann ætlar ekki að hafa mikið fyrir markmiðum sín- um. Hann ætlar aðeins að troð- ast í gegnum smugur á ódýran hátt og með því að hlýða þeim sem valdið hefur hveiju sinni. Þegar honum er á ósvífinn hátt skipað að svíkja ást sína til Ljalju, verður hann að velja milli tilfinn- inga sinna og þess að hlýða þeim sterka. Niðurstaðan verður brest- ur og ljóst er að hann verður aldrei samur. Hilmar fór mjög vel með þetta erfiða hlutverk veiklundaðs einstaklings, sem þó er að reyna að bera sig manna- lega og taka þátt í leiknum. Sú reynsla sem Hilmar hefur, eftir að hann_ útskrifaðist úr Leiklist- arskóla íslands, er að mig minnir aðallega í aukahlutverkum. Hann fær hér að sýna hvað í honum býr og gerir það með sóma, af öryggi og áræðni. Þessi innhverfi einstaklingur verður aldrei útundan á sviðinu; ótti hans og biðstaða eftir viðurkenningu og grænu ljósi á athafnir verða raunveruleg, taugaveiklun Pasha skelfileg, samt svo tempruð. Hilmar fer aldrei yfir strikið, til að troða þessum þögla einstakl- ingi að. Kyrrð hans er sterk og nákvæm. Ingvar E. Sigurðsson leikur Vitja, týnda sál sem hallar sér að flöskunni til að lifa þessa ormagryfju tilverunnar af. Það er gulltryggð leið til að eyða sjálf- um sér; afmá vitund sína í þessu daglega „engu”, drekka nóg til að finna aldrei til - þar til yfir lýkur. Vitja virðist lengi vel sama um allt, rúllar bara með hinum í hveiju sem þeim dettur í hug, viljalaus einstaklingur, en í lokin er ljóst að hann gerir sér óljósa grein fyrir hvað hefur gerst, og gjörðir félaganna í heimsókn hjá Jelenu, verða til þess að hann getur ekki leynt mennsku sinni lengur. Ingvar sannaði getu sína í Pétri Gauti í fyrra svo um mun- ar og ekki bregst hann í „Kæru Jelenu”. Vitja er trúðurinn, kúltúrsnautt vesalmenni sem dansar „breik,” þegar aðrir dansa vals, drekkur vodka þegar aðrir dreypa á kampavíni, er hrár og óheflaður þegar aðrir þykjast vera siðfágaðir fagurkerar. Hann leynir engu nema sjálfri mennsk- unni, með því að storka um- hverfi sínu með sjálfseyðingar- hvötinni. Það fór ekkert á milli mála hvern mann Ingvar var að leika. Vald hans yfir líkamanum er með ólíkindum og Ingvar not-' ar það vald til að koma hugará- standi Vitja til skila; hvort sem hann er kærulaus trúður, drukkið vesalmenni, sofandi, dauður eða grúttimbraður af áfengisþambi. Að lokum er það svo Valodja, sá sem á engra hagsmuna að gæta með heimsókninni til Je- lenu. Það er að segja, engra ann- arra en að æfa sig í grimmd og siðleysi, hann er hið fullkomna afsprengi sovéska valdakerfisins; fæddur inn í það og álinn upp til að taka við því. Valodja þekk- ir engin takmörk og aðeins eitt markmið: Að sigra. Baltasar Kormákur leikur Valodja og er óhugnanlega góður; ægifagurt gereyðingartæki, illmenni sem er óhagganlega fágað á yfirborðinu - sadisti. Það er næstum ótrú- legt að þetta sé leikarinn sem maður sér í hlutverki unga sæta prinsins í Búkollu. í „Kæru Je- lenu”, hefur maður andstyggð á honum um leið og maður dregst að kynþokkafullri útgeislun hans. Hæfni Baltasar Kormáks til að skila hugsun með augunum ein- um er þó öllu yfirsterkari; bros- andi grimmd, andstyggileg blíða, skepnuleg elska og ljúfmannlegt hatur. Það er allt í augunum. Frábær hæfileiki, sem Baltasar nýtir út í ystu æsar í „Kæru Je- lenu” og verður ógleymanlegur sem Valodja. „Kæra Jelena” er makalaust verk. Frábærlega vel skrifað,' persónusköpun lifandi og sterk,. og spennan magnast stig af stigi. Samtöl eru eðlileg og málfar hnökralaust í þýðingunni. Þetta er verk sem grípur mann á fyrstu mínútu. Það er hreinn unaður að sjá verk af þessu tagi og enginn ætti að láta það framhjá sér fara. Sviðssetningin á Litla sviði Þjóð- leikhússins fylgir gæðum verks- ins fast eftir. Leikstjórnin er hárnákvæm; þótt átökin séu mik- il á sviðinu, fellur enginn í þá grylju að ofleika. Það er gott jafnvægi á milli persónanna, hraði og kyrrlát spenna skiptast stöðugt á, svo áhorfandinn er aldrei skilinn eftir úti í sal, held- ur er honum haldið við efnið og er ekki áhorfandi, heldur til- finningalegur þátttakandi í leikn- um. Leikmyndin er snyrtilegt heimili Jelenu, þar sem kvenleg smáatriði, eins og hekluð teppi, milliverk, púðar og dúkar bera einsemd hennar og fátækt vitni, sumt af því er til að hylja gömul og slitin húsgögnin. Hvert smá- atriði er greinilega vandlega at- hugað og i sýningunni er ekkert til að senda mann óánægðan út. SÍMSVÖRUN Þjónusta í síma Örugg símaþjónusta er andlit fyrirtœkisins Símanámskeið er ællað starfsfólki. sem sinnir símsvörun og þjónustu við viöskipta- vini sfmleiðis. Kynntar eru helstu nýjungar í simatækni. gæði símsvörunar og áhersla lögð á bætta (jjónustulund og notkun kallkerfis A námskeiðinu verður einnig farið í tækni- leg atriði. sem tæknimenn Pósts og síma annast. Einnig vcrður símsölutækni gerð skil og kvnntar verða helstu nýjungar d þeim vett- vangi. Sýning á myndbandi. Námskeið haldið dagana: 22., 23. og 24. október frá kl. 13.00-18.00 í Ánanaustum 15. Leiðbeinendur: Fanný Jónmundsdóttir, verkefnisstjóri Helgi Hallsson, deildarstjóri Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri Stjómunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066 Menningarátak í Háskóla Islands STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands gengst fyrir menningarátaki í háskó- lanum. Markmiðið er að byggja blómlegt og skemmtilegt menningarlíf í skólanum. Var átakið kynnt í fagnaði í Háskólabíói síðastliðinn föstudag. Eftir að Steinunn Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs hafði boðið gesti velkomna tók rektor Háskóla Islands, Sveinbjörn Björnsson, til máls. Lýsti hann ánægju sinni á meningarátakinu og sagðist vona að með þessu myndi félagslíf innan skól- ans eflast, en það hefði lengi verið alltof lítið, sérstaklega miðað við fé- lagslíf í menntaskólum. Að lokum sagði rektor að kennarar og starfs- fólk skólans styddu að fullu þetta menningarátak. Því næst kynnti Skúli Helgason, í Stúdentaráði, átakið. Sagði hann að Stúdentaráð hefði haft mjög gott samstarf við ýmsa aðila t.d. leikhús og að í vetur yrðu m.a. sérstakar háskólasýningar í leikhúsum fyrir háskólastúdenta. Skúli sagði ýmsar hugmyndir vera í gangi, s.s. að nýta hádegin til tónlistaflutnings, svo eitt- hvað væri nefnt. Að því loknu var Stúdentaleikhús- ið með örstutt leikrit og félagar úr Háskólakórnum flutti nokkur lög. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.