Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 t Föðursystir okkar, ÁSA ÞORSTEINSDÓTTIR KRISTENSEN, andaðist 13. þessa mánaðar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Stefán Ólafsson, Ólafur Ólafsson. t Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést 12. október á heimili sínu, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda. Hrafnhildur Leifsdóttir, Karólina Kristinsdóttir. t Eiginkona mín, GUÐRÍÐUR HELGADÓTTIR, Mávahlíð 15, Reykjavík, andaðist laugardaginn 12. október. Jóhannes Halldórsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PERNILLA M. OLSEN, Norðurbrún 1, lést í Landspítalanum föstudaginn 11. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, þann 13. október. Iris Bachmann, Skarphéðinn Sveinsson, Elín Bachmann, Hörður Bergsteinsson, Ólafur Bachmann, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Tómasarhaga 11, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórður Runólfsson, Jakobína Þórðardóttir, Runólfur Þórðarson, Hildur Halidórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGFÚS HALLGRIMSSON fyrrverandi kennari, Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 13. október. Kristjana Steinþórsdóttir, Anna og Svein Johansen, Per, Mark og Linda Johansen. t Ástkær faðir okkar, ÁRNI KÁRASON, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi, andaðist í sjúkrahúsi Húsavíkur sunnudaginn 13. október. Jarðarförin auglýst síðar. Eiður Árnason, Kári Árnason, Ingólfur Árnason. - . - ...— Jón A. Guðnason Götu — Kveðjuorð Fæddur 23. febrúar 1918 Dáinn 10. september 1991 Á haustdögum 1939 komu nokkrir ungir sveinar „heim til Hóla” í Hjaltadal, hins forna menntasetur, í þeim tilgangi og með það f huga að rækta sinn eigin garð í orðsins fyllstu merkingu. Þessir ungu menn voru komnir víðs vegar af landinu og sumir hverjir jafnvel með það í huga að Hólar yrði þeirra dvalarstaður næstu þtjú misserin. Af eðlilegum ástæðum tekur það sinn tíma að kynnast, þegar svona hópur kemur saman víðsvegar af landsbyggðinni. Þessa tvo vetur sem þessir ungu menn voru samvistum á Hólum bar að sjálfsögðu margt á góma sem ■ekki verður tíundað hér. Að námi loknu dreifðist hópurinn fullur bjartsýni á framtíðina. Sumir fóru til síns heima aðrir á hinn almenna vinnumarkað og enn aðrir til frek- ara náms. Einn þeirra sem mættur var á Hólum á haustdögunum ’39 var Jón A. Guðnason frá Hólmi í A-Landeyjum, stór og sterklegur að vallarsýn enda karlmenni mikið í reynd. Það sýndi sig fljótt að Jón var félagslega sinnaður og sjáan- lega vanur úr ungmennafélagi sinn- ar heimabyggðar. Ohætt er að segja að hann var sá eini í okkar hópi sem fannst ræðustóllinn ekki sá ógnvaldur sem hann var hjá öðrum, hann gat því án ótta flutt mál sitt og hugsun úr honum en það var meira en hinir nýju félagar gátu látið eftir sér svona fvrst í stað. Þá leyndi það sér ekki að hann hafði stundað þjóðaríþrótt íslend- inga sem var glíman og var öðrum fremri í henni fyrst í stað. „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel”. Þessara fleygu orða skáldsins hefur Jón lát- ið á sér sannast því hann varð einn af þeim fáu úr ’39 árganginum sem nýtti nám sitt til þeirra hluta sem stofnað var til og gerðist bóndi. Það hafa aðrir skrifað um hann sem bónda og einnig ætt hans, því verður að mestu leyti sleppt þeim þáttum í lífshlaupi hans hér í þess- um línum. Þó verður ekki hjá því sneitt að Jón var atorkusamur á jörð sinni, Götu í Hvolhreppi, sem var æskuheimili konu hans, en þá jörð keyptu þau og bjuggu þar til yfír lauk. Hann ræktaði jörðina og stækkaði auk þess sem hann byggði og stækkaði allar byggingar á jörð- t Tengdamóðir mín, amma, langamma og systir, ELÍN KLARA VALDIMARSDÓTTIR BENDER, verður jarðsett frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 16. október kl. 13.30. Sigrún J. Haraldsdóttir, Elin Klara Grétarsdóttir, Haraldur Þór Grétarsson, Linda Hauksdóttir, Helga Þóra Haraldsdóttir, Guðlaug Á. Valdimarsdóttir. t Hjartkær faðir okkar, RAGNAR ELÍASSON, Hátúni 8, Reykjavík, andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans sunnudaginn 13. október. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Ragnarsdóttir, Guðlaug Ragnarsdóttir. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. Blánuustofa FnÓfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öii kvöld til kl. 22,-einnig um heigar. Skreytingar við öll tiiefni. Gjafavörur. ,'l - - pv ^ Á K S.HELGASON HF IISTEINSMIDJA ■ ■ SKEMMUVEGI48. SlMI 76677 LEGSTEINAR =-. VETRARTILBOÐ -5 Graníl s/P Tn HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 ® « OPIÐ 9-18. LAUGARDACA FRÁ'KL. 10-15. inni. Slíkt er all dijúgt lífsstarf. Þess skal þó getið að ekki stóð Jón einn að verki þar sem kona hans stóð honum við hlið. Þessi skrif áttu fyrst og fremst að vera frá skólafélögum fyrir góð kynni og tryggð við félagana eftir að við skildum um vorið 1941. Oft hefur verið sagt að „hver sé sinnar gæfu smiður”. Víst er það að Jón hefur verið gæfumaður í gegnum tíðina þar sem hann eignaðist góða konu, . mannvænleg börn og gott heimili, er það ekki þetta sem flestir stefna að í lífinu? Síðan við kvöddumst á Hólum 1941 hefur þessi árgangur haldið óvenju vel saman, fimm sinnum hefur verið stofnað til nemenda- móts, og í öll þessi skipti var Jón með þeim fyrstu að tilkynna þátt- töku sína og mætti ætíð. Á síðasta vori, er 50 ár voru liðin frá kveðju- stundinni, var stofnað til Hólamóts. Að venju var Jón þar mættur, þó hann ætti ekki beint heimangengt þar sem kona hans hafði veikst síðastliðinn vetur og var undir læknishendi. Ekki leiddi maður hugan að því, að hér væri í síðasta sinn sem maður hitti Jón svo hress og kátur sem hann var þá. Já, svona er lífið, enginn veit hvenær kallið kemur eða hver er næstur. Að sjálf- sögðu erum við sem komum að Hólum á haustdögum 1939 komnir af léttasta skeiði og ekki óeðlilegt að skörðin fari að stækka í hópnum. Það var 10. sept. sL sem kallið kom óvænt til Jóns, þar sem hann var við störf á búi sínu. Hver er svo tilgangurinn með þessu jarðneska striti? Þessari spurningu get ég ' ekki svarað frekar enn aðrir. Hitt er víst hann er einhver. Mitt per- sónulega mat er það að við séum hér á nokkurskonar stökkpalli, þar sem við eigum að þroskast. Eg vil trúa því að Jón hafi ræktað sinn garð og fengið góðar móttökur á hinum nýja stað. Að endingu send- um við konu hans og bömum þeirra samúðarkveðjur. Fari kær skólabróðir í friði með bestu þökkum fyrir góð kynni. F.h. skólabræðra, Guðmundur Jóhannsson. ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Onnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.