Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 45 i I íí 5 i. i i Sr. Bjarni Sigurðs- son - In memoriam Ég réðist til að kenna við Brúar- landsskóla i Mosfellssveit haustið 1965. Ég hygg að séra Bjarni hafi ekki hugnast það neitt séstaklega vel í fyrstu. En hann var formaður skólanefndar. Varaformaður nefnd- arinnar, Salóme Þorkelsdóttir, og skólastjórinn, Lárus Halldórsson, voru mér hlynnt. Ég veit ekki, hvað þeim fór á milli. En ég fór með mína pappíra til séra Bjarna upp að Mosfelli. Skömmu síðar var mér tilkynnt, að ég væri ráðinn. í því máli hlýtur séra Bjarni að hafa ráð- ið úrslitum. En þegar málið kom fyrir ráðuneytið, kom í ljós, að ég mátti ekki fá fasta stöðu. Það varð því að ráði, að ég varð stundakenn- ari, og tók laun úr hreppssjóði, því að þá var sá háttur á, að sveitarfé- lög greiddu laun stundakennara. Skólinn var settur í októberbyij- un í Lágafellskirkju. Þar var séra Bjarni að sjálfsögðu. Upp úr þessu hófust okkar kynni. Séra Bjarni leit oft inn á kennarastofuna, þegar hann átti leið hjá. Einnig kenndi hann við skólann. Hann var alla tíð formaður skólanefndar, og var varla nokkru máli skólans ráðið til lykta án hans. Það var oft þröngt á þingi í kennarastofu Brúarlandsskóla. Ein- att þurfti að spenna regnhlífarnar, þegar rigndi. En þarna var valinn maður í hveiju rúmi. Séra Bjarni tók þátt i öllum umræðum. Hann lýsti einatt skoðunum sínum á þjóð- málum, og var hreinskilinn og opin- skár. Ékki þurfti lengi að tala við séra Bjarna til þess að ljóst væri, hve hann bar málstað íslenzkrar tungu og íslenzkrar náttúru fyrir bijósti. Hann ritaði um nokkuð langt skeið pistia í Morgunblaðið. Margir fleiri en ég munu minnast þeirra og þá helzt fyrir stíl og orð- færi, sem einkenndist af mikilli kunnáttu og óbrigðulum smekk. Hann minntist þess oft, hve honum fannst eimyijuspúandi verksmiðju- ferlíki fara illa við íslenzka náttúru, og sagði þá frá því hvernig var í Straumi fyrir sunnan Hafnarijörð, þegar hann var að alast upp. Hann gerði sitt til að efla íslenzkukennslu við Brúarlandsskóla, - ekki með neinum fyrirgangi, heldur með því að ræða við kennarann og gá að áhuga hans og hvernig hann fór að við kennsluna. Og séra Bjarni fylgist með árangri nemenda á vor- in. _ Á þeim tíma sem ég starfaði við skólann að Brúarlandi lét Lárus Halldórsson af störfum vegna ald- urs. Það kom til kasta skólanefndar að velja eftirmann hans. Það þurfti að finna mann, sem kunni að kenna og var líklegur til að eyða þarna starfsdögunum. Við blasti að það þurfti að byggja yfir skólann. Séra Bjarni ákvað að styðja einn um- sækjandann og hafði það fyrir sér, að þessi ungi maður væri líklegur til að stjórna skólanum vel og verða farsæll maður í sveitinni. Eftir að hann hafði ákveðið þetta varð hon- um ekki haggað. Það var þó þrýst á séra Bjarna og það ekki lítið^ og var sá þrýstingur pólitískur. Árin Kristín Magnús- dóttir - Kveðjuorð Er við nú kveðjum Kristinu Magnúsdóttur frá ísafirði hrannast upp minningar um þá einu bestu konu sem ég hef kynnst og góðan nágranna u.þ.b. þrjátíu ár í Tungu- dal við ísafjörð. Henni kynnitist ég nokkru eftir að ég flutti vestur haustið 1932. Um það leyti var farið að úthluta lóðum undir sumar- hús í Tunguskógi sem hafði verið að mestu óbyggður. Við fengum lóð með þeim allra fyrstu undir sumar- hús. Ári seinna reistu tveir frábær- ir nági-annar hús ásamt sínum fjöl- skyldum en þá var þar komin Krist- in ásamt eiginmanni sínum Þórði Jóhannssyni úrsmíðameistara og fimm börnum sem síðar urðu sex. Kristín var einstök kona sem vildi hverrs manns vanda leysa og hugsði minnst um sjálfa sig. Var hún þó hamingjusöm með sitt heimili, eig- inmann og börn. Alltaf þegar margt var um manninn hjá okkur var hlaupið til Kristínar og'fengið lánað það sem vantaði. Var’það auðsótt og alltaf með þessari ljúfu lund hennar. Þarna undum við okkur saman í þessum unaðsreit inni í Tunguskógi sem var og er. Enda átti ég þar mín bestu ár ævinnar. Aldrei var amast við börnum okkar og voru þau heimagangar hvort hjá öðru. Þórður maður Kristínar var svo góður við elstu dóttur mína að það nálgaðist dekur, var hann samt ekki allra. Þessa elskulegu konu Kristínu kveð ég með trega og þakklæti fyrir öll sumrin sem við áttum saman í Tunguskógi. Börn- um hennar tengda- og barnabörn- um, hennar einu systur sem eftir lifir og bræðrum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. J.B.I. sem liðin eru frá því þetta var hafa sýnt að séra Bjarni valdi rétt. Þetta atvik lýsir séra Bjarna vel. Hann hvikaði aldrei frá því sem hann áleit satt og rétt. Hann laðaði annað fólk að sér og samferðamenn hans treystu honum. Hann var mildur maður og málamiðlari, en fastur fyrir er á reyndi. Árin 1968 til 1969 stóð ég fyrir barnaheimili að Tjaldanesi í Mos- fellsdal. Það hafði verið stofnað nokkrum árum áður af foreldrum, sem þurftu aðstoð við umönnun vangefinna barna sinna. Stuttu eft- ir að ég flutti á staðinn kom séra Bjarni að máli við mig og spurði, hvort ég vildi að hann kæmi reglu- lega að tala við strákana. Ég vissi, að séra Bjarni sá vait út úr öllum þeim verkefnum, sem á hann hlóð- ust. Prestakallið var stórt og í mörg horn að líta. Ég svaraði að mér þætti það mjög mikils um vert, ef hann sæi sér fært að heimsækja okkur, þegar hann fyndi tíma til. Það var ákveðið, að hann kæmi einu sinni í viku og talaði við strák- ana í klukkustund eða svo. Fljótlega varð ég var við það, að strákarnir hlökkuðu til þessara stunda með séra Bjarna. Þeir spurðu kannski að morgni dags: Er þetta dagurinn þegar hann séra Bjarni kemur? Og þegar svo sást til bílsins um sexleyt- ið að kvöldi hvers þriðjudags, þá ruku allir upp til handa og fóta að taka á móti séra Bjarna þegar bíll- inn hans rann í hlað. Hvernig hann fór að því að laða þessa drengi að sér, veit ég ekki, en hann fann beina leið að hjörtum þeirra. Atvikin höguðu því svo, að við urðum samferðamenn í Háskóla Islands. Að vísu vorum við sinn í hvorri deildinni, guðfræði- og heim- spekideild. En séra Bjarni var ætíð sá sami. Hann hafði sem fyrr brenn- andi áhuga á að stuðla að því að nemendur hans næðu góðum tökum á íslenzku máli. Hann kenndi hversu prédika skuli, en hann gerði það ekki þannig að hann gæfi út formúl- ur eða fyrirmæli, heldur með því að stuðla að því að það sem bjó hið innra með hverjum nemanda mætti vaxa og þroskast. Þannig vann séra Bjarni. Og hann gerði ætíð mestu kröfurnar til sjálfs sín. Ég varð örlítið var við hversu þrotlausa vinnu hann lagði á sig við ritgerð- ina um kirkjurétt, sem hann síðar varði sem doktorsritgerð. Lífið var stundum grimmt og miskunnarlaust'við séra Bjarna. En þá sýndi hann, að hann bjó yfir ótrúlegum innri sálarstyrk, og allir sem þekktu hann mátu hann enn meir. Hann sinnti skyldustörfum sínum fram undir síðasta dag, æðrulaus, þótt hann hljóti að hafa fundið, að heilsan var ekki sú sem hún áður var. Arnór Hannibalsson Philco sparar peninga Þvottavélarnar frá Philco taka inn á sig heitt og kalt vatn og stytta með því þvottatímann og umfram allt: þær evða minna rafmagni L64 • Vinduhraði: 600 snúningar • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Sérstakt ullarþvottakerfi • Fjölþætt hitastilling • Sparnaðarrofi • Stilling fyrir hálfa hleðslu L85 • Fullkomin rafeindastýring • Val á vinduhraða: 500/800 snúningar • Vökva höggdeyfir • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg L105 • Stillanlegur vinduhraði: 400/1000 snúningar • Sérstaklega styrkt fyrir mikið álag • Fjöldi mismunandi þvottakerfa • Sjálfstæð hitastilling • Traustur vinnuþjarkur pHILCO* <8> Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 fiSOMKtftífiOll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.