Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
19
Tveir fiskmarkaðir stofnaðir
á Snæfellsnesi:
Stofnfundur Nesmarkað-
ar hf. haldinn á morgun
Reynt að koma á samstarfi við Fisk-
markað Snæfellsness hf.
HALDINN verður stofnfundur fiskmarkaðar á Snæfellsnesi á morg-
un á Grundarfirði. Hefur væntanlegur fiskmarkaður gengið undir
nafninu Nesmarkaður hf. meðal undirbúningsaðila en að honum
standa sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar á Snæfellsnesi.
Að sögn Finns Jónssonar á
Stykkishólmi, sem unnið hefur að
undirbúningi að stofnun markaðar-
ins af hálfu Atvinnuráðgjafar Vest-
urlands fyrir héraðsnefnd Snæfells-
ness, hefur þegar tekist að safna
15 millj. kr. stofnhlutafé, sem næg-
ir til að koma markaðinum á fót
en gert er ráð fyrir að heildarstofn-
kostnaður geti numið um 45 millj.
kr. Fyrir nokkru stóð hópur áhuga-
manna að stofnun annars fiskmark-
aðar á nesinu, Fiskmarkaðar Snæ-
fellsness hf. í Olafsvík, en fyrir ligg-
ur viljayfirlýsing um samstarf eða
sameiningu þessara tveggja mark-
aða, að sögn Finns.
Finnur sagði að Atvinnuráðgjöf
Vesturlands hefði komist að þeirri
niðurstöðu í sérstakri úttekt að
hagkvæmast væri að reka fisk-
markað á fjórum stöðum sem yrði
þá með höfuðstöðvar í Ólafsvík en
væri jafnframt starfræktur í Stykk-
ishólmi, Grundarfirði og á Rifi.
„Við komust að þeirri niðurstöðu
að ef 14 þúsund tonn færu um
þennan markað árlega myndi það
skila 10% arðsemi. Ut frá því var
gengið og hefur sérstakur starfs-
hópur safnað hlutafé að undanf-
örnu, sem hefur gengið ágætlega,”
sagði hann.
Finnur sagði að þeir aðilar sem
stæðu að stofnun Nesmarkaðar
hefðu haldið undirbúningssstofn-
fundi á þeim stöðum þar sém mark-
aðurinn mun starfa. Hefðu aðstand-
endur Fiskmarkaðar Snæfellsness
hf. setið þá fundi en þar komu fram
eindregin tilmæli um að þessir tveir
hópar settust niður og reyndu að
ná saman. Var það gert með undir-
ritun viljayfirlýsingar um að reynt
yrði að koma á samstarfi. Var gert
ráð fyrir að hvorugur hæfi starf-
semi fiskmarkaðar fyrr en fullreynt
yrði hvort af samstarfi gæti orðið.
„Ég vænti þess að fyrsta verk
stjórnar Nesmarkaðar hf. verði að
hafa samband við stjórn Fiskmark-
aðar Snæfellsness hf. og reyni að
finna sameiginlegan flöt á að reka
þetta. í okkar vinnu er gert ráð
fyrir að Nesmarkaður hf. geti hafið
starfsemi í nóvember og ég sé ekk-
ert því til fyrirstöðu,” sagði Finnur.
Nýlega keypti bæjarsjóður Ólafs-
víkur útgerðarfélagið Utver á Ól-
afsvík og. verður hluthafafundur
haldinn í dag þar sem gengið verð-
ur frá eigendaskiptunum og ný
stjórn kosinn í félaginu.
Orka fyrir Evrópu:
Lagt til að kjarnorku-
framleiðsla verði
stöðvuð fyrir 2020
I ályktunartillögu sem Hjörleifur Guttormsson, alþmgismanður,
hefur lagt fram á orkuráðstefnu á vegum Norðurlandaráðs sem nú
stendur yflr í Osló, er gert ráð fyrir að ríki Evrópu stefni að stöðv-
un kjarnorkuframleiðslu fyrir árið 2020. Hjörleifur er fulltrúi efna-
hagsnefndar Norðurlandaráðs á ráðstefnunni sem ber heitið Orka
fyrir Evrópu. Anker Jorgensen forseti Norðurlandaráðs er í forsæti
á ráðstefnunni.
Lögð voru fyrir ráðstefnuna drög
að ályktun þar sem sérstök áhersla
er lögð á tengsl orku- og umhverfis-
mála. Hjörleifur gerði viðaukatil-
lögu við drögin þar sem hann tekur
fyrir orkuframleiðslu með kjarna-
orku, bendir á hættur sem tengjast
slíkri framleiðslu og óleyst vanda-
mál varðandi meðhöndlun úrgangs
geislavirkra efna.
Hjörleifur leggur einnig fyrir ráð-
stefnuna beina ályktunartillögu
sem gerir ráð fyrir að skipulega
verði dregið úr orkuframleiðslu með
kjarnorku á næstu árum og ríki
Evrópu vinni að heildarstöðvun á
framleiðslu kjarnorku með það að
markmiði að hún taki gildi fyrir
árið 2020. Sagði Hjörleifur í sam-
tali við Morgunblaðið að tillagan
hefði valdið töluverðum umræðum
á ráðstefnunni í gærdag. Meðal
þeirra sem tækju undir hana væru
fulltrúar Ira, Austurríkis og Dan-
merkur en ýmsir aðrir hefði komið
á framfæri athugasemdum. Hann
sagðist. ekki gera sér miklar vonir
um að tillagan yrði samþykkt en
hún lægi fyrir sérstakri nefnd sem
færi yfir tillögur ráðstefnugesta.
Hjörleifur talaði um ákvæði er
varða opnun orkulinda útfrá mark-
asforsendum í Orkusáttmála Evr-
ópu á ráðstefnunni. Hann sagði þá
meðal annars að þó taka ætti tillit
til fullra yfirráða þjóða yfir orku-
lindum væri ekki á neitt að treysta
þegar mál af þessu tagi væru innan
laga Evrópubandalagsins og innan
evrópsks efnahagssvæðis og heyrðu
undir dómstól Evrópubandalags-
dómstólsins.
Ráðstefnunni lýkur síðdegis í
dag.
Auk Hjörleifs situr Tómas Ingi
Olrich ráðstefnuna. Hann er fulltrúi
forsætisnefndar Norðurlandaráðs.
Einnaf
þúsundum
Nafn: Einar Úlfsson
Starf: Framkvæmdastjóri
Aldur: 29
Heimili: New York, New York
Bifreið: Land Rover 1974
Ahugamál: Skíðakennsla, tónlist og veiðar
Mitt álit: „Ég kaupi iðulega Skyndibréf þegar ég ætla
að geyma fé í nokkra daga eða mánuði. Skyndibréfin
bera ágæta vexti umfram verðbólgu og eru alltaf án
innlausnargjalds. “
VERÐBRÉFAMARKAÐUR -
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF.
HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566
KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚST0RGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100