Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDA’GUR 15. OKTÓBER 1991 37 ÁRNAÐ HEILLA , Ljósm. Rut HJONABAND. Nýlega voru brúðhjónin Agneta Lindberg og Árni Þór Árnason gefin saman í Lágafeilskirkju af séra Guð- mundi Þorsteinssyni. Heimili þeirra er að Bergsgatan 22, Frásen, Östersund, Svíþjóð. HJÖNABAND. Brúðhjónin Hrafnhildur Baldursdóttir og Geir Sæmundsson voru gefin saman í Bústaðakirkju þann 24. ág- úst sl. af sr. Pálma Matthíassyni. Heimili þeirra er að Keilugranda 2, Rvk. _ Ljósm. Rut HJÓNABAND. Brúðhjónin Helga Jóhann- esdóttir og Örn Jóhannesson voru gefin saman í Laugarneskirkju þann 31. ágúst sl. af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Heim- ili þeirra er að Hlégerði 11, Kópavogi. ---Kut HJÓNABAND. Nýlega voru brúðhjónin Ágústa Ýr Rosenkjær og Jóhann Viðarsson gefín saman í Hafnarfjarðarkirkju af séra Pálma Matthíassyni. Heimili þeirra er að Álfaheiði 8, Hafnarfirði. Ljósm. Rut HJÓNABAND. Brúðhjónin Sveindís B. Hermannsdóttir og Ragnar Gunnarsson voru gefm saman í Dómkirkjunni þann 24. ágúst sl. af sr. Hreini Hjartarsyni. Heimili þeirra er í Þýskalandi. Ljósm. Rut HJÓNABAND. Brúðhjónin Aðalheiður Guðmundsdóttir og Jóhann Reynisson voru gefin saman í Garðakirkju þann 7. septemb- er sl. af séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Heim- ili þeirra er að Smárabarði 2D, Hafnarfirði. Ljósm. Rut HJÓNABANÐ. Brúðhjónin Rosemary Lilja Pescia og Magnús Ólafur Rossen voru gef- in saman í Kópavogskirkju þann 7. sept- ember sl. af sr. Gunnari Þorsteinssyni. Heimilisfang þeirra er að Egilsgötu 16, Rvk. JLjósm. Kut HJÓNABAND. Nýlega voru brúðhjónin Lanthom Huiphimai og Friðrik Árnason gefin saman í Bústaðakirkju af séra Párma, Matthíassyni. Heimili þeirra er að Stelks- hólum 8, Rvk. ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi framkvæmda- stjórnar LÍV 10. október: „Stjóm Landssambands íslenskra verslun- armanna lýsir undrun sinni á ýms- um fyrirætlunum ríkisstjómarinnar sem m.a. má sjá í frumvarpi til fjár- laga 1992. Stjómin telur að þar sé vegið að grundvallaratriðum ís- lenska velferðarkerfísins og skorar á ríkisstjómina og stjórnarflokkana að endurskoða framvarpið. Fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir lækkun heildarútgjalda ríkissjóðs. Þarna er aðeins um að ræða leik að tölum og orðum, þegnum lands- ins er ætlað að greiða þessa lækkun og gott betur. Nú heita skattarnir þjónustugjöld og þeir sem nýta þjónustuna skulu greiða fyrir. Ein af undirstöðum hins s.k. velferðar- kerfis hefur falist í góðri heilbrigðis- þjónustu. í stefnu núverandi ríkis- stjórnar felst hins vegar gróf aðför að heilbrigðiskerfinu sem felur í sér mismunun þegnanna. Aukinn lyfja- kostnaður og .aukin gjaldtaka af sjúklingum kemur harðast við þá sem síst skyldi. Stjórn LÍV mótmæl- ir slíkri stefnu harðlega. í heild fel- ur frumvarpið í sér auknar álögur sem einkum snúa að almenningi. Ljóst er að verði framvarpið óbreytt að lögum mun framfærslubyrði heimilanna þyngjast verulega. Minni niðurgreiðslur landbúnaðar- vara munu hækka matarkostnað heimilanna og bitna harðast á þeim sem lægst hafa launin. Niðurskurður á útgjöldum vegna ríkisábyrgðar á launum mun einnig koma hart niður á launafólki á sama tíma og áhersla er lögð á að auka ríkisábyrgðir á lánum til fyrirtækja. Stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna krefst þess að rík- isstjórnin endurskoði þau atriði í fjárlagaframvarpinu sem einkum snúa að launafólki. Stjómin telur að tillögur ríkisstjórnarinnar geti stefnt samningsviðræðum í hættu og aukið líkurnar á átökum á vinnu- markaði." ÝMISLEGT Tækifæri - arðbært Þér stendur tíl boða einstakt tæki sem auð- veldlega má nota í tengslum við annan rekst- ur s.s. nuddstofur, sólstofur, snyrtistofur og sjúkraþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Einnig er auðvelt að hefja eigin rekstur í heimahúsi með tækinu. Tækið hefur þegar skilað umtalsverðum árangri á undanförun árum. Tækið hentar sérlega vel við grenningarmeð- höndlun. Einnig er notagildið mikið í sam- bandi við endurhæfingu ýmiskonar, s.s. vöðvabólgu, bakverk og lélegt blóðrennsli. Námskeið fyrir verðandi notkunaraðila svo og þá sem þegar hafa tækið í sinni þjónustu verður haldið um miðjan nóvember 1991. Þeir aðilar sem áhuga hafa á því að kynna sér þetta nánar eru vinsamlega beðnir um að leggja inn nafn og símanúmer á aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 21. okt. merkt: „Arðbært - 9818.“ SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R V S FÉLAGSLÍF □ EDDA 599115107 - 1 □ HAMAR 599115107 -1 Frl. I.O.O.F. Rb. 4 = 14110158 - Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. „Heilagur Guö“, biblíulest- ur í umsjá séra Gísla Jónassonar. I.O.O.F. Ob. 1P= 17315108'/2 = Almennur félagsfundur Landsmálafélagið Vörður heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 15. október kl. 20.30 í Valhöll (kjallara). Dagskrá: - Kosning uppstillingarnefndar vegna aðalfundar félagsins 1991. - Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður for- saetisráðherra, ræðir um „fortíðar- vandann1*. - Umræður. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Landsmálafélagið Vörður. Fundur með Halldóri Blöndal Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, heldur opinn fund með Hall- dóri Blöndal, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra, miðvikudaginn 16. október kl. 20.30. Fundurinn verður í Valhöll, Háaleitis- braut 1, og er öllum heimill aðgangur. 9.0. O FJÖLNIR 599110157 = 1 HELGAFELL 599110157 VI 2 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í fé- lagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2. Roberts Liardon predik- ar og biður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir! Skyggnilýsingarundur Þórhallur Guðmundsson, miðill,- heldur skyggnilýsingarund mið- vikudaginn 16. október kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafn- arfirði. Miðar seldir þriðjudag- inn 15 október milli kl. 18.00 og 19.00 á sama stað. Heildrænir lifnaðarhættir Námskeið haldið í Mætti 16. og 18. okt. kl. 20-22. Fjallaö verður m.a. um að taka ábyrgð á heilsu sihni, orkuflæöi líkamans, slökun og samskipti. Leiðbeinandi Kamini Disai, kennari frá Kripalu-miðstööinni. Upplýsingar og skráning í síma 689915. Verð kr. 1.800,-. KENNSLA Námskeið að hefjast í helstu skólagreinum: Enska, íslenska, sænska, ísl. f. útlendinga, stærðfræði, danska, spænska, ítalska, eðlisfr., efnafr. fnllorðinsfraftilan Laugavegi 163, 105 Reykjavík, sími 91-11170.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.