Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.10.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDA’GUR 15. OKTÓBER 1991 37 ÁRNAÐ HEILLA , Ljósm. Rut HJONABAND. Nýlega voru brúðhjónin Agneta Lindberg og Árni Þór Árnason gefin saman í Lágafeilskirkju af séra Guð- mundi Þorsteinssyni. Heimili þeirra er að Bergsgatan 22, Frásen, Östersund, Svíþjóð. HJÖNABAND. Brúðhjónin Hrafnhildur Baldursdóttir og Geir Sæmundsson voru gefin saman í Bústaðakirkju þann 24. ág- úst sl. af sr. Pálma Matthíassyni. Heimili þeirra er að Keilugranda 2, Rvk. _ Ljósm. Rut HJÓNABAND. Brúðhjónin Helga Jóhann- esdóttir og Örn Jóhannesson voru gefin saman í Laugarneskirkju þann 31. ágúst sl. af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Heim- ili þeirra er að Hlégerði 11, Kópavogi. ---Kut HJÓNABAND. Nýlega voru brúðhjónin Ágústa Ýr Rosenkjær og Jóhann Viðarsson gefín saman í Hafnarfjarðarkirkju af séra Pálma Matthíassyni. Heimili þeirra er að Álfaheiði 8, Hafnarfirði. Ljósm. Rut HJÓNABAND. Brúðhjónin Sveindís B. Hermannsdóttir og Ragnar Gunnarsson voru gefm saman í Dómkirkjunni þann 24. ágúst sl. af sr. Hreini Hjartarsyni. Heimili þeirra er í Þýskalandi. Ljósm. Rut HJÓNABAND. Brúðhjónin Aðalheiður Guðmundsdóttir og Jóhann Reynisson voru gefin saman í Garðakirkju þann 7. septemb- er sl. af séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Heim- ili þeirra er að Smárabarði 2D, Hafnarfirði. Ljósm. Rut HJÓNABANÐ. Brúðhjónin Rosemary Lilja Pescia og Magnús Ólafur Rossen voru gef- in saman í Kópavogskirkju þann 7. sept- ember sl. af sr. Gunnari Þorsteinssyni. Heimilisfang þeirra er að Egilsgötu 16, Rvk. JLjósm. Kut HJÓNABAND. Nýlega voru brúðhjónin Lanthom Huiphimai og Friðrik Árnason gefin saman í Bústaðakirkju af séra Párma, Matthíassyni. Heimili þeirra er að Stelks- hólum 8, Rvk. ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi framkvæmda- stjórnar LÍV 10. október: „Stjóm Landssambands íslenskra verslun- armanna lýsir undrun sinni á ýms- um fyrirætlunum ríkisstjómarinnar sem m.a. má sjá í frumvarpi til fjár- laga 1992. Stjómin telur að þar sé vegið að grundvallaratriðum ís- lenska velferðarkerfísins og skorar á ríkisstjómina og stjórnarflokkana að endurskoða framvarpið. Fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir lækkun heildarútgjalda ríkissjóðs. Þarna er aðeins um að ræða leik að tölum og orðum, þegnum lands- ins er ætlað að greiða þessa lækkun og gott betur. Nú heita skattarnir þjónustugjöld og þeir sem nýta þjónustuna skulu greiða fyrir. Ein af undirstöðum hins s.k. velferðar- kerfis hefur falist í góðri heilbrigðis- þjónustu. í stefnu núverandi ríkis- stjórnar felst hins vegar gróf aðför að heilbrigðiskerfinu sem felur í sér mismunun þegnanna. Aukinn lyfja- kostnaður og .aukin gjaldtaka af sjúklingum kemur harðast við þá sem síst skyldi. Stjórn LÍV mótmæl- ir slíkri stefnu harðlega. í heild fel- ur frumvarpið í sér auknar álögur sem einkum snúa að almenningi. Ljóst er að verði framvarpið óbreytt að lögum mun framfærslubyrði heimilanna þyngjast verulega. Minni niðurgreiðslur landbúnaðar- vara munu hækka matarkostnað heimilanna og bitna harðast á þeim sem lægst hafa launin. Niðurskurður á útgjöldum vegna ríkisábyrgðar á launum mun einnig koma hart niður á launafólki á sama tíma og áhersla er lögð á að auka ríkisábyrgðir á lánum til fyrirtækja. Stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna krefst þess að rík- isstjórnin endurskoði þau atriði í fjárlagaframvarpinu sem einkum snúa að launafólki. Stjómin telur að tillögur ríkisstjórnarinnar geti stefnt samningsviðræðum í hættu og aukið líkurnar á átökum á vinnu- markaði." ÝMISLEGT Tækifæri - arðbært Þér stendur tíl boða einstakt tæki sem auð- veldlega má nota í tengslum við annan rekst- ur s.s. nuddstofur, sólstofur, snyrtistofur og sjúkraþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Einnig er auðvelt að hefja eigin rekstur í heimahúsi með tækinu. Tækið hefur þegar skilað umtalsverðum árangri á undanförun árum. Tækið hentar sérlega vel við grenningarmeð- höndlun. Einnig er notagildið mikið í sam- bandi við endurhæfingu ýmiskonar, s.s. vöðvabólgu, bakverk og lélegt blóðrennsli. Námskeið fyrir verðandi notkunaraðila svo og þá sem þegar hafa tækið í sinni þjónustu verður haldið um miðjan nóvember 1991. Þeir aðilar sem áhuga hafa á því að kynna sér þetta nánar eru vinsamlega beðnir um að leggja inn nafn og símanúmer á aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 21. okt. merkt: „Arðbært - 9818.“ SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R V S FÉLAGSLÍF □ EDDA 599115107 - 1 □ HAMAR 599115107 -1 Frl. I.O.O.F. Rb. 4 = 14110158 - Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. „Heilagur Guö“, biblíulest- ur í umsjá séra Gísla Jónassonar. I.O.O.F. Ob. 1P= 17315108'/2 = Almennur félagsfundur Landsmálafélagið Vörður heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 15. október kl. 20.30 í Valhöll (kjallara). Dagskrá: - Kosning uppstillingarnefndar vegna aðalfundar félagsins 1991. - Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður for- saetisráðherra, ræðir um „fortíðar- vandann1*. - Umræður. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Landsmálafélagið Vörður. Fundur með Halldóri Blöndal Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, heldur opinn fund með Hall- dóri Blöndal, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra, miðvikudaginn 16. október kl. 20.30. Fundurinn verður í Valhöll, Háaleitis- braut 1, og er öllum heimill aðgangur. 9.0. O FJÖLNIR 599110157 = 1 HELGAFELL 599110157 VI 2 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í fé- lagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2. Roberts Liardon predik- ar og biður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir! Skyggnilýsingarundur Þórhallur Guðmundsson, miðill,- heldur skyggnilýsingarund mið- vikudaginn 16. október kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafn- arfirði. Miðar seldir þriðjudag- inn 15 október milli kl. 18.00 og 19.00 á sama stað. Heildrænir lifnaðarhættir Námskeið haldið í Mætti 16. og 18. okt. kl. 20-22. Fjallaö verður m.a. um að taka ábyrgð á heilsu sihni, orkuflæöi líkamans, slökun og samskipti. Leiðbeinandi Kamini Disai, kennari frá Kripalu-miðstööinni. Upplýsingar og skráning í síma 689915. Verð kr. 1.800,-. KENNSLA Námskeið að hefjast í helstu skólagreinum: Enska, íslenska, sænska, ísl. f. útlendinga, stærðfræði, danska, spænska, ítalska, eðlisfr., efnafr. fnllorðinsfraftilan Laugavegi 163, 105 Reykjavík, sími 91-11170.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.