Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 Einkavæðing* Húsnæðisstofn- unar - nýskipan húsnæðislána? Fyrri grein eftir Sverri Arngrímsson Víða er nú leitað fanga til að ná fram sparnaði í ríkiskerfinu. Jafn- framt gerast æ háværari þær radd- ir sem krefjast aukins ráðstöfunar- réttar yfir tekjum sínum. Að öðrum tækifærum ólöstuðum virðist hvað augljósasta dæmið um sparnað í ríkisgeiranum vera róttæk breyting á húsnæðislánakerfinu. Því miður hafa stjómvöld hér- lendis haft sérstakt lag á því að valda húsbyggjendum, hvort sem um er að ræða sérhæfða bygginga- verktaka eða einstaklinga, þungum búsifjum í gegnum árin með hringl- andahætti og ofstjórn í lánamálum. Er svo komið áð þrátt fyrir eina hröðustu og hlutfallslega mesta uppbyggingu á Vesturlöndum und- anfarin 20 ár er verktaka- og bygg- ingaiðnaður mjög veikburða og frumstæður. Allir þekkja viðvarandi fjáraustur til húsnæðislánakerfisins vegna þess að þar eru vextir niður- greiddir af skattfé almennings. Ég er þeirrar skoðunar að annað fyrirkomulag myndi henta betur hérlendis. Ég er ennfremur þeirrar skoðunar að þessu markmiði megi ná með einfaldri lagabreytingu, sem opnaði möguleika almennings til hlutafjárkaupa í hlutafélaginu „Húsnæðisstofnun hf.”. Þá mætti einnig hugsa sér að ríkið einfaldlega einhveijum bankanum Húsnæðis- stofnun. Leiðir sem ríkisvaldið býður þegnum þessa lands til þess að fjár- magna kaup húsnæðis eru þekktar og tiltölulega fastmótaðar. Raunar fjármagna þegnarnir húsnæðis- kaupin sjálfir í gegnum lífeyrissjóð- ina og hefur það fyrirkomulag ver- ið bundið í lög um árabil. Ríkisforsjá húsnæðismála Eitt atriði stendur uppúr sem rauði þráðurinn í gegnum húsnæð- islánaumræðuna, en hann er sá að byggingameistarar, fyrirtæki þeirra, almenningur og aðrir hús- byggjendur eru alfarið upp á náð ríkisvaldsins komin með lánafyrir- greiðslu. Menn hljóta að staldra hér við, og spyrja sig hvort ekki megi koma þessum málaflokki fyrir í þjóðfélaginu án ríkisforsjár? Sagan Ég ætla ekki að lýsa þróun mála hérlendis. Húsnæðislánakerfið og þá um leið Húsnæðisstofnun er að mörgu leyti afsprengi þeirra hafta- og skömmtunarstefnu sem var við lýði allt fram á síðasta áratug. Víða um lönd hafa menn valið aðrar og ódýrari leiðir. í þeim löndum hafa almenningur og byggingariðnaður- inn tekið höndum saman um betri og skilvirkari leiðir fyrir báða aðila. Mótleikur Á síðustu öld tóku að myndast á Englandi eins konar fjárfestingafé- lög í eigu byggingameistara og al- mennings. Þetta voru hin svoköll- uðu Buildings Society eða „mann- virkjafélög”, eins og þess háttar félög voru nefnd á árum Péturs Halldórssonar fyrrv. borgarstjóra Reykjavíkur. Kýs ég að nefna þessi félög hér byggingasparisjóð. Þessir byggingasparisjóðir voru í upphafi sjóðir þar sem bygginga- meistarar lögðu fram stofnframlag, en brátt fjölgaði fjárfestum og al- menningi voru opnaðir sjóðirnir. Smátt og smátt efldust þeir og urðu sterkari og sterkari og fleiri sjóðir voru stofnaðir víða um England. Þannig byggðist upp nýr lánveit- andi á sveltandi markaði og í dag er svo komið að í Bretlandi er ekk- ert til sem heitir Húsnæðisstofnun ríkisins, heldur eru byggingaspari- sjóðirnir allsráðandi. Þá má geta þess að svipað fyrirkomulag tíðkast í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður- AfríkU, og í öðrum löndum hafa bankar og sjóðir gegnt þessu hlut- verki. Nýr stíll Ég geri mér grein fyrir að upp- bygging slíks sjóðs á Islandi, sem einhvers yrði megnugur, tæki mörg ár, jafnvel áratug. Ætla verður að bankar og sparisjóðir geti sinnt þessu hlutverki að einhveiju leyti. Eign almennings Gagnstætt því sem margir vilja halda fram þá gilda sömu lögmál um framboð og eftirspurn á íslandi eins og annars staðar í heiminum. Öll skilyrði eru nú fyrir hendi til þess að slíkur sjóður gæti ávaxtað sig með sómasamlegum hætti, og hann ætti að geta lánað til húsbygg- inga með nánast hvaða lánsformi eða lánshlutfalli sem henta þætti. Sjóðurinn væri ennfremur eign al- mennings, fjármagnaður með frjálsum framlögum í formi hluta- bréfa eða öðru innlánsformi og not- aður af honum. Það er grundvallar- atriði að gera sér grein fyrir því að slíkur sjóður sem hér um ræðir verður í eign almennings. Ráðstöfun í höndum almennings Nú kann einhver að segja að Húsnæðisstofnun sé eign almenn- ings og fjármögnuð af honum. Þetta er vissulega rétt en þrennt skilur þó að í gnmdvallaratriðum. í fýrsta lagi er um að ræða þvingaða aðild, í öðru lagi er ráðstöfunarréttur úr þessum sameiginlega sjóði bæði skertur með ýmiss konar skilyrðum. I þriðja lagi þá hafa arðgreiðslur farið .fram í formi niðurgreiddra vaxta, m.ö.o. þeir sem eiga fjár- magnið hafa ekki notið ávinnings nema að takmörkuðu leyti. Eins og flestum er kunnugt eru byggingasjóðir hins opinbera fjár- magnaðir með kaupum h'feyrissjóða á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar auk beinna framlaga. Þessi háttur er bundinn í lög, og því þarf laga- breytingu til að breyta því fyrirkom- ulagi. Það ætti þó ekki að vera hindrun, því það hefur sýnt sig á liðnum á,rum að stjómvöld eru oft fáanleg til að setja lög af hinu minnsta tilefni. Æskilegra væri að almenningur keypti hlutabréf í slík- um „fijálsum byggingasparisjóði” af fúsum og fijálsum vilja, sem tryggðu þeim ávöxtun og gæfu arð. Þessi bréf gætu þá líka gegnt hlut- verki lífeyrissjóðs eigenda sinna að einhverju leyti. Á eftir verður lýst í stuttu máli helstu tegundum þeirra lána sem unnt væri að veita úr sjóði slíks félags. Þar gætu hlutir eins og láns- tími og lánshlutfall verið mun sveigjanlegri en er í núverandi kerfi. Sverrir Arngrímsson „Byggingasparisj óðir eru félög sem bjóða upp á margháttaða fjár- hagslega þjónustu, en einbeita sér þó einkum að tveimur þáttum hennar: í fyrsta lagi eru þau sparisjóðir þeirra sem eiga handbært fé og í öðru lagi lána þau fjármagn til þeirra sem vilja koma upp eigin húsnæði.” Tekið skal fram að þessi lýsing á við um Bretland. Lýsing Byggingasparisjóðir em félög sem bjóða upp á margháttaða fjár- hagslega þjónustu, en einbeita sér þó einkum að tveimur þáttum henn- ar: I fyrsta lagi eru þau sparisjóðir þeirra sem eiga handbært fé og í öðm lagi lána þau fjármagn til þeirra sem vilja koma upp eigin húsnæði. Þessir þættir eru auðvitað ná- tengdir vegna þess að án sparifjár væri ekki hægt að lána og án lána væri ekki hægt að greiða fjár- magnseigendum vexti. Lánshæfi Byggingasparisjóðir fara eftir ákveðnum reglum til að tiyggja að lántakendum sé unnt að endur- greiða lán á 20-25 ára lánstíma án teljandi erfiðleika. Með þessi lán gilda sömu lögmál og með önnur veðlán, þ.e. ef svo ólíklega vill til að lántakandi standi ekki í skilum þá getur sjóðurinn selt eignina til greiðslu skuldarinn- ar. Eins og hérlendis er þess kraf- ist að lánið sé á fyrsta veðrétti. Upphæð láns Upphæð lánsins fer bæði eftir lántakanda og eigninni. Lánað er . út á allar tegundir fasteigna, fjöl- býlis-, rað- og einbýlishús, nýtt og eldra. Upphæð lánsins fer eftir mati sjálfstæðs matsmanns t.d. fasteignasala. Matið er oftast sölu- verð þess, þó ekki sé það algilt. Þær kröfur em gerðar að eignin sé í góðu ástandi, hún sé seljanleg og standi allar nútímakröfur. Láns- hlutfall getur orðið 100% af mats- verði þó yfírleitt sé krafíst 5% út- borgunar. Þá er upphæð lánsins háð greiðsl- ugetu lántakanda. Algeng viðmiðun er að lánað sé 2,75-föld brúttó árs- tekjur umsækjanda. Heimilt er að telja þar með tekjur maka. Dæmi: 1. Jón hefur 3.000.000 í árstekj- ur. Heildarveðlán er þá að uppfýllt- um skilyrðum félagsins 2,75x3.000.000 = 8.250.000. 2. Jón og Gunna ætla að kaupa íbúð saman. Hann hefur 3.000.000 í árstekjur en hún hefur 2.000.000. Heildarveðlán til þeirra er því að uppfýlltum skilyrðum félagsins gæti þannig verið: 2,5x(3.000.000+ 2.000.000) = 10.500.000. Byggingasparisjóðir njóta auk- inna vinsælda sem bankar í Bret- landi og hafa í auknum mæli boðið upp á svipaða þjónustu. Margir haga afborgunum sínum þann hátt á að þær eru teknar af sparireikn- ingum sem em í eigu lántakenda og eru jafnframt notaðir sem slíkir. í síðari hluta þessarar greinar mun ég lýsa helstu leiðum sem farn- ar eru til að ná markmiðinu, þ.e. öflugur húsnæðislánamarkaður án opinberra afskipta. llöfundur er framkvæmdastjóri Meistara- og verktakasambands byggingamanna. HEIDSÖLUDREIFING Skóborg hf. HEILDVERSLUN Lynghálsi 1. 110 Reykjavík sími 686388 Skóverslun Kópavogs-Sportlínan Hamraborg. Stepp-skóverslun, Borgarkringlan. Steinar Waage, Kringlunni. Sportmaðurinn, Hólagarði. Geysir hf., Aðalstræti. M.H.Lyngdal hf., Akureyri. Skóverslun Leós hf., ísafirði. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum. Versl. E.J.Waage, Seyðisfirði. Versl. Við-Lækinn, Neskaupstað. Skóbúðin Keflavík hf., Keflavík. Betribúðin, Akranesi. Versl. Höggið, Patreksfirði. Hagnýt greinaskrif Lærið að skrifa blaða- og tímaritsgreinar, minningargreinar, fréttatilkynningar o.fl. Á námskeiöinu veröur lögö áhersla á aö kenna fólki undir- stööuatriöi greinaskrifa. Markmiöiö er aö gera þátttakendum fært aö tjá sig i fjölmiölum. Á námskeiöinu veröur stuðst viö nýútkomna bók um ritun eftir Ólaf M. Jóhannesson: Það er leikur að skrifa. Nánari upplýsingar og skráning alla daga ísíma 67 16 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.