Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 23
MORÖÚNÉSLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 15. OKTÖBER 1991
Hvíti stafurinn:
Alþjóðlegur
dagur í dag
ALÞJÓÐLEGUR dagur hvíta
stafsins er í dag, 15. október. I
tilefni dagsins skorar Blindrafé-
lagið á vegfarendur að sýna
blindum og sjónskertum fyllstu
tillitssemi í umferðinni og bjóða
þeim aðstoð sína ef þurfa þykir.
Hvíti stafurinn er helsta hjálpar-
tæki blindra og sjónskertra við að
komast leiðar sinnar og er jafn-
framt forgangsmerki þeirra í um-
ferðinni. í fréttatilkynningu frá
Blindrafélaginu segir, að ökumenn
og aðrir vegfarendur taki í ríkara
mæli tillit til notenda hvíta stafsins
en áður.
Bent er á að það kreíjist langrar
þjálfunar að nota stafinn svo að
hann komi að sem mestum notum.
Ætli blindur eða sjónskertur til
dæmis yfir götu, gefur hann merki
um það með því að halda hvíta
stafnum skáhallt fyrir framan sig.
Blindrafélagið skorar á ökumenn
að virða hvíta stafinn sem stöðvun-
armerki. Einnig eru vegfarendur
hvattir til að sýna blindum og sjón-
skertum fyllstu tillitssemi í umferð-
inni og vera óhræddir við að bjóða
fram aðstoð sína ef þörf er á.
Mbl/Hreinn Hreinsson
Blindrafélagið hvetur vegfar-
endur til að aðstoða blinda og
sjónskerta ef þurfa þykir.
Sunnudagur í Hallgrímskirkju:
Tilraun í fræðslu- og
safnaðaruppbyggingu
HALLGRíMSKIRKJA í Reykjavík og verkefnastjóri safnaðarupp-
byggingar þjóðkirkjunnar gangast fyrir tilraunaverkefni í vetur
undir yfirskriftinni „Sunnudagur í Hallgrímskirkju”. Verða þar í
boði námskeið af ýmsum toga til fræðslu og trúaruppbyggingar í
tengslum við messu sunnudagsins.
• Sunnudaginn 8. september sl. var
gerð könnun meðal kirkjugesta Hall-
grímskirkju á áhuga þeirra á þátt-
töku í slíkri fræðslu og voru undir-
tektir afar góðar. Frá og með sunnu-
deginum 20. október verður boðið
upp á samveru til fræðslu og upp-
byggingar á hveijum sunnudags-
morgni kl. 10-10.45. Skipt verði í
a.m.k. tvo hópa, þar sem í öðrum
verði almenn fræðsla um frumatriði
kristinnar trúar, nokkurs konar
fermingarfræðsla fyrir fullorðna,
hinn verði afmarkaður um sérstök
viðfangsefni, trúaruppeldi barna, um
bænina, trúarlíf, sorg, siðfræði, fjöl-
skyldu og hjónaband, o.s.frv. Að lok-
inni fræðslustund, stundaríjórðungi
fyrir 11 verður kaffi í forkirkjunni,
og síðan gengið til messu.
Dagskrá fræðslunámskeiðanna
verður með þessum hætti fram til
jóla: Fyrstu flóra sunnudagana, 20.
október til 10. nóvember: Trúarupp-
eldi og trúarþroski barna. Leiðbein-
andi er séra Sigurður Pálsson. Næstu
íjóra sunnudaga, 17. nóvember til
8. desember: FJölskyldan í sorg og
missi. Séra Bragi Skúlason, sjúkra-
húsprestur ríkisspítalanna mun veita
þá fræðslu. Samhliða þessu verður
námskeið um kjarna kristinnar trú-
ar. Fyrsta sunnudaginn mun sér
Karl Sigurbjörnsson fjalla um tákn-
mál kirkjunnar og messusiði, síðan
munu hann og séra Ragnar Fjalar
Lárusson taka fyrir greinar trúar-
játningarinnar, trúna á Guð skapar-
ann, spurninguna um Krist, — einn
meistaranna eða Guðs sonur —, ög
loks hvað átt sé við með játningu
trúarinnar á heilagan anda.
Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í þessum námskeiðum geta
skráð sig eftir messu sunnudaginn
13. október, eða í síma kirkjunnar.
Námskeiðsgjald er 500 krónur.
Loks verður á sama tíma opinn
bæna og samfélagshópur fyrir þá
sem leita samfélags til uppbyggingar
í trúnni og fyrirbæna. Séra Orn Bárð-
ur Jónsson, verkefnisstjóri safnaðar-
uppbyggingar mun annast þann hóp.
Hinn 15. desember verður sérstök
fræðslusamvera um boðskap og sess
aðventu og jóla í trúarlífi kristinna
manna.
Nokkra sunnudagsmorgna í vetur
verður samvera fyrir smærri hópa
fermingarbarna, og áformað er að
bjóða einnig fóreldrum fermingar-
barna sérstaklega síðar í vetur.
Barnastarf. Messan klukkan 11
er ætluð öllum aldurshópum. Þegar
kemur að prédikun fara yngstu börn-
in fram í safnaðarsal í fylgd starfsliðs
barnastarfsins og þar fer svo fram
fræðsiustund við þeirra hæfi.
Tíu til tólf ára börn hafa sérstaka
stund fyrir sig samtímis barnasam-
komunni í kórkjallaranum. Á þennan
hátt viljum við veita öllum tækifæri
til næringar trúar sinnar og upp-
byggingar við sitt hæfi á sunhudags-
morgnum í Hallgrímskirkju.
(Fréttatilkynning)
Gróðursetning bænda-
skóga stendur yfir
(ieitagerði.
UM ÞESSAR mundir er verið að planta fyrstu uppskeru úr gróð-
urhúsi Barra hf. á Egilsstöðum, sem sáð var til í maí sl. Ætlunin er
að gróðursetja um 600 þúsund plöntur á þessu hausti. Þegar er búið
að setja niður yfir 500 þúsund plöntur af einni milljón sem í húsinu voru.
Það sem eftir vei'ður bíður svo
gróðursetningar í vor. Vöxtur plantn-
anna sem eingöngu er lerki hefur
verið mjög góður.
Gróðursetning sem hófst nánar
tiltekið 26. ágúst hefur farið fram í
sex hreppum á Fljótsdalshéraði.
Fyrst og fremst er það bændafólk
sem vinnur að þessu verkefni.
Síðastliðið vor voru settar niður á
vegum Héraðsskóga 362 þúsund
plöntur sem fengnar voru hjá skóg-
ræktinni á Hallormsstað, fyrst og
freinst lerki, þá nokkuð af furu og
greni.
G.V.Þ.-
Meiri afköst á sjúkra-
húsum hér en á hin-
um Norðurlöndunum
Samanburður Ólafs Ólafssonar, landlæknis, á þremur deildaskipt-
um sjúkrahúsum á íslandi og fjórum háskólasjúkrahúsum á hinum
Norðurlöndunum í síðasta Læknablaði leiðir í ljós að yfirleitt eru
afköst, þ.e. fjöldi útskrifaðra sjúklinga á heilbrigðisstarfsmann, með
því mesta sem gerist borið saman við erlend sjúkrahús, og vinnuá-
lag mikið ef tekið er mið af fjölda rúma, heilbrigðisstarfsmanna og
sjúklinga. Ólafur styðst við tölur úr ársskýrslum sjúkrahúsanna og
Nordic Statistic Yearbook 1989-1990.
í töflu yfir fjölda útskrifaðra
sjúklingá á starfsstéttir deilda-
skiptra sjúkrahúsa á Norðurlöndun-
um kemur fram að fjöldi útskrif-
aðra sjúklinga á lækna og hjúkr-
unarfræðinga á Ríkisspítölunum er
24,3, á Landakoti 21 og Borgarspít-
alanum 19,3. Til samanburðar er
Ijöldi útskrifaðra sjúklinga á lækna
og hjúkrunarfræðinga á háskóla-
sjúkrahúsinu í Haukeland í Npregi
19,5, á háskólasjúkrahúsinu í Árós-
um 26, á háskólasjúkrahúsinu í
Óðinsvéum 19,7 og Rigshospitalet
í Danmörku 19,7. Skylt er að geta
þess að á dönsku spítulunum þrem-
ur eru dagsjúklingar meðtaldir í
töflunni.
Ef litið er á fjölda útskrifaðra
sjúklinga á aðra starfsmenn útskrif-
ast 11 af Ríkisspítölunum, 8 af
Borgarspítalanum, 11 af Landa-
koti, 8 af sjúkrahúsinu Haukeland,
14 af sjúkrahúsinu í Árósum, 10
af sjúkrahúsinu í Óðinsvéum og 10
af Rigshospitalet. Tölurnar eru mið-
aðar við eitt ár.
Fram kemur að fjöldi rúma á
100.000 íbúa sé svipaður á Norður-
löndunum.
Fróðleg og skemmtileg bók sem leiðir
lesandanum undraheim lölvanna ó 260
blaðsíðum. Tilgnngur bókarinnar er að fræða|
lesandann um það sem mestumóli skiptir
við notkun tölva og gera hann sæmilega
ratfæran um þéttvaxinn og villugjarnan
tölvufrumskóginn. TMin bók fyrlr heimili,
skóla og eigendur einkatölva.
Tölvuheimurinn hf., |
simi 677392.
flEMLAUOS I AETLJRGLLGGA
ÖRYGGISBÚMAÐUR SEM BORGAR SIG
Auðveld og fljótleg isetning. — festingar og leiðslur fylgja með.
SAE, DOT og E viðurkenningar. — Passar í flestar tegundir bifreiða.
Tryggöu öryggi þitt fyrir þeim, sem á eftir kemur
— kauptu þér gluggahemlaljós!
Eæst á bensínstöðvum Skeljungs.
Mjög hagstætt veró.