Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
25
Baldvin Tryggvason formaður
Landssambands sparisjóða:
Eðlilegtað frjáls-
ræði riki í verð-
tryggingamálum
„Við vildum að þetta gerðist miklu fyrr og helst strax um næstu
áramót,” sagði Baldvin Tryggvason, formaður Sambands íslenskra
sparisjóða og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis
þegar hann var spurður álits á þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar
að afnema kvaðir varðandi notkun verðtryggingar í ársbyrjun 1993.
„Fari veðbólgan niður eins og við
gerum okkur fastlega vonir um
skiptir þetta ekki máli, en það er
eðlilegt að fijálsræði ríki í þessum
efnum eins og öðrum og hvort menn
eru með verðtryggingarákvæði í
samningum sínum eða ekki. Það
myndi leiða til þess að það myndað-
ist ekki það misvægi sem orðið hef-
ur að tilhlutan stjórnvalda milli verð-
tryggðra eigna og skulda,” sagði
hann ennfremur.
Hann sagði að lánastofnunin og
viðskiptavinuinn ættu að hafa fijáls-
ar hendur til að semja um þessa
hluti. Aðspurður hvort ekki væri
hætta á að verðtryggð viðskipti
myndu aukast á kostnað hinna ef
þetta yrði gefið fijálst sagði hann
að svo þyrfti ekki að vera frekar en
í öðrum löndum ef hér ríkti jafn-
vægi. „Verðtrygging er heimil og
er mjög mikið notuð erlendis. Ég
held að eina landið þar sem verð-
trygging er ekki notuð sé Þýska-
land. Það stafar af sögulegum for-
sendum vegna óðaverðbólgunnar
upp úr 1920 þegar menn fóru með
peningaseðla í hjólbörum til þess að
kaupa brauð, enda hefur ríkt mikill
stöðugleiki á fjármagnsmarkaðnum
í Þýskalandi. Verðtryggingin er ekki
meinið heldur verðbólgan. Verð-
tryggingin er bara mælitæki og hit-
inn lækkar ekki í sjúklingnum þó
hitamælirinn sé brotinn. Ef verð-
bólgan hverfur út sögunni þá hvefur
verðtryggingin líka,” sagði Baldvin.
Hann sagði ennfremur að verð-
tryggingin væri einnig það skjól sem
spariíjáreigandinn hefði getað treyst
á. Það yrði ákaflega hættulegt að
kippa henni skyndilega út.
Morgunblaðið/KGA
Hornsteinn lagður
að byggingu kaþólikka
Hornsteinn að nýrri byggingu kaþólska safnaðarins að Jófríðarstöðum
í Hafnarfirði var lagður um helgina. Á myndinni má sjá frá vinstri
Sr. Hjalta Þorkelsson, sóknarprest kaþólikka í Hafnarfirði og Georg
Walf, formann Bonifatus, stofnunar kaþólsku kirkjunnar í Þýska-
landi, sem leggur hornsteininn.
Námaleyfi Kísiliðjunnar:
A
Akvörðun líklega tekin í desember
-segir umhverfisráðherra
EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra segist ekki eiga von á að ákvörð-
un verði tekin um skilmála námuleyfis fyrir Kísiliðjuna hf. við Mý-
vatn fyrr en í desember en leyfið hefur vierið framlengt til áramóta.
Eiður hyggst fara ásamt Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra norður til
viðræðna við héraðsnefnd Þingeyinga og fleiri aðila 25. október.
Umhverfisráðherra vill ekki tjá sig
að svo stöddu um umsögn Náttúru-
verndarráðs um skýrslu sérfræðinga-
nefndar um áhrif Kísiliðjunnar á lífrí-
ki Mývatns. Náttúruverndarráð sendi
hana frá sér í síðasta mánuði og
ályktaði að stöðva bæri kísilgúrtöku
úr vatninu hið fyrsta og að gengið
verði frá námunni á skipulegan hátt.
Námuleyfi Kísiliðjunnar gildir til
ársins 2001 en skv. því er verksmiðj-
unni aðeins heimil hráefnisdæling
úr Ytriflóa til ársins 1991 en eftir
það verði engar skorður settar við
dælingu úr Mývatni. Er iðnaðarráð-
herra, sem veitir leyfið, heimilt að
endurskoða skilmála leyfisins og er
skylt að gera það ef ljóst þykir með
hliðsjón af rannsóknum og að mati
Náttúruverndarráðs að verulegar
breytingar verði á dýralífi og gróðri
í og við Mývatn, sem rekja megi til
námurekstursins.
Fyrirhugað álver
á Keilisnesi:
Væntanlegir
byggingar-
aðilar skoða
kanadísk álver
TUTTUGU manna hópur verk-
taka og fulltrúa verkalýðsfé-
laga kom á föstudag úr kynnis-
ferð hjá Alumax í Quebec í
Kanada. Þar skoðaði hópurinn
álver sein er fyrirmynd þess
sem fyrirhugað er að reisa á
Keilisnesi.
Kynnisferðin var á vegum
Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar og var
fulltrúum frá Landsvirkjun, Verk-
takasambandi íslands og Atvinnu-
þróunarfélagi Suðurnesja boðið
með auk fulltrúa frá þeim starfs-
greinum og verkalýðsfélögum sem
fyrirhuguð bygging álvers varðar
mest.
Að sögn Garðars Ingvarssonar
framkvæmdastjóra markaðsskrif-
stofunnar, voru tvö álver skoðuð
í ferðinni. Annað var fullgert en
hitt var í byggingu og er það sams
konar og álverið sem fyrirhugað
er að reisa á Keilisnesi. Tilgangur
fararinnar var sá að gefa væntan-
legum byggingaraðilum kost á að
kynna sér nýleg álver af svipaðri
tegund og til greina kemur að
reisa hér á landi. Að sögn Garðars
tókst ferðin í alla staði vel og sé
hún einn liður í umfangsmiklu
undirbúningsstarfí sem fer nú
fram á vegum íslenskra aðila
vegna fyrirhugaðs álvers.
. //■/ es* sr '/// //s/tssts*
feáfci élcutýi á w/ýywm, oy
yÁeáíéeytvm St/\ á fiÆo&yuew/i
Arið 1830 höfðu uppfinningamenn-
irnir Gurney, Hancock o. fl. sýnt fram
á yfirburði gufubíls-
ins yfir gömlu hest-
vagnana. Rekstar-
kostnaður gufubílsins
var lægri en hestvagn-
anna. Margt hefur breyst, en þó ekki
allt. í dag eru menn að vinna að því að
gera bílinn enn betri og sparneytnari.
Þetta á ekki síst við um framleiðendur
Honda bílanna sem bjóða það besta í
hönnun og glæsileika á viðráðanlegu
verði.
7r//strsy,f sY)t?s' J?‘/.
. /é/físz/u/.- . /é /s. . /é///zá/z/szsi //svý/zstsi/ ó\
ÍHONDA