Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 43 Nýr skólastjóri Reykhólaskóla Miðhúsum. HINGAÐ að Reykhólum er kominn nýr skólastjóri, Skarphéðinn Ólafs- son, en hann var lengi skólastjóri í Reykjanesi við Djúp, en sá skóli hefur verið lagður niður eins og kunnugt er. Fráfarandi skólastjóri er Jón Ólafsson en hann er búinn að vera við skólann í fimm ár og þar af skóla- stjóri í tvö ár. Skólinn var settur 16. september í Reykhólakirkju að viðstöddum nem- endum, kennurum og foreldrum. Breytingar á skólastarfi verður mikið í ár. Ekki verður starfrækt heimavist í vetur og öilum börnum ekið til og frá skóla. Tveir bæir sem lengst áttu í skólann að sækja fóru í eyði í sumar en það eru Klettur í Kollafirði í Gufudalssveit og syðst bær í Reykhólahreppi, Gilsijarðar- brekka, sem stendur við botn Gils- ijarðar. Tveir bílar eru nú í skólaakstri fram að áramótum, en það eru sömu bílar og í fyrra, sem þeir Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað og Þórð- ur Jónsson bóndi í Árbæ aka. Um áramót kemur þriðji bíllinn, en Reyk- hólahreppur er að kaupa nýjan bíl, sem Stefán Magnússon oddviti Reyk- hólahrepps ekur, en við það minnkar akstur hjá þeim Þórði og Eiríki.. Tveir nemendur eru úr Gufudals- sveitinni og aka foreldrar þeim í veg fyrir skólabílinn. Þeir nemendur eiga lengst að fara. Níu kennarar starfa við Reykhóla- skóla í vetur að Skarphéðni skóla- stjóra meðtöldum. Þeir eru: Ebeneser Jensson, Steinunn Rasmus, Eyjólfur Stur- laugsson, Eygló Gísladóttir en hún er með skólaselið í Króksfjarðarnesi. Var áður skólastjóri í Súðavík, Sveinn Guðmundsson, Svanborg Guðbjörnsdóttir íþróttakennari í hálfu starfi, Jóhanna Þórhallsdóttir í 60% starfi. Óskar Gíslason verður smíðakennari og einnig húsvörður og gangavörður. Mötuneyti verður í gangi og geta starfsmenn og nemendur fengið mið- degismat og síðdegiskaffi. Við mötuneytið starfa þær Indiana Ólafsdóttir og Ása Stefánsdóttir. Um rætingar sjá þær Jóhanna Guð- mundsdóttir og Guðqý Jónsdóttir. Nemendur eru 55 og mun þeim hafa fækkað um 10 frá því í fyrra. Skól- ■ inn starfar í öllum bekkjardeildum. Frá skólanum hurfu þessir kenn- arar: Jón Ólafsson skólastjóri og kona hans Birna Sigurjónsdóttir sem bæði fóru til starfa á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. María Björk Daðadóttir fór að Finnbogastöðum í Strandasýslu, Ingibjörg Björgvinsdóttir er hætt störfum, en er búin að starfa við Reykhólaskóla lengi við góðan orðst- ír sem og Guðbjörg Þorkelsdóttir en hún er í fæðingarorlofi. - Sveinn. Doktorsvörn í vandamál- um örsmárra hagkerfa IVAR Jónsson varði nýverið doktorsritgerð við Háskólann í Sussex, Englandi. Ritgerðin er á sviði félagslegra og efnahagslegra afleiðinga tækhiþróunar og ber heitið Langtíma hagsveiflur og upphleðslukerfi. Smáríki, örsmá ríki og vandamál aðlögunar að heimsmarkaði. Forystu- stjórnmál og efnahagsstefnur á íslandi 1944-1990. í ritgerðinni eru nýklassískar og Keynesískar kenningar gagnrýndar þar sem þær skýra hvorki áhrif tækniþróunar og nýsköpunar í at- vinnulífinu né áhrif stofnana félags- og stjórnmálakerfis á efnahagsþró- un. í ritgerðinni eru upphleðslu- og nýsköpunarkerfi Breta, Japana og Svía borin saman og rök færð fyrir mikilvægi þeirra í skýringum á efna- hagsþróun þessara landa. Jafnframt eru sérstök vandamál örsmárra ríkja greind. Til að skýra vandamál ör- smárra ríkja eru þróuð í ritgerðinni líkön af ójafnri efnahagsþróun og formgerðarbundinni samkeppnis- hæfni. Því næst er sett fram kenning um forystustjórnmál („hegemonic politics”), sem beitt er við greiningu á kreppuboðum, vanþróun íslenska nýsköpunarkerfísjns og hnignun upphleðslukerfis íslands á tímabilinu 1944-1990. Ráðgefendur ívars við gerð rit- gerðarinnar voru Christopher Free- man forstöðumaður, Vísinda- og tækniþróunarstofnunar („Science Policy Research Unit”) Háskólans í Kennarafélag Reykjavíkur: Mótmæla stofnun einka- skóla á grunnskólastigi HAUSTÞING Kennarafélags Reykjavíkur, sem haldið var 4.-5. októ- ber, hefur sent frá sér mótmæli við hugmyndum um stofnun einka- skóla á grunnskólastigi og eru skólayfirvöld ríkis og Reykjavíkurborg- ar hvött til að hverfa frá þeim. í ályktun haustþingsins er vitnað til skólastefnu Kennarasambans ís- lands um að hvorki stétt né efnahag- ur eigi að hafa áhrif á möguleika einstaklinga til náms. Jafnframt er varað við stofnun einkaskóla sem einungis séu kostaðir af foreldrum og fyrirtækjum. Slíkir skólar verði fyrst og fremst sérskólar hinna efn- uðustu í landinu. Haustþingið skorar á ríkisstjórn og alþingismenn að standa vörð um nýsett grunnskólalög. Þess er enn- fremur krafist að menntamálæaráð- herra hætti þegar í stað við þá ákvörðun sína að fresta ákvæðum grunnskólalaga um fækkun í bekkj- um og lengingu skóladagsins. Jafn- framt er skorað á alþingismenn og skólafólk að standa vörð um breytt og bætt 120 eininga nám við Kenn- araháskóla íslands. „Haustþing Kennarafélags Reykjavíkur krefst þess að yfirvöld menntamála sjái til þess að stærsti vinnustaður þjóðar- innar, skólinn verði vel búinn heils- dagsskóli fyrir öll börn þar sem jafnt gildi allra, virðing fyrir einstaklingn- um og samábyrgð ráði ríkjum,” seg- ir í ályktun kennarafélagsins. Skerðingn á kirkju- garðsgjöldum mótmælt TILLAGA um að motmæla skerðingu á kirkjugarðsgjöldum og fram- lagi tii kirkjubyggingarsjóðs ríkisins, eins og ráðgert er í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár, var samþykkt samhljóða á héraðfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra sem haldinn var sl. laugardag. Fundinn sóttu um sextíu manns en þetta var fyrsti héraðsfundur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra eftir skiptingu prófastsdæmisins. Auk tillögunnar sem samþykkt var og venjulegum aðalfundarstörf- um var starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar og Hins ísl. Biblíufélags kynnt á fundinum. Guðmundur Magnússon prófessor flutti erindi um fjármál safnaðanna og gerði grein fyrir því m.a. hvernig hægt væri að hafa meiri samhjálp í fjár- málunum. Sr. Guðný Hallgrímsdótt- ir, prestur fatlaðra, sagði frá starfi sínu í þjónustu við fatlaða, og lagði hún áherslu á að hún liti á starf sitt sem tengilið fatlaðra við söfnuðina. Á fundinum var lagt fram frum- varp til breytinga á lögum um veit- ingu prestakalla en ný lög um veit- ingu prestakalla voru sett árið 1987 og var þá gert ráð fyrir að þau yrðu endurskoðuð eftir fimm ár. Með þessu frumvarpi er leitast við að sníða mestu agnúana af lögunum. Fundurinn var haldinn í Lang- holtskirkju og hófst með guðsþjón- ustu þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason prédikaði en pró- fastur. sr. Jón D. Hróbjartsson og sr. Flóki Kristinsson þjónuðu fyrir altari. Kór Langholtskirkju söng undir stjórn Jóns Stefánssonar org- anista. Dr. ívar Jónsson Suxssex, og Michael Dunford, dósent í Evrópurannsóknadeild Háskólans í Sussex. Gagnrýnendur voru Bob Jessop, prófessor í stjórnmálafræð- um við Háskólann í Lancaster, og Andrew Sayer dósent í upplýsinga- og framleiðslutækni við Háskólann í Sussex. ívar Jónsson lauk BA-námi í fé- lagsfræðum frá Háskóla íslands 1980 og MA-námi í heimspeki og sögu félags- og stjórnmálavísinda við Háskólann í Essex, Englandi 1984. Hann lauk jafnframt 60 einingum í fil.kand.-námi í vísindakenningum við Gautaborgarháskóla 1981 og 40 einingum í doktorsnámi 1984. Ivar er giftur Lilju Mósedóttur, hagfræðingi. Hann er sonur hjón- anna Jóns G. Ivarssonar verslunar- stjóra og Guðrúnar G. Sigurgeirs- dóttur iðnverkakonu. ívar starfar á Hagstofu íslands. (Frcttatilkynning-) =m Dictaphone A Rtney Bowes Company Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. e< Umboö á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar624631/624699 Þekking Reynsla Þjónusta ~FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 814670 SACHS KÚPLINGAR DISKAR HÖGGDEYFAR BENZ ■ BMW ■ V0LV0 OG FLESTALLIR AÐRIR EVRÓPSKIR FRAMLEIÐENDUR VANDAÐRA BlLA NOTA SACHS KÚPLINGAR OG HÖGGDEYFA SEM UPPRUNAHLUTII BIFREIÐAR SÍNAR. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA JILSANDER IVAN SAPUTERA kynnir IILSANDER - COLOUR PURE HAUSTLÍNUNA '91 þriðjudaginn 15. októberí BYLGJAN Hamraborg kl. 9.30 -12.00 GJAFA OG SNYRTIVÖRUBÚÐIN Suðurveri kl. 14.00 -18.00 Exel 3.0 16 stunda námskeið í notkun töflureiknisins Exel 3.0. Meðal efnis er: Einföld áætlanagerð, notkun reiknilíkana, myndræn framsetning talna (línu- og súlurit), greiðsludreifing lána o.m.fl. VR og fleiri stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námskeiðinu. Verð kr. 12.800,- Hringdu og fáðu nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.