Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Orkustofnun: Uppnina olíugass- Ins í Öxarfirði leit- að með kjamaborun Unnið við borun í Öxarfirði. Á innfelldu mynd- inni skoðar Magnús Olafsson sýni úr borholunni. Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir Enskumælandi maður sem notar íslenskt nafn kærður: Sveik fyrirtæki um hundruð þúsunda UNDANFARNAR vikur hefur á vegum Orkustofnunar verið unnið að því að ná sýnum úr setlögum við Skógarlón í landi Ærlækjar- sels í Öxarfirði, en þar fundust ■ visbendingar um olíu í jarðlögum þegar borað var eftir heitu vatni árið 1987 og jarðgas kom upp með vatninu. í sumar var boruð 325 metra djúp hola við Skógarlón sem var fóðruð, og undanfarið Stóð sótt í eyðisveit Reykhólum. TÍU MENN fóru í gær að sækja stóð vestur í Múlasveit og ætla þeir að reka stóðið í Reykhóla, að sögn Steingerðar Hilmarsdótt- ur, fulltrúa sýslumannsins í Barð- “ttíirandarsýslu. Þar verður eiganda stóðsins sem er frá Brjánslæk gefinn kostur á að leysa stóðið út, annars verður það boðið upp. Sextíu hestar eru í stóð- inu og er það væntanlegt til Reyk- hóla um miðjan dag í dag. Eigendur eigna í Múlasveit kvarta undan ágangi hestanna en þeir naga hús og skemma mannvirki. Múla- sveit er í eyði. Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri á Reykhólum, er einn þeirra sem fóru að ná í stóðið. Hann sagði að lausaganga búfjár væri algerlega bönnuð. Aðvörunarbréf vegna þessa hefðu ítrekað verið send en án árangurs og þyí hefði verið gripið rfiji þessara aðgerða af illri nauðsyn. Sveinn hefur verið borað með kjarnabor niður úr lienni, en upphaflega stóð til að afla sýna niður á um 700 metra dýpi. Að sögn Magnúsar Ólafssonar jarðfræðings hafði í gær tekist að ná um 120 metra borkjarna úr holunni, og sagði hann að væntanlega yrði borað niður á um 500 metra dýpi í vik- unni, en óvíst væri um framhaldið þar sem fjárveiting til verkefnis- ins væri nánast uppurin. Sýni úr borkjarnanum hafa þegar verið send til rannsóknar í Dan- mörku, og að sögn Magnúsar er fyrstu niðurstaðna þaðan að vænta í næsta mánuði. „Aðaltilgangurinn með þessum borunum hefur verið að ná sýnum til að senda í greiningu og finna þannig upprunann að olíugasinu. Við ætluðum okkur að komast niðu" úr setlagabunkanum og fara niður á um 700 metra dýpi, en jarðeðlis- fræðilegar mælingar hafa gefið til kynna að á því dýpi geti verið komið niður í berggrunninn á þessum slóð- um. Þetta hefur hins vegar verið erfiðari borun heldur en við höfðum áætlað í upphafi, og einsýnt að við náum ekki settu marki,” sagði Magn- ús. Hann sagði að þegar boruninni lyki yrði mældur hiti og þrýstingur í holunni ásamt ýmsum eðlisfræði- legum eiginleikum bergsins, og jafn- framt tekin sýni af vatni og gasi, sem síðan yrðu efnagreind. Fram- hald rannsóknanna færi svo eftir þeim niðurstöðum sem fengjust, en að þeim fengnum yrði tekin ákvörðun um hvort borað yrði dýpra eða gerð- ar jarðeðlisfræðilegar mælingar til að kanna enn betur útbreiðslu setlag- anna í Öxarfirði. ENSKUMÆLANDI maður á þrí- tugsaldri, sem dvalist hefur hér á Iandi um rúmlega þriggja vikna skeið, með vegabréf frá Namibiu stílað á íslenskt nafn, var í gær kærður fyrir svik af að minnsta kosti tveimur aðilum til Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Annars vegar er um að ræða heildsölufyrirtæki sem maðurinn er talinn hafa svikið snyrtivörur frá, fyrir á bilinu 100-350 þúsund krón- ur, hins vegar hótel þar sem hann hefur búið um rúmlega 3 vikna skeið án þess að greiða krónu af reikningi, sem nú er kominn í um 200 þúsund kr. Á föstudag setti hótelið manninum stólinn fyrir dyrnar og var lagt hald á vegabréf hans og farseðil. Maðurinn var fijáls ferða sinna í gær. Aðili sem Morgunblaðið hefur rætt við og haft hefur samskipti við mann þennan kveðst telja lík- legt að vegabréf hans sé falsað og að hann sé eftirlýstur svikari er- lendis en það fékkst ekki staðfest í gær. Við einn aðila hér á landi sagði maður þessi að hann væri hingað kominn á vegum flugfélagsins Namibair til að kanna kostnað við að þjálfa starfsfólk hér á landi. „Verkefnið” dróst á langinn. Fyrir öðrum hefur-hann kynnt sig sem snyrtisérfræðing og hárgreiðslu- meistara. Sem slíkur hefur hann komið fram í hópi fagfólks hér á landi og hafði tekið til starfa á hárgreiðslustofu í borginni. Fagfólk sem blaðið ræddi við í gær sagði að maðurinn hefði greinilega ekki verið með öllu ókunnugur í faginu en við skoðun á handverkinu kæmi í ljós að hann kynni rétt nóg fyrir sér til að villa á sér heimildir. Um helgina fóru utan til Parísar nokkrir íslenskir „kunningjar” þessa manns sem höfðu þegið boð hans um að útvega þeim gistingu í borginni. Fyrsta verk fólksins eft- ir komuna til Parísar var að útvega sér gistingu því hótelið góða sem kunninginn sagðist hafa útvegað reyndist ekki vera til. Maðurinn hefur gengið undir ís- lensku nafni og sagt fólki að hann sé fæddur hér en hafi flust barnungur utan með foreldrum sín- um. Hann kann nokkur stök orð í íslensku og hefur sagt sumum eitt en öðrum annað um íslenskan upp- runa sinn. Smygl í Klakki Vestmannaeyjum. TOLLGÆSLAN lagði hald á 1.400 kíló af kjötmeti er Klakkur VE kom til Eyja á sunnudag eftir sölu- ferð til Þýskalands. Þá var einnig lagt hald á áfengi, bjór og sígar- ettur. Smyglvarningurinn, sem var 30 karton af sígarettum, 13 kassar af bjór og 6 flöskur af sterku víni, reyndist aðallega í eigu tveggja skip- verja, en kjötvarningnum var fram- vísað við tollafgreiðslu skipsins. Grímur Blönduós: Kýr lengdi líf sitt um sólarhring' Einstæð lífsbaráttusaga langdælskrar kýr Blönduósi r— KYRIN VON frá Fremstagili í Langadal gerði sér lítið fyrir sl. fimmtudag og hljóp frá gæslumönnum sínum við sláturhúsdyrnar á Blönduósi og hélt lieim á leið. Rétt ttepur sólarhringur leið áður en kýrin náðist á ný og þurfti þá að skjóta hana á færi þar sem hún jórtraði undir barði á bænum Blöndubakka skammt norðan við Blönduós. Á þessum tæpa sólarhring hafði Von lagt að minnsta kosti 30 kílómetra að baki, brotið niður nokkrar girðingar, synt yfir vatn og farið yfir ótal skurði. Eftir að kýrin skiidi við eiganda sinn og sláturhúsfólk í dyrum slát- urhússins stefndi hún vestur fjör- una og í átt að ósi Blöndu. í fjör- unni skammt fyrir neðan áhaldahús Pósts og síma lá leið Vonar upp á aðalgötu Blönduóss og fór hún þar yfír tvær lóðir og voru girðingar engin hindrun þegar átti að króa hana þar af. Eftir atganginn á lóð- unum fór kýrin aftur niður í fjöru en hafði stuttan „stans” og fór' aftur til baka og þá upp Skúla- brautina, upp Klaufina og linnti ekki ferðinni fyrr en í nágrenni við vatnstank Blöndósinga sem stend- ur um 3 kílómetra austur af bæn- um. Þegar hér vár komið ferðum Vonar íhugðu menn að skjóta kúna og var kallað eftir vopni. Var eins og kýrin skynjaði hvað til stóð því nú skipti engum togum, Von lagði aftur af stað og stefndi nú til fjalls og leit lengi vel út fyrir að það áfoj-m hennar heppnaðist. Seint og um síðii' tókst að komast í veg fyrir kúna og á leið sinni til baka synti kýrin dágóðan spöl í Grafar- vatni sem er skammt vestan við bæinn Breiðavað í Langadal. Upp úr vatninu hélt kýrin ferðinni áfram og fór þá yfir þjóðveg 1 og niður að Blöndu og þegar hér var komið sögu var Von ekki svo fjarri heima- fjósi sínu að tilraun var gerð til að reka hana heim að Fremstagili aftur. Við Baslhaga, en svo kallast skúrbygging ein á Blöndubökkum frammi í Langadal, neitaði kýrin að fara lengra fram dalinn en þess í stað sameinaðist hún hrossastóði á Björnólfsstaðatúninu en þá var komið myrkur og var ákveðið að freista þess að ná kúnni í birtingu daginn eftir. En rétt fyrir mið- nætti er hringt í eiganda kýrinnar og honum tilkynnt að hún væri aftur komin á Blönduós, nánar til- tekið á lóð sláturhússins. Hófst iíú eltingaleikur að nýju en honum lauk um tveimur klukkutímum síð- ar er kýrin hvarf leitarmönnum út í myrkrið rétt austan Blönduóss í svokölluðum Ennishvammi. Leit hófst síðan strax aftur um leið og birti og um hádegisbil fannst kýrin undir barði á bænum Blöndubakka og var þá kölluð til þekkt grenja- skytta og skömmu síðar féll kýrin Von í valinn fyrir skoti skyttunnar. Þykir lífsviljinn með ólíkindum í Von því leið sú sem kýrin lagði að baki var að minnsta kosti þijátíu kílómetrar, ekki alltaf greið leið og voru vötn, skurðir og girðingar engin hindrun. Jón Sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.