Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 26
. 26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTOBER 1991 Helsingin Sanomat: Brídssigur Islend- inga ekki tilviljun Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins. Átta vitni í yfirheyrslunum á Bandaríkjaþingi sverja þess eið að segja sannleikann. Reuter BRIDS telst ekki til mikilvægra íþróttagreina meðal Finna, enda hefur sigurs íslendinga á heimsmeistaramótinu í Yoko- hama vart verið getið í frétta- dálkum dagblaða í Finnlandi. Bridsskýrandi Helsingin Sano- mat, stærsta dagblaðs Finna, hef- ur þó sagt frá atburðunum austur í Japan og velt vöngum yfir því hversu fljótt íslendingum hafi tek- ist að komast í raðir sterkustu bridsþjóða heims. Bridsskýrandinn, Ismo Kopon- en, skrifar að sigur íslendinga hafí komið flestum á óvart en að úrslitin hafi ekki verið háð neinum tilviljunum. íslenska sveitin hafi sýnt augljósan styrk sinn strax í undanúrslitunum. _Það sé einnig athyglisvert að íslendingar og -Finnar hafí staðið nokkuð jafnt að vígi í brids fyrir tíu árum en íslendingum tekist af einhveijum ástæðum að' styrkja stöðu sína verulega síðustu árin. ♦ ♦ ♦ Yfirheyrslur vegna tilnefningar nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum: Thomas segist hafa lent í vítis- eldi en hyggst ekki gefast upp Edward Kennedy meðal þingmanna sem dæma skulu um siðferði dómaraefnisins Washington. Daily Telegraph, Reuter. EITTHVERT vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum á sunnudag voru 14 klukkustunda yfirheyrslur þingmanna yfir blökkumanninum Clarence Thomas sem George Bush forseti vill að taki sæti i hæsta- rétti landsins. Það sem vakið hefur mesta athygli og eftirvæntingu eru ásakanir lagaprófessorisns Anitu Hill um að Thomas hafi fyrir áratug sýnt sér kynferðislega áreitni, m.a. sagst vera einstaklega bólfimur og með óvenju stóran lim. Þetta á að hafa gerst er þau störfuðu saman og hann var yfirmaður hennar. Thomas segir að um sé að ræða samsæri gegn sér og reynt sé að höfða til fordóma hvítra sem ávallt hafi gert sér undarlegar hugmyndir um kynlíf svertingja. Hann bendir á að sér muni aldrei takast að afsanna stað- hæfingarnar en hyggst ekki gefast upp. Greidd verða atkvæði í öld- ungadeild Bandaríkjaþings um tilnefninguna í dag. „Ég hefði fremur kosið að verða fyrir byssukúlu morðingja en lenda í því víti sem ég og fjölskylda mín höfum hafnað í,” sagði Thomas á sunnudag. Hann taldi aðferðir rannsóknarmanna nefndarinnar og alla málsmeðferð vera háþróaða tegund aftöku án dóms og laga eins og andstæðingar blökkumanna beittu gegn þeim í Suðurríkjunum á sínum tíma. Undanfarin ár hafa þingmenn demókrata orðið æ að- gangsharðari þegar þeir fjalla um menn sem forsetar repúblikana til- nefna í hæstarétt. Ástæðan fyrir aukinni hörku stjórnmálaflokkanna er sú að túlkanir hæstarétts á lög- um geta í sumum tilvikum kollvarp- að lagasetningu einstakra ríkja en hæstaréttardómarar eru skipað ævilangt. Áhrif þeirra á þróun dómsmála eru því afar mikil og hafa staðið deilur um úrskurði þeirra í mannréttindamálum síðan á sjötta áratugnum. Umræddar konur unnu allar und- ir stjórn Thomas, sem var um hríð háttsettur yfirmaður hjá mennta- máiaráðuneytinu og síðar hjá opin- berri stofnun er tryggja skal jafnan rétt til vinnu. Joel Paul, lagapró- fessor í Washington, segir að Hill segi áreiðanlega sannleikann. Hún hafi minnst á þessa framkomu Thomas árið 1987 og vinkona Hill, Susan Hoerchner, staðfesti að hún hefði rætt þessi mál við sig í síma fyrir tíu árum. Hili kvartaði undan því að Thomas hefði sífellt verið að bjóða sér út og hann hefði ekki virst skilja hvað það merkti er hún hafnaði boðinu. Stuðningsmenn Thomas benda á að Hill hafi þrátt fyrir þetta ákveðið að starfa áfram fyrir Thohias er hann tók við starfí hjá síðarnefndu stofnuninni og þyk- ir sem það dragi úr gildi fullyrðinga hennar. Angela Wright, sem Thomas rak úr iStarfi 1985, sagði í viðtali við rannsóknarmenn þingsins að Thom- as hefði oft rætt um sköpulag kvenna og eitt sinn spurt sig um bijóstastærðina. Önnur kona, Rose Jourdain, er einnig starfaði fyrir Thomas, staðfesti að Wright hefði sagt sé að stöðugar athugasemdir Thomas um líkamsvöxt hennar væru farnar að valda sér nokkrum vanda. Þekktar konur vitna um áreitni Joseph Biden, öldungadeildar- þingmaður og formaður dómsmála- nefndar þingdeildarinnar, sagði á sunnudag að þeim loknum að ekki yrði haldið áfram á mánudeginum eins og búist hafði verið við. Strang- ar reglur gilda um það fyrir banda- rískum dómsstólum að ákæranda beri að sanna að um kynferðislega áreitni hafí verið að ræða en reglan gildir ekki þegar um yfirheyrslur þingnefnda er að ræða. Þeim er einungis ætlað að vera leiðbeinandi fyrir þingmenn áður en þeir sam- þykkja tilnefningu forsetans eða hafna henni. Mörgum þykir kynd- ugt að öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy, sem frægur er fyrir kvennafar sitt og aðra laus- ung, er einn þingmannanna sem dæma eiga um hæfni Thomas. Skoðanakannanir hafa sýnt meiri trú almennings á framburði Thomas en Hili og nokkrar konur, er unnið hafa undir stjórn hans, hafa mót- mælt áburðinum á hendur honum. Yfirheyrslurnar hafa órðið til þess að mikil umræða hefur hafist um kynferðislega áreitni á vinnustað í Bandaríkjunum. Er eiginkona Dans Quayle varaforseta ein frægra kvenna sem segjast hafa orðið fyrir slíkri áreitni. Misheppn- að valdarán í Chad N’djamena. Reuter. MISHEPPNUÐ valdaránstil- raun var gerð í N’djamena, höf- uðborg Afríkuríkisins Chad, um helgina og biðu a.m.k. 28 manns bana og tugir manna slösuðust. Maldoum Bada Abbas innanrík- isráðherra var sagður foringi bylt- ingarmanna og situr hann nú á bak við lás og slá í N’djamena, að sögn embættismanna. Kona hans sagði í gær að maður sinn hefði engan þátt átt i valdaráni, um væri að ræða samsæri til þess að losna við hann úr ríkisstjórn- inni. Hann hefði verið heima við er Idriss Deby forseti hringdi á sunnudagsmorgun og bað hann að koma til fundar við sig. Tveim- ur stundum síðar hefði herforingi komið, sagt að maður hennar væri í fangelsi og afvopnað líf- verði hans. Abbas kom riæstur Idriss Deby forseta í ríkisstjórninni. Heimildar- menn sögðu að margir voldugir stjórnmálamenn í Chad væru sagðir hafa tekið þátt í ráðabruggi Abbas og væru þeir nú einnig í haldi. Flestir þeirra sem féllu af völd- um valdaránsins misheppnaða voru óbreyttir borgarar sem biðu bana er hersveitir hliðhollar Deby forseta hefndu valdaránstilraunar- innar. Ótímabundið útgöngubann að nóttu til var sett í N’djamena í gær. Jeltsín Rússlandsforseti sak- adur um einræðislega tilburði BORÍS Jeltsín, forseti Rússland, hefur alla tíð verið frekar umdeild- ur maður og menn hafa ekki almennilega vitað hvort hvort þeir ættu að dá hann eða fyrirlíta. Rússneskir kjósendur virtust hins vegar ekki vera í vafa um það, þegar þeir kusu sér forseta í júní sl., að Jeltsín væri sá maður sem þeir vildu helst sjá sem forseta. Á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir hefur Jeltsín unnið markvisst að því að styrkja valdastöðu embættis síns. Nokkuð sem allir eru ekki sammála um að sé æskilegt. Vissulega má færa rök fyrir því að eins og staðan er í dag sé í Rússlandi þörf á forsetaembætti með mjög víðtæk völd rétt eins og Lech Walesa hefur reynt að koma á í Póllandi. Rússneska þingið er í hálfgerri upplausn og þar sitja enn margir sem fastir eru í gömlum kreddukenningum sósíalismans. Á sama tíma er þörf á mjög rót- tækum aðgerðum í þjóðfélagsmál- um. Það þarf að skera niður skrif- ræðið og einkavæða fyrirtæki ef umbætur eiga að ná fram að ganga. Eru margir þeirrar skoðunar að ein- ungis mjög sterkur forseti geti framkvæmt slíka hluti. Aðrir benda hins vegar á að sterkt miðstýringar- vald geti haft hættur í för með sér í Rússiandi og nauðsynlegt sé að þingið hafi eins víðtæk völd og unnt er. Eftir að hafa fengið það ótvíræða umboð sem hann fékk í rússnesku forsetakosningunum í júní sl. hófst Jeltsín handa við að breyta stjórn- sýsiúkerfinu í Rússlandi. Sú aðferð sem hann hefur beitt til að þjappa valdinu saman í kringum sjálfan sig, á kostnað þings og ríkisstjórn- ar, er stofnun ýmissa ráða og nefnda sem heyra beint undir fram- kvæmdavaldið. Nær undantekning- arlaust eru þar í forystu menn hlið- hollir Jeltsín sem ekki eru líklegir til að verða að pólitískum keppi- nautum hans. Ber þar fyrst að nefna Ríkisráð- ið. Þó að það eigi að forminu til að vera ráðgefandi stofnun má segja að ráðið sé ríkisstjórn Rúss- lands í raun. Annars vegar eiga þar sæti níu helstu ráðherrar Rússlands og hins vegar formaður ráðsins og sex ráðsmenn sem hver um sig bera ábyrgð á einum málaflokki. Það er ráðsmannanna að móta stefnu í einstökum málaflokkum en ráðherranna að framkvæma hana. Yfirmaður ráðsins er Gennadí Búrb- úlis, fyrrum heimspekiprófessor frá Jekaterínburg (Sverdlovsk) en þar hóf Jeltsín stjórnmálaferil sinn. Með stofnun ráðsins hefur hin eiginlega ríkisstjórn (sem nú er kölluð Ráðherraráðið) verið sett beint undir stjórn Jeltsíns og áhrif hennar eru hverfandi. Annað ráð sem sett hefur verið á laggirnar er Öryggisráðið en hlut- verk þess er að takast á við neyðar- aðstæður s.s. ef blóðugar þjóðernis- eijur myndu bijótast út. Það var stofnað að tillögu hins vinsæla vara- forseta Rússlands, Alexanders Rútskojs, en í stað þess að gera hann að formanni ráðsins tilnefndi Jeltsín Júrí Skokov sem formann en hann er talinn vera hæfur skipu- Ieggjandi en einnig engin ógnun við völd Jeltsíns. Einn af þeim lærdómum sem Jeltsín hefur dregið af raunum Gorbatsjovs við stjórn Sovétríkj- anna er að það þýðir ekkert að vera með sterkt forsetavald ef ekki er hægt að tryggja að skipunum þess sé fylgt út um allt land. I þessu skyni hafa verið stofnuð tvö ráð. í fyrsta lagi Ráð sairibandsríkisins og sjálfstjórnarsvæðanna sem m.a. mun hafa undir höndum innbyrðis samskipti mismunandi þjóðarbrota. Þar sitja t.d. forystumenn sjálf- stjórnarsvæðanna innan Rússlands jafnt sem borgarstjórar stærri borga s.s. Moskvu og Pétursborgar. I ráðinu eiga alls 90 menn sæti sem gerir það ekki mjög hentugt til skil- virkrar ákvarðanatöku. Því var Eft- irlitsráðið stofnað en það er hluti af Ríkisráðinu. Er hugmyndin sú að sérstakir sendiboðar verði sendir út í héruðin til að vera augu og eyru forsetans. Þeir eiga ekki að hafa afskipti af innri málefnum héraðanna en gefa skýrslur um hvað sé að gerast. Samtímis áttu yfirmenn héraðanna kosnir sam- kvæmt gamla Sovétkerfinu, að vera áfram við völd. Jeltsín á í sívaxandi átökum við þingið sem sakar hann um einræðis- lega tilburði. Þannig hefur hann viðrað hugmyndir um að ný stjórn- arskrá Rússlands, sem nú er verið að vinna drög að, verði ekki sam- þykkt af þinginu heldur beint í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Á móti hefur þingið samþykkt frumvarp þess efnis að sendiboðar forsetans í hér- uðunum eigi að kjósa í kosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.