Morgunblaðið - 15.10.1991, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
Undanþágunefnd Ferðamálaráð:
Beðið eftir endurskoð-
un laga um ferðamál
MAGNÚS Oddson, fulltrúi í undanþágunefnd Ferðamálaráðs, segir
að öllum umsóknum um ráðningu erlendra leiðsögumenna hérlendis
næsta sumar hafi verið svarað á þann veg að ekki væri hægt að
taka afstöðu til umsóknanna að sinni þar sem ekki væri viLið hvaða
reglugerðir eða lög giltu um erlenda leiðsögumenn hér á landi
næsta sumar. Undanþágunefnd Ferðamálaráðs fjallar um umsóknir
erlendra lögaðila um starfsleyfi fyrir útlendinga. Innlendir aðilar
sem hyggjast ráða útlendinga til starfa sækja um starfsleyfi til
F élagsmálaráðuneytisins.
Magnús sagði að undanþágu-
nefndin teldi ekki tímabært að af-
greiða umsóknirnar þar sem verið
væri að vinna að endurskoðun laga
um ferðamál í samgöngumálaráðu-
Magnús Guðmundur
Tilfærslur í
lögreglunni
GERÐAR hafa
verið nokkrar
breytingar á
yfirstjórn lög-
reglunnar í
Reykjavík í
kjölfar þess að
Arnþór - Ing- JET
ólfsson tekur
við stöu yfir- Arnl>or
lögregluþjóns
af Páli Eiríkssyni, sem var yfir-
lögregluþjónn almennrar lög-
gæslu.
Arnþór verður yfirmaður rann-
sóknadeilda en Guðmundur Guð-
jónsson yfirlögregluþjónn verður
yfirmaður almennrar löggæslu.
Staðgengill Guðmundar verður
Magnús Einarsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn sem verður yfirmaður
umferðardeildar.
neytinu. Beðið væri eftir þessari
afgreiðslu en ef henni yrði ekki
lokið í vor yrði hver umsókn af-
greidd fyrir sig eins og gert hefði
verið áður. Venja væri að afgreiða
umsóknir af þessu tagi í mars-
mánuði.
Hins vegar sagði Magnús að
málið væri nokkuð fiókið. „Við
stöndum frammi fyrir því að hafa
ekki nægilega marga leiðsögu-
menn til að sinna ferðamönnum á
aðalferðamannatímanum í júlí og
ágúst,” sagði hann í samtali við
Morgunblaðið. „Þá höfum við um
þrennt að velja. Við getum veitt
erlendum leiðsögumönnum undan-
þágu að fenginni umsögn um hvern
einasta einstakling, bannað hópum
að koma til landsins eða tekið þá
áhættu að þeir ferðist án nokkurr-
ar leiðsagnar um landið. Allir eru
sammála um að best sé að hafa
nægilega marga íslenska leiðsögu-
menn til þess að geta leiðsagt á
því tungumáli sem þarf en ef ekki
er hægt að koma því við koma
þessar þijár leiðir til greina. Menn
eru svo ekki sammála um hveija
þeirra eigi að velja.”
í tengslum við umsókn Ferða-
skrifstofunnar Úrval-Útsýn um
starfsleyfi fyrir 63 erlenda leið-
sögumenn kom fram að til þess
að undanþágunefnd fjallaði um þá
umsókn þyrfti Úrval-Útsýn að
stofna ferðaskrifstofu erlendis og
láta hana sækja um leyfi fyrir er-
lenda leiðsögumenn til undanþágu-
nefndar þar sem henni væri ein-
göngu ætlað að fjalla um og af-
greiða umsóknir erlendra lögaðila.
Innlendar ferðaskrifstofur sem
ætla að ráða útlendinga til starfa
sækja um atvinnuleyfi hjá Félags-
málaráðuneytinu.
Frystihúsin á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði:
Allar líkur á að takist
að sameina fyrirtækin
JÓNAS Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Stöðvarfjarðar, segir að eftir
samþykkt stjórnar Byggða-
stofnunar um að lána 50 millj.
kr. verði af sameiningu frysti-
húsanna á Stöðvarfirði og Breið-
dalsvík, séu allar líkur á að hún
takist og sé þá gert ráð fyrir
að nýtt fyrirtæki geti tekið til
starfa I. janúar. Stjórnarfundur
var boðaður hjá Hraðfrystihúsi
Stöðvarfjarðar s.l. laugardag,
og í gær í Hraðfrystihúsi Breið-
dælinga þar sem ákveðið var að
boða til hluthafafundar seinna
í mánuðinum og hefja sam-
einingarviðræður á ný.
Hluthafafundur í Hraðfrystihúsi
Stöðvarfjarðar felldi í ágúst tillögu
um sameiningu fyrirtækjanna og
hafa engar viðræður átt sér stað
síðan þá. Svavar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Breiðdælinga, sagði í Morgunblað-
inu á fimmtudag, að með sam-
þykkt stjórnar Byggðastofnunar
hefði boltanum aftur verið varpað
til stjórnenda fyrirtækjanna um að
heija viðræður um sameiningu.
„Það var sótt um þetta lán á
sínum tíma til að sameina og það
er nú skilyrt því að sameining eigi
sér stað. Það segir sig því sjálft
að menn verða að fara í það,” sagði
Jónas. „Ég held að það sé engin
spurning að sameiningin muni tak-
ast. Við höfum núna fengið ákveð-
ið svar frá Byggðastofnun sem
ekki hefur legið endanlega fyrir
áður. Það er þó eftir mikil vinna
við mat á fyrirtækjunum,” sagði
Jónas. Hann sagðist búast við að
hluthafafundur verði haldinn upp
úr 20. október.
Morgunblaðið/KGA
Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar heimsmeistar-
ana við komuna til landsins.
Peyjarnir horfa aðdáunaraugum á
Guðlaug R. Jóhannsson þar sem hann
hampar glæsilegustu verðlaunum í
bridsheiminum, Bermúdaskálinni.
Hvatning að heiman jók
okkur áræðni og kraft
- sögðu heimsmeistararnir i brids við heimkomuna
ÞAÐ voru þreyttir, en glaðir og ánægðir menn, sem gengu inn
Iandganginn á Leifsstöð aðfaranótt mánudagsins. Eftir langa
og stranga ferð voru þeir loksins komnir heim heimsmeistararn-
ir okkar í brids. Fremstur í flokki gekk Guðlaugur R. Jóhanns-
son með frægustu og eftirsóttustu verðlaunin í bridsheiminum,
Bermúdaskálina.
í Leifsstöð voru saman komin
milli tvö og þijú hundruð manns,
aðstandendur spilaranna, for-
svarsmenn þjóðarinnar og fjöldi
bridsspilara af Reykjavíkursvæð-
inu og víðar. Flugleiðir stóðu fyr-
ir móttökuathöfninni og var
Leifsstöð opin almenningi en það
mun ekki hafa gerst síðan flug-
stöðin var tekin í notkun.
Þegar nánustu aðstandendur
spilaranna höfðu heilsað þeim
hófst opinber athöfn þar sem
Bjöm Theodórsson, einn af for-
svarsmönnum Flugleiða, bauð
hópinn velkominn til landsins. Þá
gekk Davíð Oddsson í pontu.
Hann lýsti því hvernig þjóðin
hefði fylgst með sínum mönnum
bæði í svefni og vöku. Taldi hann
að það hefði ekki verið síður erf-
itt að sitja hér heima og fylgjast
með slagnum sem gerðist æ
óvægnari þar til yfir lauk. Davíð
minntist á hina nýju brostækni
og hélt hann því fram að nú
væri alls staðar brosað, jafnvel
þeir sem aldrei sæjust á viprur í
þinginu væru farnir að brosa.
Forsætisráðherra taldi sigur
liðsins ekki háð neinum tilviljun-
um. Þeir sem fylgdust með brids
sæju ákveðið samhengi ef litið
væri 4-5 ár aftur í tímann. Hann
sagði að ríkisstjórnin hefði á nið-
urskurðartímum ákveðið að veðja
á þessa bridssveit og hefði hún
fyllilega staðið undir væntingum
og miklu meira en það. Það kom
og fram í máli Davíðs að Reykja-
víkurborg hygðist fella niður 10
milljóna kr. skuld sem Bridssam-
bandið skuldar henni vegna hús-
næðiskaupa.
„Þjóðin öll fagnar ykkur, þið
vitið það. Kæru heimsmeistarar.
Hjartanlega velkomnir heim. Við
segjum ekki skál, við segjum
Bermúdaskál,” sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra að lokum.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra var næstur á
mælendaskrá og sagðist kominn
til að færa spilurum heillaóskir
frá þeim sem ekki kunna brids.
Hann benti á að aðeins sex þjóð-
ir hefðu unnið þessi glæsilegu
verðlaun frá upphafi. Jón taldi
að það hefði birt til í þjóðfélaginu
að undanförnu. Nú væru allir
brosandi. Loks lýsti hann því hvað
margt væri líkt með brids og
pólitík, bæði í sókn og vörn.
Björn Theodórsson færði
Bridssambandinu ferðastyrk frá
Flugleiðum og afhenti hverri fjöl-
skyldu _glæsilega blómvendi.
Magnús Olafsson, stjórnarmaður
í Bridssambandinu, lýsti nýju
vandamáli sem upp væri komið
hjá bridsspilurum en það var
ágangur fjölmiðla. Hann sendi
bridsspilurum um land allt þakk-
læti fyrir veittan fjárstuðning í
gegnum árin og þakkaði Guð-
mundi Kr. Sigurðssyni sérstak-
lega en Guðmundur Kr. gaf
Bridssambandinu íbúð og var
aðalhvatamaður þess að Brids-
sambandið keypti sér eigið hús-
næði.
Örn Arnþórsson flutti í lokin
þakkarávarp frá heimsmeisturun-
um. Hann þakkaði landanum það
traust sem þeim var sýnt, þá
hvatningu sem þeir fengu með
telex- og símskeytum. „Það jók
kraft okkar og áræðni í síðustu
umferðunum,” voru lokaorð Arn-
ar Arnþórssonar heimsmeistara.
Bílstjórar frá Bifreiðastöð
Reykjavíkur sáu svo um að koma
heimsmeisturunum til síns heima.
Texti: Arnór Ragnarsson
Nauölending Lufthansa-vélar:
Allt hjálparlið boðað innan hálftíma
segir framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins
„ÞAÐ var búið að ná til allra, sem boða þurfti, hálfum tíma eftir að
fregnir bárust um að þotan myndi nauðlenda á Keflavíkurflugvelli.
Astæða þess, að boðun björgunarsveitarmanna í Keflavík tafðist er sú,
að boðunarkerfi þeirra var bilað og því þurfti að hringja í hvern og
einn,” sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkis-
ins. I gær var haldinn fundur á vegum Almannavarna, til að fara yfir
viðbrögð við nauðlendingu Lufthansa-vélar á Keflavíkurflugvelli á laug-
ardag. Talið var að eldur væri í farangursrými hennar, en svo reynd-
ist ekki vera. Fundinum verður fram haldið í dag.
Guðjón sagði að þegar tilkynning björgunarsveitirnar þá var búið að
hefði borist um nauðlendinguna
hefði þurft að boða út um 1300
manns, að meðtöldum starfsmönn-
um sjúkrahúsa. „Þó gengið hafi
seinna en vænta mátti að kalla út
virkja allt þetta kerfi innan hálftíma
frá tilkynningunni. Lögreglan í
Keflavík sér um að boða björgunar-
sveitarmenn og hefur til þess boðun-
arkerfi, friðþjófa. Friðþjófakerfið
reyndist hins vegar bilað, svo það
varð að hringja í hvern og einn og
það tafði mikið. Þá hringdi lögreglan
í almannavarnanefnd, áður en
björgunarsveitir voru kallaðar út,
sem er ekki samkvæmt áætlun, sem
gerir ráð fyrir boðun björunarsveita
á undan. Stjórnstöð Almannavarna
var virkjuð kl. 4.50, en þá var vakt-
maður búinn að boða alla út. Miðað
við bókanir vaktmanns voru
björgunarsveitir á Suðurnesjum
komnar upp á flugvöll kl. 5.19, eða
tveimur mínútum eftir lendingu vél-
arinnar. Það telst góður árangur að
ná tugum björgunarsveita af stað á
innan við hálfri stundu.”
Guðjón sagði að björgunarsveitir
á Suðurnesjum hefðu haldið upp á
flugvöll, en sveitir á höfuðborgar-
svæðinu hefðu beðið átekta við ál-
verið í Straumsvík. „Sveitunum er
stefnt þangað, ef vélar ná ekki að
Keflavíkurflugvelli, en brotlenda
utan hans,” sagði Guðjón.
Guðjón sagði að þegar hættu-
ástand væri liðið hjá væri vaninn
að boða til fundar, þar sem farið
væri yfir aðstæður og viðbrögð
manna, til að sjá hvort eitthvað hefði
mátt betur fara. Fundinum verður
fram haldið í dag.