Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 í Hvíta salnum. F.v. Rut, Zbigniew, Guðmundur og Inga Rós. Þéttsetið var á tónleikum kvartettsins hvar sem hann kom. Reykjavíkurkvartettinii í Litháen: Áhrifaríkast að finna fyr- til íslensku þjóðarinnar — segja Rut, Inga Rós, Guðmundur og Zbigniew FLESTIR vita að ísiendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sjálf- stæði Litháa. Færri vita eflaust að fyrstu erlendu tónlistamennirn- ir sem sóttu ýmsar borgir Litháens heim voru líka íslendingar. Þennan heiður hlutu tónlistarmennimir fjórir í Reykjavíkurkvart- ettinom sem boðið var til Litháens til að taka þátt i hátíð strengja- kvartetta seinnihluta septembermánaðar. Fjórmenningarnir, þau Rut Ingólfsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Guðmundur Kristmunds- son og Zbigniew Dubik, höfðu frá mörgu að segja að ferðalaginu loknu en öll voru þau sammála um að áhrifaríkast hefði verið að finna fyrir þeim hlýhug sem almenningur i Litháen ber til íslensku þjóðarinnar. Ferðalagið hófst í Kaupmanna- höfn þar sem Reykjavíkurkvart- ettinn hélt tónleika í Jónshúsi 11. september. Eftir tónleikana var flogið til Berlínar en þaðan til Vilníus. „Á flugvellinum var tekið á móti okk- ur af rússneskum hermönnum sem kröfðu okkur um rússneska vegabréfsáritun en við sögðum eins og satt var að okkur hefði verið tilkynnt að við fengjum árit- un frá stjórnvöldum í Litháen á flugvellinum,” segir Rut þegar hún rifjar upp tveggja tíma veru fjórmenpinganna á vellinum í Vil- níus. „í tollskoðuninni var allt verðmætt tekið upp og skoðað, bankað í hljóðfærin og peningar taldir fram og loKst fengum við vegabréfsáritun hjá ungum mönn- um í nýjum litháískum herbúning- um en við vorum fyrstu erlendu tónlistarmennimir ,sem fengu slíka áritun.” Opnunarhátíð Yfirmaður Fílharmóniunnar, þeirrar stofnunar sem sérum tón- listarhald í iandinu, tók á móti fjórmenningunum ásamt aðstoð- arkonu sinni og túlki. Tvö þau síðamefndu áttu eftir að fylgja Islendingunum í ferðinni. 14. september lék kvartettinn síðan við setningu hátíðarinnar í Vilníus. „Opnunartónleikarnir fóru fram í Hvíta salnum svokall- aða sem er afskaplega fallegur saiur í barokkstíl með gyllingum og var hann skreyttur blómum og fánum í tilefni opnunarhátíðar- innar,” segir Inga Rós og Rut bætir við að mikil viðhöfn hafi verið um kvöldið. „Menntamála- ráðherrar beggja þjóðanna fluttu ávörp og voru tónleikamir teknir upp bæði fyrir sjónvarpið og út- varpið í Litháen.” Eftir opnunarhátíðina var fjór- menningunum boðið til móttöku þar sem þeir áttu þess kost að hitta meðal annarra meðlimi lithá- ískra strengjakvartetta. Þið réttuð fram höndina Morguninn eftir fóru þau Rut, Inga Rós, Guðmundur og Zbigni- ew í skoðunarferð um Vilníus. „Borgin er afskaplega falleg og hana prýða márgar mjög fallegar kirkjur. Mörgum þeirra var breytt í söfn á tímum kommúnismans en öðrum til annarra nota. Til dæmis sáum við eina sem breytt hafði verið í sjúkrahús. Ein þeirra kirkna sem breytt hafði verið í safn en nú er búið að opna að nýju er Dómkirkjan í Vilníus. Þangað komum við í miðja messu þar sem fólkið stóð þétt saman og stöðugt streymdi inn af göt- unni fleira fólk til að taka þátt í guðsþjónustunni. Mér fannst al- veg ótrúleg reynsla að sjá allt þetta fólk þama saman komið. Andrúmsloftið var ógleymanlegt,” sagði Rut. Áfram var ferðinni haldið að þinghúsinu en þangað höfðu gest- imir beðið um að koma. „Mér ' fannst líka ótrúlega áhrifaríkt að koma að þinghúsinu,” segir Guð- mundur. „Götur að þinghúsinu em ennþá lokaðar með hlöðnum vígjum, í gluggunum voru sand- pokar og fyrir utan var gaddavír. Þá hafði'fólk komið fyrir myndum af föllnum mönnum við þinghúsið og alls kyns áletranir héngu á grindverkum utan á veggjum hússins. Á sumum var minnst á ísland. Sem dæmi má nefna áletr- un eins og „Islendingar, þið réttuð fram höndina og mdduð veginn”. Þá var einn af þremur þríkrossum fyrir framan jiinghúsið helgaður íslendingum með áletraninni „Guð blessi ísland”. Ólýsanleg upplifun Fyrstu almennu tónleikar kvartettsins vora í borginni Marij- ampolé. „Tónleikarnir þar voru Inga Rós og Rut við þríkrossinn sem á er ritað „Guð blessi ísland”. ólýsanleg upplifun.Ég hefði aldrei trúað því að tekið yrði svona vel á móti okkur,” segir Rut. „Ég var svo djúpt snortin þegar fólkið stóð upp og klappaði fyrir okkur áður en við byrjuðum að spila að ég fékk tár í augun. Fólkið virtist allt hafa svo mikla þörf fyrir að þakka Islendingum fyrir það sem þeir höfðu gert fyrir Litháen. Móttökurnar eftir tónleikana voru frábærar. Áheyrendur utan úr sal streymdu til okkar með blóm til að þakka okkur fyrir og litlar telp- ur í þjóðbúningum afhentu okkur blóm fyrir hönd borgarstjórans í Marijampolé sem þar að auki flutti þakkarræðu.” Móttökurnar voru að sögn fjór- menninganna ekki síðri í borginni Birzai daginn eftir. „Tónleikarnir voru haldnir í kastala sem byggð- ur var í 30 ára stríðinu á 17. öld,” segir Rut. „Salurinn var fullur af fólki og hitinn gerði það að verk- um að stemmningin varð enn magnaðri en ella. Þarna flutti m.a. skólastjórinn í tónlistarskó- lanum ávarp en auk blóma og annarra gjafa vora okkur Ingu Rós færð ofin belti en Guðmundi og Zbigniew ofin bindi sem til- heyra þjóðbúningum Litháen. Að tónleikunum loknum buðu kenn- arar við tónlistarskólann til veislu. Vegna þess hve ólík tungumál hindraðu samræður gripum við og gestgjafar til þess ráðs að skiptast á að ^yngja þjóðlög. Smám saman lærðum við líka lög- in þeirra og þau okkar. Mér fannst stórkostlegt að geta náð svona góðu sambandi við fólk þótt ekki væri hægt að tala saman,” bætir Rut við en Guðmundur segir að honum hafi fundist sérstaklega minnisstætt að heyra fólkið segja að því fyndist erlenda listafólkið ekki eins formlegt og búist hafði verið við. „Þeim fannst við vera manneskjulegri en þau áttu von á,” segir Rut, „enda hafa þau kannski borið okkur saman við sovéska listamenn sem þau litu öðrum'augum en okkur.” Spurst fyrir um ísland Síðustu tónleikarnir vora í borginni Siauliai. Forstjóri Fíl- harmóníunnar á staðnum tók á móti íslendingunum og bauð þeim til móttöku hjá borgarstjóranum. „Þar sátum við meðal annars fyr- ir svörum og vorum látin skrifa í gestabók borgarinnar sem fyrstu fulltrúar íslands í Siauliai,” segir Inga Rós. „Þeir spurðu um tónlist á Islandi, um skólakerfið og síð- ast en ekki síst spurðu þeir okkur hvernig okkur hefði fundist að koma til Litháens.” Síðan var farið með erlendu gestina í skoðunarferð um borgina og upp á svonefnda Krossahæð. „Fólk hafði þá trú að máttur^ bænarinnar væri sérstakur á þess- um stað, sem er í þjóðleið milli St. Pétursborgar og Köningsberg, og tók upp þann sið að skilja eft- ir kross á hæðinni. Fyrstu kross- arnir voru settir þarna um 1200 og eru þeir orðnir óteljandi núna. Afar algengt er að brottfluttir Litháar fari í nokkurs konar píla- grímsferð upp á Krossahæð og skilji eftir kross. Á tímum kom- múnismans var ýmislegt gert til þess að koma í veg fyrir að fólk kæmist að hæðinni. Tvisvar var reynt að jafna krossana við jörðu, grafin voru sýki og skriðdrekar . notaðir til að halda fólki frá. Allt kom jyrir ekki. Mikilvægi staðar- ins óx fremur en rénaði og þeir sem vildu banna aðgang að hæð- inni urðu fyrir álögum. Af því kunna Litháar margar sögur,” segir Rut. Úm kvöldið lék Reykjavíkur- kvartettinn í fyrrum bækistöðvum kommúnistaflokksins í Siauliai. Móttökurnar voru að venju stór- kostlegar en tónlistarfólkið er sammála um að salurinn hafi ver- ið fremur kuldalegur. „Þarna mátti til dæmis sjá að áletranir og stór veggspjöld höfðu verið tekin niður og stytta af Lenín lá úti í horni. Eftir voru för sem mátti reyndar sjá víðar á ferðum okkar, til dæmis í Vilníus þar sem var búið að fjarlægja vegvísa á rússnesku en áður höfðu alls stað- ar verið tvö skilti, annað á rúss- nesku en hitt á litháísku,” segir Inga Rós. Mikill baráttuandi Eins og áður sagði fylgdi fjór- menningunum kona frá yfirstjóm tónlistar í landinu, Fílharmón- íunni. „Hún lét afskaplega lítið yfir sér,” segir Inga Rós, „en einu sinni fór hún að segja fólki að við hefðum sungið svo fallega í rút- unni og í framhaldi af því fór hún að tala um frelsisbaráttuna og umsátrið um þinghúsið í vetur. Hún var þar meðal fjöldans sem safnast hafði saman við varðelda að kvöldlagi og mundi vel eftir því þegar Jón Baldvin kom að þinghúsinu og gekk á milli manna. Hann hefði einmitt spurt fólk hvort ekki væri hægt að syngja eitthvað. Minntist hún þessa um leið og hún lýsti spennunni sem ríkti í Vilníus þessa örlagadaga,” segir Inga Rós þegar hún rifjar uþp baráttuanda konunnar. Öðru máli sagði hún að hefði gegnt með túlkinn í ferðinni. „Hann var rétt rúmlega tvítugur og hafði því fæðst inn í kerfi kommúnismans. Áhugi hans var almennt afar tak- markaður og maður gat ekki var- ist þeirri hugsun að^lítið hefði gerst í Litháen ef hans líkar hefðu ráðið ferðinni.” Sigurgleði og hamingja Fjórmenningarnir eru allir sam- mála um hvað kom þeim mest á óvart í ferðinni. „Það er án efa hvað allir voru þakklátir okkur íslendingum og höfðu þörf fyrir að láta þakklætið í ljós. Fólk beið í röðum eftir að færa okkur blóm sem það "keypti eflaust af miklum vanefnum eða kom með úr görð- um sínum,” segir Inga Rós og bætir við að mikill léttir hafi legið í loftinu. „Sigurgleði og hamingja ríkti hvar sem við komum," segir hún. AGÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.