Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 15 Greiðsluerfiðleikar eftir Garðar Björgvinsson Fyrir nokkru skrifaði ég grein í Morgunblaðið. Þar skoraði ég á alla sem vildu gera eitthvað fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum að mæta á fund. Eg vonaðist eftir því að unnt væri að ná fram samvinnu þeirra sem að þessum málum starfa. Viðbrögð við greininni voru þau að félagsmálaráðuneytið, Sparisjóð- ur Reykjavíkur og. nágrennis, BSRB, Kaupþing auk nokkurra ein- staklinga sýndu viðbrögð og vilja til að gera eitthvað. Fjölmiðlar, alþingismenn, bankar, Félagsmálstofnun og Húsnæðis- stofnun sýndu þessu engan áhuga þar sem það er væntanlega ekki í þeirra verkahring að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum. Mér er full alvara með að það þarf að hjálpa þessu fólki og mér er líka full alvara með að beijast fyrir því að eitthvað verði gert. Það er kannski dæmigert að þeg- ar alþíngismerirf aetla aðTijálpa fólki í greiðsluerfíðleikum, þá fara þeir í sjónvarp og rífast um það hvort afföll húsbréfa eigi að vera prósent- ustiginu meiri eða minni. Greiðsluerfiðleikar eru ekki til komnir út af afföllum húsbréfa. Það að aðstoða fólk sem á í greiðsluerfið- leikum kemur afföllum húsbréfa ekkert við. Við lifum í ákveðnu fjármálaum- hverfi. Sumum farnast vel þar sem þeir rata á meðan aðrir eru villtir og ná aldrei áttum. Við förum mis- langt út í þetta umhverfi og eigum misjafnlega flókin samskipti við það. Ef öll okkar viðskipti eru í formi staðgreiðslu eru samskiptin einfold og við höfum góða stjórn á okkar fjármálum. Ef við ætlum að ráðast í það stór- ar fjárfestingu að við getum ekki staðgreitt hlutinn verða samskiptin flóknari. Þá er farið í einhverja lána- stofnun og beðið um lán. Þeir mögu- leikar sem okkur bjóðast eru fjöl- breytilegir. Þar má nefna bankalán, kaupleigu, greiðslukort, yfírdrátt á ávísanahefti o.s.frv. Sumir ná tökum hjálparlaust á því að rata. Aðrir misstíga sig og villast að lokum lengra út í umhverf- ið og þurfa þá að hafa samskipti við innheimtufyrirtæki og lögmenn. Við sjáum þörf á því að fólk sem er þarna statt þarf einhverskonar fyrirgreiðslu og þess vegna eru greiðsluerfíðleikalánin til komin. Við verðum hinsvegar líka að átta okkur á því að ástæðan fyrir því að fólkið þarf á þessari fyrirgreiðslu að halda er sú, að annaðhvort hefur það mis- stigið sig eða er rammvillt. Fólkið tók lán og lenti í vandræð- um. Við leysum málið með því að veita því annað lán en látum hjá líða að kenna því að rata um um- hverfið, að kenna því að fóta sig. Þetta gæti haft í för með sér að fólkið villist ennþá lengra út í um- hverfíð og þarf þá að hafa sam- skipti við dómskerfíð og seinna Fé- lagsmálastofnun. I þessu umhverfi eru hvergi stofn- anir eða fyrirtæki sem kenna fólkinu að rata. Það er hvergi hægt að fá hlutlausa aðstoð eða ráðgjöf um það hvernig maður kemur aftur undir sig fótunum. Þótt ég sé á mínum námskeiðum að kenna þessa hluti þá kemst ég engan veginn yfír alla þá sem til mín leita eða þurfa á aðstoð að halda. Það skiptir höfuðmáli þegar hjálpa á fólki í greiðsluerfiðleikum að því sé kennt að rata og að pass- að sé upp á að það villist ekki of langt. í umræðunni að undanförnu hefur komið fram að fólk með háar tekjur er að fá greiðsluerfiðleikalán á meðan margt fólk með lágar tekj- ur bjargar sér sjálft. Þetta ætti að sýna mönnum það að vextir, afföll húsbréfa eða laun á mánuði koma ekki í veg fyrir að fólk er að mis- stíga sig á ferðalagi sínu um fjár- málaumhverfið. Hvað getum'við gert til að laga þetta? Að mínu áliti þurfa eftirtald- ir aðilar að starfa saman að því að koma þessu í lag: Ríkisstjórnin, bankar, verkalýðsfélög, innheimtu- aðilar og fjölmiðlar. Ríkisvaldið á að sjá til þess að öll hjálpartæki sem á þarf að halda til þess að unnt sé að rata séu til staðar. Það sem vantar eru staðir þar sem hægt er að fá hlutlausa aðstoð og ráðgjöf í samskiptum við aðra aðila í þessu umhverfí. Bankar eiga auðvelt með að koma auga á þá sem eru að villast. Það er því á þeirra ábyrgð að koma í veg fyrir að fólkið villist of langt. Bankar eiga að beina þessu fólki þangað sem það getur fengið þá aðstoð eða hjálp sem það þarf á að halda. En þá verður sá staður líka að vera tíl. í sumum tilfellum missa bankar fólkið of langt frá sér og þá kemur það í hlut innheimtuaðila að beina fólkinu á þá staði sem það getur fengið hjálp. Eitt af baráttumálum verkalýðs- félaga er að fólkið í landinu hafí eins mikinn kaupmátt og mögulegt er. Til þess er oftast notuð sú að- ferð að fá meiri peninga frá launa- greiðendum. Oft er mun meiri kjara- bót fólgin í því að kenna fólki hvern- ig það geta nýtt þá peninga betur sem það hefur. Það er þessvegna kannski á ábyrgð þeirra að sýna Garðar Björgvinsson „Það skiptir höfuðmáli þegar hjálpa á fólki í greiðsluerfiðleikum að því sé kennt að rata og að passað sé upp á að það villist ekki of langt.” fólki hvernig það getur látið pening- ana fara að vinna með sér en ekki á móti. Fjölmiðlar eru margvíslegir og ekki allir með sama hlutverk. Það er í þeirra verkahring að upplýsa fólkið um hver þeirra ábyrgðarhluti er, hvert það geti leitað og hvernig það á að haga sér þegar það er að halda utanum fjármál sín. Tökum dæmi um ríkisstjóm sem er að reyna að sinna sínum hluta af ábyrgðinni. Fólkið í landinu kvartar og fjölmiðlarnir smjatta á því. En hver er það sem ekki er að sinna sínum ábyrgðarhluta? Hefur einhver fjölmiðill athugað hver van- skilin eru og hvers vegna þau eru til komin? Hefur einhver fjölmiðill athugað hver það er sem ekki er að sinna sinni ábyrgð? Það kæmi í hlut þeirra fjölmiðla sem færa okkur fréttirnar að sinna þessari upplýs- ingaskyldu. Aðrir fjölmiðlar, eins og útvarps- stöð sem lítur á sig sem þjónustufyr- irtæki, gætu verið með dagskrár- gerðarmann á sínum snæram sem er með innlegg og svarar bréfum eða hringingum fólks sem er villt og leitar eftir aðstoð. Tímarit eru annars eðlis og verða kannski alltaf meira til skemmtun- ar. Þau gætu þó tekið upp á sína arma greinar fyrir fólk sem af sjálfs- dáðum vill læra að fóta sig. Skyldu viðbrögðin sem ég fæ við þessari grein verða svipuð og ég fékk frá Búnaðarbanka íslands eftir fyrri greinina? Þau voru: Við látum engan sjálfskipaðan aðila úti í bæ boða okkur á fund eða segja okkur að það þurfi að standa öðru vísi að þessum málum heldur en nú er gert. Skyldu viðbrögðin verða þau að aðilar séu tilbúnir til að skoða hug sinn og viðurkenna að ábyrgðin er ekki á einum stað, heldur ber hver og einn sinn ábyrgðarhluta? í fram- haldi af því eru menn þá tilbúnir til að viðurkenna það að ef að við ætium að koma þessum málum í lag þarf hver og einn að sinna sinni ábyrgð og það þarf samvinnu allra aðila til þess að það sé unnt. Þessir aðilar þurfa að hittast á fundi þar sem farið er yfír hver á að bera hvaða hluta af ábyrgðinni og hvemig er best að gera það. Ekki ætla ég að gera aðra tilraun til að boða til fundar. Það er hins- vegar velkomið að kynna fyrir þeim aðilum sem vilja axla sinn ábyrgðar- hluta þær hugmyndir sem ég hef um það hveraig eigi að standa að þessu. Höfundur er með ráðgjöfog námskeið fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR DREGIÐ VERÐUR 18. OKTOBER - NK. MIÐAVERÐ AÐEINS KR600 15 SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR AÐ VERÐMÆTIKR. 9 MILLJÓNIR smnm Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis ARATUGA RANNSÓKNIR OG FORVARNIR ÍÞÍNAÞÁGU VIÐ TREYSTUM Á STUÐNING ÞINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.