Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 47 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ < Sigrar þrátt fyrir litla samæfingu „ÉG er mjög sáttur við varnar- leikinn í báðum leikjunum. Sóknarleikurinn var ekki eins góður og er það lítilii samæf- ingu um að kenna. En það er margt sem þarf að laga og við verðum að nota tímann vel fram að B-keppninni f Austur- ríki,” sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari, eftir að íslenska landsliðiðið hafði lagt það tékkneska að velli, 25:23, í Laugardalhöll í gærkvöldi. Konráð Olavson var besti leikmaður íslenska liðs- ins, gerði 10 mörk þrátt fyrir , að vera meðftensu - rúmlega ■ 38 stig hita. ValurB. Jónatansson skrifar Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en engu að síður spenn- andi allan tímann. Þorbergur virðist hafa náð góðum tökum á vamar- leiknum, en sóknar- leikurinn og markvarslan hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir hann næstu vikumar. í þessum leik var sóknarleikurinn mjög tilviljun- arkenndur, með fáum undantekn- ingum þó. Þess ber þó að geta að það vantaði hornamennina sterku, Valdimar Grímsson, Bjarka Sig- urðsson og Jakob Sigurðsson, sem allir em meiddir og svo Júlíus Jón- asson og Geir Sveinsson fengu sig ekki lausa frá félögum sínum á Spáni. Það var sérstaklega áberandi að liðið gerði -aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup og kann skýringin að vera sú að samæfingu vantaði í liðið. Hraðinn var því ekki mikill og fór óþarflega mikill tími í að skipta leikmönnum inná milli sókn- FOLK ■ ÍSLENSKU landsliðsmennimir í brids vom heiðursgestir á lands- leiknum í gærkvöldi. Þeir mættu í . Höllina með Bermúdaskálina eft- irsóttu og sýndu áhorfendum. Jón Hjallalin Magnússon, formaður HSÍ, færði þeim blóm fyrir leikinn og óskaði þeim til hamingju með f heimsmeistaratitilinn. ■ VALDIMAR Grímsson, lands- liðsmaður úr Val, var á meðal I áhorfenda í gær. Hann meiddist sem kunnugt er í leik Vals og Sel- foss í síðustu viku.. Hann sagðist | vera að ná sér myndi leika með Val gegn ÍBV á morgun. ■ OSKAR Ármannsson, sem kom gagngert frá Þýskalandi til að leika með íslenska landsliðinu, lék aðeins í 10 mínútur samtals í báðum leikjunum. „Það hefði verið skemmtilegra að fá að leika meira, en þjálfarinn ræður og ekkert við bví að segja,” sagði Óskar. KNATTSPYRNA ar og varnar. íslenska liðið á sjálf- sagt eftir að breytast mikið næstu mánuði og það verður að gefa því tíma. Við viljum jú alltaf sjá hand- bolta eins og hann gerist bestur, en tveir sigrar gegn Tékkum á jafn- mörgum dögum verður að teljast gott hjá þessu annars óslípaða liði. Konráð og Birgir voru bestu leik- menn íslenska liðsins. Sigurður Sveinsson og Sigurður Bjarnason komust einnig vel frá sínu. Patrek- ur og Einar léku í vörn og stóðu sig vel. Héðinn Gilsson virðist ekki vera í nægilega góðri æfingu, hver svo sem skýringin kann að vera á því. Óskar Ármannsson fékk lítið að spreyta sig, lék aðeins í 10 mín- útur. Bergsveinn Bergsveinsson fékk heldur ekki að koma inná þrátt fyrir slaka markvörslu. Tékkneska liðið var slakt, líklega eitt það lélegasta sem þeir hafa sent hingað til lands. Sigurinn er því enginn mælikvarði á getu ís- lenska liðsins. Konráð lék með 38 stiga hita Konráð Olavson fékk matareitrun er hann kom til landsins á mánu- dag og fékk yfir 38 stiga hita og lék þannig báða leikina. Það virtist þó ekki há honum í leiknum í gærkvöldi. Hann gerði 10 mörk og var besti leikmaður íslenska liðsins. „Ég er búinn að liggja í rúminu meira og minna síðan ég kom til landsins. Ég var með hita í báðum leikjunum og hafði ekkert getað borðað fyrr en í hádeginu í dag [í gær]. Ég var slappur í fyrri leiknum en í síðari leiknum náði ég mér vel á strik, enda hámaði ég í mig súkkulaði og tók magnil fyrir leikinn til að fá kraft,” sagði Konráð. ISLAND 25 TEKKOSLOVAKIA 23 Fyrri hálfl.: 0:21:23:36:58:610:1011:11 12:11___________ Seinni hálfl.: 13:11 16:14 19:16 21:17 23:19 23:22 24:23 25:23 LEIKMENN: Skot Mörk/ Víti Varið Fram- hjá Stöng Lfnu- send. Fiskað vfti Knetti tapað Utan vallar (mfn.) Nýting (%) Konráð Olavson 13/4 10/3 2/1 1 2 1 71 Sigurður Sveinsson ynf)ri 4 2 1 1 1 3 2 29 Birgir Sigurðsson 9 6 2 1 2 67 Sigurður Bjarnason 5 2 3 1 40 Héðinn Gilsson I 3 3 2 1 2 - Sigurður SveinjjitfnWkL jf 6/1 4 2/1 2 1 67 Gústaf BjarnafDn c' s Einar Sigurðsson V / 4 Patrekur Jóhaiinesson 7 1 2 Óskar Ármanfsson sr 1 1 100 Axel BjörnssWi Gunnar Andrésso&^w^# i. [H / V i WURMÆ VARIN SKOT Lang. Hom Lina Hrað. Víti Gegn. Guðmundur Hrafnkelssön / 5 3 - 2 - - Bergsveinn Bergsveinsson ■ ) tJXl jF f-- • árdalshöll old. 1991 orfendur: 631 1 MÖRK SKORUÐ 1 Langskot 6 Af línu 9 Vítakast 3 E. gegnumbrot 1 E. hraðaupphl. 2 Úr homi 4 |soknarnýting| Sóknir Mörk Nýting Fyrri hálfl. 24 12 50% Seinni hálfl. 22 13 59% SAMTALS 46 25 54% Guðmundur Hrafnkelsson stóð í íslengka markinu allan leikinn. Hann varði einnig þrjú skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja. Mörk Tékka: Hudak 4, Sedlacek 4, Hazel 3, Liptak 3/1, Holesa 2, Suma 2, Vanék 2, Tonar 2, Folta 1. Tékkar voru utan vallar í 6 mínútur. Dómarar voru Krister Broman og Kent Blademo frá Svíþjóð, voru mjög hlið- hollir íslenska liðinu. „Við átlum í erfiðleikum” - sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari íslands eftirjafnteflið á Kýpur Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspymu, sagðist vera þokkalega ánægður með vináttu- landsleikinn á Kýpur í gær. „Ég er þokkalega ánægður með þetta og við vorum betri í seinni hálfleik. Okkur gekk illa að komast út úr þvögunni í fyrri hálfleik og náðum ekki að nýta svæðið á milli miðju og öftustu línu hjá Kýpur- mönnum. Þetta var skárra eftir hlé, en þó við næðum að draga miðjuna þeirra fram tókst okkur ekki að nýta það almennilega. Það sem vantar aðallega er að koma boltanum betur inn á miðjuna og þaðan upp í hornin, en það kem- ur. Morgunblaðið/Sverrir Konráö Olavson var besti leikmað- ur íslenska liðsins í gær þrátt fyýy að hann væri með flensu. Hann gerði 10 mörk og mörg þeirra glæsileg. ÍÞRÓmR FOLK ■ EYJÓLFUR Sverrisson er annar íslenski knattspyrnumaður- inn til.að fá gult spjald í leik á Kýpur. Haraldur Sturlaugsson, WWWI^KWU sem er með í för, Steinþór fékk gult spjald. Guöbjartsson þegar IA lék ge^rT skrifar Omonia í Evrópu- ra ypur keppni meistaraliða 1975. Hann fékk reyndar gult í báðum leikjunum og var fyrsti ís- lenski knattspyrnumaðurinn til ið vera dæmdur í leikbann í Evrópu- keppni. ■ UM 200 áhorfendur voru á iandsleik Kýpur og Islands og þótti flestum fátt til koma. En ekki Sig- urði Jónssyni. „Þetta var æðislegt. Það eru aldrei fleiri en 25 áhorfend- ur, þegar varalið Arsenal er ið spila, þannig að maður þekkir vai la annað en tóma bekki!” ■ ÍSLENDINGAR voru tvisvar dæmdir rangstæðir í fyrri hálflek, .. en aldrei eftir hlé. Kýpurme in voru einu sinni dæmdir rangstæði •. ■ ÍSLENDINGAR fengu eitt horn fyrir hlé og þrjú í seinni h?lf- leik. Kýpurmenn fengu þijár hoi n- spyrnur í fyrri hálfieik, en fjóra r í þeim seinni. ■ TVEIR landsliðsmenn á Kýpur fengu að sjá rauða spjaldið í leikjum um helgina. Þeir voru því settiv í bann og fengu þess vegna ekki að spilaýandsleikinn. ■ ÁSGEIR Elíasson fór beint frá Kýpur til Kölnar í Þýskalandi, þar sem hann verður á þjálfaranám- skeiði ásamt fjölda íslenskra þjálf- ara. ■ ATLI Helgason fékk nýliða- merki KSí strax eftir leikinn, en hann lék sinn fyrsta landsleik á Kýpur. ■ ÍSLAND lék í gær fjórða leik sinn í röð án taps, sem er met. Áður hafði íslenska liðið unnið Tyrki, gert jafntefli við Dani og unnið Spánverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.