Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 7
M0RGUNBLAÐIÖ¥ÍMíttt3lÁÖttó:: ÍVf U£íðM?t’ %§91 i7 Alþjóðleg ráðstefna um landbúnað og umhverfismál: Umhverfisvandamálin þekkja engin landamæri ALÞJÓÐASAMBAND búvöru- framleiðenda, IFAP, ítrekaði á stjórnarfundi, sem haldinn var í Reykjavík 14.-15. október síð- astliðinn, áskorun sina um að ríkisstjórnir aðildarríkja GATT- samkomulagsins beittu sér fyrir því að GATT- viðræðurnar skíl- uðu viðunandi niðurstöðum um landbúnaðarmál fyrir lok þessa árs, svo að bændur viti með vissu hveijar framleiðsluhorfur í landbúnaði verða. Stjórn IFAP hefur ritað ríkis- stjórnum áskorunarbréf þar sem stjórnvöld viðkomandi ríkja eru hvött til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að greiða fyrir því að GATT-viðræðurnar skili árangri fyrir árslok eða í byrjun næsta árs. Að mati Hans Kjeldsen, for- seta IFAP, er raunhæfur möguleiki á því að samkomulag náist varð- andi landbúnaðarmál í GATT-við- ræðunum á þessu ári, svo framar- lega sem pólitískur vilji sé fyrir hendi. Hann telur það auka enn á ringulreið á alþjóðamarkaði land- búnaðarafurða náist samkomulag ekki. Það hefði alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir afkomu bænda víða um heim, sem hefðu mátt þola mestu tekjuskerðingu sem þeir hefðu orðið fyrir um ára- tuga skeið. Fjársvikari í gæsluvarðhald Sjá vörulista IKEA 1992, bls. 35. * - sagði forseti Alþjóðasambands búvöru- framleiðenda við setningu ráðstefnunnar RÁÐSTEFNA Alþjóðasambands búvöruframleiðenda um landbúnað og umhverfismál var sett á Hótel Sögu í gær, en á ráðstefnunni er ann- ars vegar fjallað um landbúnað með hliðsjón af umhverfisvernd og hins vegar tengsl landbúnaðar og hagkerfis. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Umhverfið og sjálfbær þróun: lykilhlutverk bænda”, og er til- gangurinn með henni að mynda alþjóðlegan vettvang fyrir umræðu um umhverfismál og framtíðarhorfur landbúnaðar séð frá sjónarhóli bænda. Þetta er í fyrsta sinn sem bændur hittast á alþjóðavettvangi til að ræða umhverfismál og landbúnað, og verður niðurstaða ráðstefnunn- ar framlag bænda til umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Brasilíu á næsta ári. ráðherra og Eiður Guðnason um- hverfisráðherra ræður við setning- una, og H.O.A. Kjeldsen, forseti Alþjóðasamband búvöruframleið- enda, flutti ávarp. H.O.A. Kjeldsen sagði meðal annars í ávarpi sínu að umhverfis- mál skiptu bændur miklu máli, en landbúnaður væri stundaður í nán- ari tenglsum við náttúruna en nokk- ur annar atvinnuvegur. Landbúnað- ur væri í eðli sínu samfelld endur- Davíð Oddsson forsætisráðherra setti ráðstefnuna, en auk hans fluttu Halldór Blöndal landbúnaðar- Alþjóðasamband bú- vöruframleiðenda: Niðurstaða verði af GATT nýting auðlinda jarðarinnar, og bændur yrðu að vernda umhverfið vegna þess hve háðir þeir væru því afkomu sinnar vegna. Hann lagði áherslu á að sjálfbær þróun væri sameiginlegt markmið' sem ekki yrði náð af bændum eingöngu, held- ur kallaði það á skoðanaskipti milli allra þjóðfélagshópa. Þátttaka bænda væri þýðingarmikil, og sam- ráð og aðild þeirra gegnum eigin samtök væri nauðsynleg til að ná fram sjálfbærri þróun landbúnaðar- ins. Umhverfisvandamálin þekktu engin landamæri, og því yrðu lausn- ir á þeim að ná til alls heimsins. Hann benti á að ekki væri hægt að bæta umhverfið með því að þrengja að bændum fjárhagslega, heldur þyrftu að koma til rannsókn- ir, menntun, þjálfun og upplýs- ingamiðlun til þess að veita bænd- um aðstoð til að bæta framleiðslu sína og rekstraraðferðir. Þetta þyrfti að fara saman með efnahags- stefnu sem gerði búvöruframleið- endum kleift að reka býli sín á viðræðunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá ráðstefnu Alþjóðasambands búvöruframleiðenda um um- hverfismál sem hófst á Hótel Sögu í gær. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, setti ráðstefnuna. þann hátt sem væri bæði vistfræði- lega traustur og efnahagslega líf- vænlegur. Fulltrúar á ráðstefnunni á Hótel Sögu eru um 140 talsins frá bænda- samtökum í 29 þjóðrríkjum. Hún er haldin í boði ríkisstjórnar íslands og hafa íslensku bændasamtökin annast undirbúning hennar. 1 SAKADÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær mann á þrítugs- aldri sem tveir aðilar hafa kært fyrir fjársvik í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags. Önn- ur kæran er frá hóteli, hin frá heildverslun með hársnyrtivör- ur. LITTU A VERÐIÐ! Glæsilegt leSursófasett ó ótrúlegu verÖi Eins og fram hefur komið ferð- ast maðurinn um á namibísku vega- bréfi og gengur undir íslensku nafni. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins í fyrradag eftir að tvær kærur höfðu borist á hann. Hann er talinn hafa svikið út vörur á heildverslun með snyrtivörur í Reykjavík og safnaði um 200 þús- und króna reikningi á hóteli. Þá hafði hann tekið til starfa sem spyrtifræðingur og hárgreiðslu- meistari í Reykjavík. Lögregla bíður enn eftir upplýsingum um hann erlendis frá en samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur hann meðal annars dvaldist nýlega í Frakklandi og Kanada. ViS getum nú boðið viðskiptavinum okkar þetta glæsilega leðursófasett á mjög lágu verði. TIDO leðurstóll 25.000,- TIDO leðursófi (tveggja sæta) 40.000,- BRENNA sófaborð 3.550,- Vörulisti IKEA 1992 er kominn út og er þar á að líta fjölda stórgóðra tilboða. Kynntu þér málið. IKEA FYRIR ALLA KRINGLUNNI 7 • SÍMI 91-686650 KRAFTAVERK 11-161091

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.