Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÖBER 1991
Bæjarsjóður Ölafsvíkur:
Utveri breytt í fiskvinnslu-
fyrirtækið Snæfelling hf.
GENGIÐ var frá kaupum bæjarsjóðs Olafsvíkur á útgerðarfélaginu
Útveri hf. á Ólafsvík á hluthafafundi á þriðjudag en það gerir út togar-
ann Má. Var nafni félagsins breytt í Snæfelling hf. og er því ætlað
að annast útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Eftir eigendaskiptin á Ólafs-
víkurbær allt hlutafé fyrirtækisins en átti áður 40% hlut. Greiddi bæjar-
sjóður 19,5 milljónir kr. fyrir hlutabréfin og verður hlutafé félagsins
90 milljónir kr. Már hefur verið í uppboðsmeðferð að kröfu Landsbank-
ans vegna vanskila en að sögn Sverris Hermannssonar bankastjóra
hefur bankinn látið fresta uppboðinu þar til séð verður hvernig rætist
úr málefnum fyrirtækisins.
Bæjarstjóm Ólafsvíkur samþykkti
samhljóða kaupin á Útveri og til-
nefndi fulltrúa í stjóm fyrirtækisins
fyrir hluthafafundinn á þriðjudag.
Stefán Garðarsson bæjarstjóri er for-
maður stjómar félagsins og með-
stjórnendur eru Atli Alexandersson,
forseti bæjarstjómar, og Sveinn Þór
Elínbergsson bæjarfulltrúi. Stefán
sagði í samtali við Morgunblaðið að
á hluthafafundi Snæfellings hf.
hefðu verið gerðar breytingar á sam-
þykktum félagsins, sem fela í sér að
stjóm og hluthafar eigi ekki for-
kaupsrétt að hlutabréfum sem boðin
verða til sö!u í félaginu. Sagði hann
að ekki hefði verið tekin ákvörðun
um að selja hlutabréf í félaginu eða
að auka hlutafé en Ólafsvíkurbær
stefndi að því að losa sig út úr því
eftir eitt til tvö ár.
„Hlutaféð, 90 milljónir, hefur ekki
verið greitt til félagsins ennþá en
verið er að ganga frá því. Fyrsta
verk stjórnarinnar verður að hnýta
marga lausa enda varðandi togarann
,Má, því Útver var í verulegum van-
skilum og munum við semja okkur
út úr því,” sagði Stefán.
Stefán sagði að vanskil næmu á
annað hundrað millj. kr. Þá sagði
hann að stjórnin myndi vinna að því
að leiða saman fleiri aðila til að kanna
möguleika á að gera tilboð í eignir
þrotabús Hraðfrystihúss Ólafsvíkur.
Már er nú í söluferð í Þýskalandi
og sagði Stefán að stefnt yaeri að
því að skipið landaði afla á Ólafsvík
þegar það kæmi úr næstu veiðiferð.
Stefán sagði að skuldir bæjarsjóðs
Ólafsvíkur myndu aukast úr 160
millj. kr. í 270 millj. vegna þessara
aðgerða. „Við höfum gert fjögurra
ára áætlun um hvemig bæjarsjóður
geti staðið'í skilum með afborganir
vegna þessara skuldbindinga.”
I gærkvöldi var haldinn stofnfund-
ur Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf.,
nýs fiskmarkaðar sem á að starf-
rækja á fjórum stöðum á Snæfells-
nesi. 75 aðilar lögðu fram hlutafé
samtals að fjárhæð rúmar 13 milljón-
ir kr.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Geir Hauksson formaður Flugvirkjafélags íslands tók fyrstu skófl-
ustunguna að hinu nýja flugskýli sem reist verður á næstu 14 mánuð-
um. Að baki Geirs standa Sigurður Helgason forstjóri og Hörður
Sigurgestsson stjórnarformaður Flugleiða.
Flugleiðir byggja flugskýli á Keflavíkurflugvelli:
Verður stærsta hús
í eigu Islendinga og
kostar um milljarð
—rt, ”
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 17. OKTOBER
YFIRLIT: Um 200 km suðsuðvestur af Færeyjum er 958 mb. lægð
sem þokast austur. 1033 mb. hæð yfir Grænlandi, þokast suðaust-
ur.
SPÁ Smám saman gengur norðanáttin niður. Fyrst um landið vest-
anvert, en ekki fyrr en undir kvöld austanlands. Snjókoma verður
norðaustanlands, él á Vestfjörðum en sennilega léttskýjað suðvest-
an- og sunnanlands. Hiti víðast um eða rétt undir frostmarki, en
þó 1-5 stiga hiti við suðausturströnd.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan- eða norðvestan átt og að heita
má þurrt um land allt.
HORFUR Á LAUGARDAG:Áframhaldandi vestanátt. Snjókoma eða
él á Vestfjörðum og við norðurströndina en þurrt í öðrum landshlut-
um. Víða léttskýjað á suður- og austurlandi. Hiti 1-5 stig að degin-
um báða dagana en talsvert næturfrost inn til landsins.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* •* *
* * * * Snjókoma
1Q Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V B
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
FYRSTA skóflustungan að nýju flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli var tekin í gær og var það Geir Hauksson formaður flugvirkja-
félags íslands sem það gerði að viðstöddum fjölda gesta. Nýja flug-
skýlið 12.500 fermetrar og um 170.000 rúmmetrar. Áætlað er að
yúka við bygginguna sem verður stærsta hús í eigu íslendinga á
14 mánuðum og er áætlaður byggingarkostnaður um milljarður
króna.
Að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafulltrúa hafa Flugleiðir samið
við kanadíska verktakafyrirtækið
Matthews Contracting um bygg-
ingu stöðvarinnar. Um væri að
ræða svokallaðan alverktökusamn-
ing með föstu verði. Fyrirtækið
skilaði viðhaldsaðstöðunni fullfrá-
genginni í lok næsta árs og væri
hluti af tilboðinu ákaflega hagstætt
lán frá kanadískum útflutnings-
banka.
Einar sagði að gert væri ráð fyr-
ir að vinna við bygginguna yrði að
mestu í höndum íslenskra undir-
verktaka og yrði hafist handa með
jarðvinnu þegar um næstu mánaða-
mót. í fyrradag hefðu verið opnuð
tilboð í þann verkþátt og hefðu 12
fyrirtæki skilað inn tilboðum sem
næstum öll hefðu verið undir kostn-
aðaráætlun. Hlaðverk hefði átt
lægsta tilboðið og síðan hefðu kom-
ið tilboð frá Borgarfelli og Hag-
virki. Einar sagði að tilboðin yrðu
könnuð á næstu dögum og stefnt
yrði að ganga frá samningum um
eða eftir næstu helgi. Flugleiðir
myndu því í lok næsta árs flytja
nær alla starfsemi tæknisviðs til
Keflavíkurflugvallar og þá myndu
um 170 manns starfa í nýju við-
haldsstöðinni.
-BB
Vf’l VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hlti veður Akureyri +1 snjóél Reykjavík 0 úrkoma í grennd
Bergen 10 alskýjað
Helsinki 10 skýjaö
Kaupmannahöfn 13 þokumóða
Narssarssuaq 12 hálfskýjað
Nuuk +2 skýjað
Osló 10 skýjað
Stokkhólmur 11 þokumóða
Þórshöfn 9 rigning
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 14 þokumóða
Barcelona 20 iéttskýjað
Berlín 17 mistur
Chicago 0 léttskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 16 léttskýjað
Glasgow 11 skúr
Hamborg 16 skýjað
London 14 rigning
Los Angeles 17 þoka
Lúxemborg vantar
Madríd 16 léttskýjað
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Montreal 7 rigning
NewYork 12 alskýjað
Orlando 18 alskýjað
París 15 alskýjað
Madeira 21 skýjað
Róm 22 hálfskýjað
Vín 19 léttskýjað
Washington 11 rigning
Winnipeg 2 rigning
Köln:
Islenskt vatn og sæl-
gæti á vörusýningu
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, bladanianni Morgunblaðsins.
ÞRJÚ íslensk iðnfyrirtæki kynntu framleiðslu sína á stærstu mat-
vælasýningu í Evrópu, Anuga, sem haldin er í Köln í Þýskalandi
annað hvert ár. Þau fyrirtæki sem hlut eiga að máli eru Akva á
Akureyri sem kynnti lindarvatn í femum, Nói-Siríus sem sýndi
sælgæti og íslenskt bergvatn í Reykjavík sem hefur náð góðum
árangri í sölu á kolsýruvatni.
Finnur Geirsson, framkvæmda-
stjóri Nóa-Siríus, sagði að eini vaxt-
armöguleiki fyrirtækisins fælist í
aðgangi að stærri mörkuðum með
útflutningi. Hann sagði að sælgæt-
ið frá Nóa-Síríusi væri samkeppnis-
hæft í verði sem gæðaframleiðsla
á Evrópumörkuðum og á þeirri for-
sendu væri hann hóflega bjartsýnn.
Þátttakan á Anuga væri fyrst og
fremst tilraun, að sýningunni lok-
inni yrði árangurinn metinn og
ákvarðanir teknar um framhaldið.
Um þessar myndir væri unnið að
undirbúningi markaðskannana er-
lendis í samvinnu við Útflutnings-
ráð. Nói-Siríus tók þátt í vörusýn-
ingu í New York í sumar á vegum
Útflutningsráðs.
Akva er fyrirtæki sem stofnað
var af mjólkursamlögum á Norður-
landi fyrir 6 árum, m.a. til að mark-
aðssetja íslenskt lindarvatn. Síðustu
4 árin hefur fyrirtækið verið í eigu
Mjólkursamlags kaupfélags Eyfirð-
inga á Akureyri. Framleiðsla fyrir-
tækisins fór í bytjun hægt af stað
að sögn Þórarins Sveinssonar,
mjólkurbússtjóra. Hann sagði að
kostnaður við markaðssetningu
hefði vaxið eigendunum í augum
en undanfarin ár hafí verið unnið
hægt en markvisst að henni. Þórar-
inn sagði að fyrirtækið legði áherslu
á Bandaríkjamarkað og þar hefði
náðst nokkur árangur. Hins vegar
hefðu fyrirtæki í Evrópu sýnt fram-
leiðslunni áhuga þannig að við
ákváðum að vera fluga á veggnum
hér í Köln, sagði Þórarinn. Tvær
verslanakeðjur á Englandi, Tesco
og Safeway, munu selja Akva-vatn-
ið í verslunum sínum á næsta ári.
Að sögn Þórarins eru vandamál
vegna umbúða sem hannaðar eru
fyrir Bandaríkjamarkað sem þarf
að leysa. Þórarinn lagði áherslu á
að markaðsstefna fyrirtækisins
væri mjög hægfara, menn þar vildu
skoða hvert skref áður en tekið
væri og meta árangur þess áður
en annað væri tekið. Við erum að
markaðssetja hreint og fagurt land,
sagði Þórarinn og við viljum fara
varlega í sakimar til þess að engu
verði spillt.
íslenskt bergvatn hefur mesta
reynslu þessara fyrirtækja hvort
heldur er í markaðssetningu erlend-
is almennt eða þátttöku í vörusýn-
ingum á borð við Anuga. Ekki
reyndist unnt að ná tali af Davíð
Scheving Thorsteinssyni á sýning-
unni í Köln þannig að frásögn af
þátttöku fyrirtækisins verður að
bíða.