Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björri Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Fylgjum fordæmi
Vestfirðinga
Tilboð Norðurtangans á ísafirði
og Frosta í Súðavík í meiri-
hluta hlutafjár Fiskiðjunnar
Freyju á Suðureyri við Súganda-
fjörð og eignir þess fyrirtækis, svo
sem togarann Elínu Þorbjarnar-
dóttur, markar á margan hátt
tímamót í endurskipulagningu
sjávarútvegsins. Byggðastofnun
hefur fyrir sitt leyti samþykkt
þetta tilboð en ekki_ liggur enn
fyrir hver afstaða Útvegsfélags
samvinnumanna er, en það fyrir-
tæki á forkaupsrétt að þeim hluta-
bréfum, sem um er að ræða. Hins
vegar verður ekki séð, að félagið
hafi sömu aðstöðu til að standa
að endurskipulagningu sjávarút-
vegs á þessu svæði og þau tvö
fyrirtæki, sem tilboðið hafa gert.
Norðurtanginn og Frosti taka
að sér að tryggja nægilegt hráefni
til vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á
Suðureyri og þar með atvinnu á
staðnum. A móti kemur, að fiski-
skip þessara fyrirtækja tveggja
veiða þann kóta, sem fylgir togar-
anum Elínu Þorbjarnardóttur, en
sá togari verður tekinn úr umferð
og seldur, ef kostur er. Aflanum
verður ýmist iandað á Suðureyri
eða ekið þangað frá ísafirði eða
Súðavík, eftir því, sem hentar.
Með þessu er stuðlað að hag-
kvæmari útgerð, þ.e. fækkun verð-
ur í flotanum. Hins vegar er tryggt
að fólkið á Suðureyri, sem á eign-
ir á staðnum, heldur fullri atvinnu.
Útgerð og fiskvinnsla hefur geng-
ið mjög erfiðlega þar og jafnvel
hefur blasað við, að fólk mundi
flytja á brott í stórum stíl. Slíkur
brottflutningur mundi kosta
stórfé, að. ekki sé talað um þann
persónulega sársauka, sem fylgja
mundi slíkum málalokum. Með
samvinnu af því tagi, sem nú er
lagt til og tvö öflug sjávarútvegs-
fyrirtæki við Djúp eiga hlut að er
tryggt, að til þess komi ekki.
Hagkvæmnin er augljós og jafn-
framt fer ekki á milli mála, að
þegar lokið verður við byggingu
jarðganga á þessu svæði verða
Djúpið, Suðureyri og Flateyri eitt
atvinnusvæði og auðvelt fyrir fólk
að fara á milli staða eftir því, sem
henta þykir. Sú íjárfesting mun
skila sér í blómlegri byggð og stór-
vaxandi framleiðslu- og útflutn-
ingsstarfsemi. Þá getur vel komið
til aukin sérhæfing einstakra
staða. Þannig er talið, að Suður-
eyri við Súgandafjörð liggi vel við
línuútgerð, sem er að aukast á
Vestfjörðum. Niðurstaða þessarar
samvinnu getur auðveldlega orðið
sú, að byggðin við Súgandaíjörð
blómstri á ný.
Hingað til hefur sameining eða
samvinna sjávarútvegsfyrirtækja
orðið í sama byggðarlagi. Þannig
var um sameiningu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og ísbjarnarins í
Granda hf. Þannig var um samein-
ingu sjávarútvegsfyrirtækjanna á
Akranesi og raunar víðar. Nú er
bent á leið til þess að efla sjávarút-
vegsfyrirtæki með samstarfi á
milli byggðarlaga. Verði af þess-
um kaupum nú, sem gera verður
ráð fyrir, er komið fordæmi fyrir
því, hvernig byggðarlög geta tekið
höndum saman til þess að efla
útgerð og fiskvinnslu.
Samstarfið á milli fyrirtækj-
anna á ísafirði, í Súðavík og Súg-
andafirði getur vísað mönnum
veginn annars staðar á landinu,
þar sem aðstæður eru til slíks
samstarfs. I umræðum um vanda
fiskvinnslunnar á Ólafsvík fyrir
nokkrum mánuðum benti Morgun-
blaðið á augljósa hagkvæmni þess,
að sjávarplássin á norðanverðu
Sæfellsnesi taki upp samvinnu sín
í milli. Nú er sameining fyrirtækja'
á Stöðvarfirði og i Breiðdalsvík
enn á dagskrá. Vafalaust er hægt
að koma slíkrí samvinnu á víðar
á Austfjörðum, annars staðar á
Vestfjörðum, á Norðurlandi, Suð-
urnesjum og hagkvæmni samein-
ingar fyrirtækja í Vestmannaeyj-
um blasir við hvaða leikmanni sem
er.
Tilboð Norðurtangans og Frosta
hefur því ekki einungis þýðingu
fyrir þau þijú byggðarlög, sem
hlut eiga að máli, heldur ætti það
að verða forystumönnum í sjávar-
útvegi víðs vegar um landið hvatn-
ing til þess að íhuga möguleika á
sameiningu eða samstarfi.
Það er sérstök ástæða til að
fagna frumkvæði forystumanna
fyrirtækjanna tveggja. Endur-
skipulagning sjávarútvegs fer bezt
fram með þeim hætti, að frurn-
kvæðið komi frá stjórnendum fyr-
irtækjanna sjálfra en hvorki frá
stjórnmálamönnum né starfs-
mönnum sjóða og opinberra stofn-
ana. Útgerðarmennirnir og fisk-
verkendur þekkja bezt sjálfir hvar
möguleikar eru til hagræðingar.
Stundum er við erfiðan vanda að
etja, þar sem er hrepparígur. En
menn verða að takast á við þann
vanda í stað þess að gefast upp
fyrir honum.
'Nú er ekkert tilefni til að taka
upp bæjarútgerðir á ný eins og
einhver tilhneiging virðist vera til
í Ólafsvík. Einkaframtakið á að
ráða ferðinni og þegar það tekur
til hendi eins og nú hefur gerzt á
Vestfjörðum verður niðurstaðan
jákvæð.
Það ríkir mikil svartsýni meðal
fólks. Stóraukinn hagnaður af
rekstri útgerðar og fiskvinnslu er
öruggasta leiðin til þess að bæta
afkomu launþega og hleypa nýju
lífi í atvinnuvegina. Sjávarútvegs-
menn víðs vegar um landið eiga
nú að láta hendur standa fram úr
ermum og fylgja fordæmi Vest-
firðinga.
SVEINN M. SVEINSSON
100 ÁRA MINNING
í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Sveins M.
Sveinssonar, forstjóra. Af því tilefni birtir
Morgunblaðið hér á eftir grein Jónasar H.
Haralz, fyrrum bankastjóra, þar sem hann rifj-
ar upp kynni sín af Sveini.
Sveinn M. Sveinsson fæddist í Vestmannaeyj-
um 17. október 1891. Foreldrar hans voru
Sveinn Jónsson trésmíðameistari og Guðrún
Runólfsdóttir. Hann lauk verslunarnámi í
Kaupmannahöfn 1909 og var verslunarmaður
þar í borg næstu árin, en 1913 kom hann heim
aftur og var ráðinn forstjóri Völundar hf., sem
síðar varð Timburverslunin Völundur hf.
Þvi starfi gegndi hann til dauðadags, en
hann lést 23. nóvember 1951. Hann átti sæti í
stjórn Arvakurs hf., útgáfufélags Morgun-
blaðsins, um árabil. Hann var kjörinn í stjórn
Verslunarráðsins 1935 og starfaði þar næstum
óslitið til ársloka 1950. Hann var varaformaður
þess 1938-45, og formaður skólanefndar
Verslunarskóla íslands var hann í sjö ár.
Kona Sveins M. Sveinssonar var Soffía Emil-
ía, dóttir Haraldar Níelssonar prófessors og
konu hans, Bergljótar Sigurðardóttur.
Hér fer á eftir grein Jónasar H. Haralz:
Sveinn M. Sveinsson var brautryðj-
andi í íslensku atvinnulífi á fyrri
hluta þessarar aldar. Hann var
einn þeirra manna, sem hófust
af eigin rammleik til athafna og
árangurs, sem aðrir nutu góðs af
ekki síður en þeir sjálfir. Atorka,
reglusemi, vandvirkni og heiðar-
leiki voru einkenni hans, jafnframt skyldurækni
við þá sem með honum störfuðu og þá sem miður
máttu sín. Þegar hart var kreppt að einkarekstri
í landinu á fjórða tug aldarinnar gerðist hann einn
helsti forystumaður varnarbaráttu fijálslyndis og
einkaframtaks, sem stóð áratugum saman. Nú,
hundrað árum eftir fæðingu hans og fjörutíu árum
eftir andlát hans, hefur svo skipast að þær hugsjón-
ir, sem hann hafði aðhyllst á unga aldri, eru í
meiri metum en þær voru lengst af áður.
Ég, sem þessar línur rita, hafði um margra ára
skeið, þá á unga aldri, náin kynni af Sveini á
heimili hans og konu hans, Soffíu Haraldsdóttur,
sem var systir mín. Það, sem hér fer á eftir, lýsir
því, hvernig hann kom mér fyrir sjónir, og hvern
sess mér virðist hann hafa skipað í íslensku þjóð-
lífi þegar litið er til baka.
Sveinn M. Sveinsson fæddist í Vestmannaeyjum
17. október 1891. Foreldrar hans voru Sveinn
Jónsson, trésmíðameistari, og Guðrún Runólfsdótt-
ir. Æskuárin í Vestmannaeyjum mótuðu Svein á
marga lund. Ströng en gjöful náttúra, líf athafna
og sjálfstæðis, þar sem hver og einn varð að spjara
sig, en þar sem til mikils var að vinna þegar vel
tókst til. Ég get enn séð fyrir mér þá ímynd Vest-
mannaeyja sem greyptist í huga mér af lýsingum
Sveins af leikjum, störfum og ævintýrum hans og
jafnaldra hans í Eyjum. Þessi áhrif bernskuáranna
fylgdu honum ævilangt. Þau áttu einnig dýpsta
þáttinn í aðdáun hans og hrifningu af fegurð ís-
lenskrar náttúru og af þeirri list, sem nær að túlka
þá fegurð.
Faðir Sveins fluttist von bráðar til Reykjavíkur
og gerðist athafnasamur við byggingu timburhúsa
á fyrstu árum aldarinnar. Mörg þessara húsa, sem
löngum settu svip á bæinn og sum standa enn,
voru verk han§. Sveinn vann með föður sínum að
trésmíði um skeið. Hugurinn stefndi þó til meiri
menntunar og frama. Hann settist í Latínuskól-
ann, sem þá var kallaður. Dvölin þar átti þó ekki
við hann, sem síst var að undra, þar sem skólinn
var þá, og raunar miklu lengut', eins konar for-
skóli fyrir embættisnám. Að tveimur árum liðnum
leitaði Sveinn til Danmerkur til náms í verslunar-
fræðum. Þetta átti vel við hann og einnig það
umhverfi fijálslyndis og athafnasemi, er hann
kynntist í Danmörku. Hann bar ætíð eftir þetta
hlýjan hug til þess lands og ieitaði þangað til af-
þreyingar og hvíldar þegar færi gafst.
Trésmiðir í Reykjavík höfðu fundið til þess um
aldamótin, hversu erfitt var um aðföng, er full-
nægðu nauðsynlegum gæðum. Þeir efndu til sam-
taka til að fá úr þessu bætt og stofnuðu Timbur-
verslunina Völund árið 1904. Þótt fyrirtækið gæti
þjónað þeim tilgangi, sem til var ætlast, gekk
reksturinn illa, enda eigendur margir og forustan
veik. Sveinn Jónsson, faðir Sveins M. Sveinsson-
ar, hafði verið einn helsti forgöngumaður um stofn-
un Völundar. Þegar séð var í hvert óefni stefndi
árið 1913, leitaði hann til sonar síns, sem þá var
aðeins 22 ára að aldri, um að taka við stjórn fyrir-
tækisins. Sveinn yngri hafði þá hafið störf í Dan-
mörku og hugsaði ekki til heimferðar. Hann varð
þó við áskorun föður síns og félaga hans. Er
skemmst frá því að segja, að hann tók verkefnið
föstum tökum. Sú menntun, sem hann hafði hlot-
ið, kom í góðar þarfir og eiginleikar hans sjálfs,
atorkan, reglusemin og vandvirknin nutu sín til
fulls. Rekstur Völundar komst brátt á réttan kjöl,
jafnframt því sem fyrirtækið rækti af alúð hið
upphaflega verkefni sitt að sjá trésmiðum landsins
fyrir sem bestum efnivið á hagstæðu verði.
Mér er það minnisstætt, er Völundur átti 25
ára afmæli sumarið 1929. Hagur fyrirtækisins
mun þá hafa staðið með hvað mestum blóma auk
þess sem velgengnisár voru í landinu. Það lá vel
á Sveini M. Sveinssyni þetta sumar. Hann taldi
auðsjáanlega að mikill árangur hefði náðst og
góðar horfur væru framundan. Mér finnst að hann
hafi þetta sumar, komist eins nærri því að leika
á als oddi og mikil stilling hans og sjálfsagi leyfðu.
Samkvæmi var haldið fyrir starfsfólkið og hádegis-
verður í Þrastarlundi fyrir stjóm fyrirtækisins, sem
þá var enn skipuð fulltrúum hinna upphaflegu
eigenda. Að þessu öllu loknu fór Sveinn með fjöl-
skyldu sína í bíiferð að Sogsfossum í fegursta
sumarveðri, ferð, sem mér er enn minnisstæð.
Þetta var einnig sumarið, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn var stofnaður. Ég heyrði Svein hafa þáð á
orði, að hann hefði lítil afskipti haft af stjórnmál-
um, en þó talið sig fylgjandi íhaldsflokknum. Nú
hikaði hann hins vegar ekki við að fylgja hinum
nýja flokki, þegar sjálfstæðið hafði verið sett á
oddinn. Með því átti hann við sjálfstæði einstakl-
ingsins jafnvel fremur en sjálfstæði þjóðarinnar.
Það var þó ekki góðæri, sem í hönd fór, heldur
tveir áratugir kreppu, styijaldar og erfiðrar aðlög-
unar að því loknu. Grundvallarreglur fijáls athafn-
alífs voru rofnar. Lausnar á erfiðleikunum var
leitað í stórauknum ríkisafskiptum, beinni þjóðnýt-
ingu og stuðningi við félags- og samvinnuverslun
á kostnað einkaverslunar. Þessi þróun, sem gekk
í svo andstæða átt við skoðanir þeirra og hugsjón-
ir, hefur sjálfsagt komið Sveini M. Sveinssyni og
félögum hans og vinum í verslunarstétt mjög á
óvart. Þeir gerðu sér þó fljótlega grein fyrir, að
ekki var unnt að bregðast við slíkum atburðum á
vettvangi fyrirtækjanna sjálfra, heldur þurfti beit-
ing samtaka og stjórnmálaáhrifa að koma til sög-
unnar. Að þessum verkefnum sneri Sveinn sér fljót-
lega upp úr 1930, af sömu kostgæfni og samvisku-
semi og hann hafði áður beitt við að koma fyrir-
tæki sínu á réttan kjöl.
I 100 ára minningargrein um Hallgrím Bene-
diktsson hefur dr. Oddur Guðjónsson lýst því,
hversu vanmáttug samtök verslunarinnar voru um
þessar mundir. Félagar í Verslunarráði íslands
voru innan við eitt hundrað og fjárhagsgrundvöll-'
ur þess nánast enginn. Samtímis var höftum og
þjóðnýtingu beitt gegn einkaverslun og að henni
sótt með hörðum áróðri í biöðum.
Það er árið 1934 sem Hallgrímur Benediktsson
er kjörinn formaður verslunarráðsins. Ári síðar
kemur Sveinn M. Sveinsson til starfa í stjórn ráðs-
ins og verður nokkru seinna varaformaður. í sam-
einingu eru þessir tveir menn í forustu um eflingu
samtakanna og viðnám gegn yfirgangi ríkisins.
Það nána samstarf entist meðan báðir lifðu. Um
þetta segir dr. Oddur, sem var framkvæmdastjóri
verslunarráðsins á þessum árum, það sem hér fer
á eftir:
„I ýmsu voru þessir menn ólíkir, en samstarfið
við þá reyndist í senn lærdómsríkt og hvetjandi.
Við hittumst nær daglega á skrifstofu formanns.
Ekki voru þessar viðræður bundnar við undirbún-
ing stjórnarfunda, heldur beindust þær í æ ríkara
mæli að málefnum verslunarstéttarinnar almennt
og hvað henni mætti að gagni koma.
Það kom jafnan 'fram í þessum viðræðum, að
fyrsta skrefið í nýrri sókn hlyti að vera fólgið í
því að styrkja verslunarráðið sem málsvara stétt-
arinnar og hins frjálsa framtaks og kynna jafn-
framt þjóðinni stöðu þess til mála er hana varð-
aði. Tækist þetta myndu aðilar stéttarinnar sjá
sér hag í að standa vörð um eigin málefni. Jafn-
hliða þessu bæri að leita samstarfs við fjölmiðla,
sem skilning vildu sýna á málefnum verslunarstétt-
arinnar og tilbúnir væru til andsvara, ef að henni
væri vegið.”
Enda þótt engin straumhvörf yrðu í stjórn efna-
hagsmála, tók viðnámið þó fljótlega að hafa áhrif.
Vaxandi tillit var tekið til sjónarmiða einkaverslun-
ar við framkvæmd mála og fyrirætlanir um frek-
ari þjóðnýtingu og ríkisafskipti voru lagðar á hill-
una. Einkum náðist nokkur árangur við myndun
þjóðstjórnarinnar 1939, en styijöldin, með öllum
þeim umskiptum er henni fylgdu, var þá á næsta
leiti. Að styijaldarlokuni var brátt hert á höftum
á ný og jafnvel gengið enn lengra í því efni en
nokkru sinni áður. Fyrstu alvarlegu skrefin til
fijálsra viðskiptahátta voru ekki tekin fyrr en á
árinu 1950, ári áður en Sveinn M. Sveinsson andað-
ist.
Það var eðlilegt framhald af samstarfi þeirra
Sveins og Hallgríms Benediktssonar, að þeir urðu
hiuthafar í Árvakri hf., útgáfufyrirtæki Morgun-
blaðsins, í náinni samvinnu við Valtý Stefánsson,
ritstjóra. Áttu þeir báðir sæti í stjórn þess fyrirtæk-
is um árabil. Sveinn varð því áhugasamari um
þennan þátt ævistarfs síns, sem lengra leið og
hann skildi betur hlutverk óháðrar blaðamennsku
í fijálSu þjóðfélagi.
Hjá því gat þó ekki farið, að á eignaraðild
tveggja svo umsvifamikilla kaupsýslumanna að
helsta blaði Iandsins væri litið með nokkrum ugg,
jafnvel meðal þeirra sem fylgdu þeim að málum.
Það sem fyrir þeim Hallgrími og Sveini vakti var
þó ekki að leita stuðnings við persónulega hags-
muni eða að skipta sér af daglegri ritstjórn heldur
að efla traustan málsvara fijálslyndra, borgara-
legra sjónarmiða.
Hér að framan hef ég minnst á lyndiseinkunnir
Sveins M. Sveinssonar og hvern þátt þær áttu í
farsælum atvinnurekstri hans og öðrum störfum.
Reglusemi hans í daglegu lífi var einstök. Hann
gat komið inn í herbergi þar sem allt var á rúi
og stúi, eins og gerist á barnmörgum heimilum,
og komið öllu í röð og reglu svo að segja á svip-
stundu, þegjandi og hljóðalaust. Ég held að hann
hafi verið einn þeirra manna, sem ganga að verki
með svo skipulegum og hagkvæmum hætti að
menn verða þess naumast varir að verkið hafi
verið leyst af hendi.
Annar þáttur í fari hans var áreiðanleiki. Á
honum byggðist traust samband við erlenda selj-
endur jafnt sem innlenda kaupendur, svo ekki sé
minnst á lánveitendur. Þegar ég kom að störfum
í Landsbankanum lifði orðstír Sveins enn meðal
starfsmanna bankans, tuttugu árum eftir andlát
hans.
Enn annar mikilvægur þáttur í fari Sveins var
næinur skilningur á nauðsyn góðs og trausts sam-
bands við starfsmenn þeirra fyrirtækja, sem hann
stjórnaði. Um þetta lætur Jón Hafliðason, nánasti
samverkamaður hans í Völundi áratugum saman,
þessi orð falla í minningargrein:
„Hann hafði tamið sér þá skapstillingu að ef
eitthvað var aðfinnsluvert var talað um það með
hógværð og vinsemd. Lét hann sér mjög annt um
hag og líðan starfsmanna sinna, studdi þá með
ráðum og dáð.”
Þessi ábyrgðartilfinning og skyldurækni var þó
ekki bundin við starfsmennina eina heldur náði
einnig, eftir því sem aðstæður leyfðu, út fyrir
þann hóp til þeirra, sem skarðan hlut báru frá
borði og minna máttu sín. Afstaða sem þessi skipti
enn meira máli en nú á þeim tímum, þegar al-
mannatryggingar voru skammt á veg komnar.
Hún er þó enn'sem fyrr hveiju fyrirtæki og hverju
þjóðfélagi mikils virði, enda þótt hún geti reynst
dýru verði keypt, og er vottur næms skilnings á
þeim ríku hagsmunum sem tengja saman alla
starfsmenn og allar stéttir.
Sveinn M. Sveinsson var alinn upp við lítil efni
en komst snemma í álnir og varð vel efnaður
maður á íslenskan mælikvarða. Hann barst þó
aldrei á í nokkru, og einfalt og óbrotið líf ein-
kenndi dagfar hans, eins og Valtýr Stefánsson
kemst að orði í afmælisgrein um hann sextugan.
Á hinn bóginn lét hann sér ekki lynda annað en
það, sem vandað var. Það eitt gat samræmst djúp-
stæðum þáttuni í eðli hans.
Sveinn M. Sveinsson grúskaði ekki í bókum.
Hann hafði aflað sér hagnýtrar skólamenntunar
en þó lært mest í starfi og reynslu. Hann hafði
eigi að síður fullan skilning á gildi jafnt hagnýtr-
ar sem fræðilegrar menntunar. Formaður skóla-
nefndar Verslunarskóla íslands var hann urn ára-
bil. Hann kunni einnig snemma að meta gildi
hagfræðilegrar menntunar, og byggðist það ekki
síst á kynnum hans af dr. Oddi Guðjónssyni og
samstarfinu við hann. Sveinn var fyrstur manna
til að beina athygli minni að hagfræðilegri mennt-
un og viðfangsefnum, enda þótt ég hefði þá ekki
þroska til að meta þær ráðleggingar að réttu.
Orð fór af því, að Sveinn M. Sveinsson væri
dulur maður, alvörugefinn og fáskiptinn, áhugalít-
ill um annað en starf sitt og nánustu viðfangs-
efni. Þannig gat hann vissulega komið mönnum
fyrir sjónir. Minningar mínar eru þó ekki síður
um hægláta glaðværð og kímni samfara alvöru,
aðdáun á fegurð landsins og ánægju af að njóta
hennar, þegar færi gafst.
Hjá því gat ekki farið að langt timabil hafta
og ríkisafskipta setti mark sitt á þá menn, sem
stóðu í forystu í íslensku atvinnulífi. Viðnám þeirra
virtist oftast nær bera lítinn árangur. Þeir hlutu
einnig að flækjast inn í viðjar kerfisins, verða eins
konar umboðsmenn þess frekar en sjálfstæðir
þátttakendur í lífi og starfi. Lamandi deyfð og
drungi kom í stað framtaks og athafna. Skilnings-
leysi alls þorra manna, leikra sem lærðra, á eðli
og nauðsyn fijálsra viðskipta og gildi eignarréttar
hlaut smátt og smátt að grafa undan trú þeirra
sjálfra á hlutverk sitt og getu. Eins og áður er
vikið að var rétt aðeins að byija að rofa til í þess-
um efnum hér á landi um það leyti sem Sveinn
M. Sveinsson andaðist fyrir fjörutíu árum.
Nú horfir hins vegar öðruvísi við. Leitað er
síaukins fijálsræðis í öllum greinum, einkavæðing
er kjörorð um heim allan, eignarréttur einstaklinga
viðurkenndur grundvöllur framfara og velmegun-
ar. Á þeim nýju tímum sem í hönd fara, væri þó
betur að þær dyggðir, sem Sveinn M. Sveinsson
og kynslóð hans ólu með sér, gleymdust ekki með
öllu, vinnusemin, reglufestan, vandvirknin og heið-
arleikinn, og síðast en ekki síst, skylduræknin
gagnvart öðrum.
Nytsemi álpoka:
Góð vöm samkvæmt
okkar rannsóknum
- segir Hjálmar R. Bárðarson
HJÁLMAR R. Bárðarson fyrrum siglingamálastjóri segir að niðurstöður
dr. Jóhanns Axelssonar, um að álpokar og álteppi séu ekki eins góð til
síns brúks og menn hafa hingað til talið, stangist á við rannsóknir sem
gerðar voru áður en bundið var
björgunarbátum hér á landi.
„Við gerðum prófanir með aðstoð
lækna í febrúar 1970 og það voru
strákar úr Sjómannaskólanum sem
voru sjálfboðaliðar við tilraunina.
Niðurstaðan var sú að álpokarnir
væru ágætis vörn og þess vegna var
það bundið í lög,” sagði Hjálmar í
samtali við Morgunblaðið.
Hann sagðist ekki véfengja rann-
sóknir dr. Jóhanns en þær stönguð-
ust á við þær athuganir sem gerðar
voru. í blaði Siglingamálstofnunar,
Siglingamál, frá því í desember 1973
er skýrt frá tilrauninni. Fjórir menn
lög að hafa álpoka í öllum gúmmí-
voru settir í gúmmíbjörgunarbát inn
í frystiklefa þar sem frostið var 25
gráður. Tveir þeirra voru í ullarnær-
fötum næst sér en tveir í bómullar-
nærfötum, að öðru leyti voru þeir
eins klæddir. Áður en þeir fóru í fi-y-
stiklefann voru föt þeirra gegnbleytt
með köldu vatni og síðan fóru þeir
sem í bómullarnærfötunum voru í
álpoka.
í ljós kom að þeir tveir sem voru
í álpokunum voru betur á sig komn-
ir eftir klukkustundar veru í frostinu
en hinir sem voru í þijá stundarfjórð-
Samkvæmt tilraun Siglingamálastofnunar voru þeir sem notuðu ál-
poka betur á sig komnir en þeir sem ekki voru í álpokum.
unga. í blaðinu er tekið fram að
æskilegt sé talið að allir sjómenn
klæðist ullarfatnaði næst sér en
vegna þess hve mikið pláss slíkur
klæðnaður taki sé ekki hægt að hafa
hann í gúmmíbjörgunarbátum.
Hjálmar sagði að pokarnir væru
flestir framleiddir í Bretlandi en upp-
haflega hefðu álteppin komið frá
geimrannsóknum en þar er álfatnað-
ur mikið notaður. „Tilraunir dr. Jó-
hanns eru ákaflega fróðlegar, ef
þetta er rétt. Menn hafa hingað til
trúað á þetta og ég held að það hljóti
að vera einhver bót af þessu,” sagði
Hjálmar.
Keflavík og Orlando eru „vinaborgir”
Orlando, frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
KEFLAVÍK og Orlando urðu „vinaborgir”. Yfirlýsing þar um var undir-
rituð við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Orlando-borgar upp úr hádeginu
sl. fimmtudag og rituðu forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og Cliar-
les Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, á yfirlýsinguna sem eins-
konar guðforeldrar vináttusáttmálans en Glenda Hood forseti borgar-
stjórnar og Ellert Eiríksson bæjarstjóri fyrir hönd samningsaðila.
Öli héldu þau stutt ávörp við at-
höfnina ásamt Jóni Sigurðssyni við-
skiptaráðherra og staðgengli utan-
ríkisráðherra. Fögnuðu þau sáttmál-
anum sem þau kváðust viss um að
myndi treysta þegar styrk bönd milli
þessara ólíku staða, sem þó eiga svo
margt sameiginlegt ef að er gáð.
Var þess minnst að Flugleiðir var
fyrsta erlenda félagið sem tók upp
reglubundið áætlunarflug til Orlando
og flýgur nú tvisvar í viku milli Kefla-
víkurflugvallar og Orlando-flugvall-
ar. Á báðum stöðunum eru mikilvæg-
ar stöðvar bandaríska flotans og
bæði Orlando og Keflavík eru stað-
set.tar á skögum og eru mikilvægar
þjónustuborgir fyrir stór svæði um-
hverfis þær. Því var fagnað að átak
hefur nýlega verið gert til að auka
viðskipti milli Flórída og íslands með
mjög góðum árangri.
Fulltrúar borganna skiptust á
gjöfum og vöktu þær gjafir mikla
hrifningu og tilkynnt var að fleiri
myndu fylgja á eftir.
Vigdísi Finnbogadóttur forseta
var við þetta tækifæri afhentur gull-
sleginn lykill Orlando-borgar, tákn
heiðursborgaratitils. Forsetinn af-
henti Orlando-borg að gjöf keramik-
styttu af Óðni.
Á annað hundrað gesta var við
þessa athöfn og meðal þeirra æðstu
stjórnendur Flugleiða, sem tóku virk-
an þátt í undirbúningi og hátíðahöld-
um sem á dagskrá voru vegna vina-
bæjasáttmálans.
Vigdís forseti kom til Orlando um
hádegisbil í gær. Öryggisverðir fluttu
hana og fylgdarlið hennar skipað
Jóni Sigurðssyni staðgengli utanrík-
isráðherra og frú, Tómasi Tómassyni
sendiherra íslands í Bandaríkjunum,
Kornelíusq Sigmundssyni forsetarit-
ara og Úlfi Sigurmundssyni við-
skiptafulltrúa í New York rakleiðis
til ráðhússins í Orlando. Með þeim í
för yar Charles Cobb sendiherra
Bandaríkjanna á Islandi og kona
hans.
Að athöfninni í ráðhúsinu lokinni
bauð borgarstjórn Orlando til hádeg-
isverðar í norska húsinu í Epcot
Center í Disney World. Meðal gesta
þar voru margir helstu fulltrúar við-
skipta- og ferðamála í Flórída m.a.
ýmsir þeirra sem nýkomnir voru úr
ferð til íslands til að auka viðpskipti
landanna, en sú för hafði tekist bet-
ur en nokkur hafði vænst.
Síðan var farið með forseta Is-
lands og fylgdarlið í snögga skoðun-'
arferð um Epcot-garðinn.
Milli kl. 18 og 20 var Vigdís for-
seti heiðursgestur í móttöku ræðis-
manna íslands í Flórída og íslend-
ingafélaganna þriggja sem þar
starfa. Blandaði hún geði og ræddi
við flesta gestanna sem voru um 200
að tölu. Kom fólk víða að til þessa
fagnaðar en lengst þó Ragna Hooks
sem ók ásarnt vinkonu sinni frá
Nýju Mexíkó alls 5.600 krn leið fram
og til baka til að hitta forseta sinn
og landa sína, en þeir eru fáir í
Nýju Mexíkó.
10. október verður mörgum ís-
lendingum í Flórída ógleymanlegur
bæði sem stofndagur vinabæjasam-
bandsins milli Keflavíkur og Orlando
og eins vegna glæsilegrar framkomu
forseta íslands við það tækifæri og
þeirra ánægjulegu samverustunda
sem heimsókn forsetans veitti þeim.
Allar sjónvarpsstöðvar í Mið-
Flórída fylgdust með athöfninni f
ráðhúsinu.