Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 Einbhús - Skagaströnd Gamalt einbhús til sölu á Skagaströnd. Þarfnast endurbóta. Upplýsingar í síma 95-22881. Garðabær - skipti Höfum til sölu 160 fm einbýlishús á grónum stað. Stór- ar stofur, rúmgóð herb. Gott skipulag. Fallegur garður. Getur losnað fljótlega. Tilvalið tækifæri fyrir ungt fólk. Eignaskipti möguleg. Óskað er eftir tilboði í eignina. (\ HÚSAKAUP ■Sf621600 Logafold Vorum að fá í sölu 2ja herb. 72 fm íb. í parh. íb. selst fokh. að innan með miðstöðvarlögnum. Húsið frág. að utan. Verð 4,7 millj. Hverafold Vorum að fá í sölu efri sérhæð í tvíbýlishúsi. íbúðin er 132 fm. 30 fm bílskúrsgrunnur. Verð 10,9 millj. Áhv. 5,0 millj. Fasteignasalan Hátún, Suðurlandsbraut 10, símar 687828 og 687808. Ibúðir fyrir aldraða Eigum til sölu eftirtaldar íbúðir: Á Grandavegi 47 • Tvær 2ja herb. íbúðir 44,5 fm + sameign á 1. og 2. hæð. • Eina 3ja herb. íbúð 87,4 fm + sameign á 2. hæð. íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar, fullfrágengnar, fyrir utan gólfefni, ásamt hlutdeild í sameign; t.d. sam- kvæmissal, sauna o.fl. Á Skúlagötu 40-40b: • Ein 2ja herb. íbúð 63,6 fm + sameign á 2. hæð. • Ein stóra 4ra-5 herb. íbúð 140 fm + sameign á 5. og 6. hæð. íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar, fullfrágengnar, fyrir utan gólfefni. íbúðunum fylgir stæði í bílageymslu ásamt hlutdeild í öllu sameiginlegu, t.d. samkomusal, föndurherb., sauna o.fl. Allar upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á Skrifstofu eldri borgara, Borgartún 31. rFÉLAG EIDRI BORGARA F-E-B söluskrifstofa, Borgartúni 31, sími 621477 Bæjarhraun 16, Hafnarfirði wm Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur falið okkur að selja 245 fm húsnæði á 2. hæð í þessu húsi sem snýr að Reykja- nesbraut. Um er að ræða sérhannað kennslueldhús ásamt kennslustofu og tilheyrandi sem áður hýsti mat- reiðsluskólann OKKAR. Laust strax. Nánari upplýsingar á skrifstofu. HRAUNHAMARhf A A FASTEIGNA-OG ■ SKIPASALA aQj Reykjavíkurvegi 72. 11 Hafnarfirði. S- 54511 Sími 54511 jp Söiumaöur: Magnús Emilsson, hs. 53274. Oður í ljóð o g trylltur í fegurð Bókmenntir Jón Stefánsson Goran: LIST OG TÁR. Ljóð. Hringskuggar 1991. Jón frá Pálmholt.i þýddi. Ein minnistæðasta fréttaljós- mynd síðari ára er vafalaust af kúrdískri móður og ungbarni henn- ar; íraksstjórn hafði varpað gas- sprengjum á þorp Kúrda og þegar ljósmyndarinn kom á vettvang blasti þessi sýn við honum; ung- barn og móðir þess með angist og kvöl dauðans í svip sínum. Og þessi mynd kemur upp í hugann þegar Kúrdi er nefndur í mín eyru. Ég held að svo sé farið með marga enda ekki skrítið; Kúrdar komast þá aðeins í heimspressuna þegar níðst er á þeim sem gerist æði oft. En hversvegna er ég að tala um þetta? Jú, nú á dögunum gaf forlagið Hringskuggar út þýðingar Jóns frá Pálmholti á ljóðum Gor- ans, sem Jón segir í formála að sé þjóðskáld Kúrda. Ég held ég fari ekki með stað- lausa stafi ef ég fullyrði að skáldið Goran sé að mestu óþekkt hér á landi. Og hver er hann? Kúrdískur karlmaður fæddur í byijun tuttug- ustu aldarinnar í íranska hluta Kúrdistan og deyr 1962 í Moskvu, þá í nokkurskonar útlegð. Á tæp- lega 60 ára lífshlaupi kennir hann í 'skólum, starfar sem blaða- og fréttamaður, situr í fangelsi vegna skoðana sinna og er „óður í ljóð og trylltur í fegurð”, eins og segir í einu ljóðanna. í List og tár eru tuttugu ljóð sem Jón frá Pálmholti þýðir úr sænsku og þýða Svíarnir beint úr kúrdísku. Af öllum formum bókmennta er ljóðið erfiðast í þýðingu, aldrei er hægt að koma öllu til skila, alltaf situr eitthvað óþýðanlegt eftir í frumtextanum; þetta er svipað og sitja öfugu megin við glugga og horfa á fagra konu með mikið hár og sakna ilms hársins. Sumir snjallir þýðendur setja aðra konu inní myndina, kannski með annan háralit. Þegar þýtt er úr þriðja tungumálinu getur tvennt gerst; móða komið á rúðuna svo við rétt grillum í fagra mannsmynd, eða færni þýðandans brýtur alla glugga og við fáum að drukkna í hárinu. En hvernig kemst Goran til skila í meðförum Jóns frá Pálm- holti og annarra Hringskugga- manna? Bæði vel og ilía. Illu er best aflokið og ég lýsi yfir hneyksl- un minni á ljótri og óvandaðri kápu. Útlit bókarinnar vekur leið- inlegar minningar frá áttunda ára- tugnum þegar sóðalega útlítandi bækur spýttust útúr prentsmiðjum. Tvær prófarkavillur eru á kápunni og er Jrað til skammar fyrir forlag- ið. Útlitshönnuðir Hringskugga mættu til dæmis skoða bækur út- gefnar af Norðan/niður þar sem bækur eru hannaðar af fagurfræð- legri nautn. Þýðingin er oft góð, en stundum gerist þýðandinn sekur um hand- vömm, þýðir hreinlega illa: Þú næturgali sem hefur hátt hreykja þér svona þú ekki mátt (Til Næturgalans) Endarím ljóðsins Til Næturgal- ans kemur ákaflega illa út, er eins og vandræðalegur gestur í ljóðinu. Þýðandakeimurinn er á köflum furðu rammur, ástandið er að vísu aldrei eins slæmt og í Til næturgal- ans en klúðurslegar setningar höggva stundum í augun í ágæt- lega þýddum ljóðum: „Eg átti dótt- ur og einnig hana tókst þú til matar þér”. En þrátt fyrir þessa galla vega kostirnir þyngra; skáld- ið er gott og sumstaðar vel snarað. Ekki veit ég hvort ljóðunum er raðað eftir tímaröð en greinilega þróun má sjá frá því fyrsta til hins síðasta. Fyrstu ljóðin eru að mestu leyti orðafórnir til kvenna, sem skáldið lifir og deyr fyrir, en þegar líður á bókina harðnar tónninn; reiðir hnefar eru steyttir og það glamrar í hlekkjum. En sama hversu skáldið hvessir sig , jafnvel þó hann mundi orðin eins og byss- ustingi þá gleymir hann aldrei konunni; tilgangi lífsins. Ef sú kenning er rétt, að þjóðskáld skynji öðrum fremur hjartslátt þjóðar sinnar og yt'ki sig þarmeð inní hjarta hennar, er gott að vera kona meðal Kúrda; ekkert leitar eins sterkt á Goran og konan og fegurð hennar. Hann er ekkert að spara stóru orðin þegar hún er nærri: Er nokkur skógarhlíð svo fógur sem líkami hennar. Nokkur geisli svo skær sem blik augna hennar? Er til nokkur sá máttur, löngun eða þrá er jafnast á við kynngimagnaðan galdur ástarinnar? Hvað eftir annað er skáldið nærri því orðvana andspænis kon- unni. Hann getur ekki annað en líkt henni við það stærsta og smæsta í náttúrunni; fegurð henn- ar er allt að því goðsöguleg í ljóð- um Gorans og sver hann sig þar með í bræðralag með rómantískum skáldum fyrri tíma. Og þegar ljóð- in státa af næturgölum, skógiv- öxnum hlíðum og miklu tunglskini þá langar mig afskaplega mikið að setja þetta kúrdíska skáld í flokk með rómantíkerum: Er lifandi kona birtist mér sem álfamær með vængjaða fegurð líkama síns í innsta hugskoti mínu. Hvernig geta þá fánýtir hlutir orðið upp- spretta ljóða minna hér á þessari jörð í miðju hjarta allra himna? Þegar skáld yrkja um eitthvað sem strangt til tekið er ekki hægt að orða, þá grípa þau iðulega tii þess ráðs að fara í kringum hlut- ina. Þetta á við um ástina. Það hefur lítið uppá sig að segja: Ég elska þig. Þetta er að vísu heilög Þægilegt og öflugt verkfæri fyrir þá sem vinna úr upplýsingum. Gerð spjaldskráa, lista, límmiða, viðskiptakerfa. 12 klst. námskeið um vinsælasta gagnasafnsforritið á Macintosh. Tölvu- og verkfræðiþjónustan -A Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar tír Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (£) Bladid sem þú vaknar vió! Jón frá Pálmholti yfirlýsing en varla skáldleg. Þess- vegna eru bestu ástarljóðin oft barmafull af lýsingum á „hvernig ég væri án þín” eða sem er algeng- ara „svona var heimurinn áður en þú komst”. Goran er engin undan- tekning hvað þetta varðar. Ljóðið Oskin er mögnuð myndveisla í „svona var heimurinn...” stílnum: I eina tíð var mín innri veröld myrk og yfirgefin og sú hlið sem að lífinu sneri köld sem ís. Svefn minn var ekki svefn, ímyndunarafl mitt ekki ímyndunarafl og tilvera mín öll eins og rótlaust úthaf í æðandi stormi. Síðan kemur hún og „lampaglas gleði minnar fyllist ekki framar af sóti”. En í lok kvæðisins glittir í þá rómantísku afstöðu að fyrir hamingjuna þurfi skáldið að skila gjöfum skáldskaparguðsins: Láttu ekki hvað sem öðru líður við nafn Appollós alls ekki skáldfugla mína hætta að syngja. Goran er myndskáld og nær því oft að fanga hughrif sem _að öllu jöfnu rúmast ekki í orðum. Ádeilan virðist henta myndskáldum illa; hún rífur af sér myndirnar og heimtar að koma alstrípuð fram. Þetta á við Goran og þetta á ekki við Goran. Ljóðið Fangelsi sveiflast til dæmis á milli þessara þver- sagna. Það teygir sig yfir sex síður og er einhverskonar ræða, stund- um beiskju blandin: „Ég var saka- maður, fólkið sagði svikari.” Á köflum er ljóðið mikill og einlægur skáldskapur: Æ, þið vitið ekki að þeir sem eitthvað skilja hér sjá ekki fegurð himinsins fyrir tárum sínum. I þessu landi, þarsem heitum blómum blæðir hvarvetna opnast hjartasárin í skrúðgarðinum í stað blóma. En á öðrum stöðum fær mælska skáldsins full hversdagslegan blæ yfir sig: í írak og samkvæmt íröskum lögum er Kúrdi lokaður inní fangaklefa, bundinn og settur í fótjárn. Mig minnir að hér á íslandi hafi svona lagað verið kallað „le- sandabréfsstíll”. í það minnsta dvaldi ég ekki lengi við þessar lín- ur og fannst ekki mikið til koma. En eflaust eru margir landar skáldsins ósammála, þeir nota ekki sömu mælistiku og ég sem þekki bara kúgun og grimmd óréttlætis- ins af afspurn. Listamenn kúgaðr- ar þjóðar geta ekki skreytt tilfinn- ingar sínar með fagurfræði. Eða einsog ákall Gorans til Abdulla betlimunks orðar miklu betur: Þú veist miklu betur en Beethoven hvers hugur minn þarfnast. í Guðs nafni, láttu kveinstafi þína flæða um mína kúguðu sál. Goran er allgott skáld, jafnvel stórskáld þegar honum tekst best upp. Og kannski verður það ljóðlína eftir Goran sem leitar á mig en ekki fyrrnefnd ljósmynd næst þeg- ar Kúrdistan er nefnt á nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.