Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTOBER 1991
Hlutverk bj örgunar-
sveita í almannavömum
eftir Guðjón Pedersen
Með stofnun hinna nýju björgun-
arsamtaka Landsbjargar laugar-
daginn 28. september sl. varð sú
breyting á að heildarsamtök björg-
unarsveita á iandinu eru nú tvö í
stað þriggja áður.
Sú umræða sem fram hefur far-
ið í sambandi við stofnun þessara
samtaka hefur að nokkru sveigst
inn á almannavarnir landsmanna,
þar sem fjallað hefur verið um hlut-
verk björgunarsveita í þeim með
hliðsjón af björgunar- og ruðnings-
störfum í þéttbýli. Hefur sú um-
ræða orðið tilefni til fyrirspurna
og vangaveltna manna á meðal um
þennan þátt almannavarna, skipu-
lag hans og framkvæmdar.
Við heildarskipulag almanna-
varna var ljóst að björgunarsveit-
irnar myndu skipa stóran séss inn-
an almannavarnakerfisins. Því leit-
uðu Almannavarnir ríkisins til
þeirra á árunum 1978-80 um heild-
arsamkomulag um hlutverk og
skiptingu björgunarsveita í al-
mannavörnum á hættutímum. Nýtt
heildarsamkömulag var síðan und-
irritað 1986 og er það til endur-
skoðunar nú.
Hlutverk björgunarsveita
Samkvæmt þessu heildarsam-
komulagi er kveðið á um að björg-
unarsveitir og Rauðakrossdeildir í
héruðum landsins skipi hjálparlið
almannavarna í einstökum um-
dæmum og að því sé skipt í fjórar
megineiningar. Þær eru verndunar-
og gæsluflokkar til stuðnings lög-
gæslu, skyndihjálparflokkar til
stuðnings sjúkrastofnunum og
heilsugæslu, björgunar- og ruðn-
ingsflokkar til stuðnings slökkviliði
og starfsmönnum áhaldahúsa og
fjöldahjálparflokkar til stuðnings
félagsmálastofnunum í umdæmun-
um.
Gert er ráð fyrir að fram fari
ákveðin þjálfun björgunarmanna til
að þeir geti verið sem best í stakk
búnir til að takast á við þessi verk-
efni og skiptist þjálfunin þannig á
milli aðila samkvæmt samkomulag-
inu:
Almannavarnir ríkisins þjálfa
vettvangsstjóra aðgerða og erú
þeir fulltrúar almannavarnanefnda
á starfssvæðum björgunar- og
hjálparliðs. Almannavarnir ríkisins
hafa fram til þessa þjálfað rúmlega
100 manns til þessara starfa og
eru þeir dreifðir um land allt.
Björgunarskóli Landssam-
bands hjálparsveita skáta (nú
Landsbjargar) fer með þjálfun
flokksstjóra skyndihjálparflokka og
hefur skólinn þjálfað 103 menn til
þeirra starfa í landinu. Fyrstu leið-
beinendur á þessu sviði við Björg-
unarskóla LHS voru þjálfaðir við
tækniskóla Almannavarna Dan-
merkur í Tinglev. Að mati kennara
þess skóla er þróun þessarar
kennslu það góð hjá björgunarskól-
anum, að hann getur útskrifað sína
eigin leiðbeinendur.
Slysavarnafélag Islands þjálf-
ar flokksstjóra björgunar- og ruðn-
ingsflokka, en þar sem sú þjálfun
krefst sérstakrar aðstöðu og flókins
tækjabúnaðar, hófst hún ekki fyrr
en á síðasta ári. Þrátt fyrir það
hefur Slysavarnafélagið nú þjálfað
42 flokksstjóra til þeirra starfa.
Komið hefur verið á fót þjálfunarm-
iðstöð í Saltvík á Kjalarnesi, sem
rekin er af Almannavörnum ríkisins
í samvinnu við lögregluna í Reykja-
vík og Lögregluskóla ríkisins. Að
auki hafa verið settar þar upp eftir-
líkingar af rústum og komið upp
sérhæfðum tækjabúnaði til þjálfun-
arinnar. Leiðbeinendur Slysavarna-
félags íslands eru útskrifaðir sem
leiðbeinendur frá tækniskóla AI-
mannavarna Danmerkur í Tingíev,
sem talinn er einn sá besti sinnar
tegundar í heiminum.
Rauði kross íslands þjálfar
flokksstjóra í fjölda- og félagslegu
hjálparstarfi. í því felst að taka á
móti, skrá, hýsa og fæða flóttafólk.
Hefur hann útskrifað 169 manns
til þessara starfa. Samkvæmt sam-
komulaginu fer Rauði krossinn
einnig með skyndihjálparkennslu í
landinu og mótar námsefni í því
skyni.
Ekki hefur enn verið unnt að
koma á markvissri þjálfun í vernd-
unar- og gæslustörfum, ef undan-
skilin er sú kennsla sem fram fer
í þeim efnum í Lögregluskóla ríkis-
ins, en Almannavarnir ríkisins hafa
annast hana.
Til að íþyngja björgunarsamtök-
unum sem minnst fjárhagslega með
þessari þjálfunarstarfsemi hefur
Viðlagatrygging íslands styrkt
hana með heimild í lögum, auk
þess sem almannavarnanefndir
hafa kostað menn sem sendir eru
í þjálfun á þeirra vegum, frá björg-
unarsveitum í héraði.
Til að tryggja sem best samræmi
milli skipulags almannavarna, hlut-
verka aðila innan þess og þjálfun-
ar, hafa Almannavarnir ríkisins
einnig komið á fót samræmdu
merkingarkerfi fyrir starfssvæði,
liðsafla, stjórnendur og verkefni,
til nota um Iand allt. Þannig geta
mismunandi hópar, s.s. læknar,
hjúkrunarfólk, lögregla og björgun-
arsveitir, gengið að hliðstæðu skip-
ulagi og merkingakerfi í öllum
umdæmum landsins. Einnig hafa
Almannavarnir ríkisins sett fram
heilstætt skipulag um samræmdan
búnað þessara aðila til almanna-
varnastarfa, sem síðan er í höndum
almannavarnanefnda að koma upp
í samvinnu við aðila heima í héraði.
Alþjóðlegt björgunarstarf
í te'ngslum við þessa umræðu
hefur einnig verið fjallað um alþjóð-
legt björgunarstarf og hugsanlegt
skipulag þess hér á landi ef vá
verður og aðstoð þegin. Samkvæmt
starfsháttum Neyðarvarnastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna og alþjóða-
sambands Rauðakrossfélaga er al-
þjóðlegt björgunarlið ekki sent á
milli landa á þeirra vegum nema
fyrir liggi samþykki viðkomandi
Guðjón Pedersen
„Samkvæmtþessu heild-
arsamkomulagi er kveðið
á um að björgunarsveitir
og Rauðakrossdeildir í
héruðum landsins skipi
hjálparlið almannavarna
í einstökum umdæmum
og að því sé skipt í fjórar
megineiningar. Þær eru
verndunar- og gæslu-
flokkar til stuðnings lög-
gæslu, skyndihjálpar-
flokkar til stuðnings
sjúkrastofnunum og heil-
sugæslu, björgunar- og
ruðningsflokkar til stuðn-
ings slökkviliði og starfs-
mönnum áhaldahúsa og
fjöldahjálparflokkar til
stuðnings félagsmála-
stofnunum í umdæmun-
um.”
stjórnvalda. Enda hefur reynslan
af því að senda erlendar björgunar-
sveitir inn á náttúruhamfarasvæði
til björgunaraðgerða ekki alltaf
verið uppörvandi fyrir þau lönd sem
þegið hafa slíka aðstoð. Stundum
jafnvel aukið þann vanda sem fyrir
var. Því er það almenn skoðun
þeirra sem fjalla um gagnkvæma
hjálp milli landa, á sviði björgunar
í náttúruhamförum, að slík hjálp
grundvallist á góðu og markvissu
neyðarskipulagi innan þess lands
sem hjálpina þiggur, eigi hún að
skila tilætluðum árangri.
Almannavarnir ríkisins hafa nú
þegar skipulagt og skapað nauð:
synleg tengsl vegna hugsanlegrar
aðstoðar erlendis frá vegna hættu-
ástands eða hamfara á íslandi.
Samkvæmt því liggur fyrir hvaðan,
hversu fljótt og hvers konar björg-
unarlið megi fá til landsins ef neyð
krefst. Einnig um gagnkvæma
tæknilega aðstoð í afbrigðilegum
tilfellum, s.s. í kjarnorkuslysi og
eiturmengun af völdum eldgosa,
svo dæmi séu nefnd. Innan skipu-
lags. Almannavarna eru einnig til
staðar tengsl til að senda fórn-
arlömb hamfara eða hópslysa úr
landi í ítrustu neyð. Öll þessi starf-
semi myndi samkvæmt lögum falla
undir heildarskipulag Almanna-
varna og hafa aðilar innan Neyðar-
varnastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna og Atlantshafsbandalagsins,
sem kynnt hafa sér það skipulag,
talið það vera vel í stakk búið til
að takast á við þau verkefni.
Allt skipulag á almannavörnum
landsmanna er byggt á þeim
grunntóni að skilgreint er hver
gerir hvað, hvar, hvenær og hvern-
ig, þegar vá verður. Slíkt skipulag
og uppbygging þess viðbúnaðar
sem því þarf að fylgja, væri lítils
virði nema það væri unnið í nánu
samstarfi við hlutaðeigandi aðila.
Varðandi þann þátt almanna-
varna sem snýr að hlutverki og
starfi björgunar- og hjálparsveita
hafa Almannavarnir ríkisins notið
góðs samstarfs og stuðnings þeirra
björgunarsamtaka, sem nú mynda
Landsbjörg, og Slysavarnafélags
íslands. Þetta samstarf hefur verið
gott og markvisst, enda þarf það
öllu öðru fremur að byggjast á
gagnkvæmu trausti og virðingu
fyrir hlutverki hvers og eins innan
þessa heildarskipulags.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Almannavarna ríkisins.
Sænskir gagnrýnendur:
Skjaldhamrar eru „perla”
og „meistaraverk”
SKJALDHAMRAR, leikrit Jónasar Árnasonar, var frumsýnt í
Orebro Lansteater í Svíþjóð þann 13. síðasta mánaðar. Hafa við-
tökur við leikritinu verið mjög góðar og gagnrýnendur farið um
það lofsamlegum orðum. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er
sett iipp í Svíþjóð en það var upphaflega frumsýnt í Iðnó árið
1962 og sló þá öll aðsóknarmet. Það hefur síðan oft verið sett
upp jafnt hér heima og erlendis. Þýðandi verksins var Inger
Pálsson.
Dagblaðið Katrineholms-Kurir-
en segir að íslensku fornsögurnar
séu meðal perla norrænna bók-
mennta og einnig beri Halldór
Laxness mjög hátt. „En fyrir hvað
standa íslenskar bókmenntir í
dag,” spyr blaðið. „Fáir, ef ein-
hverjir, vita það almennilega. Ein
helsta ástæða þess er auðvitað
að þær ná ekki augum umheims-
ins nema í því mæli sem þær eru
þýddar.”
Blaðið segir Ieikhúsið í Örebro
eiga skilið viðurkenningu fyrir að
hafa dregið fram þessa „svörtu
kómedíu” úr sarpi íslenskra sam-
tímaleikrita. Það hafi hins vegar
skort á að áhorfendum væru veitt-
ar einhverjar upplýsingar um höf-
und verksins. Síðar segir: „Greini-
lega er Jónas Árnason mjög til-
komumikill rithöfundur. Það er
meistaraverk að ná svo mörgum
þeirra atriða sem einkenna hina
fíngerðu kómedíu í eina leikmynd,
íbúð vitavarðarins; skrípaleik án
þess að taka kollsteypu, paródíu
án þess að fara yfir strikið, fín-
gerðri erótík, raunverulegum
hetjudáðum, atburðarrás án
lausnar, hvorki farsælan endi né
sorgarþátt, miðlungs söguþráð,
rétt eins og lífið sjálft.”
Gagnrýnandi Katrineholms-
Kuriren segir að gamaleikur af
þessu tagi, sem sé nánast enskur
í uppbyggingu, hefði fallið um
sjálfan sig ef litlu smáatriðunum
hefði ekki verið komið til skila af
leikhópnum. Er þeim hrósað ós-
part fyrir túlkun sína á verkinu.
Gagnrýnandi blaðsins NWT
segir: „Það er erfitt að skilja af
hveiju enginn hefur sett upp þessa
perlu áður en það verður að segj-
ast að hún er skot beint i mark
fyrir hinn duglega Örebro-leikhóp
sem hefur góð tök á íslensku frá-
sagnarlistinni frá þessari eyju
fornsagnanna og goðsagnanna.”
Segir NWT að áhorfendur hafí
skemmt sér konunglega á sýning-
unni. Þrátt fyrir að sagan gerist
árið 1941 sé innihald hennar óháð
tíma og eigi ríka skírskotun til
nútímafólks. „Leikritið kemur við
okkur, hér og nú, og hláturinn
sem heyrðist svo oft átti ekki
sjaldan rætur að rekja til þess að
menn könnuðust við eitthvað. Við
vorum að hlæja að okkur sjálfum.
Leikhúsgestir sem vilja sjá góða
sýningu, með smá raunveruleika-
flótta en samtímis ýmsu til að
velta fyrir sér, eiga enga afsökun
ef þeir flýta sér ekki að tryggja
sér miða á sýningarnar ... Það er
heldur ekki svo löng ökuferð til
Örebro og leikritið er vel þeirrar
ferðar virði.”
I lok gagnrýninnar segir svo:
„Leikhúsið í Orebro hefur ekki
bara tekist vel með val á leikriti
heldur er leikhópurinn líka vel
samæfður og fer á kostum. Hann
átti það svo sannarlega skilið þeg-
ar menn risu úr sætum sínum og
klöppuðu jafnt á frumsýningar-
kvöldinu sem laugardagskvöldinu.
Kona úr hópi áhorfenda stundi í
tröppunum á ieiðinni út: „Þetta
er leikhús”. Því er ég sammála.”
í menningarblaðinu KT segir
að yfirmaður leikhússins hafi
fyrst rekist á Skjaldhamra þegar
hann starfaði í Norrbotten fyrir
15-16 árum. Síðan hafi hann
reynt að finna einhvern sem hefði
áhuga á að setja upp leikritið en
það hafi greinilega ekki tekist
fyrr en hann var sjálfur orðinn
að yfirmanni leikhússins í Örebro.
„Það er svo ekki sé minna sagt
undarlegt að enginn hafi slegið
til fyrr en nú. Skjaldhamrar eru
mjög ríkt leikrit með mjög breyti-
legu andrúmslofti. Kímnin er aldr-
ei langt í burtu og skýtur oft upp
líkt og goshver.” Allur leikur er
sagður vera til fyrirmyndar sem
og sviðsmynd. „Uppsetning leik-
hússins á Skjaldhömrum er lítil
fallega innrömmuð perla,” segir
KT.
-------M-t----------
■ FELAG sjálfstæðismanna í
Nes- og Melahverfi heldur al-
mennan félagsfund um heil-
brigðismál og pólitík á Hótel
Sögu, fundarsal B, þriðjudaginn
22. október kl. 20.30. Frummæl-
andi verður Einar Stefánsson,
prófessor, augndeild Landa-
kotsspítala. Fundurinn er öllum
opinn.
(Fréttatilkynning)
■ FYRSTI ráðsfundur í II. ráði
ITC á íslandi (Þjálfun í samskipt-
um) fyrir starfsárið 1991-1992
verður haldinn í Safnahúsinu á
Sauðárkróki 19. október nk. og
hefst kl. 10.00 f.h. Þetta er 29.
fundur II. ráðs. Hádegisverðarer-
indi flytur Björn Björnsson
skólastjóri, sem hann nefnir: Um
byggðir Skagafjarðar. Að loknum
hádegisverði mun Anna Þóra
Antonsdóttir segja frá nýrri
námsbraut fyrir þroskahefta sem
verið er að koma af stað við Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki.
Þetta er nýtt tilraunaverkefni og
fyrsta námsbraut fyrir þroska-
hefta hér á landi. Því næst verður
fræðsla um ræðuflutning. Verður
þar skýrður munur á ræðu, erindi
og frásögn. Um kvöldið verður
haldinn hátíðlegur, með borðhaldi,
stofnskrárfundur gestgjafadeild-
arinnar Ivu til staðfestingar inn-
göngu hennar í alþjóðasamtök
ITC í þjálfun í samskiptum. Stef
fundarins er: Það Vex sem að er
hlúð.
(Fréttatilkynning)