Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 Ráðstefnuhald um fram- tíð vestnorrænu landanna DAGANA 19.- 20. október n.k. heldur Samband ungra jafnaðar- manna ráðstefnu um framtíð vestnorrænu landanna og ber hún heitið „Atlantshaf um aldar- mót”. Þáttakendur ráðstefnunn- ar verða frá Islandi, Færeyjum og Grænlandi. Á ráðstefnunni verða rædd sam- eiginleg hagsmunamál landanna og um nýtingu fiskistofna í höfunum kringum löndin. Rætt verður m.a. um hverjir stjórni nýtingu auðlinda þessara landa um aldamótin og hvernig staða umhverfismála eigi eftir að vera. Ráðstefnan hefst kl.10 laugar- daginn 19. október í Alþýðuhúsinu Strandgötu í Hafnarfirði með ávarpi Eiðs Guðnasonar umhverfis- ráðherra. Meðal frummælénda eru Magnús Jóhannesson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra og Sven Aage Malmberg. Wolfgang Brunner. - / ■ SÆNSKUR líffræðikennari, Wolfgang Brunner, er staddur hér á landi og heldur á næstunni stutt námskeið, fyrirlestra og einnig ræð- ir hann við fólk í skólum og öðrum menntastofnunum. Brunner er hér í boði menntamálaráðuneytisins, Samtaka líffræðikennara, Norr- æna hússins og Kennarasam- bands Islands. í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að hann hafi átt frumkvæði að ýmsum nýjungum í kennslu vist- fræði, umhverfisfræði, kynfræðslu og fleira og hafi ferðast um til að kynna nýjungar og halda námskeið fyrir kennara. Fimmtudaginn 17. ^ október kl. 16 heldur Wolfgang námskeið fyrir kennara í grunnskól- um og framhaldsskólum um kyn- fræðslu og verður það haldið í Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar. Sama dag kl. 20.30 verður svo opinn fyrirlestur og umræður um umhverfísmennt og er bæði fyrir kennara og annað áhugafólk um umhverfismál. Laug- ardaginn 19. október kl. 14 verður haldið stutt námskeið fyrir kennara í grunnskólum og framhaldskólum og fer það fram í Menntaskólanum í Reykjavík. Viðfangsefni nám- skeiðsins eru: „Að skoða skólann sem vistkerfi” og „Fréttir af nám- skrárumræðu í Svíþjóð”. Fyrirlest- ur um sorg og sorgar- viðbrögð FYRIRLESTUR verður í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Breiðholts- kirkju í Mjódd á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavik. Mun sr. Bragi Skúlason sjúkrahús- prestur fjalla um efnið Sorg og sorgarviðbrögð. Er þessi fyrir- lestur öllum opinn og á eftir verður boðið upp á umræður og viðtöl fyrir þá sem þess óska. Einnig skal á það bent, að Ný dögun hefur Opið hús í Laugarnes- kirkju öll þriðjudagskvöld kl. 20-22. Hefur starfsemi samtakanna orðið mörgum til hjálpar á erfíðum tíma- bilum í lífi þeirra og er því örugg- lega óhætt að mæla með þessu starfí fyrir alla þá, sem eiga um sárt að binda eftir einhvers konar missi. Sr. Gísli Jónasson Síðasta sýning á „Á ég hvergi heima?” SÍÐASTA sýning á rússneska leikritinu Á ég hvergi heima? eft- ir Alexander Galin verður föstu- VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 90 kVA. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur vægi við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. HÉÐINN SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 VERSLUN - RÁÐQJÖF dagskvöldið 18. október í Borgar- leikhúsinu. Verkið var frumsýnt í vor og hlaut mjög góðar viðtök- ur og gagnrýnendur luku miklu lofsorði á sýninguna. Á ég hvergi heima? fjallar um Tjumtin sem er eldri ekkjumaður og kominn á eftirlaun. Hann býr hjá dóttur sinni og tengdasyni í Moskvu. Tengdasonurinn vill koma þeim gamla af heimilinu og býður heim þrem eldri konum og hefur í huga að gifta karlinn einhverri þeirra. Karl hefur lítinn áhuga á konunum og vill helst flytja út í sveit til syst- ur sinnar. Leikurinn rekur þessa atburðarás til lykta á grátbroslegan og kíminn hátt. I aðalhlutverkum eru Bessi Bjarn- ason, Sigríður Hagalín, Guðrún Ásmundsdóttir og Þóra Friðriksdótt- ir eru einnig í viðamiklum hlutverk- um I sýningunni og Eggert Þorleifs- son og Guðrún S. Gísladóttir. Leikstjóri er María Kristjánsdótt- ir, leikmynd gerði Steinþór Sigurðs- son og búninga Sigríður Guðjóns- dóttir. FRABÆR HÖNNUN Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa /// Fæstíhelstu umlandallt. Ásta Guðrún Eyvindardóttir við eitt verka sinna. Myndlistarmatseð- ill Ástu Guðrúnar ÁSTA Guðrún Eyvindardóttir myndlistarmaður heldur sýning- ar á næstunni undir yfirskriftinni „Má bjóða þér út?”, undirtitill er Matseðill. Fyrsta sýningin, sem hún kallar „kokteilinn” verður í Eden í Hvera- gerði 17. til 20. þessa mánaðar. Á sýningunni eru átján grafíkmyndir auk nokkurra gróðurverka. Frá 20. október til 20. desember er sýning á olíumálverkum Ástu Guðrúnar í tískuversluninni Sautján á Laugavegi. Listamaðurinn nefnir þessa sýndingu „Kaffi 17 forrétt”. Sýning á verkum Ástu Guðrúnar í veitingahúsinu Torfunni stendur frá 27. október og fram á vor. Sú sýning er „aðalrétturinn” á mynd- listarmatseðli Ástu Guðrúnar að þessu sinni. ■ Á PÚLSINUM í kvöld, fímmtu- daginn 17. október, heldur KK- Band tónleika eftir langt hlé sem þeir félagar hafa notað til að vinna hljómplötu, sem nú er fullbúin og kemur á markað í nóvember. Má því búast við þeim félögum tvíefld- um með ferskt efni á Púlsinum þetta kvöld. Sérstakir gestir þetta kvöld eru vinir KK og Þorleifs; Leo Gillespie farandsöngvari, ljóð- og tónskáld ásámt Mick M. látbragðs- leikara og sjónhverfingarmanni. Leo Gillespie er fæddur í Manchest- er, ólst að mestu upp í París og Dublin, þar sem hann þróaði sinn farandsöng og lífstíl m.a. í návígi við The Dubliners og Patti Smith. í yfír 20 ár hefur hann ferðast um heiminn, skrifað ljóð og söngva um lífsreynslu sína og segist enn bíða eftir að heimurinn skilji hvað hann er að fara, segir í fréttatilkynningu frá Púlsinum. Mick M. hóf feril sinn 13 ára á strætum Hamborgar. Hann hefur ferðast víða um Evrópu og unnið mikið með listamönnum, látbragðsleikurum og grínistum. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Golden Camera á vegum franska sjón- varpsins. VINNINGASKRA A- FL0KKUR 1. vinningur: kr. 3.206.750 188495 2. -11. vinningur, hver vinningur: kr. 192.405 140630 147032 136137 167643 186839 1BB142 212925 213696 213793 227835 12.-111. vinningur, hver vinningur: kr. 12.B27 100226 121819 129249 149623 111401 122776 129634 151444 112606 124611 131640 151646 113211 128361 132812 131929 113241 128B27 141B31 132491 116461 128885 143615 157645 120618 129209 146638 139067 159072 164051 169333 176049 139243 165389 170043 176061 159283 163730 171480 176778 160B22 163766 17321B 177873 162290 168219 173230 179419 162488 16B2S1 174231 179620 163240 168735 175349 1B0625 181063 186299 189392 192B30 1B428B 187310 189839 193163 184374 187362 190081 194525 185093 188098 190094 196449 185269 189100 190B13 197260 183483 189137 190863 200435 186,049 189181 191226 201694 202026 206037 20S63B 210443 202468 206486 209139 221019 203242 206B96 210204 224616 203803 2074BB 210337 226637 * ■***•'*_ 1,10 i i)i ;i) i 11 HAPPDRÆTTI 1 í 11 lilí 'MfISL .ttv, ivuJL t-jiy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.