Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 31
Afmæliskveðja: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 31 Gústaf Lárusson fyrrv. skólastjóri Það er svo einkennilegt hvað sumu fólki verður mikið úr litlu. Það er til fólk sem hefur fundið sér sjónarhorn á tilveruna sem er eilítið á skjön og sér þess vegna mannlífið ávallt í óvenjulegu ljósi. Þessu fólki tekst æ ofan í æ að koma samferðamönnum sínum og sjálfu sér á óvart, án þess þó að ganga fram af neinum. Gústaf Lárusson, sem er áttræð- ur í dag, 17. október, er einn af þessum mönnum. í þau rúmlega þijátíu ár sem ég hef þekkt hann og umgengist, hef ég undrast það hvernig hann virðist alltaf rata á lítið notaðan streng í spilverki mannlegra samskipta og fá hann til að óma. Hann er maður sem getur rúmað í einni setningu svo mikinn sannleik um heila þjóð, góða bók eða jafnvel flík — og spyr svo kannski: Hvorar fínnast þér betri, kúptu tvíbökurnar eða þessar flötu? Hann er sú manngerð sem geng- ur um heimabæ sinn og horfir þann- ig í kringum sig að helst mætti ætla að hann væri gestkomandi, en hefði ekki búið á staðnum í áratugi. Líf manns sem er sífellt að upp- götva eitthvað, getur aldrei orðið annað en fallegt — vegna þess að það er alltaf nýtt. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. E.G. Gústaf og kona hans Kristjana Samúelsdóttir taka á móti gestum á heimili sínu, Hlíð II ísafírði, laug- ardaginn 19.októberfrákl. 15.00. Finnskur píanóleikari spilar á Norðurlandi FINNSKI píanóleikarinn Tuu- likki Lehtinen heldur tvenna píanótónleika á Norðurlandi. Fyrri tónleikarnir verða að Breiðumýri í Reykjadal sunnu- daginn 20. október og hefjast þeir kl. 16. Síðari tónleikarnir verða í sal Gagnfræðaskólans á Ólafsfirði mánudaginn 21. októb- er kl. 20.30. Á efnisskánni verða verk eftir Chopin, Rachmaninov, Ravel og Prokofíev. Tuulikki Lehtinen stundaði nám við Sibeliusarakademíuna í Hels- inki; hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum hjá György Sándor sem á sínum tíma var nemandi Béla Bartóks. Lehtinen hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Mexíkó og Danmörku og er þetta önnur tónleikaferð hennar til íslands. (Fréttatilkynning) Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg i baðherbergið Cfj Gustavsberg Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum um land altt. Tuulikki Lehtinen, píanóleikari. FYRIR • ALLA- FJÖLSKYLDUNA « Stinga ekki ®Úr fínustu merinóull ® Mjög slitsterk • Má þvo viö 60°C SkátabOöin, Útilff, Hestamaöurim, öll helstu kaupfélög, veiðafæraversl., sportvöruversl. Eyfjörð o.fl. Nafn: Fjölnir Stefánsson Starf: Skólastjóri Aldur: 61 Heimili: Hrauntunga 31, Kópavogi Bifreið: Mitsubishi Galant 1989 Áhugamál: Tónlist og skák Mitt álit: „Ég hefkeypt Kjarabréf uegna þess að med þeim næ ég hámarksávöxtun miðað við lágmarksáhættu - jafnvel án þess að binda sparifé mitt í langan tíma. “ VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTl 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.