Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 Tillögur nefndar um endurskoðun námslánakerfisins: Endurgreiðsla á þreföld- um námstíma og 4% vextir í TILLÖGUM nefndar um endurskoðun námslánakerfisins, sem skipuð var af menntamálaráðherra 6. júní sl., er gert ráð fyrir styttingu endur- greiðslutíma úr 40 árum í þrefaldan námstíma, lánin beri 4% vexti auk verðtryggingar, endurgreiðslur hefjist einu ári eftir að námi lýkur í stað þriggja eins og nú er, hertar kröfur verði gerðar til ábyrgða- manna og þeir verði tveir í stað eins, kröfum verði lýst í dánarbú lán- þega sem andast áður en endurgreiðslum er lokið, tekið verði upp lántökugjald og innheimtugjöld af greiðsluseðlum og sett verði skil- yrði um að lánþegar verði 20 ára á því ári sem lán er veitt. Steinunn Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, sagði að ekki væri til- lit tekið til námsmanna með háa framfærslu í tillögunum nefndarinn- ar, einstaklinga í leiguhúsnæði eða barnafólk. „Við höfum reiknað út mörg dæmi og þau fara ekki saman við það að lán séu greidd upp á þre- földum námstíma og að greiðsiubyrð- in miðist við 10%. Að okkar mati fer hún yfir 10% í mjög mörgum tilvik- um,” sagði Steinunn. í tillögunum segir að þær miðist við að treysta stöðu sjóðsins ti! fram- búðar. Lánin verði dýrari og greiðist fyrr upp en áður enda verði framtíð sjóðsins ekki tryggð með öðrum hætti. Samband ungra sjálfstæðismanna: Tekið verði upp stjóm- málasamband við Króatíu og Slóveníu SAMBAND ungra sjálfstæðismanna krefst þess I ályktun, sem sam- þykkt var á stjórnarfundi SUS á dögunum, að tekið verði upp stjórn- málasamband við Króatíu og Slóveníu. Segir SUS vænta þess að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins beiti sér fyrir því máli innan ríkisstjórnar- innar. í ályktun Sambands ungra sjálf- stæðismanna segir: „Þeir atburðir sem átt hafa sér stað á Balkanskaga eftir að Króatar og Slóvenar lýstu yfir sjálfstæði hafa vakið óhug um alla Evrópu. Serbar, sem enn hafa ekki kastað hugmyndafræði kom- múnismans fyrir róða, virðast stað- ráðnir í að bæla niður sjálfstæði þess- ara þjóða þegar í fæðingu. Hemaður hins serbneska „Þjóðarhers Júgó- slavíu” á hendur Króötum virðist fyrst og fremst hafa tvennt að markmiði: Myndun „Stór-Serbíu” og markvissa eyðileggingu kirkna og annarra tákna um hina kristilegu arfleifð Króata. S-Amerískir dansar: Velgengni á heimsmeist- aramótinu ÍSLENSKT par, þau Víðir Stefánsson og Fjóla Rún Þor- leifsdóttir, urðu í 18 sæti af 40 pörum á heimsmeistarmóti 16-18 ára unglinga i Suður- Amerískum dönsum í Arósum i Danmörku um helgina. Fjóla Rún sagði að þau Víðir hefðu alls ekki búist við að kom- ast svona langt í keppninni en í henni voru 40 pör frá fjölmörg- um löndum m. a. Sovétríkjunum. Yfirleitt komu tvö pör frá hveiju landi en Víðir og Fjóla Rún voru einu íslensku dansaramir. Þau tóku líka þátt í heimsmeistara- mótini í fyrra. Aðgerðarleysi annarra Evrópu- þjóða gagnvart þessum aðgerðum eru í senn sorglegt og til skammar. Vopnasölubann á Júgóslavíu leiddi þannig það eitt af sér að Króötum var meinað að verða sér úti um vopn til að verja sig gegn' hinum þung- vopnuðu sveitum sambandshersins. Stöðug funda- og ráðstefnuhöld á vegum EB hafa fram til þessa fyrst og fremst veitt Serbum skjól til áframhaldandi hemaðar. Ekkert ríki hefur þorað að taka af skarið og viðurkenna sjálfstæði það sem Króat- ar og Slóvenar hafa lýst yfir. Af hálfu EB er ekki fmmkvæðis að vænta í þessum efnum. íslendingar hafa fram til þessa verið í fararbroddi þeirra þjóða sem stutt hafa sjálfstæðiskröfur ýmissa smáþjóða. Ber þar hæst samþykkt Alþingis varðandi stjómmálasam- band við Litháen síðasta vetur. ís- lendingar ættu að sjá sóma sinn í því að styðja við bakið á þeim þjóðum sem nú heyja blóðuga baráttu fyrir tilverurétti sínum. Króatar hafa sýnt sig reiðubúna að nánast berhentir veija sjálfstæði þjóðar sinnar gegn brynvörðum sveitum Serba. Júgóslavía er ekki til lengur sem eitt ríki. Engin haldbær rök em fyr- ir því að fresta hinni sjálfsögðu viður- kenningu á sjálfstæði þeirra ríkja sem eftir því óska. Itrekar Samband ungra sjálfstæðismanna því þá álykt- un sem samþykkt var á þingi sam- bandsins 18. ágúst sl. þar sem þess er krafist að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar viðurkenni sjálfstæði Slóveníu og Króatíu hið fyrsta og taki upp stjómmálasamband við þessi ríki. Væntir SUS þess af ráðhermm Sjálf- stæðisflokksins að þeir beiti sér fyrir þessu máli innan ríkisstjómarinnar.” Sjávarútvegsráðherra: Engin bráðabirgða- leyfi til loðnuveiða ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki standi til að veita loðnuveiðiskipum leyfi til að hefja loðnuveiðar strax þrátt fyrir að fregnir hafi borist af mikilli loðnu norður af Vest- fjörðum og allt austur fyrir Kolbeinsey. Sagði ráðherra að beðið yrði eftir niðurstöðum úr loðnuleit Ha- frannsóknastofnunar sem nú i, stendur yfír. Talið er að loðnumæl- ingar muni standa í allt að tvær vikur til viðbótar ef veður verður skaplegt til leitar. Auk fyrrgreindra atriða leggur nefndin til að stjóm sjóðsins hafi heimild til að lengja lánstíma ef greiðslubyrði verður óhófleg og nú- gildandi reglur um undanþágur frá endurgreiðslum verði endurskoðaðar. Nefndin vill að stjóm sjóðsins hafi meira svigrúm til ákvörðunar á há- marksláni fyrir námsmenn og að unnt verði að veita viðbótarlán á markaðsvöxtum. Að felld verði niður ákvæði í lögum um sjóðinn varðandi lífeyrissjóðsgreiðslur. Við það hækka útgreiðslur námslána til þeirra sem annars hefðu nýtt sér þetta ákvæði. Þá vill nefndin að teknir verði upp styrkir til doktorsnema og e.t.v. fleiri og ákvæði um ferðastyrki verði end- urskoðuð. Miðað er við að lánin séu vaxta- laus meðan á námi stendur. Árleg- ar greiðslur vaxta og afborgana á námslánum eiga ekki að fara yfir tíunda hluta árstekna lánþega, verði á bilinu 6,2-10,4%. Sé miðað við nám til þriggja ára og lánþegi hafí 1,5 milljónir kr. í árstekjur og tekið lán að upphæð 1.125.000 kr. mun hann greiða 10,49% af árstekjum aftur til lánasjóðsins, eða 157.350 kr. á ári eða 13.112 kr. á mánuði. Hafi sami lánþegi 2,5 milljónir kr. í árstekjur verða endurgreiðslur hans 6,29% af sömu árstekjum. Endurgreiðslur af núgildandi námslánum nema 3,75% af útsvarsstofni, en þó lægst 26.391 kr. á ári. í skýrslunni segir að miðað við fjölgun nemenda og fjárþörf LÍN í framtíðinni muni 4% vextir af lánum og endurgreiðslur þeirra á þreföldun námstíma leiða til 41 milljóna kr. lækkunar ríkisframlags 1993, 881 milljónar árið 1997, 3.052 milljónum 2005 og 5.483 milljóna kr. lækkunar 2020. Morgunblaðið/Sverrir Alkóhólmælirinn er nákvæmari og ódýrari í rekstri en sá gamli. Lögreglan prófar nýja alkóhólmæla LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fengið tvo nýja alkóhólmæla sem hún mun vera með til reynslu á næstunni. „Munurinn á þessum mæli og þeim sem við notúm núna er tvennskonar. Nýi mælirinn er mun nákvæmari og hann er ódýr- ari í rekstri,” sagði Magnús Ein- arsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Morgunblaðið. „Mælirinn er mjög nákvæmur og það er talið að skekkjan sé rétt innan við 2% þannig að ef mælirinn segir 0,5 %o þá getur alkóhólmagnið í rauninni verið á bilinu 0,49 til 0,51. Mælirinn er fyrst og fremst notaður til viðmið- unar fyrir lögreglumenn þegar um er að ræða mjög væg ölvuna- reinkenni, eins og áfengislykt. Eftir sem áður þarf að fara með fólk í blóðprufu, en mælirinn hjálpar til við að ákveða hvort þess þurfi,” sagði Magnús Hann sagði að blásið væri í tækið eins og í gömlu mælana en nú þyrfti aðeins að skipta um munnstykki í stað þess að áður þurfti að skipta um glas og fleira sem var mun dýrara. „Mælirinn sjálfur er talsvert dýr í innkaup- um en til muna ódýrari í notk- un,” sagði Magnús. Sala á fiskiðjunni Freyju: Erum fegin, en viljum að löndun verði tryggð - segir formaður verkalýðsfélagsins á Suðureyri „ÞAÐ eru skiptar skoðanir hér um þetta tilboð Norðurtangans og Frosta. Þó flestir séu fegnir því að hjól atvinnulífsins fari að snúast á ný, þá velta margir því líka fyrir sér hvernig hægt verði að tryggja að afla verði landað hér,” sagði Lilja Rafney Magnús- dóttir, formaður verkalýðs- félagsins Súganda á Suðureyri og oddviti Suðureyrarhrepps í samtali við Morgunblaðið. Lilja sagði að heimamenn hefðu ekkert heyrt nánar um eðli þessa tilboðs, heldur aðeins fengið fréttir af því í fjölmiðlum. „Það er talað um að tryggt verði að hér verði landað 2500 tonnum á ári, en við vitum ekki hvemig það verður tryggt,” sagði hún. „Við þurfum að fá nánari útskýringar á því, til hvaða ráða verður gripið, ef ekki verður staðið við þetta, til dæmis hvort kaupsamningi verður þá rift. Þó við fögnum því að hjól atvinnu- lífsins fari af stað á ný, þá þarf að tryggja atvinnu allt árið, svo ekki verði frekari byggðaröskun hér.” Lilja sagði að flestir í áhöfn Elín- ar Þorbjarnardóttur væru heima- menn og þeir væru ekki sáttir við að togaranum yrði lagt. „Við vitum ekki hvort þessum mönnum verður tryggt pláss á skipum á ísafirði eða Súðavík. Það eru ýmsir lausir endar í þessu. Ég reikna með að fljótlega verði fundað með kaupendumn, til að fá þessi atriði skýrð og að auki 6 eftir* 1 að kalla saman fund hlut- hafa, til að kanna hvort þeir ætla að nýta sér forkaupsrétt.” Rúmur mánuður er síðan togar- inn Elín Þorbjarnardóttir hætti veiðum og hefur skipið legið innsigl- að við bryggju síðan. Vinna í fiskiðj- unni Freyju stöðvaðist þann 13. september og fékk starfsfólk greidda kauptryggingu fram á síð- astliðinn mánudag, en hefur eftir það skráð sig á atvinnuleysisbætur. Lilja sagði að stærsti hluti starfs- manna í fiskiðjunni hefði verið heimafólk, en að auki hefðu starfað þar nokkrir Pólverjar, sem nú væru við störf í nágrannabyggðalögum Suðureyrar. Færi vinnsla af stað á ný af fullum krafti í fiskiðjunni þyrfti að ráða einhveija utanaðkom- andi til starfa. Gengið frá samningi fyrir mánaðamótin - segir forstjóri Byggðastofnunar FORSTJÓRI Byggðastofnunar segir að stefnt sé að því að ganga frá samningi um kaupa Norðurtangans hf. og Frosta hf. á fiskiðjunni Freyju á Suðureyri fyrir næstu mánaðamót. Hlutaíjársjóður Byggðastofnunar á 54,2% hlutafjár í fiskiðjunni, Út- gerðarfélag samvinnumanna um 20%, sveitarfélagið 15% og 23 minni hluthafar eiga afganginn. „Byggða- stofnun verður að ljúka samningi við tilboðsgjafana og þann samning verður að bjóða öðrum hluthöfum og starfsmönnum að kaupa,” sagði Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggð- astofnunar, í samtali við Morgun- blaðið. „Hlutafjársjóður sendir ein- stökum hluthöfum bréf, auk starfs- mannafélags fyrirtækisins, þar sem samningurinn er boðinn í einum pakka.Þeirsein'ætluðusér að ganga inn í þetta þyrftu þá að ganga inn í samninginn í heild. Þá þyrftu þeir ekki aðeins að reiða fram kaupverð- ið, heldur einnig 50 miiljónir í nýtt hlutafé, auk þess sem þeir þyrftu bakhjarl til að geta tryggt veð.” Guðmundur sagði að Byggða- stofnun ætlaði sér þennan mánuð til þess að ganga frá samningnum. „Það þarf að boða hluthafafund í fyrirtæk- inu til að ákveða niðurfærslu á hlut- afé og ýmis önnur atirði eru ófrá- gengin. Vonandi verður málið endan- lega til lykta leitt um næstu mánaða- mót,” sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.