Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 23
* MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDA'GÚR 17!iÓKíÍÓBÖRilÖ91
23
Nóbelsverðlaun í efnafræði:
Veitt fyrir þróun
nýrrar mælitækni
Stokkhólmi. Reuter.
SVISSNESKI vísindamaður-
inn Richard Ernst hlaut Nó-
belsverðlaunin í efnafræði árið
1991. Fékk hann þau fyrir
framlag sitt til þróunar nýrrar
mælitækni, NMR, sem mikið
er notuð nú á dögum og bygg-
ir á hegðun kjarnans í segul-
sviði.
I tilkynningu sænsku vísinda-
akademíunnar sagði, að NMR-lit-
rófsmælingin hefði verið að þró-
ast síðustu tvo áratugina og
væri líklega mikilvægasta mæli-
tæknin í efnafræði. Er hún notuð
við að greina sameindabyggingu
efna í upplausn en framlag Ernst
felst aðallega í að auka ná-
kvæmni hennar til mikilla muna.
Áður en litrófsmælingin kom
til sögunnar gat það tekið langan
tíma eða nokkur ár að kortleggja
sameindabygginguna en nú að-
eins klukkustundir eða fáa daga.
Er hún til dæmis notuð við lyfja-
gerð og við rannsóknir á því
hvaða áhrif lyf og blóðsjúkdómar
hafa á efnaskiptaferlið.
Richard Ernst.
Richard Ernst er 58 ára að
aldri og prófessor við Eidgenöss-
ische-tækniháskólann í Zúrich.
Bush reiðubúinn
að ræða takmörk-
un á geimvörnum
Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
GEORGE Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur í fyrsta skipti Ijáð
máls á því að ræða takmarkanir á gagneldflaugakerfum. Ætla
Bandaríkjamenn að kynna Sovétmönnum tillögur sínar í þessum
efnum í afvopnunarviðræðunum í Genf á næstunni.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði að þessi
nýja afstaða forsetans opnaði
möguleikann á því að samið yrði
við Sovétmenn um kerfi til að veija
þjóðirnar gegn flaugum sem skot-
ið væri á loft fyrir mistök, í trássi
við skipanir eða af einhveiju þriðja
ríki. Var greinilegt af ummælum
Páfi í Brasilíu
Jóhannes Páll II páfi er nú í
heimsókn í Brasilíu og ræddi í
fyrradag við Fernando Colloy
de Mello, forseta landsins. Á
myndinni heilsar hann gestum
í forsetahöllinni. Um 400.000
manns hlýddu á ræðu sem hann
hélt síðar um daginn í höfuð-
borginni, Brasilíu.
Forsetakosningar í Armeníu:
Ter-Petrosjan lík-
legur sigurvegari
Andstæðingarnir saka hann um undanlátssemi við Azera
Jerevan. Reuter.
ARMENAR gengu að kjörborðinu í gær til að kjósa sér for-
seta en af öðrum kosningamálum má nefna sjálfstæði Arme-
níu, efnahagslega endurreisn og átökin við Azera um Nag-
orno-Karabak. Líklegast þykir, að núverandi leiðtogi Armena,
Levon Ter-Petrosjan, beri sigur úr býtum en forsetaframbjóð-
„Armenar eru staðráðnir í að
öðlast fullt sjálfstæði,” sagði Ter-
Petrosjan á fréttamannafundi í
gær og lagði áherslu á, að nýi,
sovéski sambandslagasáttmálinn
yrði ekki undirritaður nema hvað
varðaði efnahagslega samvinnu.
Armenía er smæsta sovétlýð-
veldið og íbúatalan um 3,5
milljónir. Var lýst yfir sjálfstæði
landsins í síðasta mánuði en vest-
ræn ríki hafa ekki viðurkennt það
enn. Efnahagslega eru Armenar
mjög háðir Moskvu en átökin við
Azera hafa haft slæm áhrif á
vöru- og olíuflutninga til landsins
og valdið miklum efnahagsþreng-
ingum.
Hinir forsetaframbjóðendurnir
fimm hafa gagnrýnt Ter-Petro-
sjan fyrir undanlátssemi gagnvart
Azerum en í síðasta mánuði skrif-
aði hann undir bráðabirgðafriðar-
samkomulag ásamt forseta Az-
erbajdzhan. Enn er þó barist og
talið er, að um 800 manns hafi
fallið í átökunum sl. þijú ár.
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem gerð var í fyrradag, fær
Ter-Petrosjan 72,5% atkvæða í
kosningunum en alls voru 2,16
milljónir manna á kjörskrá.
Fitzwaters að Bandaríkjamenn líta
ekki lengur svo á að Sovétmenn
séu líklegir til að hefja stórfellda
kjarnorkuflaugaárás á Bandarík-
in.
Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sov-
étríkjanna, hefur fram til þessa
verið andsnúinn geimvarnaráætl-
unum af öllu tagi og sagt þær
vera í andstæðu við ABM-samn-
inginn frá 1972 sem bannaði báð-
um risaveldunum að koma sér upp
varnarkerfum gegn kjarnafiaug-
um.
Bandaríkjamenn hafa á hinn
bóginn lagt rika áherslu á nauðsyn
einhvers konar varnarkerfis og bar
þar hæst SDI-geimvarnaráætlun
Ronalds Reagans Bandaríkjafor-
seta sem varð til þess að ekki
náðist samkomulag á Reykjavík-
urfundi leiðtoganna.
Bandarískir visindamenn hafa
eftir ítarlegar rannsóknir komist
að þeirri niðurstöðu að eins víðtæk
vörn og SDl átti upphaflega að
vera sé tæknilega óframkvæman-
leg. Ilafa þeir þróað nýtt mun við-
aminna kerfi sem þeir kalla
GPALS (Global Protection Against
Limited Strikes) eða „alheimsvörn
gegn takmörkuðum árásum”. Er
kerfið helst talið minna á risa-
vaxna útgáfu af Patriot-gagneld-
flaugakerfinu.
Kom fram í máli Fitzwaters að
þetta varnarkefi myndi einnig ná
til bandamanna Bandaríkjanna.
Er jafnvel talið líklegt að þeir
muni bjóða Sovétmönnum aðild
að því.
Reuter
Enga blaðamenn, takk!
Nú stendur yfir Evrópuráðstefna vændiskvenna í Frankfurt í
Þýskalandi. Dolores Freneh frá Bandaríkjunum gefur hér ótvír-
ætt til kynna að blaðamenn séu ekki velkomnir á ráðstefnunni
en eftir því sem næst verður komist verða þar fyrirlestrar og
vinnuhópar um starf og réttindi vændiskvenna.
fáaníegar á Islandi
.
Wt é
'
■ ■ ■
á eftirt
stöðum:
RR skór, Kringlunni
Sportmadurinn, Hóiagarði
Tískuhúsið ESS, Akureyir
Vöruhúsið, Hvammstanga
Allir sem einn, Akureyri
Einkaumbo&
M.
SIMI 679774