Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 Tillögur Francois Mitterrands og Helmuts Kohl: Vestur-Evrópusambandið verði varnarmálaráð EB Bretar andvígir stofnun sveita sem fari inn á verksvið NATO Brusscl, London, Washington, Bonn. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti og Helmut Kohl kanslari Þýskalands lögðu til í bréfi til leiðtoga aðildarrikja Evr- ópubandalagsins.sem birt var opinberlega í gær, að komið yrði á fót stórfylki landhers á vegum Vestúr-Evrópusambandsins (VES) og sambandið yrði gert að varnarmálaráði Evrópubanda- lagsins (EB). Viðbrögð bandarí- skra stjórnvalda við hugmyndinni voru varfærnisleg og sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins í Washington að tillagan væri inn- leg í viðræður aðildarríkja EB um pólitíska framtíð bandalags- ins, ágreiningur ríkti meðal þeirra um þetta efni og með til- lögu Kohls og Mitterrands hefði lokaorðið engan veginn verið sagt í þessu máli. í bréfinu sögðu Mitterrand og Kohl að tillagan væri sett fram í fúlustu alvöru og væri tilgangurinn einkum að hleypa nýju lífi í viðræð- ur um pólitíska framtíð EB. Dieter Vogel, talsmaður þýsku stjórnarinn- ar, sagði að engin tímamörk væru sett fyrir því að koma stórfylkinu á fót og það yrði þó ekki í náinni fram- tíð. Hann sagði þýsku stjómina eiga von á góðum viðtökum tillögunnar meðal EB-ríkja og einnig kæmi hún til móts við þau sjónarmið Bandaríkj- amanna að Evrópuríkjunum bæri að taka á sig auknar skyldur innan Atlantshafsbandalagsins (NATO).'' í bréfinu lögðu Mitterrand og Kohl til að sameiginlegar hersveitir Frakka og Þjóðveija, sem telja um 5.000 menn, yrðu kjarni stórfylkis- ins, sem þeir kjósa að kalla Evrópu- her. Jafnan eru 70.000-100.000 her- menn í stórfylki en Vogel sagði að tillaga um endanlega stærð Evrópu- herliðsins lægi ekki fyrir og í því sambandi sagði hann að í stórfylkj- um franska landhersins væru t.d. ekki nema 20.000-25.000 hermenn. Hugmynd frönsku ogþýsku leið- toganna er að aðildarríki VES, sem eru níu talsins, leggi Evrópuherliðinu til menn. EB-ríki sem ekki eiga að- ild að EB eru Danmörk, Grikkland og írland en samkvæmt tillögunni yrði tveimur fyrstnefndu boðin aðild að sveitunum en írum að eiga áheyrnaraðild að VES. Spánveijar og Belgar tóku tillögu Kohls og Mitterrands vel í gær en Bretar gagnrýndu hana og sögðu embættismenn í London að leitað yrði svara við því hvernig tengsl þess við Atlantshafsbandalagið (NATO) væru hugsuð. Utanríkisráð- herra Hollands, Hans van den Bro- ek, sagði að EB-ríkin ættu að sam- einast um það besta úr tillögunni og sameiginlegri tillögu sem Bretar og ítalir hefðu sett fram fyrr í þess- um mánuði um varnarhlutverk EB í framtíðinni. Hún fól það m.a. í sér að komið yrði á fót hraðliðssveitum sem sendar yrðu til svæða utan varn- arsvæðis NATO, t.d. til Júgósiavíu og Persaflóasvæðisins. Reuter Clarence Thomas ásamt eiginkonu sinni Virginiu er hann ræddi við fréttamenn í fyrrakvöld. Anita Hill sem sakað hefur dómarann um kynferðislega áreitni vildi ekki tjá sig um niðurstöðu öldungadeildar Bandar íkjaþings. Skipan hæstaréttardómara vonbrigði fyrir bandaríska kvennahreyfingu: Vilja að þingmönniim sem studdu Thomas verði hafnað Washington. Reuter. LEIÐTOGAR kvennahreyfingarinnar í Bandarikjunum spá því að skipan Clarence Thomas í embætti hæstaréttardómara muni verða til að styrkja baráttu þeirra fyrir jafnrétti kynjanna. Kate Michelman sem starfar fyr- ir samtök sem beijast fyrir fijálsum fóstureyðingum sagði í samtali við Reuíers-fréttastofuna að nú yrði unnið að því að fella af þingi þá öldunga- deildarþingmenn sem studdu Thomas í atkvæðagreiðslunni í fyrrakvöld. Andstaða bandarísku kvenna- hreyfingarinnar við Thomas varð ljós strax og George Bush Banda- ríkjaforseti tilnefndi hann í júlí síð- astliðnum. Óttuðust kvenréttinda- konur að hann myndi í starfi leggj- ast gegn rúmum rétti til fóstureyð- ingar svo dæmi sé tekið. Ásakanir Anitu Hill, lagaprófessors frá Okla- homaháskóla, um að Thomas hefði misboðið sómatilfinningu sinni er þau unnu saman fyrir áratug, voru því sem vatn á myllu kvennahreyf- ingarinnar. Enda voru vonbrigðin mikil þegar ljóst var að Thomas hlaut naumlega staðfestingu. „Milljónir bandarískra kvenna finna fyrir þeim sársauka sem Bretland: Þekkt sjónvarpsfyrirtæki missa útsendinefalevfí á uppboði I.nnrlnn Rpnlor ^ ^ ^ London. Reuter. MÖRG þekkt bresk sjónvarpsfyr- irtæki þurftu að bíta í það súra epli að verða undir á uppboði sem haldið var um leyfi til reksturs einkastöðva. Einkastöðvar eru með um 46% af breska markaðin- um en hinn helmingurinn er að mestu í höndum BBC. Alls voru boðin upp sextán leyfi sem taka gildi árið 1993 og gilda í tíu ár. Hefur Óháða sjónvarpsréttar- nefndin (ITC) verið með þau fjörutíu tilboð sem bárust í skoðun síðan í maí. Við mat á tilboðunum var tekið tillit jafnt til gæða sjónvarpsefnis sem þeirrar upphæðar sem menn voru reiðubúnir að greiða fyrir leyfið. Þær sjónvarpsstöðvar sem ekki náðu að halda leyfum sínum eru Thames Television, TV-am, TVS og TWS. „Péningarnir hafa borið sigur- orð yfír gæðunum," sagði Richard Dunn, forstjóri Thames Television, eftir að úrslitin lágu fyrir. Hafði fyr- irtæki hans boðið 32,69 milljónir punda í leyfið en það var veitt Carl- ton Television, sem framleiðir m.a. þættina um Morse lögreglufulltrúa, fyrir 43,17 milljónir punda. Annað fyrirtæki sem bar sigur úr býtum er Sunrise-TV sem taka mun við leyfi TV-am. Sunrise-TV, bauð tuttugu milljónum punda meira í leyfið en keppinauturinn, en meðal eigenda fyrirtækisins er Walt Di- sney-samsteypan. stuðningsmenn Thomas í öldunga- deildinni ollu Anitu Hill,” sagði Michelman. Ruth Mandel, forstöðumaður kvennarannsóknastofnunar við Rutgers-háskólann, sagðist telja að nú myndu konur fá aukinn kraft í baráttu sinni fyrir auknum réttind- um. „Ef hann er notaður skynsam- lega gæti það orðið til að auðvelda konum að sækjast eftir opinberum embættum, það gæti styrkt fjáröfl- un kvennasamtaka, það gæti aukið stuðning við þær og auðveldað leit- ina að frambjóðendum fyrir þing- kosningarnar í nóvember 1992.” George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði ákvörðun öldungadeildar- innar. „Þjóðin og dómstóllinn njóta góðs af því að hafa mann sem er trúr grundvallarviðhorfum sínum og er næmur fyrir vandamálunum og möguleikunum sem allir Banda- ríkjamenn standa frammi fyrir,” sagði Bush í skriflegri tilkynningu. Sjálfur sagði Clarence Thomas að nú væri ráðlegra að græða sárin heldur en að láta í ljós reiði, hatur og óvild. Hann hafði ennfremur þetta að segja: „Ég held að hversu erfitt og sársaukafullt sem þetta ferli hefur verið þá sé núna kominn tími til að græða sárin í landi okk- ar. Við verðum að komast yfir þessa hluti. Við verðum að halda áfram veginn og leita að leiðum til að leysa vandamál sem ég tel að komið hafi Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði: Lagði grunn að notk- un fljótandi kristalla Stokkhólmi. Reuter. FRANSKI prófessorinn Pierre- Gilles de Gennes hlýtur Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði árið 1991 en með störfum sínum ruddi hann meðal annars brautina fyr- ir kjöltutölvum og tölvuúrum. í tilkynningu sænsku vísindaaka- demíunnar sagði, að hann fengi verðlaunin fyrir að sýna fram á almenna og sameiginlega drætti í uppbyggingu eðlifræðilegra kerfa. „Með verkum sínum hefur hann sýnt fram á almennt gildi grund- vallarlögmála eðlisfræðinnar,” sagði Ingvar Lindgren, prófessor og formaður eðlisfræðinefndar akademíunnar, en de Gennes, sem sumir hafa kallað „Isaac Newton vorra tíma”, er fæddur í París árið 1932. Hafa rannsóknir hans mikið snúist um það hvernig segulmagn- aðar sameindir mynda skipuleg kerfi við ákveðnar kringumstæður og hvað gerist þegar formleysan leysir regluna af hólmi. Komst hann að því, að seglar, ofurleiðar- ar, fljótandi kristallar og fjölliður höguðu sér á margan hátt eins. „Sum þessara kerfa voru svo flókin, að eðlisfræðingar höfðu átt í erfiðleikum með að setja fram almenna reglu um hegðun þeirra við formbreytinguna,” sagði í til- kynningu vísindaakademíunnar, „en de Gennes leysti þá þraut að mörgu leyti.” Með starfi sínu lagði de Gennes grunninn að hagnýtingu fljótandi kristalla, sem eru meðal annars notaðir í kjöltutölvur og tölvuúr og einnig fjölliða en þar er um að ræða langar sameindakeðjur, sem brúkast til dæmis í nælonfram- leiðslu. Búist er við, að notagildi fljótandi kristalla verði mikið í framtíðinni en á þeim byggir flati sjónvarpsskjárinn, sem er að koma á markaðinn. Það kom de Gennes sjálfum á óvart þegar honum var skýrt frá Pierre-Gilles de Gennes. verðlaunaveitingunni en hann tók tíðindunum með jafnaðargeði eins og hans þykir von og vísa. Kvaðst hann ekki mundu láta upphefðina stíga sér til höfuðs enda ætti hann sér aðra kórónu og dýrari, það er að segja börnin. A hann þau sjö. skýrt fram og hafa verið augljós um nokkurn tíma í landi okkar.” Atkvæðagreiðslan í öldungadeild- inni er sigur fyrir þingmanninn John Danforth, repúblikana frá Missouri. Hann hefur verið vinur Thomas árum saman og var aðalhvatamað- urinn að skipan hans í öldungadeild- inni. „Það er enginn fögnuður sem fylgir þessu. Hamingjan hefur breyst í sársauka,” sagði hann. Leola Williams móðir Thomas hafði þetta að segja: „Guð átti síð- asta orðið. Þessi maður mun sýna þeim fram á það.” Hún sagði að yfirheyrslunar hefðu sært sig. „Ég lagðist í rúmið. Ég gat ekki unnið.” Hún sagðist ekki finna til haturs í garð Anitu Hill. „Ég held að ein- hver hafi fengið hana til þessa. Hefði barnið mitt sagt eitthvað þessu líkt þá hefði ég risið upp í fundarherbergi öldungadeildarinn- ar og löðrungað það.” Ekki er ljóst hvenær Thomas sver embættiseið. Hæstiréttur hóf vetrarstarfið 7. október en þá var autt sæti Thurgoods Marshalls for- vera Thomas, en þeir eru einu þel- dökku hæstaréttardómararnir í sögu Bandaríkjanna. ---*--*-H-------- Pólland: Þjóðverjar greiða fómar- lömbum nas- ismans bætur Varsjá. Reuter. ÞJÓÐVERJAR og Pólverjar náðu í gær samkomulagi um bóta- greiðslur til handa þeim Pólverj- um sem nasistar neyddu til þræla- vinnu í síðari heimsstyrjöldinni. Hafa Þjóðverjar fallist á að greiða samtals 500 milljónir marka í bætur. Samkvæmt samkomulaginu munu stjórnvöld í Póllandi og Þýskalandi setja sameiginlega á stofn sjóð sem á þriggja ára tímabili mun sjá um að deila út framlagi Þjóðveija. Hátt- settur pólskur embættismaður sagði í gær að líklega hæfust greiðslur á næsta ári og myndu þær fyrst og fremst renna til þeirra sem hefðu beðið verulegan skaða á stríðsárun- um, væru við slæma heilsu eða byggju við léleg kjör. Gúnther Knackstedt, sendiherra Þýskalands í Póllandi, sagði að með þessu samkomulagi væri loks hægt að setja strik yfir einn dimmasta kaflann í samskiptum þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.