Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 17 I I > > | ) I I Eru íslenskukennarar til? eftir Þorstein Siglaugsson Fyrra forspjall Segjum að Móses sé maðurinn sem gerði allt það sem Gamla testa- mentið segir að hann hafi gert; það sé skilgreiningin á Móse. En hvað ef við komumst að því að allt sem Gamla testamentið segir að Móses hafi gert sé tómt rugl? Þýðir það að Móses hafi aldrei verið til? Heimspekingar hafa löngum deilt um spurningar sem þessar. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að svara spurningunni, en varpa henni fram að gamni: Einu sinni var maður og hann skrifaði bók sem síðan hefur gengið undir nafninu „Fyrsta mál- fræðiritgerðin”. Til samræmis við það gengur maðurinn undir nafninu „Fyrsti málfræðingurinn”. Hvað yrði um fyrsta málfræðinginn ef í ljós kæmi að ritgerðin væri ekki eftir hann? Eina lýsingin sem við höfum á honum væri þá röng og væri þá einhver ástæða til að halda að hann hafi verið til? Síðara forspjall Nú í haust hafa menn deilt hart um íslenskukennslu. Háskólinn set- ur íslenskunema í aukatíma í mál- fræði- og segir undirbúninginn úr menntaskólum svo slakan að fólk komi óskrifandi inn í íslenskudeild- ina, viti jafnvel ekki hver er munur- inn á sagnorði og nafnorði. Áður en fyrsta málfræðiritgerðin var skrifuð var engin íslensk mál- fræði til á bók. Það kom ekki mik- ið að sök; menn skrifuðu íslendinga- sögur og tókst bara bærilega til. Að minnsta kosti hafa þessar sögur síðan óspart verið notaðar sem dæmi um Jþað hvernig skrifa eigi á íslensku. Islenskt alþýðumál hefur mótast af frásagnarmáta íslending- asagna. Íslensk alþýða kunni lengst af enga málfræði, en málfars henn- ar minnast menn nú með eftirsjá, á þessari fjölmiðlaöld sem við lifum á. Svo koma óskrifandi stúdentar í Háskólann og eru settir í að læra föil og orðflokka, rétt eins og stíllinn batni við það. Og vont málfar þeirra er kennt ónógri málfræðikennslu í menntaskólum. En kennarar þeirra í menntaskólum segja að sjónvarpi sé um vont málfar að kenna, mál- fræði fái þeir nóga. Ég held að menn vaði í villu um hvort tveggja. Málfræðikunnátta er engin forsenda vandaðs málfars. Gildi málfræðikunnáttu felst í allt öðru. Það er ekki sjónvarpi og popp- tónlist að kenna að stúdentar tala vont mál og skrifa verri texta. Það er skólunum að kenna. Og nú er rétt að koma sér að efninu. Komið að efninu Málfar manna er ekki vandað þótt það sé málfræðilega rétt. For- senda þess er málkennd og mál- kennd er ólík málfræði að því leyti að hún verður ekki kennd með regl- um. Reglur sem menn hafa búið til og kalla stílfræði eru tilraun til að segja hvað málkennd sé. En þær duga ekki til. Málkennd öðlast fólk aðeins með einu móti: nefnilega með því að lesa vandaðan texta og heyra vandað mál og sem mest af því.. Nú er vont málfar fremur regla en undan- tekning á okkar tímum. Það dynur yfir úr sjónvarpi, útvarpi, blöðum, kennslubókum og frá opinberum stofnunum. Þetta benda veslings íslenskukennararnir á og segja: XJöfðar til JLJLfólks í öllum starfsgreinum! Hvernig eigum við að geta tekist á við þetta? Svarið við þeirri spurningu er ekki að banna sjónvarps- og út- varpstæki. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svara henni. Svarið held ég að sé þetta. Svarið Ef lögð væri á það áhersla að allt kennsluefni, frá því að börn hefja skólagöngu, væri á vönduðu og góðu máli og ef skólabörn í grunnskólum væru látin lesa mikið af góðum texta, það besta sem er að finna í íslenskum bókmenntum, þá er ég viss um að málfar þeirra sjálfra myndi batna mikið. Éinnig ætti að láta þau þýða sem mest af erlendum málum á íslensku, þannig þjálfast þau í að tala og. skrifa. Megnið af því kennsluefni sem notað er í grunnskólum er leiðin- legt, illa skrifað og illa frá því geng- ið. Illa skrifaðan og þokukenndan texta er leiðinlegt að lesa, sama um hvað hann fjallar. Vandaðan, skýran og orðríkan texta er skemmtilegt að lesa, jafnvel þótt hann sé um tóbaksvarnir. Hvað er gott Það er í tísku um þessar mundir að hafa þá skoðun að enginn mun- ur sé á góðum og vondum texta, góðu og vondu máli. Það á að vera vegna þess að það er ekki hægt að skilgreina nákvæmlega hvað er gott mál og hvað vont. Þegar manni sem hefur þessa skoðun er bent á tvo texta, annan góðan og hinn vondan, þá svarar hann og segir: Málkennd er eitt og málfræði er annað. Báðar eru jafn nauð- synlegar, önnur sem forsenda góðs málfars, hin sem forsenda rök- réttrar hugsunar.” Hvað þykist þú geta sagt að þetta sé vont og þetta gott, það er bara þín persónulega skoðun. Það er bara eitt svar til við þessu: Gott er gott og vont er vont. Hóm- ersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar eru á góðu máli. Grunn- skólalögin eru á vondu máli. Það sér hver maður hvort sem hann vill viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum eða ekki. Það er ekki hægt að skýra, nema að litlu leyti, hvers vegna. Það er vegna þess að dómar um gæði málfars grundvall- ast á málkennd. Málkennd er ekki hægt að skilgreina, en það þýðir ekki að hún sé ekki til. Hún er til og hún er mælikvarði á málfar, rétt eins og siðferðiskennd er mæli- kvarði á siðferði. Gildi málfræði Málfræðiþekking hefur ekkert með málfar að gera, en þjálfun í beitingu málfræði er hins vegar mikilvægari en flest annað. Maður sem beitir málfræði til að greina orð og setningar er að gera nokkuð sem heitir að beita hugtök- um. Við erum sífellt að beita hug- Þorsteinn Siglaugsson tökum til að skilja hitt og þetta. Þegar ég bendi á tré og nefni það tré, þá felli ég þennan ákveðna hlut undir hugtakið tré. Sama gerir bif- véiavirki sem fær í hendur bilaðan bíl og þarf að segja til um hvað er að honum. Hann athugar einkenni bilunarinnar, ber þau saman við einkennin sem tilgáta hans sjálfs felur í sér, passi þau saman passar greiningin. Hann veit hvað er að skijóðnum. Áð „hundur” er nafnorð í karl- kyni eintölu nefnifalli, og „hund” er eins nema í þolfalli, er fullkom- lega tilgangslaus vitneskja. En þjálfun í að greina orð samkvæmt þessum hugtökum er þjálfun í rök- legri hugsun. Maður sem hefur hlot- ið þjálfun í málfræði er betur í stakk búinn til að beita hvaða hugtaka- kerfi sem er en sá sem enga slíka þjálfun hefur hlotið. „Sá sem hneig- ir rétt hugsar rétt,” segir presturinn gamli í Brekkukotsannál Halldórs Laxness. í þessu felst einmitt gildi málfræðikennslu: Þjálfun í beitingu málfræði er þjálfun í hugsun, þess vegna á að kenna málfræði í skól- um. Samantekt Það er hálf asnalegt að halda því fram að þótt Móses hefði ekki gert neitt af því sem Gamla testamentið segir hann hafa gert, þá hefði hann aldrei veið til. Það er jafn asnalegt að segja að málkennd hljóti að byggja á málfræðikunnáttu, því að hún er alveg óháð henni. Málkennd verður til við að lesa góðar bækur og eina vopn skólanna gegn vond- um íjölmiðlum er að láta nemendur lesa mikið af góðum bókum. Málkennd er eitt og málfræði er annað. Báðar eru jafn nauðsynleg- ar, önnur sem fórsenda góðs málf- ars, hin sem forsenda rökréttrar hugsunar. Orstutt að lokum Ef íslenskukennarar kenna fólki íslensku og við komumst svo að því að fólk kunni ekki íslensku, eru þá íslenskukennarar ekki til? Jú, þeir eru til, en þeir þurfa að bæta sam- ræmið milli sjálfra sín og skilgrein- ingarinnar á sér. Höfundur er nemi í heimspeki við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.