Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 11 Spjaldvísur II Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Spjaldvísur II nefnist Ijóðabók eftir Hallberg Hallmundsson. Útgef- andi er útgáfufyrirtækið Brú. Hall- berg sem lengi hefur dvalist vestan- hafs hefur áður gefið út fimm ljóðabækur auk fjölda þýðinga á ís- lensku og ensku. Bókin skiptist í fimm hluta og fer sú skipting að nokkru leyti eftir inn- taki kvæðanna. Fyrsti hlutinn fjallar þannig um ýmsar hliðar ástarinnar og lífsnautnina. Annar hlutinn ein- kennist af heimspekilegum vanga- veltum og aforismum. Þriðji hlutinn inniheldur smáljóð um árstíðirnar og í fjórða hluta eru ýmsar náttúru- stemmningar. í fimmta hlutanum er síðan einhvers konar uppgjör skáldsins við lífshlaup sitt. í Spjaldvísum II er einkum að finna stuttar vísur. Höfundur er ekki við eina fjölina felldur í skáld- skaparmálum. Stundum yrkir hann vísur í hefðbundnum stíl, í annan tíma er lauslega farið með fonnið og oft eru vísurnar algjörlega lausar við ljóðstafi, rím og hefðbundna hrynjandi. Þar að auki fæ ég ekki betur séð en Hallberg geri athyglis- verða tilraun með hækuformið jap- anska í þriðja hluta bókarinnar. Nokkuð af vísum Hallbergs eru skemmtilegar athugasemdir við ýmislegt í tilverunni. Athylisverð er til dæmis þessi hugleiðing um* við- kvæm skáldamál í kvæðinu Góð- skáld og þjóðskáld: Grænt af öfund sagði góðskáldið við þjóðskáldið: - Eg get nú ekki séð hvað þú hefur framyf- ir mig. Kafijótt af þótta sagði þjóðskáldið við góðskáldið: - Það er sko af því þú ofmetur sjálfan þig. Mörg gamankvæði Hallbergs beinast að honum sjálfum. Sjálfsháð er til að mynda meginhugmynd kvæðisins Yfírborðsmennska: „Bijóst þín eru mjúk/ en undir slær hart hjarta/ — sem hentar mér raun- ar vel:/ Ég held mig jafnan við yfir- borðið.” Raunar finnst mér skáldinu takast mun betur upp við ljóðrænar nátt- úrulýsingar. Þær eru oft kunnáttu- samlega gerðar. Dæmi um þetta er kvæðið Náttmál: Fjallið hengir skýjahattinn sinn á snaga tunglsins dregur nóttina upp fyrir enni og hverfur á vit jökultærra drauma. í þriðja hluta bókarinnar leitast Hallberg við að túlka heimþrá sína í ljóðaflokki sem ortur er undir jap- önskum hækuhætti. Hátturinn ein- kennist af þremur línum, samtals 17 atkvæðum (5-7-5). Annað ein- kenni háttarins er að efni ljóðanna er jafnan bundið ákveðinni árstíð. Málþing um skilnaðarböm SAMTÖKIN Barnaheill efna lil málþings um skilnaðar- börn. Tilgangur málþingsins er að draga fram reynslu þeirra sem um skilnaðarbörn fjalla og að fá fram gagnlegar ábendingar vegna undirbún- ings heildstæðrar rannsóknar sem samtökin vilja beita sér fyrir i samvinnu við rannsókn- arstofnanir á þessu sviði. Á málþinginu miðla af reynslu sinni Barna og unglingadeild geðdeildar Landspítalans, Fjöl- skyldudeild félagsmálastofnun- ar, Sálfræðideild skóla og Sifja- deild dómsmálaráðuneytisins. Eftir framlag þeirra verða al- mennar umræður. Fundarstjóri verður Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Málþingið verður haldið í Gerðubergi fimmtudaginn 24. október kl. 13. Mælst er til að fólk tilkynni. sig á skrifstofur Barnaheilla fyrir 22. október n.k. Þetta gerir Hallberg á þann hátt að hver vísa túlkar ákveðinn árstíða- bundinn viðburð, leysingu, voryrkj- ur, hirðingu, göngur o.fl. Fyrsta kvæðið í flokknum heitir í annarri álfu. Það er sveitamaðurinn í stór- borginni sem horfir heim. Fuglamir hópast fljúga norður til vorsins — Vænglaus vonlaus þreyr. Miklu misjafnari eru þau kvæði Hallbergs sem bundin eru rími og ljóðstöfum. Oft vilja þau verða frem- ur stirðlega ort auk þess sem höf- undurinn hirðir ekki alltaf um rétta stuðlasetningu. Orðaval og orðaröð vill ráðast um of af ríminu. Dæmi um þetta er kvæðið Hinn góði hirðir: Ég hóa saman orðum eins og hjarðmaður sá fé sem hefur á gaddinn beitt. Honum þykir vænt um það þótt horgemlingar sé og hnífur hans komst ekki í feitt. Stundum er einnig því líkast að merking skipti ekki svo ýkja miklu máli heldur aðeins rímleikurinn einn eins og í Tveim léttúðugum vísum um ástina og dauðann: Ast mín er eins og aðrar kenndir til ekki neins Dauðinn vendir kvæði mínu í kross og kankvís sendir mér fingurkoss. Lífsspeki Hallbergs er umfram allt annað hugsjón lífsnautnamanns- ins eða eins og segir í kvæðinu Betra er lifður: Ólifður fer ekki á fyllirí né fær hann ljóðastrengjum bifað svo að ég minnist nú ekkert á ástir kvenna heitar tiðar... Andlegir timburmenn eru sjálf- sagt eðlilegir fylgifiskar slíkrar líf- ■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands verður með rabbfund laugardaginn 19. október kl. 13.30 í Hafnarhúsinu að vestan- verðu um hvaða hlutverki Kolla- fjörðurinn sjálfur, eyjarnar og strandlengja hans eiga að gegna í framtíðinni. Að Kollafirði liggja fjögur sveitarfélög, höfuðborginni og Kjalarneshreppi tilheyrir þó stærsti hlutinn. „Að hafa við bæjar- dyrnar fallegan fjörð með sundum eyðieyjum, nesjum, töngum, skerj- um og skemmtilegum fjörum er Hallberg Hallmundsson snautnastefnu. í það minnsta er ekki laust við að í seinasta hluta bókarinnar bryddi á þeim. Hallberg er fullur heimþrár eftir langa veru í Ameríku sem hann telur sína verstu skissu eins og segir í kvæðinu Átta- villtur: Því finnst mér nú eins og íjalla-Stjána ég' eigi hvergi heima en sé alls staðar gestur. Auk þess kvelur hann eftirsjá eft- ir því sem hefði getað orðið en aldr- ei varð. Skáldið lætur að vísu sem sér standi á sama þótt það hafi var- ið sextíu árum ævinnar illa að eigin sögn og „til lítils lifað” (Sextugur í sekúndum). Samt er örstutt í sjálfsá- sökun og sjálfsfæð:_ „En væntu þér einskis vinskapar. Ég vil helst ekki sjá þig meir,” segir í Eintali við speg- il. Éf til vill er það í gamni sagt en mér er nær að halda að því fylgi nokkur alvara. Sem betur fer á Hallberg söngvana sína óbrotna inn- an um brostnu draumana og má því segja um Ijóð hans að þar sé til nokkurs ort. einstakt og gefur tilefni til allskon- ar náttúruskoðunarferða og útvist- ar fyrir unga sem aldna. Því þarf að gá vel að sér með allt sem getur orðið þessu til alvarlegrar röskunar. Botngróður og dýralíf er lítt kannað en það hefur sýnt sig að fjörðurinn hefur verið með fjölbreyttu og gró- skumiklu lífríki, segir í fréttatil- kynningu frá NVSV. Allir sem búa við og í nágrenni Kollafjarðar eru velkomnir á rabbfundinn sem taka mun einn og hálfan til tvo tíma. ■ RÁÐSTEFNA Fram- kvæmdanefndar um launamál kvenna verður haldin í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, laugar- daginn 19. október nk. kl. 13.30. Þar verður fjallað um launamun kynjanna, leitað orsaka, bent á nýjar leiðir í baráttunni og greint frá nýrri könnun kjararannsóknar- nefndar um launamun innan ASÍ. Frummælendur verða Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur: Hagfræðikenningar um launamun kynjanna, dr. Eiríkur Hilmars- son: Um könnun Kjararannsóknar- nefndar á launamun innan ASÍ, Hildur Jónsdóttir verkefnisstjóri Norræna jafnlaunaverkefnisins: Nýjar leiðir í jafnlaunabaráttu. Að lokinni framsögu verða fijálsar umræður. Fundarstjóri verður Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki kl. 17.00. Aðgangseyrir er 400 kr. Kaffi og meðlæti innifalið. Fundur- inn er ölium opinn. Konur í stjórn- un verkalýðsfélaga og samninganefndum eru sérstak- lega hvattar til að mæta. (Fréttatilkynniiig) jýE^AINl^iURENl SNYRTIVÖRUKYNNINGAR ★ Clara, Austurstræti 3, FIMMTUDAGINN 17. október kl. 12.30-17.30. ★ Clara, Laugavegi 15, FÖSTUDAGINN 18. október kl. 12.30-17.30. ★ Clara, Kringlunni 8-12, LAUGARDAGINN 19. október kl. 11.30-16.00. NÝ FATASENDING Til dæmis: Pilot-jakkan frá kr. 8.900,- Herrapevsur frá kr. 3.300,- Lambsullar- oq anqórupeysur Rúllukragabolir frá kr. 3.990,- frá kr. 1890,- Einlitar herrapeysur i mörgum litum frá kr. 3.290,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.