Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 46
-^46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 KNATTSPYRNA ' Evrópukeppni landsliða 1. RIÐILL: Olomouc, Tékkóslóvakíu: , ^Tékkóslóvakía-Albanía..............2:1 "" ■Aíarel Kula (36.), Ludovit Lancz (40.) - Ysen Zmijani (62.). 2.366. Frakkland..........7 7 0 0 17: 5 14 Tékkóslóvakía.....7 5 0 2 11: 7 10 Spánn..............6 2 0 4 15:11 4 Island.............7 2 0 5N 6: 7 4 Albanía............7 1 0 6 2:21 2 2. RIÐILL: Sofía, Búlgaríu: Búlgaria - San Marínó...............4:0 Mauro Valentini (20. - sjálfsm.), Hristov Stoihkov (37. - vítasp.), Zlatko Yankov (41.), Nikolai Iliev (85.). 8.000 Búkarest, Rúmeníu: Rúmenía - Skotland.................1:0 ,-^^Gheorghe Hagi (73.- vítasp.). 30.000. Sviss...............7 4 2 1 19: 6 10 Skotland............7 3 3 1 10: 7 9 Búlgaría............7 3 2 2 14: 7 8 Rúmenía.............6 3 1 2 11: 6 7 San Marínó.........7 0 0 7 1:29 0 ■ Leikir sem eftir eru: Skotland - San Marínó, Rúmenia - Sviss, Búlgaría - Rúmen- ía. 4. RIÐILL: Landskrona, Svíþjóð: Færeyjar - Júgóslavía.............0:2 - Vladimir Jugovic (18.), Dejan Savicevic (79.). 2.485 Bel/ast, N-írlandi: N-Irland - Austurriki...............2:1 Iain Dowie (17.), Kingsley Black (40.) - Leo Lainer (44.). 8.000. Júgóslavía.........7 6 0 1 22: 4 12 Danmörk............7 5 1 1 16: 6 11 N-írland...........7 2 3 2 10: 9 7 Austurríki........7 115 6:12 3 Færeyjar...........8 1 1 6 3:26 3 ■Leikir sem eftir eru: Danmörk - N- Irland, Austurríki - Júgóslavia 5. RIÐILL: Núrnberg, Þýskalandi: Þýskaland - Wales..................4:1 Andy Möller (45.), Rudi Völler (39.), Karl- heinz Riedler (45.), Thomas Doll (73.) - Paul Bodon (84. - vítasp.). 46.000. Wales.............;...5 3 1 1 7:6 7 Þýskaland..............4 3 0 1 8:4 6 Belgía.................5 2 1 2 7:5 5 " "'l.uxernborg.............4 0 0 4 2:9 0 ■Leikir sem eftir eru: Wales - Luxemborg, Belgium - Þýskaland, Þýskaland - Luxem- borg. 6. RIÐILL: Rotterdam, Hollandi: Holland - Portúgal.................1:0 Richard Witschge (20.). 50.000 Holland............7 5 1 1 15: 2 11 Portúgal...........7 4 1 2 10: 4 9 Finnland.....i....7 1 4 2 5: 6 6 Grikkland..........4 2 11 8: 5 5 Malta..............7 0 1 6 1:22 1 ■Leikir sem eftir eru: Grikkland - Finn- land, Portúgal - Grikkland, Grikkland - Holland, Malta - Grikkland. 7. RIÐILL: Poznan, Póllandi: Pólland - írland...................3:3 •■tarCzachowski (55.), Jan Futok (77.), Jan ’ Urban (86.) - Paul McGrath (10.), Andy Townsend (62.), Tony Cascarino (68.). 17.000. Wembley, London: England - Tyrkland.................1:0 Alan Smith (21.). 50.896 England: Chris Woods, Lee Dixon, Stu- art Pearce, David Batty, Des Walker, Gary Mabbutt, Bryan Robson, David Platt, Alan Smith, Gary Lineker, Chris Waddle. England.............5 3 2 0 6: 2 8 írland..............5 1 4 0 10: 5 6 Pólland.............5 2 2 1 7: 5 6 Tyrkland.............5 0 0 5 0:11 0 ■Leikir sem eftir eru: Tyrkland - Irland, Pólland - England Markahæstu menn: Pancev, Júgóslaviu..................10 Papin, Frakklandi................... 9 . Van Basten, Hollandi................ 8 Knup, Sviss......................... 6 Butragueno, Spáni................... 5 Clarke, N-írlandi................... 5 Kipric, Ungveijalandi............... 5 Christensen, Danmörku............... 5 Munoz, Spáni........................ 4 ■Van Basten, Hollandi, hafa skorað flest mörk i leik - fimm gegn Möltu. ■Butragueno, Spáni, skoraði fjögur mörk gegn Albaníu. ■Ardiles, írlandi, Clarke, N-Irlandi og Pancev, Júgóslavíu, hafa skorað þijú mörk í leik. Spánn Fyrri leikurinn í meistarakeppninni: Barcelona - Atletico Madrid........1:0 Uuillermo Amor (86.). 17.200. Sviss Leikir i 1. deildarkeppninni á þriðjudag: Lugano - Lausanne..................0:3 Servette - Grasshopper..............2.T FC Zúrich - Sion...................4:2 Staða efstu Iiða: Lausanne............14 6 8 0 29:12 20 Sion................15 6 7 2 23:13 19 Grasshopper.........15 8 3 4 27:18 19 .. -Servette...........15 7 3 5 26:21 17 YoungBoys.............15 6 4 6 25:21 16 ■Utnsögn uml Evrópuléikina. á*bl$.- 45; .iipsviusqB 6ianu | Glæsilegt jöfnunarmark Þorvaldar - í vináttulandsleiknum á Kýpur ÞORVALDUR Örlygsson jafnaði 1:1 ílandsleik Kýpurog íslands hér í Larnaca í gærkvöldi og mörkin urðu ekki fleiri. Jöfnun- armarkið var glæsilegt, en sama verður ekki sagt um leik- inn fheild. íslenska liðið var lengi í gang, en þegar rétti takt- urinn var fundinn var ekki aftur snúið. Spilið í seinni hálfleik var oft á tfðum mjög gott, en herslumuninn vantaði til að bæta við mörkum. ÆT Islendingar eru ekki vanir að leika knattspymu við aðstæður eins og hérna — í um 25 stiga hita og röku lofti. Það er Steinþór eina skýringin á Guöbjartsson byrjuninni. Menn skrilar voru gj^^j tilbúnir, traKypur þegar flautað var til leiks og mátti halda að þeir væru að bíða eftir að eitthvað gerðist í stað þess að taka strax frumkvæðið. Kýpurmenn voru meira með bolt- ann í fyrri hálfleik án þess samt að skapa sér færi. Islenska vörnin sá til þess að mótherjarnir fengu aðeins að finna lyktina án þess að fá að smakka á réttinum. Nema, þegar þeir skoruðu um miðjan fyrri hálfleik. Og það var óþarfi. Dagskipunin var að spila og það var reynt. Sóknirnar hófust hjá markverði, rúllað á næsta mann og boltinn látinn ganga, en í fyrri hálf- leik var of mikið bil á milli miðju- manna og framherja með þeim af- leiðingum að broddinn vantaði í sóknina. Allt annað Dæmið gekk betur upp éftir hlé og var allt annað að sjá til liðsins. Það var ákveðnara og spilið mark- vissara. Markið kom á góðum tíma og sóknirnar þyngdust. Þorvaldur var óheppinn, þegar hann skallaði fast að marki eftir hornspyrnu, en varnarmaður bjargaði á línu. Hann fékk annað færi undir lokin eftir gott spil, en markvörðurinn var á undan og bjargaði. Allir 16 leikmennirnir fengu að spreyta sig. Markverðirnir gerðu engin mistök og stóðu fyrir sínu, sérstaklega Friðrik, sem var mjög ákveðinn og öruggur, átti teiginn. Vamarmennirnir léku ágætlega og miðjan var sterk. Spilið var ekki mikið út á kantana, en Baldur gerði oft skemmtilega hluti og skapaði usla, þegar hann fékk tækifæri til. Framherjarnir fengu úr litlu að moða, en Eyjólfur lét vel finna fyr- ir sér. Mikil harka færðist í leikinn und- ir lokin og skrifast hún að mestu á dómarann, sem hafði ekki tök á leiknum. Eyjólfur fékk spjald fyrir heiðarlega baráttu um boltann, en dómaraaugun lokuðust, þegar Atli Einarsson var hreinlega kýldur nið- ur, svo á honum sá. Leikmenn Kýpur voru léttleik- andi og snöggir. Markverðirnir virk- uðu frekar óöruggir, en fyrirliðinn hélt vöminni vel saman. Kantmenn- irnir voru sprækir, en þeir sköpuðu sér engin færi og því kemur ekki áóvart hvað þeir hafa gert fá mörk (aðeins tvö) í Evrópukeppninni. Þorvaldur Örlygsson gerði glæsilegt mark á Kýpur í gær, og hefur þar með skoraði í tveimur landsleikjum í röð — einnig í Evrópuleiknum gegn Spáni á Laugardalsvelli. Þetta eru fyrstu mörk hans fyrir landsliðið. Hvað sögðu þeir? Mark Kýpur kom eftir auka- spyrnu og átti Birkir Krist- insson, markvörður, ekki möguleika á að veija. „Veggurinn riðlaðist, þegar send- ingin kom og boltinn fór í gegn. Ég var í hinu horninu og sá boltann of seint til að eiga möguleika á að veija. Það er lítið hægt að gera, þegar svona kemur fyrir, en þetta er eitt af því sem við verðum að passa okkur á.” Átti að skora annað Þorvaldur Örlygsson fékk bestu færin í leiknum og nýtti eitt þeirra á glæsilegan hátt. „Ég náði að snúa mann af mér og eftirleikurinn var auðveldur. Það var ekki um annað að ræða en láta vaða á markið, því ég hafði stórt svæði. En ég var spældur, þegar gæinn bjargaði á línu eftir skallann — þann bolta hefði ég viljað sjá inni. En við vor- um betri í seinni hálfleik og það er alltaf plús að tapa ekki.” Fór út í vitleysu Varnarmennirnir skiluðu hlut- verkum sínum ágætlega. „Það skapaðist aldrei hætta,” sagði Sæv- ar Jónsson. „Við náðum að stoppa þá tímanlega, en dómarinn fór alveg með þetta í lokin. Ég hef kynnst ýmsu, en þessi sló allt út. Því fór þetta út í vitleysu, en við létum þá æsa okkur of mikið upp.” Gaman að fá tækifæri Atli Helgason lék fyrsta landsleik sinn. „Það var gaman að fá tæki- færið og ánægjulegt að spila með 1|AÁ 25. mínútu fengu ■ ^#Kýpurmenn auka- spymu við vítateiginn hægra meginn við hálfhringinn. Fyrir- liðinn og miðvörðurinn Nicolaov sendi stutt til vinstri á kant- manninn Pittas, sem skoraði upp í homið nær framhjá veggnum. 1U 4 Sigurður Jónsson ■ | náði boltanum á 56. mínútu. Hann sendi nákvæmt fram á Þorvald Örlygsson, sem sneri einn af sér og lét síðan vaða af um 25. m færi upp í hornið nær. Glæsilegt mark. mjög mikilvægur leikur og það er gott að fá svona leiki fyrir stór átök. Þá er hægt að reyna hitt og þetta, vera með þreifingar og þannig var það. Mér þótti mest gaman að sjá hvað Baldur er góður, en það já- kvæðasta var að ná að jafna. Það er alltaf erfitt að vera marki undir, en við sýndum „karakter”. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að sigra og víst fengum við tækifæri til þess, en við erum á réttri leið. Leikaðferð- in er skemmtileg og við þurfum bara sem flesta leiki til að bæta okkur enn frekar. Við létum dómar- ann fara í skapið á okkur, en við verðum að læra að róa okkur niður.” þessum strákum. En þetta var rosa- lega erfitt, sérstaklega vegna hit- ans, sem var mun meiri en ég á að venjast í Fossvoginum. Við átt- um í erfiðleikum í byrjun, en það dró af þeim og með heppni hefðum við getað sigrað, því markið þeirra var gjöf.” Slæmt að fá markið Baldur Bjarnason var sprækur á kantinum. „Mér gekk svo sem ágætlega, en fékk úr of litlu að moða. Það var slæmt fyrir okkur að láta þá skora, en við áttum að ljúka dæminu og sigra. Hitinn var ofboðslegur og því var þelta erfitt, en ekki bætti úr sök að þeir höfðu dómarann alveg í vasanum.” Gottaðjafna Arnór Guðjohnsen var fyrirliði landsliðsins í -fyrsta sinn. „Þetta var 6b 19 BgsII-EÓB lalrmv rree 6EU j Kýpur-lsland 1:1 Larnacavöllur á Kýpur, vináttulandsleikur í knattspyrnu miðvikudaginn 16. október 1991. Mark Kýpur: Pittas (25.). Mark íslands: Þorvaldur Örlygsson (56.). Gult spjald: Eyjólfur Sverrisson (65.). Lið Kýpur: Christophs (Havelis vm. á 60.), G. Constandinov, Pittas, C. Constandinov, Nicolaov, Orphnides (M. Constandinov vm. á 78.), Savides, Carkov (Andreov vm. á 78.), Soliriov (Hadjiloizov vm. á 65.), Pannov (Phasovcitis vm. á 83.), Chara- lambov. Lið íslands: Birkir Kristinsson (Friðrik Friðriksson vm. á 46.), Valur Valsson, Sævar Jónsson, Atli Helgason (Ólafur Kristjánsson vm. á 75.), Andri Marteinsson (Hlynur Stefánsson vm. á 66.), Þorvaldur Órlygsson, Arnór Guðjohnsen, Sigurður Jónsson, Baldur Bjarnason, Hörður Magn- ússon (Atli Einarsson vm. á 56.), Eyjólfur Sverrisson (Kristinn R. Jónsson vm. á 69.). Dómari: Luis Loizon, milliríkjadómari frá Kýpur. Heimadómari í orðsins fyllstu merk- i ingu. Áhorfendur: Um ‘200. -•íuqýil Bi,n úttil iijfujiö -go u(pirn j Gekk aflurí Forest Þorvaldur Örlygsson sagði við Morgunblaðið eftir landsleikinn í gærkvöldi að alit væri á hreinu varðandi félaga- skipti sín, en eins og komið hefur fram hér í blaðinu hefur milliþinganefnd borið fram þá beiðni til stjómar KSÍ að athug- að verði hvort löglega hafi ver- ið staðið að öllu er leikmaðurinn gekk í raðir Framara sl. vor eftir að hafa verið atvinnumað- ur hjá enska liðinu. „Ég var laus frá Forest í vor og gekk í Fram. Síðan gekk ég aftur í Forest. Ég hefði aldrei farið að leika með Fram ef allt hefði ekki verið pottþétt og það er allt pottþétt, sem Fram gerir. Framarar eru mjög vel inni í öllum félagaskiptamálum og þeir þekkja lögin. Ég skil ekki af hverju er verið að þessu vafstri núna, en þetta er sárt fyrir mig og Fram.” ’ Þorvaldur lék með varaliði Nottingham Forest um helgina, en þurfti hann að sækja aftur um atvinnuleyfí í Englandi? „Ég bara vinn hjá félaginu og veit ekkert um skriffinnsku í Englandi. Forest sér um þessi mál og liðið lætur mig ekki spila með varaliðinu ef ég er ekki með atvinnuleyfi.’j ,i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.