Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 45 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA ■ Úrslit og marlfS^ skorarar / 46 UEFA að leikir Rúmeníu - Sviss og Skotlands - San Marínó, sem fara fram 13. nóvember, verði leikn- ir á sama tíma. „Ef Skotar vita um úrslitin úr okkar leik áður en þeir ganga til leiks gegn San Marínó, vita þeir að hveiju þeir ganga,” sagði Stielike. Júgóslavar og Danir berjast í 4. riðli og sanda Júgóslavar, sem unnu Færeyinga, 2:0, betur að vígi. Þeir eru með 12 stig, en Danir 11, þeg- ar tveir leikir eru eftir í riðlinum. Danir leika heima gegn N-írum, en Júgóslavar leika í Austurríki. Þjóðveijar óstöðvandi - þegar þeir unnu stórsigur, 4:1, á Walesbúum í Numberg „ÞJÓÐVERJAR léku eins góða knattspyrnu og þeir geta leikið. Þeir áttu sigurinn svo sannar- lega skilið og þá vann Dean Saunders til þess að vera rek- inn af leikvelli,” sagði T erry Yorath, þjálfari Wales, eftir að Þjóðverjar höfðu unnið stórsig- ur, 4:1, á Walesbúum í Núrn- berg. Wales lék einum leik- manni færri í 39 mín., en Saunders var rekinn af leikvelli í byrjun seinni hálfleiksins eftir Ijótt brot á Thomas Doll. Berti Vogts, þjálfari Þjóðveija, var að sjálfsögðu ánægður með leik sinna manna. „Við þurfum að komast yfir síðasta þröskuldinn - í Belgíu, til að tryggja okkur farseðilinn til Svíþjóðar. Við sýnd- um nú að við erum með besta liðið í riðlinum, en hvaða framhald verð- ur - kemur í ljós í Belgíu.” Liðin sem léku í gærkvöldi, voru þannig skipuð: Þýskaland: Bodo Illgner, Manfred Binz, Stefan Reutcr, Guido Buchwald, Jiirgen Kohler, Thomas Doll (Steffen Essenberg 79.), Lothar Matthaus, Andy Möller, Andre- as Brehme, Karlheinz Riedle (Thomas Hassler 65.), Rudi Völler. Wales: Neville Southall, Gavin Magu- ire (Gary Speed 46.), Paul Bodin, Andrew Melville, Kevin Ratcliffe, Eric Young (Ryan Giggs 84.), Mark Bowen, Barry Horne, Mark Hughes, Ian Rush, Dean Saunders. Evrópumeistarar Hollands eru einnig með pálmann í höndunum eftir sigur á Portúgölum í Rotter- dam, 1:0, í 6. riðli. Hollendingar settu strax á fulla ferð og ráku Portúgala í vamarstöðu og á 20 mín. skoraði Witschge sigurmarkið af 20 m færi. Englendingar áttu í mikíum vandræðum með Tyrki á Wembley og önduðu þeir léttar þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka, í leik liðanna í 7. riðli. Alan Smith skor- aði sigurmark, 1:0, þeirra með skalla, eftir fyrirgjöf frá Stuart Pearce. 50.896 áhorfendur á Wem- bley sendu leikmönnum Englands óspart tóninn - voru óánægðir. Englendingar þurfa nú aðeins að ná jafntefli gegn Pólveijum í Pól- landi til að tryggja sér farseðilinn til Svíþjóðar, en ef þeir tapa getur markatala ráðið úrslitum um hvort það verða þeir, Pólveijar eða írar, sem komast áfram. írar standa Rudi Völler fagnar margi sínu gegn Wales í gærkvöldi. besta að vígi í sambandi við marka- tölu. Jackie Charlton, landsliðsþjálfari íra, var óhress með sína menn í Póllandi, þar sem þeir misstu unnin leik niður í jafntefli, 3:3. írar voru yfir, 3:1, þegar 13. mín. voru til leiksloka, en þá fengu þeir tvö mjög klaufaleg mörk á sig eftir varnar- Níu léku í Reykjavík Cnglendingar áttu í miklum erfíðleikum með Tyrki á Wembley, 1:0. ™ Þess má geta til gamans að níu leikmanna Tyrkja, sem léku gegn Englandi, léku gegn íslendingum á Laugardalsvellinum 17. júlí í sumar. Þá unnu íslendingar stórsigur, 5:1. mistök. Pat Bonner, markvörður íra, getur nagað sig í handarbökin - hann hefur ekki sofíð vel í nótt, en Pólvetjar jöfnuðu þegar fjórar mín. voru til leiksloka, eftir ævin- týralegt úthlaup hans. Skotar máttu sætta sig við sitt fyrsta tap í 2. riðli — 0:1, f Rúmeníu. Spennan er mikil í riðlinum og eiga fjórar þjóðir möguleika á að komast til Svíþjóðar; Sviss, Skotland, Búlg- aría og Rúmenía. Sviss er með 10 stig og á eftir að leika úti gegn Rúmeníu, sem er með 7 stig, en Rúmenar eiga tvo leiki eftir. Skotar eiga eftir að leika heima gegn San Marínó. Uli Stielike, þjálfari Sviss- lendinga, sem hafa bestu marka- töluna, hefur óskað eftir því við FORSALA aðgöngumiða er í öllum verslunum Steina og Skífunnar. Miðaverð kr. 1.500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.