Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 9
181 raaOTJO .?í HUÍW ITMMM i M ÍWUOÍION MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 9 Lára Margrét Ragnarsdóttir stjómar þættinum í fyrramálið kl. 7—9 AÐALSTÖÐIN AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 62 15 20 REYKJAVÍK ÚTVARP REYKJAVÍK FM30.9TFM1IB2 VELKOMNÍ TESS ítölsk sending nýkomin Jakkar og tvískiptir kjólar Opiðkl. 9-18, laugardag kl. 10-14. TESS v NEi N NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Badmintontímar í vetur! Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun. 12.00 12.00 12.00 09.20 09.20 21.50 21.50 21.50 21.50 19.20 10.10 10.10 22.40 22.40 22.40 22.40 20.10 11.00 11.00 14.20 11.50 15.10 12.40 16.00 15.10 17.40 16.00 Tennistímar! 16.50 17.40 Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun. 12.00 12.00 12.00 12.00 15.10 09.20 14.20 15.10 Tennis- og badmintonfélag Reykja víkur, Gnoðavogi 1, s. 812266. Lítill sparnaður - mikil lánsfjáreftirspurn Staksteinar glugga í dag í Fréttabréf VSÍ, vikuritið Vísbendingu og greinargerð með frumvarpi til fjáraukalaga 1991, sem fjalla um halla ríkissjóðs, opinbera lánsfjárþörf og háa vexti í landinu. Ríkið brást í þjóðarsáttinni Formaður VSÍ segir í fréttabréfi samtakanna: „Oll meginmarkmið síðustu samninga h:ifa náðst utan eitt. Það er stjórn peningamála og rikisfjármála, sem brást gjörsamlega. Notkun hins opinbera á lánsfé hefur leitt til hærri raun- vaxta en við höfum nokk- urn tima fyrr kyimst í þessu landi og eru þeir hærri en nokkur þáttur íslenzks atvinnulifs getur staðið undir...”. í Fréttablaði VSÍ segir og: „Eftirspurn hins opin- bera eftir lánsfjánnagni hefur aukizt gífurlega, þannig að á fímm árum liefur hún meira en tvö- faldast. Á þessu ári er lánsfjárþörfin 7 til 8 milljörðum meiri en allur innlendur sparnaður. Meðfylgjandi mynd sýnir annars vegar lánsfjár- þörf opinberra aðila og hins vegar peningalegan sparnað í þjóðfélaginu á verðlagi þessa árs á ár- unum 1986 til 1990 og áætlunum fyrir 1991”. Enn segir í „Af Vett- vangi: „Háir raunvextir stafa af þvi að opinberir aðilar eyða um efni fram, sem kemur fram í niiklu framboði á ríkisvixlum og lánsfjárhungri hús- næðiskerfísins. Hús- bréfaútgáfa var áætluð 10 milljarðar á fjárlög- um, en nú er útlit fyrir að útgáfan verði 15 - 16 miHjarðar króna á árinu. Upphæð rikisvíxla er um 13 milljarðar og liefur aukizt um 5 miHjarða á árinu. Horfur um starf- semi húsnæðiskerfísins og fréttár af opinberum rekstri gefa til kynna, að lánsljárþörf opinberra aðila verði áfram meiri á næsta ári en innlendur lánamarkaður ber”. Lifað á erlend- umlánum I athugasemdum við frumvarp til fjárauka- laga fyrir 1991 segir m.a.: „Rekstrarhalli ríkis- sjóðs er nú áætlaður 8,9 milljarðar króna saman- borið við 4,1 milljarð króna í fjái'lögum.'Skýr- ist það að stærstum hluta af auknum útgjöldum sem ætlað er að hækki um 5,1 milljarð króna...”. Síðar segir: „I fjárlögum 1991 var heildarlánsfjárþörf ríkis- sjóðs áætluð 13.600 m.kr. og var gert ráð fyrir að hún yrði að mestu fjár- mögnuð imianlands. Samkvæmt endurskoð- aðri áætlmi er lánsfjár- þörfín nú talin 19.800 m.kr. Aukning frá fjár- lögum er því 6.200 m.kr. Skýrist hún að stærstum hluta af 4.800 m.kr. hærri rekstrarhalla ríkis- sjóðs og 900 m.kr. lán- veitingu til Húsnæðis- stofnunar ríkisins... Nú er fyrirséð að inn- lcndur lánsfjármarkaður er þess ekki megnugur að fjármagna ríkissjóð að því marki sem vonir stóðu til. Sparnaður hef- ur orðið minni en spár höfðu gefið tilefni til og mikið framboð húsbréfa hefur þrengt stöðu ríkis- sjóðs á imdendum lána- markaði... Til að brúa fjármögn- un ríkissjóðs [1991] er því nauðsynlegt að leita heimildar til erlendrar lántöku að fjárhæð 13.600 m.kr.”. Aðfinnslur úr tveimur áttum Ný ríkisstjórn hefur gripið til sérstakra að- haldsaðgerða í peninga- og ríkisfjárinólum til að vega á móti auknum við- skiptahalla og jafnvægis- leysi í opinberum Ijár- málum. Mcð þessum að- gerðum var stefnt að því að lækka lánsfjárþörf ríkisins um 3,5 - 4 millj- arða króna, m.a. með sparnaði í stærstu út- gjaldaþáttunum og þjón- ustugjölduin. Ríkisstjórnm hefur sætt gagnrýni úr tveimur áttum vegna aðhaldsað- gerða. Af sunium eru þær taldar ganga allt of skammt, miðað við fyrir- séðan samdrátt i lands- framleiðslu, m.a. vegna aflasamdráttar, og miðað við stöðu ríkisfjármála, en ljóst er að stefnt er áfram í umlalsverðan ríkissjóðshalla 1991 og 1992. Þorvaldur Gylfa- son prófessor sagði í DV i gær: „Hitt skiptir miklu meira mála að heildar- lánsfjárþörf ríkisins um- frani afborganir af eldri lánuin er scx sinnum meiri en rikissjóðshallinn eins og í fyrra...Alvarleg- asti Ijóðurími á fjárlaga- frumvarpinu finnst mér vera sá að ríkisstjórnin hefur bersýnilega ekki lagt í að ráðast gegn þeirri sóun almamiafjár sem á sér stað í landbún- aði og sjávarútvegi”. Á hinn bóginn túlkai' stjóinarandstaðan að- haldsaðgerðir stjórnar- innar sem árás á velferð- arkerfið, án þess þó að leggja fram aðrar raun- hæfar tillögur til að ná jöfnuði í ríkisbúskapnum á kjörtímabilinu. I tímaritinu Vísbend- ingu, 40. tbl. - 10. októ- ber, segir að þjóðartekj- ur verði 3% minni 1992 en 1991, m.a. vegna afla- samdi'áttar, að viðskipta- kjör verði 3,5% lakari á næsta ári en í ár og við- skiptalialli mun meiri, eða um 3,7% af lands- framleiðslu. í þjóðhagsá- ætlun segir og að draga muni úr sparnaði að öðru óbreyttu og að búast megi við að samkeppnin um sparifé landsmanna verði áfram mikil. Á þeim vettvangi verður ríkisbúskapuriim trúlega frekur til fæðunnar sem áður. MEÐ EINU SÍMTALI... Með einu símtali getur þú gerst áskrifandi að Einingabréfum. Þú ræður upþhæð innborgunar á mánuði hverjum og getur greitt með gíró- seðli eða greiðslukorti. Inneign þín er ávöxtuð í traustum verðbréfum og er laus til ráð- stöfunar hvenær sem er. Hafðu samband við ráðgjafa okkar Dagnýju Leifsdóttur viðskipta- fræðing í síma 689080. KAUPÞING HF Löggi/t vei'ðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sfmi 689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.