Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 19 Fyrrnefnt ráðgjafafyrirtæki tel- ur, að sú hugmynd að hafa hér tvö álíka stór bráðasjúkrahús eins og nú er-stefnt að muni valda harðri samkeppni milli þeirra um mann- afla og tækjabúnað, og yrði það landsmönnum mjög kostnaðarsamt. Lagt er til, að gerð verði strax hagkvæmnikönnun á kostum og göllum mismunandi leiða við sam- einingu sjúkrahúsa, og á grundvelli hennar teknar ákvarðanir um fram- haldið. Erlendis eru víðast gerðar slíkar hagkvæmnikannanir áður en veigamiklar ákvarðanir eru teknar um sameiningu, yfírtöku, hlut- verkabreytingu eða lokanir sjúkra- stofnana. Á fjárlögum 1991 var gert ráð fyrir rúmlega fjórtán og hálfs milljarðs framlags til sjúkra- húsa. Því er mikið í húfi og kostnað- ur við hagkvæmnikönnun getur vart vaxið mönnum í augum. En sennilega væri slíkur undirbúningur óþjóðlegur, þar sem hann bryti í bága við íslenska hefð í ákvarðana- töku í fjármálum. í þessari grein er ekki tekin af- staða til þess hvort sameina beri Landspítala og Borgarspítala. Benda má á ýmsa augljósa galla við þá leið, hins vegar telja margir að um verulegan ávinning yrði að ræða bæði hvað varðar kostnað og gæði þjónustu. En varla sakar að skoða "þennan möguleika vandlega, og hafa margir lýst vilja sínum til þess að það verði gert. Háskólasjúkrahús í reglugerð Háskóla íslands er kveðið á um tengsl háskólans og Landspítalans, og er Landspítalan- um þar mörkuð sérstaða sem vinnu- staður háskólakennara. Borgarspít- ali og Landakotsspítali hafa gegnt hlutverki háskólasjúkrahúss í ákveðnum sérgreinum læknisfræði. í grein í Morgunblaðinu sl. vor eft- ir Þórð Harðarson, prófessor á Landspítala, og Sigurð Guðmunds- son, dósent á Borgarspítala, er bent á mikilvægi þess að byggja hér upp öflugt háskólasjúkrahús, þar sem kennsla og rannsóknir skipa önd- vegi ásamt þjónustunni. Kostnaður við slíka stofnun er óhjákvæmilega mun meiri en við önnur sjúkrahús. Samkvæmt greinargerð Önnu Lilju Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðings Og hagfræðings, eru'háskólasjúkra- hús í Bandaríkjunum og í nokkrum nágrannalanda okkar um 15-20% dýrari en önnur kennsíusjúkrahús. Við fjárveitingar til Landspítalans er ekki tekið sérstaklega tillit til hins lögskipaða kennsluhlutverks hans. Verða tvö bráðasjúkrarhús í Halldóra Viðarsdóttir yArlegnr JC-dagnur JC- íslands verður haldinn 19. október nk. undir kjörorðinu „Heimur án landamæra”. Megintil- gangur dagsins er að vekja almenning til umhugsunar um þetta kjörorð.” tegundar þar sem þetta var í fyrsta sinn sem svona þing hefur verið hald- ið á alþjóðavettvangi, jafnframt því að. vera boðin aðstáða faðáígtjöbvun •u;imia xolaniö 'iisv iaaöd jmiejaoBH Reykjavík bæði dýr háskólasjúkra- hús, eða mun annað þeirra þróast og eflast í því hlutverki? Hátækni og hágæðaumönnun Islendingar stæra sig gjarnan af góðri heilbrigðisþjónustu sem greidd hefur verið úr sameiginleg- um sjóði landsmanna. Nú stöndum við andspænis því að taka erfiðar ákvarðanir í þessum efnum. Heil- brigðisþjónusta er afar viðkvæm og því geta skyndiákvarðanir haft slæmar afleiðingar. Ákvarðanir um úthlutun fjár í heilbrigðis- og fjár- málaráðuneytinu hafa í vaxandi mæli áhrif á ákvarðanir heilbrigðis- starfsfólks við rúmstokkinn. Áreið- anlega er auðveldara að afgreiða þau mál í fjarlægð en nálægð. Þörf- in fyrir lækningar, hjúkrun og aðra meðferð sjúkra er nær ótakmörkuð og möguleikarnir á að „bæta árum við lífið og lífi við árin” aukast stöð- ugt. Á sama tíma stefnum við að því að minnka það hlutfall þjóðar- tekna sem við notum í heilbrigðis- þjónustu. Réttlát og markviss út- hlutun fjár til þessa málaflokks er því vaxandi siðferðilegur vandi, sem takast verður á við. Ætla má, að úthlutun dýrrar hátækniþjónustu muni verða tak- mörkuð og að haldið verði áfram á þeirri braut að útskrifa fólk æ veik- ara heim af sjúkrahúsum. Við þær aðstæður eykst mikilvægi góðrar umönnunar og hjúkrunar, og verður því nauðsynlegt að styrkja þann þátt þjónustunnar á næstu árum. Hér er umræðan um siðferðilega ákvarðanatöku við úthlutun gæða heilbrigðisþjónustunnar afar stutt á veg komin, en mun væntanlega þróast á þessum haustmánuðum. Vonandi munu margir finna sig knúna til að leggja sitt af mörkum til þeirrar umræðu. Þjónusta utan sjúkrahúsa Margoft hefur verið bent á að við stöndum vel að vígi hvað varðar fjölda sjúkrarúma, en verr hvað varðar önnur úrræði fyrir veikt fólk. Sú fækkun sjúkrarúma sem nú er ráðgerð er því aðeins framkvæman- leg, að samtímis verði byggð upp mjög öflug þjónusta fyrir sjúka utan stofnana. Þessi þjónusta þarf að tengjast sjúkrahúsum sterkum böndum til að tryggja hina mikil- vægu samfellu í meðferð. Hjúkrunarfræðingar bera fyrst og fremst ábyrgð á umönnun sjúkra í heimahúsum og ber brýna nauðsyn til að skapa þeim ásamt sjúkraliðum stóraukin tækifæri til að sinna þessu starfi. Eftir talsverða baráttu Sameinuðu þjóðanna. Alþjóða JC-hreyfingin er í náinni samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og hefur auk þess undirritað sér- stakan samstarfssamning við UNIC- EF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og CARE, sem eru ein þekktustu samtök í heimi sem starfa að mannúðarmálum. Árlegur JC-dagur JC-íslands verð- ur haldinn 19. október nk. undir kjör- orðinu „Heimur án landamæra”. Megintilgangur dagsins er að vekja almenning til umhugsunar um þetta kjörorð. Fjögur aðildarfélög JC- íslands á Reykjavíkursvæðinu, JC- Borg, JC-Bros, JC-Nes og JC-Vík, starfa sameiginlega að þessum degi í ár. Undirkjörorðið „Framtíð barna” er viðfangsefni þessara félaga. í því tilefni kom hópur barna saman 12. október sl. og tjáði hugmyndir sínar varðandi þetta viðfangsefni á blað. Á sjálfan JC-daginn, 19. október, verða verk barnanna til sýnis í Perl- unni í Öskjuhlíð. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að líta þar inn. JC-ísland hefur á 30 ára æviskeiði sínu starfað ötullega að byggðarmál- um hvarvetna um landið. Má þar nefna brunavarnir, vímuefni, um- hverfismál, öryggismál. Er þetta að- eins lítið brot af því sem hreyfingin hefur beitt sér fyrir. JC-dagurinn snýst um málefni af þessum toga og sameinast þá hreyfingin um að vekja athygli á ýmsum brýnum málefnum. Er það vissa okkar að þetta beri árangur um leið og það hvetur fleiri í okkar þjóðfélagi til að beina kröft- um sínum í þessar áttir. 1 jþ ,008 mu ; ■Bcos j kRu ,i ’urer með inubne 'grl0<f abmjlul hefur hjúkrunarfélögunum tveimur tekist að fá leyfi fyrirtúttugu hjúkr- unarfræðinga til að starfa með nokkuð sjálfstæðum hætti að hjúkr- un sjúkra heima. Öllum má ljóst vera að þessi íjöldi nær skammt og að þarna verður að gera bragar- bót á. Nútíminn: Að velja skásta kostinn Hér hefur verið tæpt á nokkrum atriðum er varða skipulag þjónustu sjúkrahúsa í Reykjavík. Við allar breytingar ber að sjálfsögðu að tryggja að „ákvarðanir sjórnvalda séu ekki síður byggðar á vitneskju um heilsufarslegar afleiðingar ákvarðana en efnahagsleg og menningarleg áhrif...” eins og seg- ir í fyrsta markmiði íslenskrar heil- brigðisáætlunar. Arðsemisútreikningar í heilbrigð- isþjónustu koma oft einkennilega fyrir sjónir. Erfitt er að sundur- greina hina ýmsu kostnaðarliði til að ná fram mynd af raunverulegum útgjöldum við tiltekna meðferð sjúklinga. Á hinn bóginn er yfirleitt óframkvæmanlegt að mæla ávinn- ing, því þar er um að ræða líðan og velferð auk starfsgetu og ýmiss konar hæfni. Þegar lagt er á vogar- skálar verður að hafa í huga hve þungt þessir þættir vega í lífi hvers manns. Höfundur er hjúlirunarfræðmgvr og lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Blomberq ífr <> CCC ÞYSKAR 'VERÐLAUNA VÉLAR! Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfinlðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt spamaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr. Aðrar geröir frá kr. 58.615 stgr. Einar Farestveít&Co.hf. Borgartúni28 S 622901 og 622900 LÁTTU EKKI FJÁRMÁLIN SPILLA FÉLAGSSKAPNUM! o Hvaða gjaldkeri klúbbs eða félags hefur ekki lent í því að þurfa ítrekað að rukka félaga sína t.d. um félagsgjöld og fengið svar eins og: Fyrirgefðu, það stendur svo illa á . einmitt núna, ég bjarga þessu eftir helgi - eftir mánaðamót? o.sfrv. FÉLAGAÞJÓNUSTA SPARISJÓÐANNA sér um innheimtu félagsgjalda, gerð mánaðarlegra greiðslulista og ársuppgjörs, prentun límmiða með nöfnum og heimilisföngum félagsmanna auk útsendingar á fréttabréfum og fundarboðum til aðila viðkomandi félaga. Kynntu þér kosti Félagaþjónustu sparisjóðanna sem fyrst. FÉLAGAÞJÓNUSTA SPARISJÓÐANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.