Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 37
! MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTOBER 1991 37 Minning: Rannveig Vigfús- dóttir Hafnarfirði Maðurinn finnur aldrei betur til smæðar sinnar og vanmáttar en þegar dauðinn ber að dyrum. Þá víkur dramb og yfirlæti hversdags- leikans fyrir auðmýkt og virðingu fyrir lífinu. Okkur ber að þakka hverja þá stund sem við fáum and- ann dregið og njóta þess að vera til, hvort sem á móti blæs eða með- byr ríkir. Nú hefur Rannveig langamma mín fengið hvíldina sína góðu eftir langa, viðburðaríka ævi. Hún hefur bæði þurft að berjast með storminn í fangið og fengið beggja skauta byr á siglingu sinni um lífið. En hvaðan sem vindar hafa blásið, þá hefur langamma hnarreist siglt skútunni klakklaust í örugga höfn. Hún hefur þó þakkað Guði sínum hveija þá stund sem hún hefur fengið andann dregið. Og þó hún hafi mætt þungum sorgum þegar síga tók á ævikvöldið, þá missti hún ekki lífsþróttinn og lífsgleðina sem ríkti allt þar til lífsljósið slokknaði að Jokum. Ég hlaut þá náð að fá að kynn- ast þessum lífsþrótti, lífsgleði og þeirri virðingu sem langamma mín bar fyrir lífinu. Við áttum saman góðar stundir sem ég mun geyma í minningunni og leita til þegar á móti blæs í mínu lífi. Fyrst sem lít- ill drengur í heimsókn hjá afa og ömmu á Austurgötunni, en þá leit- aði ég oft niður til langömmu þar sem alltaf var að finna einhveija sérstaka, þægilega ró sem var svo einstaklega notaleg. Siðar sem fróð- leiksfús unglingur með skoðanir á lífinu og tilverunni, sem hafði svo dæmalaust gaman af að tala við langömmu um lífið og liðna tíð. Og á Hrafnistu hin síðari ár sem ungur maður sem skildi aðeins betur hve merkileg kona langamma mín var og hve djúpa lífsspeki hún hafði fram að færa. Ég vil þakka hveija þá stund sem ég fékk að eiga með langömmu minni. Þær voru allar dýrmætar, ekki síst þær síðustu þegar dóttir mín litla, hún Álfrún Elsa, var með mér. Þá yljaði sú gleði sem skein úr augunum hennar langömmu og þær virtust skilja hvor aðra svo vel. Megi elskuleg langamma mín hvíla í friði. Hallur Magnússon í vörinni niður við Búðarsand eru sjómenn að búa sig undir vetrar- vertíð. Það er tólfti dagur jóla 1898, í lítilli þurrabúð í túnjaðrinum á Búðarbænum er nýtt líf að fæðast hjá hjónunum Ragnhildi Gestsdótt- ur og Vigfúsi Jónssyni. Þau eru að eignast þriðju stúlkuna, fyrir í kot- inu eru Hildur og Katrín. Út um lítinn skjá má sjá hraun- breiðuna og gulan fjörusandinn, hafið blátt og alda gælir við gráan stein, í hlíðinni glitrar á Bjarnarfoss í gegnum klakaböndin. Það eru hamingjusöm hjón sem leggjast til hvílu þetta kvöld og eldri dæturnar eru himinlifandi yfir að hafa eignast nýja systur. í litlu fá- tæklegu þurrabúðinni er einn munnur til viðbótar að fæða og klæða og það er ekki björt framtíð því húsbóndinn er orðinn heilsulítill. Þannig var aðstaðan á þessu fá- tæklega heimili þegar Rannveig Vigfúsdóttir kom í þennan heim. Þá var ekki það velferðarríki sem fólk býr við í dag, ekkert lífsgæða- kapphlaup, enginn dans um gull- kálfínn. Þá rétti fólk hvert öðru hönd og studdi þá hvert annað ef eitthvað bjátaði á og hjálpaði hvert öðru eftir föngum ef bjargarleysi og aflabrestur var. Þá ríkti von um bjarta framtíð. Landið var að rísa upp eftir margra alda ánauð, frels- isbaráttan var byijuð og skútuöldin var gengin í garð, stjórnarskráin var að ganga sitt tuttugasta og fimmta ár. Islenskt athafnalíf var að lifna við, énskir togarar voru að skrapa flóann og menn sáu ný at- vinnutækifæri í þeim. Það átti fyrir Rannveigu að liggja að verða togarasjómannskona. Árið 1908 missti amma föður sinn eftir langvarandi veikindi. Það var um sárt að binda hjá mæðgunum. Amma sá mikið eftir föður sínum. Hann var barngóður og vel kynntur á Búðum og í sveitinni í kring, sagði skemmtilegar sögur og var hann ávallt látinn lesa húslesturinn, hag- mæltur og mikill dýravinur svo um var talað. Eftir föðurmissinn fluttist Ragn- hildur með dæturnar til Reykjavík- ur. Um haustið 1916 unnu þær mæðgur við matseld og gekk amma þar um beina. Á þessum stað borð- uðu ungir sveinar úr Stýrimanna- skólanum. Svo var það einn vörpu- legur rauðhærður sveinn, ættaðui' úr Gestshúsum í Hafnarfirði, sem oft kom seint í matinn. Það var með vilja gert, hann hafði áhuga á ungfrúnni. Hann hafði svör á reið- um höndum ef spurður var. Honum seinkaði oft á göngu sunnan úr Hafnarfirði. Þetta haust bundust þau heitböndum 26. október í hæg- um útsynningi árið 1918. Gengu þau svo saman til Garðakirkju og séra Árni Björnsson gaf þau saman. Búskap sinn byijuðu þau í risinu á Gestshúsum, með trú á lífið, dug og kjark og áræði. Þau voru allri vinnu vön, enda snemma látinn taka til hendinni. Já, amma var ekki alin upp sem eitthvert stofublóm enda var hún atorkusöm og framhleypin til allra verka. Þannig voru þau bæði. Það var ekkert sældarlíf fyrir sjómannskonuna á þessum árum, litlar fréttir af eiginmanninum á hafi úti að afla landi auðs og byggja það þjóðfélag sem við lifum nú í. Það var oft mikill mannsskaði á þessum árum en þegar í Iand var komið voru þau sem nýtrúlofuð eins og þau voru allan sinn búskap. Þau hjón tóku virkan þátt í félagslífi sem laut að sjómannastéttinni þegar tími gafst til. Þau voru bæði stofn- endur að Slysavamafélagi íslands. Amma var einnig ein af stofnendum slysavarnadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði og Vorboðanum sem er félag sjálfstæðiskvenna í Hafnar- firði og fyrsti formaður þess. Afi helgaði sig sjómannastéttinni og beitti sér fyrir öryggi á hafi úti. Þau gegndu bæði mörgum trún- aðarstörfum fyrir sín félög og hlutu margar viðurkenningar fyrir þau störf. Þeim varð 5 barna auðið: Hulda, Vigfús (Bóbó), Bára, Sjöfn ogEinar og eru 4 þeirra á lífi. Vigfús lést árið 1983. Þau báru mikla um- hyggju hvort fyrir öðru og fyrir börnunum. Afi sinnti börnunum eins oft og kostur var þegar í land var komið en oft var tíminn stutt- ur, komið að morgni og farið að kvöldi. Eitt af þeim verkiím sem börnin voru látin gera var að færa því fólki fisk sem lítið höfðu til hnífs og skeiðar. Ekki sáu sjómennirnir eftir þessari aflarýrnum né heldur út- gerðarmaðurinn, Hafnarfjarðaijarl- inn Einar Þorgilsson. Því lærðist það að sælla er að gefa en þiggja. Á Austurgötunni hlúði hver fjöl- skyldumeðlimur að öðrum því snemma lærðist það að ekki er ein báran stök í lífi sjómannsfjölskyld- unnar. Umhyggja pabba fyrir systr- um sínum og bróður sem bundu systkinin saman og báru þau sama hug hvert til annars. Því varð það sem eðlisávísun eitt sinn er kalt var í veðri að pabbi tók af sér trefilinn og rétti afa, já, svo var ást barn- anna til föður síns og móður og gagnkæmt. Svo er hin íslenska sjó- mannastétt. Þetta var samhent fjöl- skylda, ekkert lífsgæðakapphlaup, amma heimavinnandi til að sinna börnum sínum og eiginmanni. Afi var mjög aflasæll skipstjóri og hafði góða áhöfn. Því voru tekj- urnar oft miklar en hans stærstu túrar voru þegar hann bjargaði áhöfnum togara og báta úr lífs- háska og aldrei kom hann glaðari heim en eftir þá túra. Þetta voru því einar mestu sólskinsstundir í Íífi ömmu. Það var oft gestkvæmt og glað- værð á góðum stundum og um- ræðuefnin voru oft á tíðum afla- brögð, sjósókn, öryggi sjómanna og hagur sjómannastéttarinnar í heild. Pólitíkin var mikið rædd, sjálfstæði lands og þjóðar. í þeim bijóstum brann eldur ættjarðarinnar enda höfðu hjónin gengið í gegnum tíma heimastjórnar og fullveldis iýðveld- isins. Þau hjónin vildu hag og hag- sæld lands og þjóðar sem mesta, þá slóu hjörtu sjálfstæðishugsjónar- innar í bijóstum þeirra. Hart var deilt og enginn vildi láta sinn hlut er umdeiid mál bar á góma. Karl- mennirnir sátu gjarnan við stofu- borðið, en þar var hávaðinn mest- ur. Afi baðaði út höndunum, pabbi og Einar börðu í borðið og amma reyndi að skakka leikinn. Hún var hrædd um að afi og pabbi gengu of hart að Einari, en hann var yngstur en lét jafnan hæst. Reynd- ar hafði amma lúmskt gaman af. Þannig var oft lífið og tilveran á Austurgötunni hjá afa og ömmu. Afi lést árið 1969. Á sinni síðustu kvöldstund hafði hann fiutt ræðu til heiðurs sjómannskonum í hófi og gat hann þess að konan væri kóróna mannsins. Vissulega var amma kóróna afa en ekki úr gulli og eðalsteinum, heldur kóróna úr íslensku bergi, hinu íslenska gulli skreytt íslensk- um eðalsteinum, bergkristöllum og hinum glitrandi Búðarsandi. Sigurjón Vigfússon t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, áður Hafnarstræti 4, Isafirði. Starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði þökkum við sérstaka alúð og umhyggju. Högni Þórðarson, Hjördís Þórðardóttir, Anna Þ. Bachmann Helga Þórðardóttir, Magnús 1. Þórðarson Kristrún Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Bjarni Bachmann, Ragnhildur Guðmundsdóttir, María Jóhannsdóttir. t Kveðjuathöfn um eiginkonu mína, GUÐRÍÐI HELGADÓTTUR, Mávahlíð 15, Reykjavík, verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 17. október kl. 15.00. Jarðsett verður í Sauðlauksdal laugardaginn 19. október. Jóhannes Halldórsson. t Móðir mín, ÞORBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Herbert Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR frá Mel íStaðarsveit, Álfaskeiðí 64, Hafnarfirði, verður jarðsungin föstudaginn 18. október kl. 15.00 frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði. Kristjana Kristjánsdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Magðalena Kristjánsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Matthildur Kristjánsdóttir, Hjörleifur Kristjánsson, Erlendur Kristjánsson, Stefán Kristjánsson, Sigurður Kristjánsson, Sólveig Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Guðlaugur Gíslason, Óskar Vigfússon, Sigrún Gunnarsdóttir, Árdís Björnsdóttir, Guðmundur Alfonsson, Kristín Bergsveinsdóttir, Dagmar Oddsteinsdóttir, Gréta Bergsveinsdóttir, Erna G. Einarsdóttir, Arnar Guðmundsson, t Eiginkona mín og móðir okkar, UNNI BÖRDE KRÖYER, andaðist í Osló 8. október 1991. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Haraldur Kröyer, Ari Börde Kröyer, Katrín Börde Kröyer. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELFARS SKARPHÉÐINSSONAR, Bústaðavegi 73. Ása Skarphéðinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför MAGNÚSAR RUNÓLFSSONAR bónda, Haukadai. Jónína Hafliðadóttir, Hafsteinn Magnússon, Heiða Magnúsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, KRISTÍN INGIBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, fyrrum húsmóðir, Bæ, Höfðaströnd, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Greftrun fer fram í heimagrafreit að Bæ. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.