Morgunblaðið - 19.10.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991
Þorsteinn Palsson sjávarútvegsráðherra:
Hóflega bjartsýnn á að
EES-samningar takist
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra gerði flokksráði Sjálf-
stæðisflokksins stuttlega grein fyrir stöðu mála í viðræðum EFTA
og EB um evrópskt efnahagssvæði á fundi flokksráðsins í gær.
Hann kvaðst vera hóflega bjartsýnn, en benti á að enn gæti brugðið
til beggja vona hvort samningar
fyrir Islendinga.
„Við vitum að við stöndum
frammi fyrir því á næstu árum að
afli verður takmarkaður,” sagði
sjávarútvegsráðherra og því fælust
möguleikar íslendinga á því að auka
hér hagvöxt ekki í því að auka fisk-
veiðarnar, heldur hinu að auka
verðmæti þeirra afurða sem hér
væru unnar.
„Aðgangurinn að Evrópumark-
aðnum er mjög mikilvægur fyrir
okkur til þess að opna þetta svig-
rúm,” sagði Þorsteinn. Hann sagði
að Evrópubandalaginu hefði ítrekað
verið gerð grein fyrir því að sjávar-
afurðir íslendinga væru þeirra iðn-
aðarvörur, og því væri eðlilegt að
þær fengju aðgang að mörkuðum
Evrópu sem slíkar. „Við erum ekki
reiðubúnir til þess að skipta á toll-
fríðindum og veiðiheimildum. Sú
krafa stendur og frá henni verður
ekki vikið,” sagði sjávarútvegsráð-
herra.
Sjávarútvegsráðherra sagðist
telja að skilningur væri fyrir hendi
á þeirri grundvallarkröfu Islendinga
tækjust, sem væru ásættanlegir
að útlendingum yrði óheimilt að
„koma bakdyramegin” inn í íslensk-
an sjávarútveg með því að fjárfesta
í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj-
um.
Sjávarútvegsráðherra sagði að á
þessu stigi væri ekki hægt að kveða
upp úr með það hvort samningurinn
á milli EB og EFTA yrði íslending-
um nægjanlega hagkvæmur eða
hvort samningar tækjust á ráðherr-
afundinum sem hefst í Lúxemborg
á mánudag. „Við skulum vera hóf-
lega bjartsýn. Þessir samningar
geta farið í hvora áttina sem er,
en aðalatriðið er að nota tímann á
þessum dögum til þess að freista
þess að ná því sem við þurfum til
þess að samningurinn geti með ör-
uggum hætti talist okkur hagfelld-
ur, því svo sannarlega eigum við
mikið undir því á þessum erfiðu tím-
um að við fáum möguleika og tæki-
færi til að auka verðmætasköpun-
ina með nýjum hætti í íslensku at-
vinnulífi,” sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra.
Yegabréfsáritanir á
myndsendi til útlanda
„VIÐ höfum stundum látið í té
vegabréfsáritanir, sem eru svo
sendar með myndsendi til út-
landa. í máli Sri Lanka-búans
Avöxtunar-
krafa hús-
bréfa lækkar
ÁV ÖXTUN ARKRAF A húsbréfa
var á fimmtudaginn lækkuð hjá
Kaupþingi og Verðbréfamarkaði
íslandsbanka úr 8,7% í 8,6% þann-
ig að afföll af bréfunum við sölu
lækka úr um 22% í 21%. Þá lækk-
aði ávöxtunarkrafan hjá Verð-
bréfaviðskiptum Samvinnubank-
ans úr 8,65% í 8,6%.
Ávöxtunarkrafan var hins vegar
óbreytt hjá Landsbréfum hf. og Fjár-
festingarfélaginu í gær eða 8,7%.
Hjá Handsali var krafan 8,65%.
Að sögn Elfars Guðjónssonar, söl-
ustjóra hjá Kaupþingi, er ástæða
lækkunarinnar sú að eftirspum hefur
að undanfömu verið meiri en fram-
boð. Hefur það valdið því að biðlisti
er nú eftir húsbréfum hjá fyrirtæk-
inu.
var sá háttur hafður á, að ís-
Ienskt fyrirtæki óskaði eftir
áritun fyrir hann og sendi hana
út til hans,” sagði Karl Jóhanns-
son hjá útlendingaeftirlitinu.
Morgunblaðið skýrði frá því í
gær, að komist hefði upp um föls-
un á vegabréfsáritunum til ís-
lands. Kaupsýslumaður á Sri
Lanka er grunaður um að hafa
falsað þær að fyrirmynd eigin árit-
unar. Þá áritun fékk hann frá ís-
lensku fyrirtæki. „Við höfum
stundum látið íslensk fyrirtæki fá
slíkar áritanir fyrir viðskiptavini
sína, en verðum að hætta því ef
þær eru notaðar til fölsunar. ís-
lenska fyrirtækið átti þar engan
hlut að máli. Við höfum haft sama
hátt á í fleiri tilvikum, til dæmis
þegar fiskvinnslufyrirtæki fá
starfsfólk frá útlöndum. Þegar
svona dæmi um falsanir koma
upp, þá föram við auðvitað varleg-
ar í þetta í framtíðinni. I tilfelli
Sri Lanka-búans hefðum við átt
að hafa samband við verslunarráð
heimalands hans, til að fá um hann
upplýsingar. Það láðist hins vegar
að gera það og íslenska fyrirtækið
þekkti lítið til hans,” sagði Karl.
Verðlaunaveiting fyrir listskreytingar í ráðhúsið:
„Eins og að semja tón-
verk sem aldrei lýkur”
VEITT hafa verið verðlaun og viðurkenningar fyrir listskreyting-
ar í ráðhús Reykjavíkurborgar. Verðlaun fyrir myndskreytingu
I Borgarsljórnarsal, 300.000 krónur, hlaut Kristján Guðmunds-
son. Viðurkenningar fyrir klæðistjöld í Tjarnarsal, 150.000 krón-
ur, hlutu Ingibjörg S. Haraldsdóttir og þær Erla Þórarinsdóttir
og Guðrún Erla Geirsdóttir. Kristján segir að verk sitt sé hugsað
frá þeim sjónarhól að stjórnun borgarinnar sé eins og að semja
tónverk sem áldrei lýkur.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri afhenti verðlaunin og viður-
kenningarnar við hátíðlega athöfn
á Kjarvalsstöðum í gærdag um
leið og hann óskaði þessum lista-
mönnum til hamingju með árang-
urinn.
Guðrún Erla Geirsdóttir segir,
í samtali við Morgunblaðið, að
verkefni þeirra Erlu hafi verið
erfitt hvað tæknilega úrvinnslu
varðar en það hafi verið gaman
að vinna að því. „Þetta er iíka í
fyrsta sinn sem ég á samvinnu
við annan listamann um verkefni
af þessu tagi og það gafst bara
svona vel,” segir Guðrún Erla.
Ingibjörg S. Haraldsdóttir segir
að þetta hafi verið erfið meðganga
að útfæra klæðatjöldin. „En ég
upplifði þetta ráðhús skemmtilega
í gegnum kynnisferð með arki-
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
600 tonnum af síld landað í Eyjum
UM 600 tonnum af síld hefur verið landað í Eyjum
það sem af er vertíðinni. Fyrsta síldin kom síðastlið-
inn sunnudag, er Guðrún landaði. Þrír Eyjabátar,
Guðrún, Guðmundur og Sighvatur Bjarnason, eru
byijaðir síldveiðar og er vinnsla hafin í tveimur
frystihúsum, Fiskiðjunni og Hraðfrystistöðinni. í
Hraðfrystistöðinni hefur verið tekið á móti 250 tonn-
um og hefur öll síldin verið flökuð og fryst en í
Fiskiðjunni hefur hluti síldarinnar verið saltaður.
Bræla hamlaði síldveiðum síðustu tvo daga en í
gærkvöldi var komið ágætt veður á miðunum í
Hornafjarðardýpi og bátarnir farnir að kasta.
Kaupskipaverkfallið nær
til þriðjungs farmanna
Engar viðræður áformaðar fyrr en í næstu viku
KAUPSKIPAVERKFALLIÐ sem nú er skoliið á mun ná til þriðjungs
farmanna á íslenska kaupskipaflotanum. Samkvæmt upplýsingum frá
Sjómannafélagi Reykjavíkur eru nú um 150 manns skráðir sem far-
menn á kaupskipaflotanum. Af þeim munu um 50 leggja niður vinnu
meðan verkfallið stendur. Hinir vinna áfram þar sem skip þeirra eru
á siglingu erlendis og koma ekki til heimahafnar á meðan verkfallið
stendur.
Kröfur farmanna í heild fela í sér
3% launahækkun. Að sögn Birgis
Björgvinssonar sem sæti á í samn-
inganefnd farmanna eru 2% bein
grunnkaupshækkun en 1% vegna
samræmingar á töxtum og bónus-
greiðslum. „Við gerðum okkar kjara-
samning um sjö mánuðum áður en
þjóðarsáttarsamningamir voru gerð-
ir. Með bráðabirgðalögunum í fyrra
voru þessi 2% tekin af okkur og við
teljum okkur eiga þá hækkun inni,”
segir Birgir.
Ekki er reiknað með að samninga-
viðræður milli farmanna og VSÍ hefj-
ist á ný fyrr en í næstu viku. Far-
menn hafa vísað deilunni til rikissátt-
asemjara og ekki era áformaðir nein-
ir fundir um helgina.
Jón H. Magnússon fulltrúi VSÍ í
samningaviðræðunum segir að eftir
bráðabirgðalögin í fyrra hafi í raun
nýr samningur verið kominn á enda
átti upphaflegi samningurinn ekki
að renna út fyrr en um áramót.
„Við höfum viljað ræða ýmsa vinnu-
hagræðingu um borð sem hefði ekki
í för með sér kostnaðarauka fyrir
útgerðina en það hafa farmenn ekki
viljað hlusta á,” segir Jón.
---------------
Formaður VSÍ:
Stjómin styð-
ur ekki sína
eigin stefnu
EINAR Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands
íslands, flutti ræðu á flokksráðs-
fundi Sjálfstæðisflokksins í gær,
og sagði, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, að VSI styddi
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn-
ar, en það væri ekki nægjanlegt.
Ríkisstjórnin yrði sjálf að styðja
eigin efnahagsstefnu. „Það gerir
ríkisstjórnin ekki með því fjárlag-
afrumvarpi sem hefur verið lagt
fram,” sagði Einar Oddur.
Formaður VSÍ mun hafa lýst
áhyggjum vegna þensluáætlana
stjómvalda í fjárlagafrumvarpinu.
Hann sagði að engin málamiðlun
væri til í afstöðunni til gengismála.
Annaðhvort yrði að ná verðbólgu
niður fyrir það sem gerist I helstu
viðskiptalöndum, eða fella gengið.
Morgunblaðið/Þorkell
Markús Örn Antonsson borgarsljóri ásamt verðlaunahöfunum,
þeim Erlu Þórarinsdóttur, Ingibjörgu S. Haraldsdóttur, Guðrúnu
Erlu Geirsdóttur og Kristjáni Guðmundssyni.
tektum þess og sú kynning gaf
mér góða stemmningu fyrir verk-
ið,” segir hún.
Kristján Guðmundsson segir að
það hafi verið mikill kostur hve
grannvinnan af hendi undirbún-
ingsnefndar hafi verið vel unnin
og það hafi létt undir með lista-
mönnunum.
Sjá nánar á bls. 6 í LESBÓK