Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Athugasemd vegna Heilsu- hælisins Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu: „Vegna fréttar á bls. 4 í Morgun- blaðinu í gær, föstudag, tekur heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið fram, að unnið er að samningum við eigendur Heilsuhælisins í Hveragerði um framtíðarhlutverk þess. Engar niðurstöður iiggja hins vegar fyrir og það er því of snemmt að fjalia um einstaka þætti málsins.” • • Ort vaxandi að- sókn að ljóða- tónleikum I ÞRJU ár hefur aðsókn að ljóða- tónieikum Gerðubergs farið ört vaxandi og nú er svo komið að tónleikahaldið hefur slitið barns- skónum og kallar góð aðsókn á tvenna tónleika hverju sinni. Tón- leikar verða með hefðbundnu sniði á mánudagskvöldum eins og undanfarin ár, en auk þess verða tónleikar á laugardögum, og þá með eilítið öðru yfírbragði, þar sem efni Ijóða verður kynnt í töluðu orði og sagt frá tónskáldum og tilurð verka. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, laugardaginn 19. október, kl. 17.00 og mánudaginn 21. október ki. 20.30, en þá syngja þær Erna Guð- mundsdóttir sópran og Sigríður Jóns- dóttir messósópran. Á efnisskránni eru ljóðadúettar og einsöngslög. Eft- ir hlé syngja þær Ema og Sigríður fyrst tvo kunna dúetta eftir Henry Purcell, en þá syngur Sigríður átta barnagælur eftir Atla Heimi Sveins- son. Sáman syngja þær Pastorale, Hjarðljóð eftir Camille Saint Saens, en þá syngur Ema lagaflokkjpn Lög handa litiu fólki eftir Þorkel Sigur- björnsson. Tónleikamir enda á tveim- ur Ijóðadúettum eftir Gioacchino Rossini. Jónas Ingimundarson leikur með söngvurunum á píanó. ■ í TILEFNIAF 25 ára afmæli björgunarsveitar SVFÍ, Fiska- kletts í Hafnarfirði, gefst bæj- arbúum og öðrum sem áhuga hafa kostur á að skoða húsnæði og bún- að sveitarinnar að Hjallahrauni 9, milli ki. 13 og 16 í dag, laugardag- inn 19. október. M.a. verður til sýn- is nýr, öflugur 25 feta hraðbjörgun- arbátur af Viking-gerð, sem sveitin hefur nýlega fest kaup á. Slysa- vamadeild Fiskakletts var stofnuð í nóvember 1928 en björgunarsveit- in þann 15. febrúar 1966. (Fréttatilkynning) ■ PÍANÓTÓNLEIKAR verða í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi sunnudaginn 20. október kl. 15. Þar mun Örn Magnússon leika íslenska píanótónlist. Á efnis- skránni eru verk eftir Hiimar Þórð- arson, Hjálmar Ragnarsson, Jón Leifs, Mist Þorkelsdóttur, Pál Isólfsson, Sveinbjörn Svein- björnsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Efnisskrá þessara tónleika mun Örn flytja á þriggja vikna tón- leikaferðalagi um Japan nú í nóv- ember. Þar mun hann leika í fimm borgum og verða fyrstu tónleikarn- ir í Tókýó í nóvember. Von er á geisladiski með leik Amar nú í nóv- ember. (Fréttatilkynning) ■ JC-DA GURINN er í dag, laugardaginn 19. október. Kjörorð dagsins er „heimur án landa- mæra”. í tilefni af JC-deginum verður haldin sýning í Perlunni (2. hæð) á myndum eftir börn þar sem þau tjá framtíð sína í heimi án landamæra. Það eru JC-Borg, JC- Bros, JC-Nes og JC-Vík sem sjá um þetta verkefni. Sýningin stendur aðeins yfir í dág og em allir vel- komnir. Trillan situr föst í ísnum 50 metra frá landi. 'íorgunbiaðið/Rúnar Þór Mennirnir jusu eins og þeir gátu, en höfðu ekki undan. Oddeyrin komin að trillunni og búið að koma böndum á bátinn, sem sekkur á sama augnabliki. Annar maðurinn bjargaðist þurr um borð í togarann, en hinn lenti í sjónum. Tveimur mönnum bjargað er trilla sökk í Akureyrarhöfn; Oþægileg tilfinning að sjá trilluna fyUast af sjó - segir Emil Ásgeirsson, annar mannanna TVEIR menn á l'/i tonna trillu voru hætt komnir aðeins 50 metra undan Eimskipafélagsbryggjunni á Akureyri síðdegis í gærdag. Lögreglunni barst tilkynning um að trillan væri að sökkva á þessum stað en ekki tókst að koma út gúmbjörgunarbát sökum mikUs íshröngls sem var í höfninni. Það var ekki fyrr en togar- inn Oddeyrin, sem lá við bryggjuna, sigldi að trillunni að hægt var að bjarga mönnunum. Um leið og Oddeyrin kom böndum á trilluna sökk hún. Mennimir tveir, Emil Ásgeirs- son og Jón Kárason, em báðir úr Hrísey og þangað var för þeirra heitið. Að sögn Emils lögðu þeir upp frá Torfunefsbryggju en þá var mikið ísskæni á sjónum. Náði ísinn að bijóta gat á trilluna skömmu eftir að þeir lögðu af stað. Fossaði sjór inn um gatið og höfðu þeir ekki undan við að ausa. Sjónarvottar í landi komu auga á vandkvæði þeirra félaga og létu lögregluna vita. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fór hún á staðinn með gúmbjörgunarbát en tókst ekki að koma honum á flot sökum ís- hröngls í höfninni. Skipveijar um borð í Oddeyrinni höfðu þá séð til trillunnar og fóm mönnunum til aðstoðar. Um leið og Oddeyrin kom böndum á trilluna sökk hún og annar þeirra sem var um borð fór í sjóinn. „Það er varla að maður hafi enn áttað sig á því sem gerðist,” sagði Emil Asgeirsson í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi. „Þótt það hafi óneitanlega verið óþægileg tilfínning að sjá trilluna fyllast af sjó þá tel ég að við höf- um ekki verið í verulegri hættu svona skammt frá landi. En við báðir viljum við koma á framfæri þakklæti okkar til mannanna um borð i Oddeyrinni og þeirra sem lögðu hönd á plóginn við að bjarga okkur.” Blásarakvintett Reykja- víkur í Listasafni íslands BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tónleika í Listasafni ís- Iands nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru hinir fyrstu af fernum sem kvintettinn heldur í safninu í vetur til að fagna 10 ára starfsafmæli sínu. Sömu félagar hafa verið í hópnum frá byij- un, en þeir eru: Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Jósef Ognibene, horn, og Haf- steinn Guðmundsson, fagott. í tilefni afmælisins hefur kvintettinn pantað ný verk frá þremur íslenskum tónskáldum, þeim Hauki Tóm- assyni, Hjálmari H. Ragnarssyni og Karólínu Eiríksdóttur. Á hverjum tónleikanna munu koma fram gestir í einu eða fleiri verkum. Nk. þriðjudag verður frumfluttur nýr sextett fyrir sembal og blásar- akvintett eftir Karólínu Eiríksdótt- ur. Gestur tónleikanha er sembal- og píanóleikarinn Robyn Koh. Hún er fædd í Malasíu en býr nú og starfar í Englandi. Hún mun einnig leika á píanó í sextett eftir Francis Poulenc með þeim félögum. Önnur verk á efniskránni eru eftir Jean Francaix og Jacques Ibert. Aðrir gestaflytjendur í vetur verða sænski vísnasöngvarinn Jan Olaf Anders- son, Quintessence-blásarakvintett- Blásarakvintett Reykjavík. inn og Kjartan Óskarsson bassa- klarinettuleikari. Auk tónleikahalds hér heima ferðast Blásarakvintett Reykjavík- ur mikið. Þeir félagar eru nýkomn- ir úr Ameríkuför og á næstunni eru fyrirhugaðar tónleikaferðir m.a. til Ítalíu, Frakklands og Englands. Kvintettinn gerði nýverið samning við breska útgáfufyrirtækið CHAN- DOS um gerð sex hljómdiska á næstu árum og verður sá fyrsti unninn í Englandi á sumri kom- anda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.