Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 3 VETRAR GARÐUR á jarðhœð er mikið og frjálslegt rými sem býður upp á margvíslega SÝNINGARMÖGULEIKA. MYNDLISTARS ÝNINGAR Málaralist, höggmyndalist, listiðnaður o.fl. njóta sín í Vetrargarðin um. Perlan hefur hlotið vígslusem listagallerí með glæsilegri sumarsýningu, og bókanir eru þegar hafnar fyrir sýn- ingar nœsta vetrar og nœstu ára. TÓNLIST Lifandi söngur og hljóðfæraleikur njóta sín einnig í Perlunni og hljómtæki hússins eru einstök. LEIKLIST Perlan getur verið rammi um minni sýningar fyrir börn ogfullorðna, BRÚÐULEIKHÚS og DANS. Allt sem ekki krefst flókins sviðsbúnaðar getur notið sín í Perlunni. VEITINGABÚÐ er á svalahæð Perlunnar, þar sem gengið er út á ÚTS ÝNISPALLA. Þar geta menn notið hins mikla útsýnis inni eða úti, og léttra veitinga frá kl. 10.30 á morgnana til 22 á kvöldin, alla daga, árið um kring. VEITINGABÚÐ OG ÍSBAR Kaffi, kökur, smáréttir, öl o.fl. eru á boðstólum. Ljúffengur ítalskur skafís fæst á ísbarnum. ÞAÐ ER TIL VALIÐ AÐ HITTASTíSMÁHÓPUMí VEITINGABÚÐINNI. KONDITORI Konditori Perlunnar selur veislutertur af mismunandi stærðum út úr húsinu. I'SGERÐ ísgerð Perlunnar selur ístertur, ýmsar stœrðir eftir pöntun, og skafísinn sem er gerður að ítölskum hætti, ótal tegundir, er hægt að fá með heim í hálfs- og heils- lítra umbúðum. VERSLUN OG IÐNAÐUR Vörusýningar, tískusýningar og iðnkynningar af ýmsu tagi. SAMKOMU HALD: Veislur, dansleikir, brúðkaup og önnur samkvæmi, t.d. ráðstefnulok og móttökur með veitingum. Allt slíkt fer fram í Vetrargarðinum með glæsibrag. FUNDARSALUR af fullkomnustu gerð í kjallara rúmar 30 til 60 manns. BRÚÐKAUP Brúðhjón, sem halda veislu í Perlunni, fá nöfn sín greypt í nafnaplötu á stuðlabergssúlu sem stendur í Vetrargarðinum og brúðhjón gróðursetja tré í sérstök- um reit í Öskjuhlíð. ÚTS ÝNISHÚSIÐ er opið frá kl. 10.00 að morgni til 22.00 að kvöldi alla daga. VEITINGASAL URINN er opinn frá kl. 19.00. VEITINGASALUR Veitingasalurinn er áéfri hæð undir hvolfþaki Perlunnar. Þar er HVERFIGÓLF, þar sem matargestir geta notið útsýnis til allra átta, meðan setið er til borðs. Efst uppi undir hvirfli Perlunnar er BARINN. VEISLUR OG SAMKVÆMI Afmælishóf, brúðkaup, ættarmót og erfidrykkjur. Hverskonar hátíðir og hóf geta farið fram í salnum síðdegis eða á kvöldin. HÁDEGI Stór og smá einkasamkvæmi eru einnig velkomin í hádeginu. GJAFABRÉF Sérstök athygli skal vakin á gjafabréfi Perlunnar. Það hentar einstaklingum og fyrirtœkjum, sem vilja gefa vinum eða starfsfólki tækifærisgjafir. GJAFABRÉF Perlunnar er ávísun á ógleymanlegt kvöld. Árið um kring er PERLAN opin þeim sem vilja eiga góða stund í glæsilegu umhverfi. Komið í Perluna og kynnið ykkur möguleika hússins. PERLAN á Öskjuhlíð • 125 Réykjávík • Pósthólf 5252 ■ Fax 620207 • Sími 620200 WIYNDIÐN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.