Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991
5
Skattframtöl 1990:
Tekjur hækkuðu meira en
kjararamisóknanefndir töldu
ATVINNUTEKJUR landsmanna samkvæmt skattframtölum fyrir árið
1990 hækkuðu mun meira en tölur um hækkun taxtakaups og útreikn-
ingar kjararannsóknarnefnda gerðu ráð fyrir, að því er kemur fram
i úttekt Þjóðhagsstofnunar á skattframtölum. Þjóðhagsstofnun reikn-
ar út að meðaltekjur hafi hækkað um 12,3% á milli áranna 1989 og
1990. Kjararannsóknarnefnd ASI og VSÍ fær út að heildarlaun land-
verkafólks í aðildarfélögum ASÍ hafi hækkað um 6,4% milli ára, og
launahækkun opinberra starfsmanna var 10%.
í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir Þjóðhagsstofnun segir jafnframt
að kjararannsóknarnefndirnar byggi að ein ástæðan fyrir miklum mun á
upplýsingar sínar á gögnum frá
vinnuveitendum og fái efni um dag-
vinnu- og eftirvinnutekjur, ásamt
tölum um vinnutíma. Hins vegar
hafi nefndirnar ekki yfír að ráða
upplýsingum frá launþeganum sjálf-
um og þar með ekki um heildartekj-
ur hans. í þessu efni skipti miklu
máli að margir landsmenn vinni hjá
fleirum en einum vinnuveitanda.
meðaltekjuhækkun og þeirri hækk-
un, sem kjararannsóknarnefndirnar
reikna út, sé að tekjuhækkun sjó-
manna sé ekki meðtalin í síðar-
nefndu tölunni. Sjómenn hækka tals-
vert meira í launum á milli áranna
1989 og 1990 samkvæmt skattfram-
tölum en landsmenn að meðaltali.
Þeir sjómenn, sem voru í fúllri vinnu
á árinu 1990, þ.e. skiluðu meira en
Garður:
Ellefu Pólveijar á
atvinnuleysisskrá
Garði. **
FJORUTIU og fjórir voru skráð-
ir atvinnulausir í síðustu atvinnu-
leysisskrá sem gerð var í Garðin-
um. Þar af voru ellefu Pólverjar,
sem starfað hafa hér við fisk-
vinnslu undanfarna mánuði.
Að sögn Jóns Hjálmarssonar,
formanns úthlutunarnefndar at-
vinnuleysisbóta, er þetta langmesta
atvinnuleysi verið hefur í langan
tíma og kemur til af hráefnisskorti
í vinnslunni. Nánast öll hús á Suður-
nesjum voru lokuð í einhvern tíma
í síðustu viku.
Pólveqarnir vinna hjá Nesfiski
hf. en þar -féll niður vinna í þijá
daga í síðustu viku. Pólska verka-
fólkið greiðir skatta og skyldur til
ríkis og bæja, svo og verkalýðsfé-
laga og lífeyrissjóða og nýtur þar
af leiðandi sömu réttinda og
íslendingar.
Arnór
274 lögskráðum dögum á sjó, voru
með um 2,9 milljónir króna í meðal-
laun á árinu, eða um 242.000 kr. á
mánuði, og höfðu hækkað að meðal-
tali um 19,5% frá fyrra ári. Meðal-
laun landsmanna voru hins vegar
rúm milljón króna, eða um 88 þús-
und krónur á mánuði, og höfðu
hækkað um 12,3% frá fyrra ári.
Mikill munur er á tekjum karla
og kvenna. Atvinnutekjur karla á
árinu 1990 voru að meðaltali 1,4
milljónir á árinu og höfðu hækkað
um 12,5% frá árinu á undan. Meðal-
tekjur kvenna voru aftur á móti tæp
700 þúsund, um 11,8% hærri en
1989. Samanlagðar atvinnutekjur
hjóna voru að meðaltali 2.375 þús-
und krónur, 12,6% hærri en árið á
undan. Atvinnutekjur giftra karla
voru 1.830 þúsund kr. að meðaltali,
en meðaltal giftra kvenna var um
722 þúsund.
Vestfirðingar hafa hæstar tekjur
er litið er á tekjuskiptingu eftir
landshlutum, eða 7% yfir landsmeð-
altali. Tekjur Reyknesinga eru 5%
yfir landsmeðaltali. Tekjuhækkun
milli ára var mest á Austurlandi, um
15,5%, og næstmest á Vestfjörðum,
14%. Norðlendingar hækkuðu
minnst í launum.
Skattframtöl landsmanna sýna
heldur meiri tekjuhækkun milli ára
en gert var ráð fyrir. Þjóðhagsstofn-.
un bendir á að ekki liggi fyrir tölur
um aukningu vinnumagns frá 1989
til 1990. Aætlanir stofnunarinnar
gera ráð fyrir að ársverkum hafí
fjölgað um 1%, sem er nokkru minna
en fjölgun framteljenda. í því gæti
falizt, að mati Þjóðhagsstofnunar,
að vinnuframlag hvers og eins hafi
minnkað.
Morgunblaðið/RAX
Sjö ára börn fá endurskinsborða
Skátahreyfíngin gefur nú í haust öllum sjö ára börnum í skólum lands-
ins endurskinsborða, til að þau verði öruggari í umferðinni í skammdeg-
inu. Börnin í ísaksskóla voru sótt heim á fimmtudag. Þau höfðu margs
að spyija og voru öll ákveðin í að gæta sín vel á bílunum og nota
alltaf endurskinsborðann sinn. Þegar þau voru búin að setja á sig
borðann var þeim kennt að syngja skátasöng, sem þau lifðu sig inn í
með fjörugu látbragði.
TRlögu um kaup á Iðnó
vísað til borgarráðs
TILLÖGU frá borgarfulltrúa
Kvennalistans um að leitað verði
eftir samningum um kaup og
rekstur á samkomuhúsinu Iðnó
við Vonarstræti var vísað til
frekari athugunar í borgarráði
með fimmtán samhljóða atkvæð-
um á fundi borgarstjórnar í fyrr-
akvöld.
Tillagan gerir ráð fyrir að haft
verði samráð við félaga í Alþýðu-
leikhúsinu og Tónskáldafélagi ís;
lands varðandi rekstur hússins. í
tillögunni kemur fram að tilgangur-
inn með kaupunum yrði að varð-
veita Iðnó áfram undir listastarf-
semi af ýmsum toga.
Markús Orn Antonsson borgar-
stjóri lagði fram tillögu um að
málinu yrði vísað til borgarráðs til
frekari athugunar og var það sam-
þykkt samhljóða.
/ beinni útsendingu ó Stöð 0 annan hvern þriðjudag.
SPENNANfl!
29.0KT., 12.NOV., 26.NOV., 10.DES.,
7JAN., 21 .JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS .... - efþúóttmiða!
bv
^DRÆtti hás^