Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Líf og starf á Grænlandsgrund BENEDIKTA og Guðmundur Þor- stcinsson segja í dag, laugardag- inn 19. október kl. 16.00, frá lífi og starfi á Grænlandsgrund og Benedikta ræðir um þróunina á Grænlandi á síðustu árum og stefnuna í stjórnmálum landsins. Á eftir fyrirlestrinum svara þau fyrirspurnum. Benedikta er fædd 1950 í Eqaiuit, bóndabæ sem liggur við Einarsfjörð i.nálægt Qaqortoq. Hún er ein 15 systkina og gekk menntaveginn og lauk stúdentsprófi frá menntaskólan- um í Koge í Danmörku, en fór ekki í frekara framhaldsnám þar. Bene- dikta giftist Guðmundi Þorsteinssyni 1971 og flutti til íslands og var bú- sett hér á landi frá 1970 til 1984. Hún stundaði nám í lögfræði í tvo vetur við Háskóla íslands og vann hjá íslenska álfélaginu, í Norræna húsinu og á skrifstofu Qaqortoq hef- ur hún m.a. starfað sem yfirmaður húsnæðismála bæjarins, kennt við Verkalýðsháskólann og Verslunar- skóla Grænlands þar sem hún hefur verið sl. þijú ár. Kennir hún m.a. þjóðhagfræði, opinbera stjórnsýslu og ensku. Benedikta tók fljótlega þátt í stjórnmálum og situr nú í bæjarstjórn. Hún situr í miðstjórn Siumut, stærsta sjórnmálaflokks Grænlands. Hún hefur einnig verið í framboði til grænlenska þingsins. Hún situr í stjórn Norræna félagsins í Qaqortoq auk annarra trúnaðar- starfa sem hún hefur verið valin til. Guðmundur Þorsteinsson er fædd- ur 1949 í Reykjavík. Hann vann al- menn verkamannastörf á Islandi, lengst af hjá íslenska áifélaginu. Á Grænlandi hefur hann starfað hjá Verslunarskóla Grænlands í Qaq- ortoq. Hann er þjálfari meistara- flokks kvenna í handbolta og situr í stjórn handknattleiksdeildar félags- ins. Þá hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar og er iiðstjóri unglingalandsliðsins í knattspyrnu. Guðmundur hefur allt frá 1986 skipulagt ferðir íþróttafólks til Is- lands og verið fararstjóri. Guðmund- ur hefur haldið fyrirlestur um áfeng- is- og meðferðarmál í skólum og stofnunum á Grænlandi. (Fréttatilkynning) FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 18. október. FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur(sl). 1 10,00 70,00 82,23 3,493 287.215 Ýsa (sl.) 172,00 37,00 92,72 0,766 71.022 Blandað 30,00 20,00 23,82 0,202 4.812 Gellur 340,00 340,00 * 340,00 0,024 8.160 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,009 180 Keila 51,00 28,00 35,94 0,518 18.618 Langa 55,00 44,00 49,37 0,737 36.388 Lúða 440,00 200,00 270,15 0,133 35.930 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,097 6.790 Steinbítur 73,00 17,00 55,35 0,434 24.024 Undirmál 65,00 65,00 65,00 0,416 27.040 Samtals 76,17 6,829 520.179 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 117,00 68,00 104,96 54,868 5.758.864 Ýsa 102,00 50,00 86,18 22,979 1.980.286 Steinbítur 71,00 71,00 71,00 0,050 3.550 Lýsa 17,00 15,00 16,78 0,450 7.550 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,010 400 Undirmál 50,00 50,00 50,00 0,150 7.500 Keila. 50,00 40,00 47,36 5,844 276.760 Langa 70,00 53,00 63,80 5,243 334.495 Skatá 70,00 70,00 70,00 •0,017 1.190 Lúða 400,00 355,00 381,37 0,020 7.818 Háfur 10,00 5,00 6,25 0,032 200 Blálanga 60,00 60,00 60,00 0,320 19.200 Ufsi 56,00 32,00 48,93 6,652 325.472 Karfi 48,00 15,00 19,71 1,400 27.600 Koli 350,00 350,00 350,00 0,180 63.000 Samtals 89,74 98.215 8.813.885 ALMAIMNATRYGGIIMGAR, helstu bótaflokkar 1. október 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) 12.123 'A hjónalífeyrir 10.911 Full tekjutrygging 22.305 Heimilisuppbót 7.582 Sérstök heimilisuppbót 5.215 Barnalífeyrir v/1 barns 7.425 Meðlag v/ 1 barns 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.653 Mæðralaun/feðralaunv/2jabarna 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða 15.190 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða 11.389 Fullurekkjulífeyrir 12.123 Dánarbæturí8ár(v/slysa) 15.190 Fæðingarstyrkur 24.671 Vasapeningar vistmanna ...10.000 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 140,40 Slysadagpeningareinstaklings 654,60 Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ... 140,40 ■ Á PÚLSINUM sunnudaginn 20. október verður Kabarett 2007. Um kvöldið verða ljóðaflutningur og tónlistargjörningar. Þeir sem koma fram eru: Jón Valur Jens- son, sem flytur ljóð, Jens Hansson spilar á saxófón með aðstoð tölvu, Berglind Gunnarsdóttir flytur ljóð, Kristján Frímann kynnir nýja bók sína: Draumar; fortíð þín, nútíð’ og framíð, Dúettinn Við, með þeim Krisljáni Frímanni og Björgvini Gíslasyni, mun koma fram og Bjarni Þórarinsson flytur alís- lenskan óð. Kabarett 2007 lýkur svo að þessu sinni á djass. Það verða þau Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson og Sigurður Flosa- son sem spila. Leo Gillespie & Mick M. verða gestir á þessu kvöldi og einnig KK-band ef það kemst nógu snemma til Reykjavíkur eftir tónlistarflutning úti á landi. GENGISSKRÁNING Nr. 199 18. október 1991 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gongi Dollari 59,84000 60,00000 59,28000 Sterlp. 102,80800 103,08300 103,90000 Kan. dollari 53.01400 53,15600 52.36100 Dönsk kr. 9,16180 9,18630 9,24590 Norskkr. 9,02090 9,04500 9,11720 Sænsk kr. 9,69460 9,72050 9,77490 Fi. mark 14,43670 14.47530 14.66780 Fr. franki 10,36280 10,39050 10,46750 Belg. franki 1,71570 1,72030 1,73120 Sv. franki 40,41470 40.52270 40,93920 Holl. gyllini 31,33390 31,41770 31.65060 Þýskt mark 35,31430 35,40870 35.67320 it. líra 0,04725 0,04738 0,04767 Austurr. sch. 5,01780 5,03120 5,06860 Port. escudo 0,41030 0.41140 0.41210 Sp. peseti 0,56100 0,52570 0.56330 Jap. jen 0.46100 0,46223 0,44682 írskt pund 94,40700- 94,65900 95,31900 SDR (Sérst.) 81,52420 81,74220 81,08730 ECU.evr.m. 72,30770 72,50100 72,97660 Tollgengi fyrir október er sölugengi 30. september. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Jónsson og Astrid Ellingsen opna í dag sýningu á verkum sínum í nýjum sýningarsal á 3. hæð í húsi Hvaleyrar í Hafnarfirði. Bjarni og Astrid sýna í Hafnarfirði Leikendur í Næturgalanum. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nú að leggja af stað í ferð um Norðurland með leiksýninguna Næturgalann, sem leikhópurinn hefur samið eftir hinu þekkta ævintýri H.C. Anders- ens. Sýnt verður fyrir alla grunn- skólanemendur í fimm sýslum Norðurlands. Markmið Þjóðleik- hússins með sýningunni er að kynna nemendum list leikhússins, tengja starfsemi Þjóðleikhússins skóla- kerfínu og örva nemendur til fijórr- ar sköpunar í tengslum við náms- efnið á hveijum tíma. Þátttakendur í sýningunni eru leikararnir Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunn- arsson, Kristbjörg Kjeld, Margr- ét Guðmundsdóttir og Þórhallur Sigurðsson og flautuleikarinn Kristjana Helgadóttir. Tónlistin er eftir Lárus Grímsson og leik- muni gerði Jón Páll Björnsson. Guðmundur Steinsson var skrifari hópsins en hreyfingar og líkams- þjálfun annaðist Sylvia von Kosp- oth. ■ ANNA Ragnheiður Thorar- ensen heldur sýningu á vefnaði, dúkum o.fl. frá Georg Jensen Damask á Holiday Inn dagana 19.-21. október* kl. 14.00-19.00. Damaskvörui'nar frá Georg Jensen hafa hlotið viðurkenningar víða um heim fyrir gæði og hönnun. Aðeins viðurkenndir listamenn hanna mynstur og velja liti. BJARNI Jónsson, listmálari og Astrid Ellingsen, prjónahönnuð- ur, opna í dag, laugardag, kl. 14, sýningu í Hafnarfirði. Sýningin er í nýjum sýningarsal á 3. hæð í húsi Hvaleyrar við Vesturgötu. Á sýningunni eru um 80 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar eftir Bjarna. A mörgum myndanna eru viðfangsefni Bjarna gamlir atvinnuhættir tengdir sjáv- arútvegi. Þá er haustið efni margra vatnslitamyndanna. Flestar mynd- anna eru unnar á síðustu tveimur árum. Bjarni Jónsson hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum, bæði heima og erlendis. - Astrid Ellingsen sýnir módelkjóla úr íslensku eingirni. Þá verða einn- ig á sýningunni pijónaðir skírnar- kjólar úr hreinni bómull. Sýningin er opin frá klukkan 14-19 alla daga. Henni lýkur laug- ardaginn 27. október. Morgunblaðið/Sverrir Aðstandendur Þroskaþjálfunar sf. frá vinstri: Guðný Stefánsdóttir, Jóhanna Hauksdóttir og Sonja Larsen. Þroskaþjálfun í einkaeign FJÓRIR þroskaþjálfar hafa sett á stofn miðstöð þroskaþjálfunar, Þroskaþjálfun sf. Reykjavíkurvegi 60, til þess að mæta brýnni þörf barna fyrir þá tegund þjónustu. 12. október næstkomandi verður formleg opnun á starfseminni sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi, segir í fréttatilkynningu frá Þroskaþjálfun sf. Á undanförnum árum hafa átt sér stað stórfelldar breytingar í málefnum fatlaðra á íslandi, segir í fréttatilkynningunni. Með lögum um aðstoð við þroskahefta árið 1979 og lögum um málefni fatlaðra 1984 hófst uppbygging á þjónustu við fatlaða sem byggðist á forsend- um fatlaðra sjálfra og miðaði að þátttöku þeirra í samfélaginu. Þroskaþjálfun sf. mun bjóða upp á þjónustu við börn sem af einhveij- um ástlæðum eru afskipt í opinbera þjónustukerfinu eða bíða eftir þjón- ustu þar. Þroskaþjálfun er viðbótar- hlekkur í þeirri þjónustu sem fyrir er. Skapa á sérstök þjálfunarskil- yrði sem markvisst miði að árang- ursríku staiíi í þroskaþjálfun og veitt verði staðbundin þjónusta og hreyfanleg þjónusta, t.d. inn á heimili. Þroskaþjálfun sf. er rekin í einkaeign af þroskaþjálfunum Guðnýju Stefánsdóttur, Helgu Birnu Gunnarsdóttur, Jóhönnu Hauksdóttur og Sonju Larsen, en þær hafa reynslu í starfi hjá Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Sérdeild Víðivalla í Hafnarfirði og Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanesi. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 8. ágúst -17. október, dollarar hvert tonn ■ BODIL Kaalund heldur fyrir- lestur um myndlist á Grænlandi sunnudaginn 20. október kl. 16.00, en Bodil hefur skrifað bók um þetta efni. Bodil Kaalund hefur áður komið til landsins og haldið fyrirlestra um myndlist Grænlend- inga. Hún lauk myndlistarnám- skeiði frá Konunglegu listaakad- emíunni í Kaupmannahöfn 1954 en hélt fyrstu sýningu sína 1948 á Haustsýningu myndlistarmanna. Hún hefur haldið fjölda einkasýn- inga, en kunnust er hún fyrir störf sín að kynningu myndlistar og hef- ur hún ferðast víða um heim og haldið fyrirlestra og unnið að undir- búningi sýninga. Sama dag kl. 17.30 heldur Christian Berthelsen fyrirlestur um bókmenntir Græn- lendinga. Christian Berthelsen fæddist árið 1916 i Nuuk. Kennara- námi lauk hann frá Kennaraskól- anum á Grænlandi og framhalds- menntun í Damörku. Síðan starfaði hannað skólamálum um árabil, m.a. sem kennari, kennsluráðgjafi, skólastjóri og síðast sem fræðslu- stjóri fyrir Grænland frá 1960-72. Á árunum frá 1977-86 var hann- sendikennari í vesturgi-ænlensku við Háskólann í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.